Þriðjudagur 05.07.2011 - 14:21 - 62 ummæli

Nauðganarórar og grín Gillzenegger

Það hefur verið mjög áhugavert að lesa athugasemdirnar við færslu mína um óþverrahugsun Egils Einarssonar, „Gillzenegger“, því svo virðist sem ótrúlega margt fólk skilji alls ekki af hverju skrif Egils Einarssonar eru alls ekki í lagi. Þemað í flestum athugasemdum stuðningsmanna Egils er að gagnrýnendur hans séu teprulegir húmorsleysingjar. Skilaboð „Ólsen“ til allra sem er ofboðið voru einföld:

Sláið aðeins af tepruskapnum.

Fjölmargir voru jafnvel þeirrar skoðunar að í þessu máli öllu sé það Egill Einarsson sem sé fórnarlambið. Fórnarlamb vondra vinstrimanna.

Sem er athyglisvert, því ég vissi satt best að segja ekki að Egill Einarsson væri hægrimaður. Reyndar benti stækt hatur hans á femínistum til þess – margir hægrimenn hatast mjög stíft út í femínista – en það er hægt að finna jafn foráttuvitlausar skoðanir á vinstrivængnum. En stuðningsmenn Egils Einarssonar og aðdáendur Gillzenegger virðast allavegana sannfærðir um að hér sé verið að heyja hið eilífa hægri-vinstristríð. Og svo verður að segjast að ég hef ekki séð neina yfirlýsta hægrimenn standa upp og gagnrýna Egil. Þvert á móti. Í morgun sáu smáfuglar AMX ástæðu til að hnýta í Guðmund Andra Thorsson fyrir að hafa gagnrýnt viðurstyggðarskrif Egils, og taka upp hanskann fyrir Egil: Hann sé „bara“ grínfígúra – og þar með séu skrif hans marklaus?

Þannig að kannski er þetta spurning um vinstri og hægri? Ég vona ekki. Sérstaklega vona ég að smáfuglar AMX séu ekki dæmigerðir fyrir andlegan þroska ungliðadeildar Sjálfstæðisflokksins – að hún sé ekki öll skipuð mönnum sem finnst það „grín“ að tala um að refsa konum fyrir rangar pólítískar skoðanir með því að nauðga þeim.

En hvað um það. Við vorum að tala um hversu mikið fórnarlamb aumingja Egill Einarsson væri. Einhver „Ingólfur G.“ skrifaði t.d.:

Það er nú meira hvað þið vinstrimenn farið á hjörunum út af fjögurrar ára gömlum ummælum Gilz sem hann sagði í einhverjum stráksskap. … Hinn heilagi rértttrúnaðargrátkór ykkar hefur nú sameinast um að hrauna yfir manninn og hreinlega að taka hann af lífi félagslega. Þetta jaðrar hreinlega við ofsóknir og einskært einelti á netinu af ykkar hálfu.

Þið þessir vinstrivitringar sem allt þykist vita og hreinlega hafa einkarétt á öllum sannleika og réttlæti eruð að gera ykkur seka um mannorðsmorð, ofsóknir og einelti á netinu.

Í sporum Gilz myndi ég lögsækja ykkur fyrir þetta athæfi.

Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það eigi að lögsækja Egil Einarsson fyrir þessa færslu hans – það eigi að sækja hann til saka fyrir að hóta nafngreindum einstaklingum nauðgun. Því það er nákvæmlega það sem Egill er að gera – og það þó aðdáendur hans skilji það ekki.

Aðdáendur Egils vilja nefnilega allir trúa því að hann sé barasta að „grínast“ – og að það gildi engar reglur um „grín“. Einhver sem kallar sig „Óðinn“ skrifar:

Eins alvarlegt og það er að grínast með nauðganir og kyn, af hverju er þá í lagi að grínast með morð og alvarlega sjúkdóma, trúarbrögð og kynhneigðir?

Þurfum við, í alvöru, að fara að skilgreina það sem má ekki grínast með og hvað má? Hvað er fyndið og hvað ekki? Hvenær það er fyndið, hvenær það má, hvenær ekki? Hvaða samhengi opnar fyrir möguleika á einu gríni en lokar á aðra? Í hvaða hópi má grínast með eitt en ekki annað?

