Laugardagur 09.07.2011 - 19:00 - 63 ummæli

Gillzeneggering íslenskra karlmanna

Það er athyglisvert að lesa lýsingu Pressunnar og Eyjunnar á framferði Jóns Jóseps Snæbjörnssonar á „Bestu“ útihátiðinni sem haldin er nú um helgina. Eyjan sagði þannig frá:

„Herrar mínir og hórur.“ Svona ávarapaði Jónsi í Svörtum fötum gesti á Bestu útihátíðinni í nótt. „Eru ekki allar hórurnar í stuði?“ Jónsi sagðist ekki fara úr að ofan fyrr en einhver kæmi berbrjósta upp á sviðið.

Konur á staðnum eru æfar yfir framkomu Jónsa. „Hann sagði aldrei stelpur eða konur, alltaf hórur,“ sagði Dagný Ósk Aradóttir Pind, í samtali við Eyjuna, en hún er á Bestu útihátíðinni sem sjálfboðaliði í Nei – hreyfingu gegn kynbundnu ofbeldi.

Mikill fjöldi er á Bestu hátíðinni, þar á meðal auðvitað fjölmargar konur. Margar þeirra  hafa haft orð á framkomu Jónsa á Facebook-síðum sínum og eru þær hneykslaðar á framkomu söngvarans.

Ég skil vel að konur sem sátu undir þessu hafi verið hneykslaðar! En auðvitað segir segir maðurinn sjálfur að hér hafi verið á ferð einhverskonar fyndni – misheppnaður brandari. Í því sambandi er rétt að rifja upp að Egill Einarsson, „Gillzenegger“, sem er líka hrifinn af því að vera ber að ofan, hefur sama misheppnaða húmor, því hann er líka þeirrar skoðunar að kvenfyrirlitning flokkist sem einhverskonar „fyndni“. Pressan:

Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í Svörtum fötum segir að það hafi verið lélegur brandari að ávarpa gesti Bestu útihátíðarinnar með orðunum „herrar mínir og hórur.“

Af því að það er fyndið að kalla konur hórur? Hvað nákvæmlega getur talist fyndið við það? Svona í alvörunni? Það er svona álíka mikið fyndið og að kalla hörundsdökkt fólk surti. Myndi einhver búast við því að uppskera hlátur ef hann ávarpaði hörundsdökkan mann sem surt? Eða gyðing Júða?

Tilgangurinn með svona ummælum er aðeins einn: Að lítillækka og niðurlægja viðkomandi.

Og hverskonar maður heldur í alvörunni að það sé ekki bara í lagi að kalla konur hórur, heldur að ávarpa þær sem hórur? Eða heldur að það sé fyndið? Við skulum hafa það í huga að þessi Jón Jósep Snæbjörnsson er fullorðinn maður, hann er 34 ára gamall, fæddur 1977, og ætti því að hafa þroska til þess að skilja að maður kallar ekki konur hórur.

Reyndar leyfi ég mér að efast um að þessi „Jónsi“ sé, þrátt fyrir að vera kominn vel á fertugsaldurinn, raunverulga fullorðinn eða viti borinn maður, því öll viðbrögð hans benda eindregið til þess að hér sé á ferð einhverskonar þroskaskertur reginhálfviti. Pressan lýsir viðbrögðum hans við gagnrýninni þannig:

Honum finnst samt harkalega að sér vegið, enda hann og hljómsveit hans ekki þekkt fyrir hranalega framkomu eða ósmekklega framkomu. Hins vegar bendir hann á að það sé um auðugan garð að gresja þegar kemur að þessu og spyr hvort það hefði vakið sömu viðbrögð ef um aðra tónlistarmenn hefði verið að ræða.

Jón Jósep, er semsagt fórnarlamb! Hér er vegið harkalega að honum?! Hann sé ekki „þekktur fyrir hranalega framkomu eða ósmekklega framkomu“. Nei, hann er núna þekktur fyrir megna kvenfyrirlitningu. Og svo heldur þessi bjálfi áfram – því samkvæmt fréttum hafði hann beðið þessar „hórur“ sem hann var að ávarpa í áhorfendahópnum um að fara úr að ofan:

Um var að ræða eina stúlku. Viðkomandi stúlka öskraði á mig um að fara úr að ofan og ég sagði henni að ég myndi ekki gera það fyrr en hún gerði það sjálf. Með því taldi ég að ég væri að eyða þeirri umræðu.

Ég vonast til að afsökunarbeiðni minni verði mætt af skilningi og að báðir aðilar læri af þessu,

Nei og já. Við höfum lært heilmikið af þessari uppákomu – en ég skil ekki að það sé hægt að mæta „afsökunarbeiðni“ eins og þessari af miklum skilningi. Það er engin afsökunarbeiðni ef henni fylgir að „báðir aðilar læri af þessu“ – og það er augljóst að Jón Jósep hefur ekki hugmynd um hvað það er sem hann á að læra af þessu máli – þ.e. að stæk kvenfyrirlitning, eins og sú sem hann sýndi, er ekki í lagi.

Málið er að þetta orðaval Jóns Jóseps er ekki bara hefðbundin karlremba líkt og sú sem hefur um langa hríð hrjáð karlþjóðina – og suma auðvitað meira en aðra – heldur er hér á ferð samskonar óþverrahugsun og sú sem einkennir nauðganaóra Egils Einarssonar, Gillzenegger: Þ.e. sú hugsun að konur séu hórur og að það sé í lagi að tala um þær, ávarpa þær og koma fram við þær eins og hórur. Í hefðbundinni karlembu eru konur skör lægra en karlmenn, þær sinna kvenlegum hlutum og skortir líkamlegan styrk, dómgreind og gáfur. Þær eru einhverskonar börn sem þarf að passa upp á. En í hinni nýju klámvæddu kvenfyrirlitningu Gillzenegger og Jónsa eru konur hins vegar hórur – þær eru í raun varla alvöru manneskjur. Það þarf ekki að passa þær eins og börn, eða sýna þeim einhverja sérstaka umhyggju vegna þess að þær séu of viðkvæmar eða veikburða – nei, þær eru til þess eins gerðar að nota og þær hafa einvörðung kynferðislegan tilgang. Í hefðbundinni karlrembu og feðraveldi er hlutverk kvenna heimilishald og barnauppeldi. Í hinni gillzeneggerísku kvenfyrirlitningu hafa konur hins vegar mun þrengra og kynferðislegra hlutverk. Þær eru hórur.

Ég efast um að það búi samskonar ofbeldisfull kvenfyrirlitning og hjá Gillzenegger að baki orðum Jónsa, og það getur verið að orðaval hans sé í raun og veru sprottið af heimsku einni, frekar en einhverju einbeittu kvenhatri. En það breytir því ekki að hér er á ferð angi af nákvæmlega sama vandamáli.

Því það er þetta sem femínistar tala um þegar talið berst að „klámvæðingu“. Og eins og Jón Jósep Snæbjörnsson, „Jónsi í Svörtum fötum“ og Egill Einarsson „Gillzenegger“ hafa sýnt okkur er þetta er raunverulegt vandamál.

Flokkar: Karlmennska eða skortur á henni · skítlegt innræti

«
»

Ummæli (63)

 • Sigurður

  Hvað finnst þér um konuna sem öskraði á hann að fara úr að ofan?

