Færslur fyrir flokkinn ‘Bloggar’

Föstudagur 29.07 2011 - 12:38

Meint hófsemd smáfugla AMX

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með „smáfuglum“ hins róttæka hægrivefjar AMX síðan um helgina. Viðbrögð smáfuglanna við hryðjverki norska hægriöfgamannsins Anders Breivik vöktu furðu og viðbjóð alls sómakærs fólks. Fyrstu viðbrögð smáfuglanna var nefnilega að reyna að „slá pólítískar keilur“ með því að segja samúðarkveðjur Össurar Skarphéðinssonar til Norðmanna „einhver mesta hræsni seinni tíma […]

Föstudagur 01.07 2011 - 11:01

Undarlegar myndir Eyjunnar

Eyjan birti í dag endursögn á frétt Fréttablaðsins um að 205 ofbeldismenn skuldi fórnarlömbum sínum stórfé. Sem er ekki í frásögur færandi, þ.e. að Eyjan birti frásagnir af fréttum. Það er hins vegar athyglisvert að líta á myndina sem ritstjórn Eyjunnar hefur ákveðið að láta fylgja með fréttinni, en það er ljósmynd sem virðist vera […]

Föstudagur 04.03 2011 - 10:43

Karlaslagsíða bloggheima

Undanfarna daga hefur dálítil umræða farið fram innan og utan nethemima um karlaslagsíðu hér á Eyjunni. Ástæða þessarar umræðu er sú ákvörðun ritstjórnar að bæta við þremur miðaldra karlmönnum í stúkudálkinn efst á síðunni þar sem fréttablogg Láru Hönnu var áður. Jenný Anna líkti síðunni eftir ritstjórnarskiptin við „fjandans frímúrarareglu“ og Jónína Óskarsdóttir benti á […]

Föstudagur 01.10 2010 - 23:15

Fight the powers that be

Fight the powers that be. [youtube 2WHe5fxS3dA] Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið Public Enemy, öðru fremur, sem hafi vakið áhuga minn á Bandaríkjunum. Og byltingarhefðar Bandaríkjanna – því Bandaríkin eru, þegar allt kemur til alls, ekki síður vagga byltingarinnar en Frakkland. Kannski jafnvel mun raunverulegri. Bandaríska byltingin var ekki bara […]

Föstudagur 03.09 2010 - 15:48

Einræðisfasískt alþýðufönk

Ekki vissi ég að Alþýðuher hálffasíska einræðisríkisins Norður Kóreu væri svona djöfullega funky, og að gæsagangur gæti í alvörunni verið dainty!? Achtung Baby hvað, ég treysti allavegana þessum raðmarserandi mönnum betur en kommúnistastjórninni sem Tryggvi Þór hefur uppgötvað til að framkvæma byltingu. [youtube lwoSFQb5HVk] En semsagt. Nú er regluleg og fyrirframauglýst dagskrá Freedomfries komin í […]

Föstudagur 20.08 2010 - 14:47

Hagfræði Lily Allen: Fuckloads of money

Matt Yglesias skrifaði í gær bráskemmtilega færslu um ástand efnahagsmála og hvað Lily Allen hefur um það mikilvæga mál að segja. Þetta fannst mér sniðugt, bæði vegna þess að tónverkið „The Fear“ er bara helvíti gott, bæði lag, en þó ekki síður ljóð – með betri gagnrýni á fjölda- og neyslusamfélagið í mainstream popptónlist, og […]

Miðvikudagur 05.05 2010 - 23:18

Bankar og hettuklædd ungmenni

Samkvæmt fréttum var kveikt í banka í Aþenu, með þeim afleiðingum að þrír létust. Eftirfarandi bréf birtist á síðunni Occupied London sem haldið er úti af Anarkistum þar í borg. Ástæða birtingarinnar er auðvitað sú að þeir sem kveiktu í bankanum voru „hettuklædd ungmenni“ – og að mati fjölmiðla, anarkistar. Samkvæmt Occupied London er bréfið […]

Mánudagur 19.04 2010 - 13:26

Víkingafélagið ófrægir víkinga

Það er athyglisvert að einhver félagsskapur sem nefnir sig „Víkingafélagið“ hefur ákveðið að taka sér stöðu og verja lögbrot Hrafns Gunnlaugssonar. Hrafn, sem mér skilst að sé einn af elstu og bestu vinum fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóra, hefur hvað eftir annað hunsað tilmæli opinberra aðila og „eftirlitsstofnana“ um að hann fari eftir opinberum tilskipunum, eyðileggi […]

Laugardagur 17.04 2010 - 23:30

Limbaugh: Ísland er refsing guðs!

Í útvarpsþætti sínum í gær fjallaði Rush Limbaugh sem endranær um hvernig Barack Obama og demokrataflokkurinn eru að steypa Bandaríkjunum í glötun með sósíalisma sínum og þjóðnýtingu, og mjög svo hógværum hægrikratískum miðjumoðsumbótum sínum á heilbrigðistryggingakerfinu, og annarri almennri mannvonsku. Sem væri ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að Limbaugh þóttist loksins geta sýnt fram […]

Fimmtudagur 01.04 2010 - 22:14

Enn af loftslagsbreytingasamsærinu

Ástæða þess að ég bloggaði í gær um climategate „skandalinn“ var sú að þessi fáránlegi „skandall“ hefur verið stórmál í bandarískum stjórnmálum, og vegna þess að jarðmiðjufífl repúblíkanaflokksins, menn eins og James Inhofe og Sarah Palin stukku á þennan ímyndaða „skandal“ til að renna stoðum undir þá skoðun sína að allt tal um loftslagsbreytingar af […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is