Við þessu er einfalt svar: Ef þú „grínast“ með að drepa nafngreindan mann heitir það morðhótun. Ef ég skrifaði bloggfærslu í „gríni“ um hatur mitt og fyrirlitningu á nafngreindum einstaklingi og „grínaðist“ svo með það að réttast væri að senda hóp manna heim til hans og drepa hann, þá myndi það vera litið mjög alvarlegum augum. Það myndi engum detta í hug að hlæja að slíku „gríni“. Af hverju ætti þá að mega skrifa „grín“ um djúpa fyrirlitningu á nafngreindum konum og „grínast“ svo með að senda hóp manna til að nauðga viðkomandi konum?

Og myndi Agli Einarssyni finnast fyndið ef það væri skrifað með sama hætti um hann sjálfan? Eða mömmu hans? Væri það líka fyndið? Ætli þessum Óðni þætti fyndið að talað væri um að hann talaði út um rassgatið og að það þyrfti að þagga niður í honum eða mömmu hans, dóttur eða eiginkonum með því að senda hóp manna og þagga niður í þeim með því að gefa þeim einn „grjótharðann“ í bílskúrinn? Eða er það bara fyndið þegar um er að ræða femínista?

En má þá líka sprella og grína með því að skrifa samskonar óþverra um aðrar áberandi konur sem hafa staðið framarlega í jafnréttisbaráttunni? T.d. Vigdísi Finnbogadóttur eða Jóhönnu Sigurðardóttur?

Og má líka gera samskonar grín um karlkyns pólítíkusa og karlmenn sem tjá sig up stjórnmál? Til að nefna einhverja, mætti ég skrifa svona pistil, t.d. um Geir H. Haarde? Steingrím J. Sigfússon? Eða Hannes Hólmstein Gissurarson?

Augljóslega ekki.

Augljóslega er ekki í lagi að „grínast“ með að beita fólk, hvað þá nafngreint fólk kynferðislegu ofbeldi – að grínast með að senda hóp manna inn á heimili þess til þess og nauðga því. Slíkt tal fer langt út fyrir mörk siðaðrar samræðu, svo langt reyndar að þeir sem eru staðnir að þessháttar tali eiga að svara fyrir það opinberlega.

Málið er að við leyfum okkur að „skilgreina“ hvað má og hvað má ekki í almennri umræðu, og það má ræða það hvað sé í lagi og hvað ekki. Og eins og annar athugasemdaskrifari, „Ásgeir“ bendir á:

Þessu má snúa upp hann sjálfan, þurfum við í alvöru að fara að skilgreina það sem má gagnrýna? Má ekki gagnrýna það sem manni finnst ekki fyndið? Er Egill of heilagur til að gagnrýna? … Það hefur enginn farið fram á það að Egill Einarsson verði sviptur málfrelsi. Það eina sem hefur verið gert er að gagnrýna hann og hans „verk“. Sem má. En nei, það er kallað ofsóknir og einelti!

Ég má benda á að framganga Egils sé fyrirlitleg og skrif hans séu ekki bara þrungin stækri kvenfyrirlitningu, þau séu klámóþverri eða til marks um alvarlegan þroskaskort, heldur séu þau í raun og veru réttlæting á – eða hvatning til – kynferðislegs ofbeldis, nauðgana.

Hvað varðar „húmorinn“ og „grínið“ í færslu Egils: Hvar er það nákvæmlega? Agnar kr. Þorsteinsson, annar athgasemdaskrifari lýsti eftir því að einhver benti okkur „húmorslausu“ á húmorinn í skrifum Egils, en einhvernveginn virðast aðdáendur Egils eiga erfitt með að verða við því. Ástæðan er einföld: Það er ekkert fyndið við skrif Egils.

Það er því fullkomlega eðlilegt að Egill sé krafinn svara og að hann þurfi að standa við þessi orð sín eða útskýra þau: Hvað finnst honum „fyndið“ við þetta?

Ef Egill vill vera að troða sér fram í sjónarsviðið og taka þátt í þjóðfélagsumræðunni þarf hann líka að þola að athyglin beinist að honum, og að fólk veiti ekki bara strípunum, stútnum á vörunum og þrútnum olíubornum skrokknum athygli, heldur líka öðrum hliðum hans. Að fólk veiti því athygli að á bak við þetta tilgerðarlega yfirborð hans leynist verulega ógeðfelld manneskja.