  Þú minnist á hana, verður ekki örugglega næsti pistill þinn um kvennzeneggerinn á bestu hátíðinni sem var með kvennrembu og karlfyrirlitningu út í söngvarans í svörtum fötum?

  Ég geri fastlega ráð fyrir því.

 • Er hann ekki farinn að teygja sig svolítið langt til að kæfa niður orðróminn um að hann sjálfur kjósi að láta eldri menn nota sig eins og hóru?

 • Ég vissi ekki að „júði“ væri niðrandi. Ég hélt þetta kæmi bara af sama stofni og „jew“. En orðabókin segir það yfirleitt vera notað í niðrandi merkingu í dag. Hvernig kom það til?

  Orðið er ekki niðrandi í grunninn og það að það hafi fengið á sig niðrandi blæ hlýtur að bera þess vitni að hér hafi gyðingahatur verið hér landlægt.

 • Mér þykir það nú samt ægilega sorglegt að fólk skuli í reynd missa sig yfir svona ummælum. Það má vel vera að þau séu kjánaleg og allt það. Hinsvegar finnst mér einnig afskaplega kjánalegt að heimta ritskoðun (eins og er verið að gera) á svona orðavali.

  Mér þykir þetta nefnilega kjánalegt að fólk skuli missa sig yfir svona orðum á meðan á þessari útihátíð eiga sér stað líkamsárásir sem hafa alvöru afleiðingar fyrir fólk. Á þessari „Bestu Útihátíð“ voru allavegan tvær líkamsárásir og ein hnífstunguárás í gær.

  Þið getið verið móðguð yfir þeirri hegðun, ekki einhverjum kjánalegum orðum hjá Jónsa í Svörtum fötum.

  Ég er ennfremur búinn að fá nóg af fólki sem ákveður að vera mógað yfir öllum sköpuðum hlutum sem skipta nákvæmlega ekki neinu máli til lengri tíma litið.

  Ég er einnig orðinn þreyttur á þeirri staðreynd að fámennur öfgahópur feminsta skuli vera farinn að stjórna umræðuni á Íslandi eins og raun ber vitni. Þetta er komið út í rugl og íslendingar virðast almennt ekki fatta það.

 • Kanadamaður

  Hver er að heimta ritskoðun? Ertu til í að benda mér á það?

 • Andrés Ingi

  Það er bara algjör „gúrka“ hjá boggpárurum þessa dagana.

 • Ber að ofan dæmið virðist vera sárasaklaust.

  Að kalla konurnar hórur er hins vegar gjörsamlega ólíðandi.

 • Ég skil nú ekki rökin hjá Jóni Frímanni. Af því að maður var stunginn má ekki minnast á það að Jónsi hafi kallað konur hórur.

  Það dóu líka mörg börn í Afríku í gær. Er þá yfir höfuð í lagi að minnast á nokkurn skapaðan hlut sem gerðist á Íslandi á sama tíma?

  Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Kvenfyrirlitning Jónsa er jafn slæm, sama hvað aðrir hafa gert.

 • Anna María Sverrisdóttir

  Ég deili með þér áhyggjum að Gilzenegger-væðingu fullorðinna karlmanna sem þeir kjósa að spreða sem mest yfir ungt fólk. Ég vona bara að unga fólkið sjálft harðneiti þeirri ömurlegu mannfyrirlitningu sem felst í þessu og mótmæli harðlega hvernig heimskir karlfauskar tala til þeirra og vinkvenna þeirra.

  Krakkar, það er komið að ykkur að baula á svona lið, hvar sem það er. Þið eigið svo miklu betra skilið.

 • steinunn Friðriksdóttir

  Jón frímann, mikið skelfing er ég orðin þreytt á þér. Þegiðu og farðu aftur inn í hellinn þinn

  Öfgafeministinn
  Steinunn Frirðiksdóttir

 • Máni Atlason

  Hver hefðu viðbrögðin orðið ef hann hefði sagt „Dömur mínar og perrar“ í staðinn fyrir „Herrar mínir og hórur“ ? Það væri álíka fyndinn brandari en þar væri grínið á kostnað karla en ekki kvenna. Kæmu þá fréttir af málinu?

 • Sigríður

  Máni. Hvað Jónsi hefði getað sagt kemur málinu ekkert við. Hann sagði það sem hann sagði, sem er það sem verið er að setja út á. Það að kalla konur hórur, og það ekki bara einu sinni heldur alltaf þegar hann talaði til kvennanna og um konurnar, er bara ekki í lagi. Hvað þá heldur þegar hann kemur með „afsökunarbeiðni“ um að „báðir aðilar þurfi að læra af málinu“ og að honum finnist harkalega að sér vegið. Það er ekki afsökunarbeiðni fyrir fimm aura. Það er einfaldlega skilningsleysi á að hann hafi gert neitt rangt. Sem mér finnst benda til að maðurinn sé haldinn virkilegri karlrembu.

 • Bjarni Tryggvason

  Vandamálið eins Gilz komst að, að það er aldrei nóg að bara biðjast afsökunar hjá feminasistum. Ekkert er nokkurn tíman fyrirgefið heldur einungis geymt til síðari móðursýki.

  Ef maður væri Jónsi myndi maður einungis yppa öxlum og í mesta lagi segja að hann hafi ekki meint að allar konur væru hórur ef svo vera skyldi að einhver heilabiluð manneskja eða tvær hafi haldið slíkt.

  PS

  Þú átt aldrei eftir að fá drátt út á hvað þú ert skilningsríkur og og næmur, tilfiningalega séð, hjá öllum kvenkyns vinum þínum freedomfries.

 • Valtýr Kári

  „Reyndar leyfi ég mér að efast um að þessi “Jónsi” sé, þrátt fyrir að vera kominn vel á fertugsaldurinn, raunverulga fullorðinn eða viti borinn maður, því öll viðbrögð hans benda eindregið til þess að hér sé á ferð einhverskonar þroskaskertur reginhálfviti.“

  Og ertu að fatta það fyrst núna?

 • Góður pistill hjá þér. Það var kominn tími á það að íslenskir karlmenn væru teknir á beinið af viti bornum karli. Jafnrétti kynjanna á Íslandi er stutt á veg komið miðað við nágrannalönd okkar.

  En… Magnús Sveinn Helgason, mér finnst vanta að nafnið þitt komi fram á bloggsíðu þinni. Það er ekki nóg að sjá nafnið bara á blogggáttinni eða á eyjukynningu.

 • @steinunn Friðriksdóttir, Ég er líka orðinn þreyttur af öfgunum sem þú kemur með (þ.e Öfgafeminisminn á Íslandi) í umræðuna á Íslandi. Enda er þetta skemmandi gagnvart konum þá sérstaklega.

  Vandamálið er að öfgafullar konur hafa komist upp með að halda fram hvaða vitleysu sem er í fjölmiðlum, og þá án þess að fjölmiðar geri nokkra athugasemd við málflutning þeirra.

  Síðan batnar ekki staðan þegar rangfærslunar eru endurteknar eins og heilagur sannleikur eftir nokkur misseri. Enda er þetta aðferðarfræði sem þetta fólk notar til að komast upp með hvaða dellu sem er í fjölmiðlum.

  Ég er búinn að fá nóg og segi því stopp.

