Föstudagur 17.04.2015 - 20:33 - 2 ummæli

Launafólk – sanngjarnar kröfur

Hvað núverandi ástand varðar, er í raun er ekki aðeins við atvinnurekendur að sakast, heldur óvenju slaka forystu samtaka launamanna, sem á liðnum 7-8 árum hafa leyft bæði ríkinu og hinum almenna markaði að gjörsamlega eyðileggja kaupmáttinn. Vissulega lentum við í kreppu og skiljanlegt hefði verið að launþegar og atvinnurekendur tækju skell og að hið opinbera skæri niður í 2-3 ár. Strax árið 2010 og 2011 voru fyrirtæki í útflutningi aflögufær að hækka laun um 10-15%, þótt ekki væri nema vegna mikils rekstrarafgangs á grundvelli gengisfellinga.

Þessar launahækkanir hefðu á endanum getað orðið til þess að þjónusta og verslun og síðan að lokum ríkissjóður hefðu getað aukið tekjur sínar og hækkað laun. Staðreynd er að efnahagslífið er líklega komið á sama stað og það var árið árið 2005-2006, en engu að síður er kaupmáttur um 70-80% af því sem þá var. Þjóðarframleiðsla er sennilega að verða svipuð og hún var árið 2007 – og litlu lakari en í nágrannalöndunum – enda stanslaus hagvöxtur búinn að vera undanfarin 3-4 ár.

Skipting þjóðarkökunnar er hins vegar vandamálið. Augljóst er að stórfyrirtæki í iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónusta græða á tá og fingri að ógleymdum ofsagróða bankanna í skjóli gjaldeyrishafta og einokunar. Flest lítil og meðalstór fyrirtæki hafa í millitíðinni náð sér á strik og velt kostnaði hrunsins út í verðlagið og raka saman peningum. Það hlýtur því að vera krafa launþega að kaupmáttur launa verði leiðréttur í samræmi við afkomu atvinnulífisins. Auðvitað eru 25-30% hækkanir fjarstæðurkenndar, en 5-7% hækkun strax og síðan 10-15% á næstu 2 árum eru sanngjörn krafa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

 • Mamma borgar er krafa verkalýðsfélaganna. Sem atvinnurekandi með 17 manns í vinnu og skuldlausan rekstur í yfir 60 ár. Get ég fullyrt að langvinn verkföll og 20-30% launahækkanir í kjölfarið á hverju ári eiga eftir að setja reksturinn í algjört uppnám og jafnvel gjaldþrot.

  Ég held að fólkið bak við töldin viti alveg nákvæmlega hvað á eftir að gerast í þjóðfélaginu. Mitt fyrirtæki hefur aldrei verið rekið með 20-30% hagnaði enda í mikilli samkeppni og með háan launakostnað sem hlutfall af seldri þjónustu. Gerðir eru samningar við stærstu viðskiptavini sem ekki er auðvelt að breyta o.s.fr.

  Er verið að undirbúa þjóðfélagið undir afnám gjaldeyrishafta með óðaverðbólgu og fjöldagjaldþrotum?

  Það er klárlega ekki verið að hugsa um aukin kaupmátt nema fyrir þá sem eiga kannski óverðtryggð lán á föstum vöxtum:) EzzaSú?

 • Kaupmátatur er á svipuðu róli í dag og hann var fyrir hrun
  http://89.104.148.153/Uploads/Documents/Hagsja/2014-12-15-Laun-og-kaupmattur.pdf

  Auk þess hefur jöfnuður aukist hér á landi og Ísland er með næstmensta jöfnuð í heimi samkvæmt GINI vísitölunni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is