Þannig að nei, þó skrif Egils séu rædd og fordæmd er ekki verið að koma á neinni skoðanalögreglu, og nei, Egill er ekki fórnarlamb eineltis. Egill getur ekki bæði verið harður nagli sem grínast með að „tittlinga“ konur þannig að þær þegi, og svo verið fórnarlamb ofsókna þegar menn veita þessum ummælum athygli.

Mikilvægasta gagnrýnin sem stuðningsmenn Egils hafa hins vegar komið fram með er sú að hann sé alls ekki að tala um nauðganir – að hann sé kannski ósmekklegur og sóðalegur, en að það sé nú alveg út í hött að ætla sér að lesa einhverja nauðganaóra út úr skrifum hans. Ólsen sem vitnað var til að ofan skrifað þannig:

Nákvmlega hvar er hótað nauðgun í hinum leiðinlegu skrifum þessa leiðinlega manns?

Hvergi.

Að segja að einhver kvensa hefði gott að því að verða fyllt eins og steikt gæs er ekki að hóta henni nauðgun.

Einhver „Einar“ bætti við:

Hvar er tengingin við nauðganir? Hann talar um að send nefndum konum nokkra beinstífa, en því er hvergi haldið fram að það væri gegn þeirra vilja. Það er margt rangt í pistli Egils (enda hefur hann beðist afsökunar á þessum skrifum sínum opinberlega), en það er algjört rugl að hann sé með einhverjum hætti að hvetja til nauðgana. Ef menn eru svo hársárir að menn þurfa að lesa það út úr þessu, þá ætti að senda mönnum einn beinstífann ;)

Hvorki Ólsen né Einar vilja ganga svo langt að styðja hreint út skrif Egils Einarssonar, en neita að sjá af hverju hægt sé að fordæma þau sem nauðganatal. Annar athugasemdaskrifara gærdagsins, Guðmundur Guðsteinsson, vill þó ganga lengra:

Grein Egils er smekklaus og bjánaleg – en jafn bjánalegt og smekklaust er að lesa úr orðum hans að hann sé að tala um nauðganir.

Hann er að tala um að “láta ríða sér” samanber að fara í bæinn og “fá sér á broddinn” eða “fá sér í-ana” – ekki smekklegt en langt frá því að vera nauðgun eða hvatning til nauðgunnar.

það er aum fordæming að gagnrýna lágkúru með enn meiri lágkúru (að viljandi rangtúlka orð manns sem lögbrot (hvatningu til ofbeldis) er augljóslega meiri lágkúra og meinfýsni en að með subbukjafti segja einhverjum að hann þurfi að “fá sér að ríða”)

Hér er það aftur Egill sem er fórnarlambið. Fórnarlamb einhverskonar ímyndaðs utúrsnúnings.

En hvar í færslunni talar Egill um að þessar konur þurfi „að fá sér að ríða“? Hann talar um að senda fjóra menn heim til þeirra og að þeir beiti þær einhverjum „kynlífsathöfnum“: það á að „tittlinga“, „fylla hana eins og hátíðarkalkún“, „afgreiða “dömurnar”“, eða:

gefa þessum leiðinda rauðsokkum einn granítharðan í háruga bílskúrinn til þess að þagga niður í þeim

Í engum tilfellanna eiga þessar konur að eiga neitt frumkvæði – það er Egill Einarsson sem á frumkvæðið að því að einhverjir ímyndaðir menn eru sendir heim til þeirra til að þagga niður í þeim með því að „gefa þessum leiðinda rauðsokkum einn granítharðan í háruga bílskúrinn“.

Ég held að maður þurfi að hafa mjög brenglaðar hugmyndir um kynlíf eða mannleg samskipti til að halda að hér sé verið að tala almennt um eðlilegt kynlíf. „Kynlífið“ sem Egill talar um er ofbeldi: Það er að konunum forspurðum, og því er lýst með sérlega ofbeldisfullum hætti. Svoleiðis „kynlíf“ heitir ósköp einfaldlega nuðgun. Egill Einarsson er með draumóra um að nafngreindum konum sé nauðgað.

Það sem meira er: Egill er að tala um að beita kynferðislegu ofbeldi sem refsingu fyrir pólítískar skoðanir. Það er varla hægt að hugsa sér ógeðslegri skrif.