 • Ekki skilja mig útundan Jón, hvað finnst þér um okkur öfgafullu karlmennina sem finnst niðurlæging kvenna ekki í lagi?

  http://drusluganga.org/index.php/adsendar-greinar/en-hun-var-svo-djarflega-klaedd/

 • Margrét – sjá „Um síðuna“ – þar kemur fram hver er höfundur. Mér hefur fundist óþarfi að auglýsa það meira!

  Bjarni Tryggvason – Já, og þar kemur líka fram að ég er giftur – þannig að það er ekki alveg fremst í forgangsröðinni hjá mér að „fá mér drátt“ “ hjá öllum kvenkyns vinum“ mínum…

  Valtýr Kári – já… Þessi maður hefur eiginlega alveg farið framhjá mér! Ég vissi af honum, svona eins og maður veit af öðrum frægðarfígúrum, en thats about it.

  Jón Frímann: Hvernig eru „öfgafemínistar“ að „stjórna“ umræðunni hér á landi? Og hvernig er það „ritskoðun“ að benda á það sé óásættanlegt að fullorðinn maður ávarpi konur og unglingsstúlkur á útihátíð sem „hórur“?
  Hvað með að gerðar séu athugasemdir við að Egill Einarsson tali um að nafngreindum konum sé nauðgað til að þær „steinhaldi kjafti“ er það ritskoðun líka? Bæði eru væntanlega dæmi um hvernig „öfgafemínistar“ „stjórna umræðunni“? Eða hvað?

 • Arngrímur Vídalín: Samkvæmt fórnarlambafeminismanum (sem bent er á hérna, http://www.norn.is/sapuopera/2011/06/fornarlambsfeminisminn_gengur.html#comments)

  Það er eitt að bera virðingu fyrir konum. Það er annað að meðhöndla konur eins og smábörn. Sem þú og aðrir öfgafemininstar gerið svo mikið af (öfgafeministar geta líka verið karlar).

  Það væri mikil framför í því að þið færuð að koma fram við konur eins og fullorðið fólk sem hugsar.

  freedomfries: Hvað með konuna sem heimtaði að Jónsi færi úr að ofan ? Það er staðreynd að Egill Einarsson er hálfviti, enda hagar hann sér sem slíkur og því má reikna með að niðurstaðan verði í samræmi við hegðun hans.

  Þetta mál sýnir hinsvegar hvernig feminstar stjórna umræðunni á Íslandi í gegnum fjölmiðla. Nokkrar líkamsárásir á þessari hátíð eru bara smámunir vegna þess að söngvari kallaði konur „hórur“ á skemmtun sem hann var með. Það sem er þó stórundarlegt við þetta mál allt saman er sú staðreynd að konur hafa oft vísað til hverjar annar með þessum hætti, og jafnvel notað verri orð um hverja aðra. Hinsvegar um leið og karlmaður notar þessi sömu orð um konur. Þá fara feministar að væla eins og smábörn og heimta blóð í kjölfarið.

  Fyrr má nú dauðrota en rota segi ég nú bara. Sérstaklega þar sem að það er staðreynd að hérna eru feminstar að vera fórnarlömbin enn einu sinni. Þeim virðist nefnilega vera svo vænt um að vera fórnarlömb virðist vera. Enda er ódýrt að fá athygli út á þá stöðu.

  Það er auðvitað ritskoðun að reyna þagga niður í Jónsa með þessum hætti. Mér er alveg sama þó svo að eitthvað fólk sé móðgað. Það er hinsvegar nokkrum skrefum of langt gengið að heimta og þagga niður í Jónsa eins og þarna var gert á mjög svo grófan hátt.

  Ég reikna hinsvegar ekki með því að þetta breyti neinu. Nema þá kannski því að feminstar verða ennþá frekari og ennþá grófari í umræðunni eftir þetta atvik. Þar sem fáir nenna að standa í því að takast á við þetta öfgalið.

 • Og ert þú þá ekki eins að reyna að þagga niður í þessum „öfgafemínistum“, Jón? Er það kannski bara allt í lagi?

 • Það er semsé að koma fram við konur einsog smábörn að hafa ekki húmor fyrir nauðgunum? Sem er risastórt vandamál víðasthvar í heiminum, og hugarfarið sem fylgir þeim sem finnast nauðganir bara algjörlega vera í lagi. Er það ekki á sama hátt að koma fram við Gillzenegger einsog smábarn að treysta ekki honum sjálfum til að svara fyrir sig?

  Svo talar þú um ritskoðun – þú segir það ekki hreint út, en það er það sem mér skilst af þér, og það hafa margir aðrir sagt. Er það ekki fyndið að það heitir ritskoðun þegar við gagnrýnum Gillz, en það heitir ekki ritskoðun þegar okkur er sagt að við skulum halda kjafti í staðinn fyrir að opna munninn, því við séum svo öfgafull?

  Varðandi aðrar dylgjur í svari þínu þá læt ég þeim ósvarað. Þú talar um að tala við fullorðið fólk einsog það sé fullorðið – annað sé vanvirðing – og þá skaltu sjálfur læra að halda þig við málefnið. Annað er vanvirðing við mig og aðra. Þetta var ómálefnalegt svar, það sem þú gafst. Rökræddu efnið eða slepptu því.

 • Arngrímur Vídalín: Aumur er þinn útúr snúningur. Nauðganir eru auðvitað glæpur og það hefur aldrei neitt annað komið frá mér. Að halda öðru fram um minn málflutning er ekkert nema hreinræktuð og ógeðfelld lygi í minn garð.

  Það er merkilegt að þú skulir tala um rökræður við mig. Vegna þess að þú gætir ekki rökrætt hvort að kartafla væri soðin eða ósoðin þó svo að hún væri á diski fyrir framan nefnið á þér. Svo léleg er málefnaleg staða þín og feminista á Íslandi.

  Þú og aðrir feministar komið fram við konur eins og að þær geti ekki séð um sig sjálfar eða hugsað fyrir sjálfan sig. Síðan þegar ykkur er bent á þessa staðreynd þá koma svona aum mótsvör eins og það sem þú kemur með hérna. Þú sakar mig um að koma með dylgjur, þó getur þú ekki fært fyrir því rök.

  Þú gerir mér síðan upp þá skoðun að ég styðji nauðganir vegna þess að ég samþykki ekki bullið sem frá þér kemur.

  Það er til ágætt orð yfir fólk eins og þig. Þú ert ekkert nema bölvaður hálfviti og hálfviti skaltu vera. Þú getur verið stoltur af þessu, vegna þess að mínum huga ertu kominn í sama hóp og Egill Einarsson sem líka er hálfviti. Þó af öðrum ástæðum eins og ég nefni hérna að ofan. Ég er ennfremur ekki að svara fyrir Egil á neinn hátt eins og þú gefur hérna í skyn að ég sé að gera. Þú ert í reynd að gera mér upp skoðanir á mjög svo ógeðfelldan hátt. Enda er það alltaf hentugt að þegar engin eru mótrök að ljúga upp á þann sem er ósammála þér.

  Það er ritskoðun að reyna þagga niður í fólki eins og þú reynir að gera hérna með því að ásaka mig um að ég styðji nauðganir með óbeinum hætti. Ef að þú getur ekki tekið mótrökum. Þá skaltu sleppa því að ræða málin og halda þínum skoðunum fyrir sjálfan þig. Vegna þess að í þínu tilfelli getur verið betra að sitja heima en fara af stað.

