Eldri færslur fyrir 'Ímyndunarveiki'

Gingrich toppar sig í megalómaníunni

Newt Gingrich er magnaður karakter, og þó ég gleðjist yfir niðurlægingu hans* verð ég að segja að það er eftirsjá í brotthvarfi hans úr prófkjörsslagnum. En sem betur fer er hann ekki alveg farinn – og sem betur fer virðist brotlending framboðs Gingrich ætla að taka mjög langan tíma! Think Progress: On conservative radio host […]

Rangfærslur starfsmannastjóra Alþingis

Starfsmannastjóri Alþingis,  Karls M. Kristjánsson,  skrifar langa grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar af einstaka fáfræði og fordómum um mál nímenninganna sem sýknaðir voru af fráleitum ásökunum um skipulagða „árás“ á Alþingi. (Umfjöllun Eyjunnar um greinina má sjá hér. Umfjöllun Smugunnar má sjá hér. Mótmæli ritstjórnar Kastljóss við rangfærslum Karls má svo lesa […]

Fleiri frambjóðendur boða blóðuga byltingu

Það er ljóst að Sharron Angle, frambjóðandi repúblíkana til öldungadeildarinnar fyrir Nevada, er ekki eini frambjóðandi repúblíkana og Teboðshreyfingarinnar sem hótar Bandaríkjamönnum blóðugri byltingu ef þeir lúta ekki kjósa ekki nóg af ofstækisbjálfum á þing til að þeim finnist þeir hafa endurheimt sína Ameríku frá Kenýasósílíska Íslamófasistamaóistanum Hussein Obama. Angle, með sín „second amendment remedies“ virðist […]

Múslimadekur í Campbellsúpum

Pamela Geller, einn af helstu talsmönnum þess að komið verði í veg fyrir að múslimar megi innrétta félagsmiðstöð og bænahús tveimur húsaröðum frá „ground zero“* hefur uppgötvað að það er ekki bara í nágrenni við „ground zero“ sem íslamófasismi er að leggja undir sig Bandaríkin. Ónei. Geller hefur nefnilega uppgötvað að Campell súpufyrirtækið hfur lagst […]

Ríkisvaldið neyðir fólk til brokkólíáts

Og ef fólk borðar ekki nóg af grænmeti ætlar ríkisvaldið sjálft, persónulega, að hringja í þig og skamma þig og heimta að þú borðir grænmetið þitt! Og þetta, gott fólk, er beinlínis inntakið í sósíalisma, og sönnun þess að Obama er að breyta Bandaríkjunum í einhverskonar sósíalíska martröð. Þetta er nokkurnveginn rétt og nákvæm endursögn […]

Nýlenduhugsunarháttur Obama

Það vakti mikla athygli um daginn þegar lýðskrumarinn Newt Gingrich lýsti því yfir að Obama sýndi af sér „Kenyan, anticolonial behavior“. Ummælin þóttu svo fráleit og ósvífin að Gingrich, sem til þessa hefur haft nokkurnveginn óheftan aðgang að fjölmiðlum með skoðanir sínar og analýsur á stjórnmálaástandinu hefur almennt verið talinn einn af „hugsuðum“ repúblíkanaflokksins, og hefur […]

Gingrich: Obama er Kenýaloddari

Newt Gingrich á að vera einn af „hugsuðum“ Repúblíkanaflokksins, og meira að segja „a serious“ hugsuður. Hvort Gingrich sé í raun og veru alvarlegur hugsuður verður ekki efast um að bandarískir fjölmiðlar láta eins og hann sé það, og hossa honum sem einhverskonar öldung og skynsemisrödd innan flokksins. Það er því athyglisvert að sjá að […]

Leigupenninn Gísli Freyr Valdórsson

Á myndinni hér til hliðar, sem fengin er af bloggsíðu Andrésar Jónssonar hér á Eyjunni, má meðal annars sjá blaðamanninn, leigupennann, brennuvarginn og samsæriskenningasmiðinn Gísla Frey Valdórsson í mútuferð til Brussel. Gísli Freyr er annar frá vinstri. Eins og Andrés bendir á hefur fréttaveitan AMX hamast í því undanfarið að blaðamenn sem þiggja boðsferðir til útlanda […]

Morðóðir nasiskir hommar ógna Bandaríkjaher?

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með móðursýkislegum viðbrögðum íhaldssamra kristinna öfgamanna við ákvörðun Obama og demokrata um að láta loksins verða af því að viðurkenna rétt samkynhneigðra til að sinna herþjónustu. Hugsun demokrata er væntanlega sú að hommar og lesbíur sem á annað borð vilja fá að taka þátt í hernaði og fara í […]

Samsæriskenningar hægri og vinstri

Eitt af því sem maður heyrir stundum þegartalið berst að samsæriskenningum um Obama eða vitleysu tepokalýðsins (og nú síðast Newt Gingrich!)* um að Obama sé einhvernveginn „eins og Hitler“, er að Bush hafi þurft að sitja undir samskonar vitleysu.  Hugsunin að baki þessu er þá sú að það séu „samskonar“ öfgar meðal vinstrimanna og hægrimanna, […]

Já, btw: Bush var vinstrimaður

Þeir sem fylgjast með Glenn Beck vita að eitt helsta framlag hans til þjóðfélagsumræðunnar hefur verið að boða söguskoðun Jonah Goldberg að vinstrimennska sé í raun fasismi, að nasistarnir hafi verið vinstrimenn. Það er, meðan þeir eru ekki Maóistar og kommúnistar.  En nú hefur vinstrimönnum bæst liðsauki, því samkvæmt Beck var George W. Bush líka […]

Ríkið hlerar rassinn á saklausu fólki

Repúblíkanar í ríkisþingi Georgíu hafa undanfarna daga gert sitt besta til að skemmta Bandaríkjamönnum og íllgjörnum bloggurum. Þannig er nefnilega mál með vexti að einn þeirra, Chip nokkur Pearson, hefur tekið að sér að berjast gegn þeirri alvarlegu ógn sem stafar að frelsi fólks frá skuggalegum öflum (líklega leynilegum ríkisstofnunum? Hver veit, því það kemur hvergi fram […]

Tónlistarmyndband: Obama er frændi Osama

„Sounds like a muslim to me“. Hljómar nú bara eins og hrein geðsýki.

Það er FRÁLEITT að vísindamenn séu ósammála um loftslagsbreytingar af mannavöldum

Í framhaldi af fyrri færslu og moðreykskommentaskrifum nafnleysingjans „Palla“ finnst mér rétt að fara örfáum orðum um þá fáránlegu staðhæfingu að það sé einhverskonar útbreidd deila meðal vísindamanna hvort loftslagsbreytingar af mannavöldum séu raunverulegar eða ekki. Mér finnst líka við hæfi að styðja þá staðhæfingu að menn eins og Palli séu jarðmiðjufífl: Það er nefnilega […]

Obama er rasisti á skínkur og hnakka?

Einhver áhugaverðust rök sem ég hef enn sem komið er séð fyrir því að Obama sé vondur maður og umbæturnar á heilbrigðistryggingakerfinu séu andstyggilegt samsæri gegn frelsi og föðurlandi eru þau að frumvarpið sé rasískt. Vegna þess að í frumvarpinu var ákvæði um sérstakan skatt á ljósabekkjastofur! Doc Thompson, sem var að leysa Glenn Beck […]