Stuðningsmenn Egils halda þvi ennfremur fram að hann hafi þegar beðist afsökunar á þessari færslu sinni – sem er skrýtið fyrst hún var bara fyndið grin sem bara húmorslausar teprur láti fara fyrir brjóstið á sér. Enda kemur í ljós að það er ekki rétt: „Afsökunarbeiðnir“ Egils hafa einmitt allar verið í formi einhverskonar „gríns“ eða sjálfsréttlætingar og yfirlýsinga um að ummæli hans hafi einmitt verið rangtúlkuð af tepruskap og húmorsleysi. Í helgarviðtali við DV 17 desember 2010 baðst Egill t.d. „afsökunar“, en sagði jafnframt:

Konur í kvennabaráttu mega ekki gleyma því að hafa húmor og það má alveg gagnrýna aðferðir þeirra. Af hverju má ég ekki vera svolítið beittur í mínum húmor þegar kemur að vissum feministum? Mér finnst einfaldlega fyndið hvað þær eru geðstirðar og hátíðlegar í fasi, þær bjóða upp á að ég geri grín að þeim…

En Egill var ekki að gera grín að hátíðleika þeirra og geðstirðu – hann var að grínast með að láta nauðga þeim. Og er skrýtið að fólk taki slíku gríni af stífni?

Egill Einarsson er því þeirrar skoðunar að skrif hans hafi verið grín, þau séu fyndin, og að þær konur sem fyrir þeim hafi orðið séu einfaldlega húmorslausar. Það er ekki hægt að lýsa slíkri forherðingu sem afsökunarbeiðni.

Ég lýsi því eftir því að Egill Einarsson komi fram opinberlega og útskýri nákvæmlega hvað sé fyndið við að „grínast“ með að nafngreindum konum sé nauðgað.

Og að hann biðji í kjölfarið viðkomandi konur afsökunar opinberlega – og að hann biðji um leið alla þolendur kynferðisofbeldis afsökunar á því að vera að gera grín að því að konum sé nauðgað.

Flokkar: Karlmennska eða skortur á henni · skítlegt innræti

«
»

Ummæli (62)

 • Svona „ganga-fram-af-húmor“ er voða fyndinn á aldrinum ca. 14-20 ára, unglingsstrákar fá kikk út úr því að ganga fram af fólki og stuða það, en hins vegar þroskast 99% þeirra sem finnst þetta e-ð fyndið eftir tvítugt. Þetta 1% sem Gillz virðist vera hluti af, þroskast ekkert lengra en þessi húmor og það er tragíkómízkt. Það sem er enn sorglegra er að hann þrífst á þessari hneykslan og honum mun bara finnast enn meira fyndið að það sé gert mál úr þessu enda kann hann ekki að þroskast áfram.
  Hér er góð greining: http://wufnik.livejournal.com/85512.html

 • http://www.youtube.com/watch?v=b4hNaFkbZYU

  „Rabble rabble rabble“

  Legg til að allir myrði einn svellkaldann og nauðgi nýja HAM laginu

  Skál

 • @Sigríður: ,,Auðvitað er þarna verið að tala um nauðganir. Það að það eigi að “fylla” konu eins og hátíðarkalkún þannig að hún grjóthaldi kjafti og fari að haga sér er tal um nauðgun.”

  Nei, Sigríður, það er alls ekkert ,,auðvitað” með það.

  Heldur er það þín eigin túlkun á þessum orðum.

  Annarra manna túlkun er fullkomlega jafn réttmæt og þín.

  Mín túlkun er sú að á þennan hátt muni nefndar konur öðlast þá einu fyllingu sem orð er á gerandi og sanna lífsfyllingu um leið og fari því að temja sér kvenlega mýkt og þokka.

  Hljóti þær þá sjálfkrafa láta af hrokaþvættingi dólgafeminismans, enda hafi þær loksins um annað og skemmtilegra að hugsa.

  Ætla ég nú að segja að mín túlkun sé AUÐVITAÐ sú rétta?

  Nei.

  En hún er jafn réttmæt og þín.

 • Andri Haraldsson

  Það virðist nokkuð á reiki hjá mörgum sem fjalla um þetta mál, hvað nauðgun er eða kynferðislegt ofbeldi.

  Frelsisvipting einstaklings þar sem hann eða hún gegn vilja sínum er þröngvað til athafna, eða þar sem aðrir þröngva athöfnum sínum upp á þann einstakling er sérstök tegund ofbeldis sem við yfirleitt köllum pyntingar.