  Það væri óskandi að þú og aðrir öfgafeminstar hættuð þessu væli sem þið stundið hérna af svo miklum móð til þess að fá athygli fjölmiðla á Íslandi, og samúð almennings í kjölfarið.

  Ég tala hreint út um ritskoðun sem feministar beita. Það ert þú sem átt erfitt með að sætta þig við þá staðreynd að ég er búinn að benda á það hér með, og snýrð því útúr því sem ég er að segja eins og aðrir aumingjar sem geta ekki rökrætt málin.

  Ásgeir: Feministar á Íslandi hafa málfrelsi eins og aðrir. Þeir verða þó að sætta sig við það að fá gagnrýni á sinn málflutning þegar hann kemur fram. Þetta óþol feminista á gagnrýni á þeirra málflutning segir mikið til um málefnalega stöðu þeirra.

  Ég skal einfalda þetta fyrir þig og aðra. Málefnaleg staða feminista á Íslandi er rusl og handónýt og hefur verið það í mörg ár núna.

 • Jón: Egill Einarsson hefur málfrelsi eins og aðrir. Hann verður þó að sætta sig við það að fá gagnrýni á sinn málflutning þegar hann kemur fram. Þetta óþol stuðningsmanna hans á gagnrýni á þeirra málflutning segir mikið til um málefnalega stöðu þeirra.

 • Vá hvað þú bregst reiður við.

  1. Ég ásaka þig aldrei um að styðja nauðganir í minni athugasemd hér. Ég spyr hvers vegna okkur sem andmælum gríni um þær er mismunað í umræðunni og ásökuð um þöggun. Öll þín rök þareftir eru byggð á þeim misskilningi að ég hafi ásakað þig um að vera stuðningsmaður nauðgana. Það var auðvitað aldrei meiningin, og það hlýtur þú að sjá sjálfur ef þú lest aftur það sem ég skrifaði.

  2. Það er jú víst þöggun ef við femínistar megum ekki tjá okkur án þess að vera tröðkuð niður.

  3. Þú segir:

  „Það er merkilegt að þú skulir tala um rökræður við mig. Vegna þess að þú gætir ekki rökrætt hvort að kartafla væri soðin eða ósoðin þó svo að hún væri á diski fyrir framan nefnið á þér. Svo léleg er málefnaleg staða þín og feminista á Íslandi.“

  en hefur þó ekki svarað neinu sem ég sagði.

  4. Svo segir þú:

  „Þú og aðrir feministar komið fram við konur eins og að þær geti ekki séð um sig sjálfar eða hugsað fyrir sjálfan sig.“

  – bentu á dæmi um þetta. Amk hef ég ekki gert mig sekan um þetta.

  5. Þú kallar mig hálfvita. Fyrir að segja við þig að Egill geti svarað fyrir sig sjálfur, rétt einsog þú sagðir við mig að konur geti svarað fyrir sig sjálfur – sá sama tíma og þú segir að margar konur fari offari í umræðunni. Ég ætla ekki að kalla þig hálfvita Jón, en ég vona að þú sjáir að þetta eru orð sem ekki hæfa siðmenntaðri umræðu. Enn segir þú að ég geri þér upp skoðanir. Það geri ég ekki. Ég veit vel að þú ert góður og gegnheill maður, en við erum ósammála um þetta efni. Rökræðum það einsog menn, án þess að kalla hvor annan hálfvita.

  6. Þú ásakar mig um að væna þig um ritskoðun. Það er það sama og mér sýndist þú ásaka gagnrýnendur Gillz um. Leiðréttu mig ef það er rangt hjá mér. Í öllu falli eru margir sem verja Gillz sem halda því fram, en þetta gengur á báða bóga. Það hljóta allir skynsamir menn að sjá.

  7. Þú segir að ég snúi útúr fyrir þér, en þú bendir ekki á hvar. Ég vil gjarnan biðja þig um dæmi.

  Og til loka, Jón: ég vil bara sanngjarna umræðu. Mér hafa ekki fundist þín innlegg sanngjörn, en ég trúi því að þú svarir mér nú á sanngjarnan hátt nú þegar ég hef leiðrétt þann misskilning að ég hafi á einhvern hátt ráðist gegn þér persónulega. Okkar persónur koma umræðunni ekkert við.

  Ég læt ummælum þínum um mínar meintu öfgar ósvarað þar til þú sýnir fram á þær.

 • Það má bæta þessu við:

  A gagnrýnir B – aðdáendur B tryllast og tala um ritskoðun.
  B gagnrýnir A – aðdáendur A tryllast og tala um ritskoðun.

  Það er svona sem umræðan hefur gengið í hringi, Jón. En það er ekki þannig sem umræðan þarf að vera. Femínistar vilja ekki þagga niður í Gillzenegger, við viljum bara skynsamlega umræðu um það sem hann sagði. Og það eru margar leiðir til að eiga slíka umræðu milli ólíkra hópa með ólíkar skoðanir.

  Ég vona að við getum átt í góðri samræðu um þetta mál, í staðinn fyrir að kasta skít hvor í annan. Þú hlýtur að vera sammála?

 • Arngrímur Vídalín (bæði fyrra og seinna svar): Það er ekki umræðan sem hefur gengið fram í hringi. Það eru íslenskir feministar sem taka umræðuna í hringi og skilja síðan ekkert í því afhverju ekkert breytist í hringum hjá feministar. Restin sem stendur fyrir utan hringinn er löngu farin og skilur feministar eftir í svartri forneskju þar sem þær hafa verið í lengri tíma.

  Ég svaraði öllu því sem þú komst fram með áðan. Þú neitar þó að taka það sem gilt vegna þess að rökþrot þitt hérna er gjörsamlegt og algert.

  Bæði fyrra og seinna svar þitt er einn risastór útúrsnúningur, sem þú snýrð síðan útúr til þess að verja frekar fátæklega stöðu þína hérna í þessari umræðu.

  Það er til lítils að tala um „siðmenntaða umræður“ þegar þú getur sjálfur ekki einu sinni hugsað á siðmenntaðan hátt vegna þess að skoðanir þínar eru svo öfgafullar að það nær ekki nokkurri átt. Skoðanir þínar til kvenna og karla bera öfgum þínum augljós merki (afhverju þarf ég að benda á þessa augljósu staðreynd?).

  Feministar beita hérna ritskoðun með því að krefjast þess að þaggað verði niður í Jónsa fyrir það eitt að haga sér eins og fábjáni á sviði. Mér er alveg sama um hvernig Jónsi hagaði sér á sviði. Mér er hinsvegar ekki sama um það hvernig feministar reyna að stjórna umræðunni með hótunum og ritskoðunum vegna þess að þær [konunar og karlanir í femininstaklúbbnum] eru móðgaðir yfir einhverju sem einhver sagði á sviði á útihátíð og gera mikið mál úr því til að ná fram fjölmiðlaathygli.

  Feministar hafa sama málfrelsi eins og aðrir. Það verður hinsvegar bara að taka því þegar þeir fá mótsvör og önnur viðhorf í umræðunni. Þú og freedomfries virðast eiga einstaklega erfitt með að meðhöndla önnur viðhorf en ykkar eigin þegar það kemur að konum og réttindum þeirra.

