Sunnudagur 05.03.2017 - 19:07 - 6 ummæli

Líf Suðurnesjamanna lítils virði

Vegakerfi landsins hefur valdið fjölda dauðaslysa og örkumlun hjá enn fleiri.

Líf okkar Suðurnesjamanna er auðsjáanlega mikið minna virði í augum þingmanna allra og ráðherra en líf fólks í öllum öðrum landshlutum. Þetta sést ekki aðeins á ótal dauðaslysum á Grindavíkurveginum, heldur einnig mörgum dauðaslysum á Reykjanesbrautinni, þar sem hún hefur enn ekki verið tvöfölduð með aðskildum og mislægum gatnamótum. Mikilvægt er að fólk átti sig á að síðastliðin 8-9 árum hefur ekki orðið eitt einasta dauðaslys á tvöfalda kaflanum.

Á sama tíma og ekki er hægt að eyða „smáaurum“ í að laga dauðagildrur, þar sem þúsundir aka um daglega, er hægt að bora göng fyrir 10 milljarða fyrir nokkrar hræður annarsstaðar á landinu. En það er svo sem lítið hægt að segja, þegar kjósendur í Suðurkjördæmi kjósa aftur og aftur yfir sig sömu stjórnmálaflokkana – Sjálfstæðisflokk & Framsóknarflokk – sem hafa fjársvelt allar framkvæmdir á Suðurnesjum og Suðurlandi um áratuga skeið.

Veldur hver á heldur, því það eru þeir sem forgangsraða í samgöngumálum, sem eru þingmenn Alþingis allir, sem bera beina ábyrgð á þessum dauðsföllum, sem leikur einn er að koma í veg fyrir ef vilji væri fyrir hendi. Ábyrgð okkar kjósenda er hins vegar einnig mikil að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum í samgönguráðuneytinu, þannig að dauðaslysunum á Suðurnesjum fari loksins að fækka og vegirnir um land allt lagist.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Orri Ólafur Magnússon

  Er ekki einmitt þinn flokkur, Viðreisn, í nýmyndaðri ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokk & Bjartri Framtíð, Guðbjörn ?

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Jón Gunnarsson samgönguráðherra er ekki í þingflokk Viðreysnar síðast er ég vissi!

  Allir sem eitthvað þekkja til íslenskra stjórnmálamanna vita að ráðherra eru eins og einræðisherra í sínum málaflokkum.

 • Orri Ólafur Magnússon

  Aha ! Wir haben verstanden . Danke vielmals !

 • Þú ert í vondum félagsskap,sama ruglið og nýji ráðherrann byrjar mjög illa og er ekki á vetur setjandi.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Það er nú ágætt ef að Viðreisn lagar aðeins til þarna. Það gerðist ekkert í heilbrigðismálum og ekkert hjá Eygló í húsnæðismálum og ekkert hjá Hönnu-Birnu og ekkert hjá Ólöfu Nordal, þau fjögur ár sem þau voru samgönguráðherrar.

  Það eina sem var gert í 4 ár í fyrri ríkisstjórn voru samningar við kröfuhafa og skuldaleiðréttingin. Hins ráðuneytin hefði verið hægt að leggja niður tímabundið í 4 ár. Nú virðist allt líta úti fyrir að hægt sé að leggja öll ráðuneyti tímabundið á fyrri hluta kjörtímabilsins.

 • Orri Ólafur Magnússon

  Guðbjörn, ef ég hef skilið fréttamiðla rétt, þá er því ekki þannig varið að ráðherrar og þingmenn – & konur Viðreisnar séu alveg glænýtt, óreynt og alsaklaust fólk – þeir & þær eiga uppruna sinn allir & allar sem einn / ein í Sjálfstæðisflokknum og hefðu því réttu lagi getað aft áhrif á gang mála í fyrri ríkisstjórn. Mér sýnist þú líta fram hjá þessari staðreynd.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is