Færslur fyrir flokkinn ‘Írak’

Laugardagur 14.11 2009 - 13:13

Gáttaðir á reiði vegna stuðnings við nauðganir

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég færslu um dæmalausa ákvörðu 30 öldungadeildarþingmanna repúblíkanaflokksins um að greiða atkvæði gegn lögum sem hefðu tryggt að starfsmenn málaliðafyrirtækja sem yrðu fyrir því að vera nauðgað af samstarfsmönnum sínum gætu leitað réttar síns fyrir dómstólum. Þessi ákvörðun vakti að vonum gríðarlega athygli. Lagafrumvarpið var lagt fram af Al Franken, öldungadeildarþingmanni […]

Fimmtudagur 21.06 2007 - 00:00

Walter Reed enn í fréttum: Öryggisverðir í skotbardaga, við hvorn annan!

Í gærkvöld bárust fréttir af skotbardaga fyrir utan Walter Reed herspítalann – en sá spítali virðist vera eitt af fordyrum helvítis (sjá fyrri færslur mínar um Walter Reed frá því áðan, og svo hér og hér): WASHINGTON — An armed security guard fired at least 10 shots at another guard during an argument outside a busy entrance to […]

Þriðjudagur 29.05 2007 - 00:00

…og æðsti yfirmaður hersins notar tækifærið til að gera lítið úr fórnum hermanna í Írak

Peter Pace, sem er Chairman of the Joint Chiefs of Staff, sem er formlega æðsti yfirmaður Bandaríska hersins, mætti í viðtal í morgunfréttatíma CBS í tilefni Memorial Day. Umræðuefnið var vitaskuld stríðið í Írak og fórnir bandaríska hersins. Áhorfendur sem hafa verið að fylgjast með gangi mála í Írak kom hins vegar mjög á óvart hvað Pace hafði […]

Mánudagur 28.05 2007 - 00:00

95% bandarískra hermanna í Írak vilja komast heim – sjá engan tilgang með áframhaldandi veru í Írak

Fram til þessa hefur það verið fastur liður í ræðum forsetans og repúblíkana sem styðja stríðið í Írak að „the soldiers on the ground“ styðji stríðið, og sjái gríðarlegan árangur af hersetunni, þeir séu að vinna mikið og óeiningjarnt uppbyggingarstarf og elta uppi og drepa „bad guys and terrorists“. Þegar þessari fullyrðingu hefur verið spilað […]

Sunnudagur 27.05 2007 - 00:00

CIA hafði spáð fyrir um hörmungarástandið í Írak – skv. nýjum skjölum

Dagblöð í Bandaríkjunum hafa undanfarna daga fjallað um þrjár skýrslur CIA sem nýlega voru gerðar opinberar. Samkvæmt þessum skýrslum, sem CIA samdi fyrir ríkisstjórnina, hafði leyniþjónustan og sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda séð fyrir að innrásin væri óráð – hún myndi leiða til upplausnar í Írak…  Skv. Washington Post: Months before the invasion of Iraq, U.S. intelligence […]

Miðvikudagur 28.02 2007 - 00:00

Laura Bush, Maria Antoinette og Imelda Marcos

Það er sorglegt hvernig sagan hefur farið með eiginkonur ömurlegra þjóðarleiðtoga. Lagalega bera þessar konur enga ábyrgð á hörmulegri óstjórn eða ofstjórn eiginmanna sinna, en ef skríllinn hálsheggur þær ekki sjá sagnfræðingar um það. Imelda Marcos, með skósafn sitt og Maria Antoinette með kökubakstur sinn, eru frægar fyrir fullkomna veruleikafyrringu sína. Meðan þær léku sér og […]

Mánudagur 26.02 2007 - 00:00

Bush fjármagnar leynilega öfgahópa tengda Al-Qaeda

Í nýjasta hefti The New Yorker er merkileg grein eftir Seymour M Hersh, sem er rannsóknarblaðamaður og hefur meðal annars fengið Pulitzer verðlaunin – Hersh varð frægur fyrir að hafa afhjúpað fjöldamorð bandaríkjahers í Mai Lai í Vietnamstríðinu. Hersh hefur að undanförnu fjallað um hernað núverandi bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, og í nýjust grein sinni afhjúpar […]

Sunnudagur 25.02 2007 - 00:00

Herforingjar hóta að segja af sér ef Cheney gerir loftárásir á Íran

Samkvæmt Times munu „fjórir eða fimm“ háttsettir herforingjar og flotaforingjar segja af sér ef Cheney fyrirskipar loftárásir á Íran. Ég segi Cheney, því einhverra hluta vegna eru liberal bloggarar og margir stjórnmálaskýrendur þeirrar skoðunar að það sé Cheney, en ekki Bush, sem sé raunverulega við völd í Washington. Og þetta Cheneytal er sérstaklega bundið við […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is