  Málflutningur feminista kemur mest niðri á konum á Íslandi og hefur gert núna í lengri tíma. Enda er þetta hætt að snúast um jafnrétti og fræðslu. Þetta snýst í dag um völd og ekkert annað.

  Málflutningur feminista er ekki lausnin, hann er hluti af vandamálinu og hefur verið það til lengri tíma núna. Ég reikna ekki með að það breytist á næstunni. Enda þjást feministar af íslenska vandamálinu eins og ég er farinn að kalla það.

  Hroka, yfirgangi og frekju.

  Ég ætla ennfremur að benda á þá staðreynd að íslenskir feministar eru að ýta ákveðinni kynímynd (staðalímynd eins og feministar vilja gjarnan kalla það) á íslenskar konur. Þetta er gert með fullri meðvitund og vilja kvenna í íslenskum feministar. Allir þeir sem standa í vegi fyrir þessum áróðri feminista um það hvernig konur eigi að vera eru þaggaðir niður eða hafa verra af í umræðunni (ásakanir um að viðkomandi styðji nauðganir eru gott dæmi, og fleira í þeim dúr).

 • Einstaklega ómálefnalegt svar við boði um málefnalega umræðu. Þú þekkir mig ekki en þykist vita allt um mig, og Magnús sem skrifar hér. Þú getur gagnrýnt, en þolir ekki gagnrýni sjálfur – telur það vera þinn rétt að gagnrýna, en okkar gagnrýni er tilraun til þöggunar.

  Þú svaraðir ennfremur engu sem ég sagði, en svívirðingarnar dynja á mér úr þínum ranni, endalaust. Svaraðir heldur ekki mínum seinni tveimur athugasemdum.

  Ég vil vera sanngjarn við þig, og ég vil eiga í samræðu um þessi efni. Ef þú ekki hefur þroska til slíkra samræðna þá verð ég ekki svo kammó við þig næst þegar þú ásakar mig um fasisma, þöggun eða aðrar öfgar. Reyndu að eiga í samræðum um efnið, ef þú ert ekki gjörsamlega ófær um það, í stað þess að ásaka okkur sem erum ólíkrar skoðunar um allt það versta sem þú getur ímyndað þér.

  Ég hef rétt út sáttahönd, og ég vil rökræða þetta málefni – það er mikilvægt að við getum rætt þetta svo við skiljum hvor annan. Þessi gífuryrði eru ekki lausnin.

 • Sveinbjörn

  Ég vil taka það fram eftir að hafa lesið gegnum þennan þráð að þú, Jón Frímann, ert ekki heiðarlegur né drenglengur í þínum skrifum hér. Þú ert öfgafullur og ómálefnalegur, svar með retórík og skítkasti í stað raka og röksemdafærslna.

 • Kanadamaður

  Jón Frímann, þú veist ekki hvað ritskoðun er. Að gagnrýna er ekki ritskoðun.

  Jónsa er frjálst að kalla konur hórur. Það er enginn að reyna að banna honum það.

  En öðrum er líka frjálst að kalla hann þroskaskertan hálfvita sem er fullur af kvenfyrirlitningu.

  Þannig virka skoðanaskipti. Taktu eftir að ekkert af þessu innifelur í sér ritskoðun.

 • Helga Þórey Jónsdóttir

  Merkilegt að sumir hérna telji baráttuna gegn undirokun rúmlega 50% mannkyns vera smámál og „væl“ eins og Jón Frímann orðar það. Kúgun kvenna er ekki smámál, hún er alþjóðleg plága sem snertir allt fólk.

  Og það er heldur ekki „væl“ að vilja ekki vera kölluð hóra, það er einföld bón um lágmarks virðingu.

 • Já, hvað ef Jónsi hefði ávarpað samkomuna „Dömur mínar og slefandi fávitar“.

  Það hefði ekki verið fyndið, er það? En kannski raunsönn lýsing á íslenskum veruleika. Alla vega dauðskammast ég mín fyrir hönd íslenskra karla, bæði fyrir hugsanalausan subbudólgshúmor Jónsa, og allra þá kynbræður sem sjá ástæðu til að verja hann og sorakjaftinn Gillz/EE gegn sjálfsagðri og réttmætri gagnrýni.

 • Þrálát standpína þessa Egils Einarssonar

  og væminn pseudo-intelletúalismi freedomfries

  eru sitthvor hliðin á sama fimmeyringi

  og báðar jafn lítils virði.

 • Pétur Maack

  1) Að tala um þetta vandamál sem Gilzeneggeringum íslenskra karlmanna er að gera of mikið úr Agli Einarssyni. Hann er sporgöngumaður í þessu rétt eins og Jónsi.
  2) Til ykkar vitleysinga sem rjúkið upp hinu hrjáða karlkyni til varnar hér í athugasemdum: Karlar búa alla jafna ekki við kynbundna kerfisbundna mismunun af því tagi sem hér er verið að gagnrýna. Þess vegna er það ekki sambærilegt þegar kona fer fram á að karl fari úr að ofan og þegar karlinn kallar hana hóru á móti.

 • @Arngrímur Vídalín: Eins og ég sagði að annarstaðar (eða hérna, skiptir ekki öllu). Ef þú getur ekki tekið umræðunni eins og hún er. Ekki taka þátt í henni. Haltu þá skoðunum þínu fyrir sjálfan þig.

  Þetta endalausa fórnarlamba-væl íslenskra femininsta er orðið vel þreytandi og hefur verið það núna til lengdar.

  Mér þykir það vera merkilegt hvernig þú þykist geta lagt mér línunar í þessari umræðu. Setning eins og þessi hérna er algert gull, „Ég vil vera sanngjarn við þig, og ég vil eiga í samræðu um þessi efni. Ef þú ekki hefur þroska til slíkra samræðna þá verð ég ekki svo kammó við þig næst þegar þú ásakar mig um fasisma, þöggun eða aðrar öfgar.“. Staðreyndin er sú að þú hefur engan áhuga á neinu af þessu sem þú sjálfur boðar svo hátíðlega hérna. Þú forðast að taka á því sem ég skrifa, gerðir þó tilraun til þess hérna að ofan. Segir síðan þegar ég svara þér að ég hafi ekki svarað þér (voðalega rökrétt eða þannig).

  Ég er ekki að svara þér lið fyrir lið. Enda er þetta ekki morfís keppni eins og þú virðist halda. Þú virðist allavegna vera fastur í morfís stílnum þegar það kemur að rökræðum. Síðan hálfpartin kanntu ekki að rökræða svona málefni þegar á reynir.

  Þú vilt stjórna umræðunni og þú vilt að umræðan sé eftir þínu höfðu. Þeir sem fara ekki eftir þínum leikreglum skulu eiga þig á fæti með áskökunum um að skilja ekki umræðuefni. Viðkomandi gætu jafnvel verið bara hálfvitar sem hafa ekki rétt á að taka þátt í umræðunni, þar sem þeir eru ekki að fara eftir þínum reglum og þínum skoðunum í umræðunni.

