Miðvikudagur 17.02.2010 - 14:32 - FB ummæli ()

Skuggaþing – góð viðbót í umræðuna

Ég sé ástæðu til að mæra þennan nýja vetfang sem Skuggaþing er. Menn eru að fikra sig þar áfram og kynnast „fídusunum“. Fréttin er svona:

Skuggaþing opnað – Pólítískur rökræðuvettvangur þar sem þjóðin upplýsir sjálfa sig

Skuggaþing nýtir gögn af vefsvæði Alþingis og birtir þau á skýran hátt til að sýna feril mála og ræður þingmanna í góðu og þægilegu viðmóti. Þátttakendur geta m.a. horft á ræður þingmanna, gefið þeim stjörnur fyrir frammistöðuna og sent myndskeið af ræðu beint á Facebook. Á Skuggaþingi er röksemdafærsla auðveld og mikið úr henni gert.  Vefurinn er pólítískur rökræðuvettvangur sem þjóðin getur notað til að finna bestu rök með og á móti þeim málum sem eru í deiglunni. Rök með og á móti málum hafa jafnt vægi í framsetningu.

Félagar geta valið hvort þeir styðja eða eru á móti einstökum málum og eins hvort rök séu gagnleg eða ekki. Með þessu vali þá færast bestu rökin upp og lifa áfram en ruslið hverfur. Hægt er að skrifa athugasemdir og rök við öll mál, hvort sem málin koma frá Alþingi, einkaðilum eða hagsmunahópum. Skuggaþing er því alvöru þjóðmálavettvangur þar sem félagar sjálfir stjórna því hvaða mál og rök teljast best og þar geta því allir komið sínum málum á framfæri, bæði við þjóðina og Alþingi ef samfélagið veitir þeirra málum brautargengi.

Þjóðin þarf greinargóðar og skýrar upplýsingar um mál til að geta tekið rökstudda ákvörðun og við þurfum að geta myndað okkur skoðun á málum á eins stuttum tíma og mögulegt er. Til þess þurfum við að finna bestu rök með og á móti þeim málum sem við ætlum að mynda okkur skoðun á.

Slóðin er http://skuggathing.is og allir eru velkomnir!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is