  Þetta er ekki alveg ritskoðun, en þetta er skoðanakúgun eða kemst mjög nálægt því allavegana. Ég er ekki hérna til þess að þjónkast hugmyndum þínum í þessari umræðu. Ég er hérna vegna þess að ég er ósammála þeim fullyrðingum sem þú og íslenskir femininstar setja fram og ég get vel rökstutt mál mitt og hef gert það.

  Það er eingöngu þitt vandamál ef þú getur ekki sætt þig við þessa afstöðu hjá mér, og annara sem hafa svipaða afstöðu og ég til þessa máls og annara sem snúast um vælukór íslenskra femininsta.

  Mitt ráð til þín. Haltu áfram að skrifar greinar þar sem þú þarft ekki að þola mótsvör við þeim. Þú greinlega ræður ekki við neitt meira.

  Þetta hérna er líka gullmoli frá þér, „Þú svaraðir ennfremur engu sem ég sagði, en svívirðingarnar dynja á mér úr þínum ranni, endalaust. Svaraðir heldur ekki mínum seinni tveimur athugasemdum.“.

  Ég svaraði þér á mjög svo skilgreindan hátt og á mjög svo skýran hátt. Þú bara ákvaðst að meðtaka ekki svarið sem gilt. Þar sem það samræmist ekki hugmyndafræði þinni um gott svar (eða það sem þú vilt að sé gott svar). Þess vegna ákveður þú bara að ég hafi ekki svarað þér. Einfalda orðið yfir svona er að þetta er ekkert nema útúrsnúningur hjá þér.

  @Sveinbjörn: Ég er heiðarlegur í mínum skoðunum. Ólíkt Arngrími hérna og því sem þú sakar mig um að auki.

  @Helga Þórey Jónsdóttir: Núna snýst þetta allt í einu um kúgun kvenna. Hvenar gerðist það ? Ég hélt að þetta snérst um það að Jónsi hagaði sér eins og hálfviti, og síðan komu íslenskir femininstar og höguðu sér eins og ennþá meiri hálfvitar í kjölfarið. Síðan kom fullt af fólki og hagaði sér eins og bölvaðir vitleysingar og fávitar í kjölfarið.

  Vegna þess að það er nákvæmlega það sem gerðist.

  Það eru til lönd þar sem konur eru kúgaðar. Það land er bara ekki Ísland eins og femininstar vilja gjarnan halda fram. Þetta er hinsvegar fyrir utan umræðuna hérna.

  —-

  Heimskuvæðing íslenskrar umræðu heldur áfram, að hluta til í boði femininsta (þ.e VG í raun). Restin er í boði framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins.

 • Ég væri til í að sjá þá aðila, sem eru að kommenta hérna, í sjónvarpsviðtali – ég efast um að fullorðið fólk með sjálfsvirðingu myndi segja svona hluti opinberlega – þetta er enneitt dæmið um að Íslendingar eru upp til hópa hættir að berjast fyrir því að viðhalda mannsæmandi og siðmenntuðu samfélagi, réttlátt og sanngjarnt samfélag er ekki gefið.

  Fyrir mér er það no-brainer að maður kallar ekki konur hórur – að sjálfsögðu kallar maður ekki heldur karla hórur en það er þessi sami no-brainer og kemur málinu ekki við. Hvað kemur til að svona margir hlaupa upp til handa og fóta til að verja „málfrelsi“ manna eins og Gillzeneggers og Jónsa þegar þeir eru augljóslega að ganga allt of langt í ummælum sínum, það þarf ekki annað en almenna skynsemi til að sjá það.

  Ég efast um að þeir aðilar sem hafa sig hvað mest frammi í þessum ummælum yrðu glaðir ef gert væri „grín“ að fjölskyldumeðlim þeirra með því að kalla viðkomandi „hóru“ eða hóta nauðgun, eða myndu þessir aðilar kannski bara hlæja að því?

  Það er nóg að í íslensku sammfélagi sem þarf að berjast fyrir að viðhalda eða breyta, við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvernig við ætlum að komast þangað. En kannski erum við bara á leið í hjólhýsamenninguna þar sem baráttan snýst fyrst og fremst um réttinn til fordóma og málfrelsi til að viðhalda ofbeldishótunum og mannfyrirlitningu?

 • Í grunninn er þetta mjög einfalt. Jónsi kallar konur því níðrandi orði hórur, biðst svo afsökunar þegar þetta kemst í hámæli og kemur með þá eftirá-skýringu að þetta hafi verið djók eða „djók“.

  Case closed.

  Eða hvað?

  Allavega ekki hjá þeim sem telja að það þurfi að verja í einhverri blindri meðvirkni að það sé óþolandi að menn þurfi að takast á við afleiðingar málfrelsisins: gagnrýni og hneykslun, þegar viðkomandi menn fara illa með það og baka sjálfum sér skömm.

 • Jón Frímann:

  Ég held að þú ættir að halda þig við eldgosin og jarðskjálftana, því í svona umræður hefur þú ekkert að gera.

  Þú ert búinn að gera þig að athlægi hér á fleirri síðum um þetta mál.

  Það er verið að setja spurningamerki við að tónlistarmaður, sem nb á unga karlkyns aðdáendur m.a sem líta upp til hans, að hann kalla þúsundir kvenna á útihátíð hórur ítrekað.
  Ritskoðun? bíddu er ma’ðurinn yfir alla gagnrýni hafinn? hvað þarf hann að segja eða gera til að megi gagnrýna hann, án þess að það sé ritskoðun í þínum bókum.

  Láttu ekki eins oog kjáni maður !

 • Anna María Sverrisdóttir

  Kannski fer fólk að taka upp á þessum skemmtilegheitum þegar það ávarpar gestina í fermingarveislunni. Karlarnir segja: Herrar mínir og hórur og konurnar segja: Dömur mínar og nauðgarar. Síðan væri skemmtiumræðunni haldið áfram með bráðfyndnum ummælum um hverjum á að nauðga og troða út einsog veislukalkún og þagga þannig endanlega í, allt eftir því hvort það er kona eða karl sem hefur orðið. Þetta væri auðvitað alveg svakalega fyndið. Eða hvað?

 • Fólk hefur mismunandi húmor. Það getur verið húmor að kalla einhverja hórur, konur og karla. Maður þarf þó að velja þann stað og tíma sem maður gerir þetta mjög vandlega því þetta er sterkt orð og alveg öruggt að það fari illa í suma.

  Sumir karlmenn hafa litla virðingu fyrir konum og hugsa jafnvel um þær sem hórur. Svona upphrópanir eins og hjá Jónsa geta hugsanlega styrkt skoðun þessara karlmanna og leitt til glæpsamlegrar hegðunar. Þetta tel ég ríkustu ástæðuna fyrir því að fara varlega í ruslhúmornum.

  Ég verð þó að segja að mér finnst viðbrögðin við þessu ekki vera í samræmi við atvikið, s.s. það er verið að gera allt of mikið úr þessu.

 • Sæll Magnús Sveinn.
  Í ummælum þínum koma fram miklir fordómar og miður góð viðhorf til fólks með þroskahömlum. Þú verur að passa sjálfur hvað þú segir.

 • Það eru til karlar sem hata konur. Þeir þurfa hjálp.

 • -geisp- Ekkert lát á móðursýkinni. Nú er enn einn þroskahefti reginhálfvitinn á blogginu farinn að væli yfir einhverjum aulabrandara.

  Þarftu ekki að verða þér út um einhvert áhugamál væni? Eitthvað uppbyggilegt og gefandi?

 • @Anna: Nei Anna, ég er ekki búinn að gera mig að athlægi hérna eða neitt slíkt. Það er tilraun til ritskoðunar í gangi hérna. Íslendingar eru margir hverjir hinsvegar einfaldlega of þykkir til þess að fatta það fyrr en of seint. Enda gera sérhagsmunahópar svona hljóðlega oftast.

  —-

  Ég er hinsvegar farinn að snúa mér að öðru. Það er eldfjall sem þarfnast athygli og mun gera þetta væl í femininstum sem hljóm eitt fljótlega.

 • Þetta var að sjálfsögðu fíflalegt hjá Jónsa og ekki vitund fyndið, ef það á annað borð var ætlunin hjá honum. Svona talar ekki fólk sem er meðvitað um hvað er í lagi og hvað ekki.

  Það er hins vegar svolítið skrýtið að sjá Jónsa fá svona útreið eins og hann hefur verið að fá því að aðrir tónlistarmenn hafa fengið að komast upp með svipaða og verri hluti í langan tíma. Í gærkvöldi kom t.d. fram á sömu útihátíðinni rappsveitin XXX Rottweilerhundar. Þar hefur rapparinn Blazroca, betur þekktur sem Erpur Eyvindarson, án efa farið á sínum venjulegu kostum og m.a. sagst elska þessar mellur og fleira sniðugt.

  Þó að Jónsi virðist ekki skilja hvað var að því sem hann gerði þá hefur hann svolítið til síns máls þegar hann veltir því fyrir sér hvort að aðrir tónlistarmenn hefðu fengið sömu viðbrögð.

  Anna segir í kommenti hér fyrir ofan: „Það er verið að setja spurningamerki við að tónlistarmaður, sem nb á unga karlkyns aðdáendur m.a sem líta upp til hans, að hann kalla þúsundir kvenna á útihátíð hórur ítrekað.“

  Þetta er alveg rétt. En af hverju er verið að taka Jónsa sérstaklega fyrir þegar vandamálið er miklu stærra en bara hann og hann er hvorki rótin né neitt sérstaklega áberandi brotamaður?

 • Egillo. Hann er einmitt áberandi brotamaður vegna þess að hann hefur yfirleitt ekki hagað sér svona. Hann, og aðrir meðlimir í Svörtum fötum, hafa venjulega verið taldir fjölskyldumenn og bara nokkuð solid týpur. Erpur hefur það aftur á móti ekki. Hann er hluti af rappheiminum þar sem oft viðgengst hrikalegt virðingarleysi gagnvart konum. Þess vegna bregður fólki minna þegar hann er með karlrembu, það á von á henni.

  Fólki finnst hann hvort eð er fífl og karlremba. Það átti ekki von á þessu frá Jónsa. Það hélt að hann væri betri en þetta.

 • -meira geisp- Nú er þetta orðið „miklu stærra vandamál“

  Hvernig er það annars með þetta kvensnifti sem var í áhorfendaskaranum, gargandi að Jónsi ætti að fara úr að ofan?

  Þessi kona er greinilega afsprengi kvennamenningar sem lítur á karla sem sálarlaus kynlífsleikföng. Fulltrúi kvennaveldis, mæðraveldis, systraveldis, stelpnaveldis o.s.frv. Hjólgröð að heimta það að ungur drengur á sviðinu fækki fötum til að fullnægja hennar dýrslegu hvötum. Til að bíta hausinn af skömminni þá birtir bloggarinn mynd af viðkomandi dreng, berum að ofan, en ekki hvað? Skyldi þetta kvensnifti mæta á ættarmót og garga þar á föður sinn, bræður og syni um að fara úr að ofan? Hvað er eiginlega að kvenfólki þessa lands? Kunna þær ekki að skammast sín? Er þeim ekkert heilagt?

  Vandamálið er miklu stærra en bara þetta kvensnifti, hún er hvorki rótin né neitt sérstaklega áberandi brotakona.

 • Guðrún, ég held að Erpur sé miklu meira áberandi meðal ungra karlmanna heldur en Jónsi. Þannig að ef að þetta snýst um að koma því til skila til þeirra að svona sé ekki í lagi þá er tilgangslítið að hjóla í Jónsa en láta Erp vera.

  Og þú fyrirgefur en mér finnst það sem þú skrifar líta út eins og að Jónsi sé auðveldara skotmark, þess vegna fái hann gusuna yfir sig en Erpur ekki. Ef það er þannig þá er dæmið tapað fyrirfram.

 • Og nota bene, eina ástæðan fyrir því að ég tók Erp sem dæmi er sú að XXX voru á sömu útihátíðinni. Þetta er langt í frá eitthvað sérstaklega bundið við hann eða rappsenuna.

 • EgillÓ. Nei þetta snýst ekki um auðveldara skotmark. Heldur um hvaða væntingar þú gerir til fólks og hvað þú heldur um það. Þetta er alveg eins og þegar fólk var miklu reiðara við Tiger Woods en Charlie Sheen þegar hann hagaði sér illa (og er reyndar enn að). Tiger gerði sig út fyrir að vera fjölskyldumaður. Charlie ekki. Þess vegna var það miklu meira sjokk þegar Tiger brást því. Fólk hafði talið hann „stand up guy“ og góðan fjölskyldumann.

  Þetta sama er með Erp og Jónsa. Fólk heldur hvort eð er að Erpur sé hálfviti. Hann er blastandi karlrembunni út um allt og er þekktur fyrir það. Hann er því lowlife og þegar hann sýnir aftur hvað hann er mikið lowlife að þá verður fólk ekkert sjokkerað.

  En þegar Jónsi kemur fram með svona karlrembu að þá verður fólk sjokkerað. Af því að það hafði ekki séð þessa hlið á manninum áður. Það hafði þá hugmynd að hann væri góður fjölskyldumaður og fínn gaur. Þess vegna bregður fólki þegar hann hagar sér svona.

 • Jón Skafti Gestsson

  Ummæli frá Tilfinningaklám er líka vandamál
  Rituð: 10. júlí, 2011, 15:56
  heyr heyr!

 • Jón Frímann: Ég held að þú ættir að reyna að finna viðeigandi meðferð við þinni fötlun, í stað þess að rífast við fólk á vefsíðum.

 • Frikki Gunn.

  Eins ósmekklegt og “grín” Gilz um femínsta var, þá var þetta sem hér fylgir ekki smekklegra að mínu mati.

  Hér fyrir nokkrum árum hrópuðu virkjanaandstæðingar og fólk á vinstrivængnum slagorðin; “DREKKJUM VALGERÐI” og vísuðu til þess að réttast væri að drekkja Valgerði Sverrisdóttur þáv. iðnaðarráðherra, vegna þess að hún var ein af þeim sem stóð fyrir Kárahnjúkavirkjun.

  Grínið var orðið svo grátt, að því var framhaldið í einu versta og ófyndnasta áramótaskaupi allra tíma, skaupinu áramótin 2006/2007.

  Finnst fólki þetta vera fyndið?

  Finnst fólki að það að hvetja til þess opinberlega, að ráðherra sem ekki er í þela við ákveðinn hóp fólks, verði myrtur með drekkingu?

  Ég er viss um að sami hópur sem fordæmir Gilz fyrir ummæli hans um femínista, hafi fundist þessi hvatning um að “Drekkja Valgerði” verið fyndin og mátuleg á Valgerði, vegna þess að hún var í forsvari fyrir Kárahnjúkavirkjun.

  Það er hvetja til deyðingar á öðrum er jafngild hvatningu til nauðgunar.

  Þarna var verið á sínum tíma að hvetja til ofbeldisfulls morðs á nafngreindum einstaklingi, Valgerði Sverrisdóttur, sem þar að auki var opinber persóna sem ráðherra.

  Og var hér ekki um að ræða hvatningu til kynbundins ofbeldis, því eins og allir vita er Valgerður Sverrisdóttir kona.

  Enginn fór á límingunum yfir þessu á sínum tíma.

  Skrítið?!??

  Tja, Valgerður var ekki í “réttum” stjórnmálaflokki og því ekki við rétta sýn á þjóðfélagsmálin t.d. virkjanir, og því var í lagi hvetja til drekkingar á henni, að sögn “álitsgjafa” og “málsmetandi” fólks sem boða hvað sé rétt og hvað sé rangt.

 • Tiger Woods ,,gaf síg út fyrir að vera góður fjölskyldumaður“.

  En hann ,,brást þeim væntinum sem gerðar voru til hans“.

  Hver gerði þær væntingar til hans?

  Að minnsta kosti ekki ég.

  Hverjum brást hann?

  Að minnsta kosti ekki mér.

  Af hverju í andskotanum er þá verið að tala um fjölskyldumál

  einhvers golfara eins og mér komi þau við?

  Eru allir að breytast í teprulega Ameríkana á þessu helvítis skeri?

  PS. Vona að ég hafi ekki ,,brugðist“ neinum hér á vefnum með

  þessum blótsyrðum.

 • Frikki Gunn – gersamlega ósambærilegt. Allir þeir virkjanaandstæðingar sem ég þekki (og eru fjölmargir) sárhneyksluðust á ummælunum um Valgerði og margir mótmæltu opinberlega. Enda voru þau ummæli algerlega fáránleg og gersamlega laus við að vera fyndin.

 • Hamingjusami feministinn(sem er ekki til)

  Ömurleg framkoma Jónsa er því miður vatn á myllu öfgaaflanna. Lausnin er auðvitað að banna tónleika, enda er vitað að margir af þessum tónlistarmönnum hafa verið neyddir til að læra á hljóðfæri sem börn. Tónleikagestir gerðir að sakamanni.

 • Þessi kvenfyrirlitning er uppsprottinn á þessari rapp rugli, svertingjar semja ekki rapplag án þess að kalla konur bitches og eitthvað þaðan af verra.
  Þetta eru dýrlingarnir í dag eminem og svoleiðis rugludallar með buksurnar á hælunum:)

 • Ég þekki raunar þessa, vel að merkja, tvo náunga sem mættu með skiltið. Þeir eru ekki umhverfisverndarsinnar. Þeim fannst þetta bara fyndið.

  Læt Jóni Frímanni ósvarað, fyrst hann gefur mér ekki færi á að ræða við sig af stillingu og drengskap.

 • Bjarni Tryggvason

  freedomfries: Gott að vita að þú sért vel giftur.

  Annars er þetta sullumbull á þessum þræði nokkuð lýsandi fyrir tengsl kynjanna eins og þau eru á klakanum í dag. Sem sagt femínistar kvartandi yfir „klámvæðingu“ sem er bara eitt orð yfir pilluna og kynfrelsi kvenna uppúr hippatímanum sem og stóraukin þátttaka þeirra á vinnumarkaðinum. Konur með sjálfstæðan tekjugrunn, enga hættu á barneignum og umkringdar kvenkyns félögum sem sofa hjá tiltölulega fljótt hafa markaðsfellt gagnkynhneigt kynlíf niður í ekkert.

  Langafi talaði fyrst við pabba langömmu áður en hann reyndi að höstla hana. Afi lét spyrjast út í kunningjahópi ömmu að hann væri rafmagnsverkfræðingur, nýkominn frá dönum. Pabbi hjálpaði afa að smiða hús á meðan tilhugalífinu stóð.

  *shrug* Núna eru Gilzenegger týpurnar með stóran hluta kvenmanna í óformlegum kvennabúrum via speed dial.

  Er giftur …so, not bitter.

 • Frikki: Það fannst fáum skiltið um Valgerði fyndið og því var líka mótmælt. Finndu endilega annan strámann til að berjast við.

 • Jónsi hefur gleymt sér aðeins einhverjum pönk-fíling. Honum tókst greinilega ekki vel upp og móðgaði áheyrendur. Um að gera að skamma karlinn.

  Ég efast þó stórlega um að það sé á nokkurn hátt rétt að segja að þetta sé aðeins hægt að segja þessi orð til þess að „Að lítillækka og niðurlægja viðkomandi“. Hann hefur bara ætlað að dansa á mörkum hins sæmilega, þar sem margur húmorinn á heima -og mistekist það.

  Að segja þessi orð aðeins geta fallið til að niðurlægja felur í sér að Jónsa sé gerður upp ásetningur sem alls ekki er ljóst að sé fyrir hendi. Það þykir mér óheppilegt í þessum pistli.

  Síðan er dálítið forvitnilegt að lesa umræðuna hér að ofan þar sem það kemur fram að væntingar til listamanna stýra því hvað þeir komast upp með að segja – sem kemur ekkert á óvart, en er samt dálítið áhugavert. Af hverju er ekki t.d. skammast stöðugt í Erpi í stað þess að hoppa á einstök feilspor Jónsa? Er það taktík?

  Og ef ummæli Jónsa um að „fara úr að ofan eftir að einhver kona gerði það“ komu í framhaldi af því að kona heimtaði að hann færi úr að ofan er nú dálítið lélegt að týna þau ummæli til sem annað dæmi um ósóma. Hvað það snertir var hann þá bara klárlega að bregðast við stemningunni á staðnum og leyfði sér smá kynjaderring – sem hlýtur nú að mega stundum… eða hvað?

 • Frikki Gunn.

  Nei, Anna. Mörgum fannst skiltið með slagorðunum „Drekkjum Valgerði“ mjög fyndið og málefnalegt.

  Það þótti meira að segja svo fyndið að þetta slagorð var notað í einu ófyndnasta og leiðinlegasta áramótaskaupi allra tíma, skaupinu 2006.

  Ég veit að núna vilja umhverfissinnar þvo sig af þessum slagorði, en svona nokkuð þvæst ekki af þeim, sama hversu stór biðröð þeirra verður við handvaskinn.

 • Frikki Gunn.

  Ég verð að segja að Jón Frímann hefur mikið til síns máls í þessari umræðu.
  Femínistar þola enga gagnrýni og telja sig því hafna yfri alla gagnrýni.

  Nú er reyndar svo komið í þessu landi pólitísks rétttrúnaðar og púritanískar hreintrúarstefnu, að EINI þjóðfélagshópurinn sem má níðast á, úthúða, tala niðrandi um og gera grín að, eru;

  HVÍTIR, KRISTNIR, GAGNKYNHNEIGÐIR, VENJULEGIR KARLMENN Á ALDRINUM 20-50 ÁRA.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is