  Ef Egill Einarsson, eða hvaða Jón Jónsson sem er, leggur af stað með húmor sem byggist á því að pynta fólk þá er mjög eðlilegt að meðal manneskjan líti á það sem meiðandi hugsunarhátt, og jafnvel saknæman.

  Ef manneskjan sem með þessum hætti tjáir sig er svo landsþekktur einstaklingur sem hefur atvinnu af því að koma fram sem opinber persóna, þá eykst mjög á hversu alvarlega ber að taka slíkan hlut. Þegar einstaklingur eins og Egill Einarsson býr til „alter ego“ sem meðal annars hefur það sem helsta persónueinkenni að aðrar opinberar persónur, eða embættismenn, skuli pyntaðir er slíkt auðvitað alvarlegt.

  Varðandi að Egill Einarsson og „alter ego“ hans séu að grínast, og að ekki beri að taka það alvarlega þá er það góðra gjalda vert. Auðvitað má Egill grínast og hæðast og enginn á að segja honum hvað er fyndið, eða segja þeim sem finnst hann fyndinn að hann sé það ekki. En flest samfélög reyna samt að hafa öryggisventil þar sem ekki er leyft að kynda undir múgsefjun, eða eggja til ofbeldis gegn öðrum, eða með orðum og athæfi leggja líf manna að veði.

  Það væri óskandi að þeir sem tala svo fjálglega um rétt sinn til tjáningarfrelsis tæku einnig smá tíma til að tjá sig um þær skyldur sem fylgja frelsinu. Því ef enginn rækir skyldurnar, er hætt við að meirihlutinn kjósi að fækka þeim hlutum sem öllur eru frjálsir.

 • Ef eitthvað er leiðinlegra en þessi maður og skrif hans þá eru það heilagir vandlætarar sem blása til storma í vatnsglösum.

 • Guðmundur Guðsteinsson

  Bara varðandi það sem þú segir um að „Guðmundur Guðsteinsson, vill þó ganga lengra…“

  Og að þú lesir úr skrifum mínum að „Hér er það aftur Egill sem er fórnarlambið. Fórnarlamb einhverskonar ímyndaðs utúrsnúnings.“

  Mér fynnst nú full mikið lagt í að túlka orð mín á versta veg hérna

  Ég tek fram að mér finnst skrif Egils vera smekklaus og subbuleg og bara svo það sé á hreinu þá tel ég Egil ekki vera sérstakt fórnarlamb (nema kannski sitt eigið fórnarlamb, en það eru fleiri)

  En punkturinn minn snérist minna um Egil heldur en þig Freedom Fries – punkturinn minn var að þú færir offari í að líkja einhverju svona kjánalegu oflætis-strákatali við einhverskonar Jihad-nauðgunar-hvatningu frá mönnum „sem hata konur“

  Punkturinn minn var að það virtist sem þú værir að leitast við að skilja þetta asnalega mál á versta veg – en ekki að þú mættir ekki gagnrýna Egil

  Smekklaus sem skrif Egils eru þá eru þau samt (að mínu mati allavega) augljóslega að miklu leiti tounge-in-cheek (ekki að ég taki hér undir það sem sumir segja, að þetta sé eitthvað fyndið hjá honum – heldur betur ekki)

  og mér fynnst það vera lágkúra að reyna að sjá allt á versta veg

  Þó eins og ég segi í seinni athugasemd við fyrri grein þína (sem þú kærir þig ekkert um að vitna í og ég tel því vitnisburð um að þú leitist við að sjá allt á versta veg) – þá skil ég betur afstöðu þína og fleiri ef satt reynist sem kemur framm seint í umræðu fyrri greinar að Egill hafi beinum orðum talað um að það þyrfti að nauðga Sóley Tómas.

  Það er að sjálfsögðu forkastanlegt

  En það er líka forkastalegt að talsmaður Stígamóta komi framm á sínum tíma og fullyrði að þar sem 1 af hverjum fimm konum á íslandi verði fyrir kynferðislegri áreitni, að þá hljóti 1 af hverjum 5 karlmönnum á íslandi að vera nauðgari

  Og svona fullyrðingar eru eitthvað sem einkennir alltaf þessa umræðu

  Talsmaðu stígamóta veit greinilega lítið um rökfræði, tölfræði og hvernig á að meta upplýsingar úr skoðannakönnunum þegar hún segir þetta og leitast við að túlka niðurstöður skoðannakönnunar á versta veg

  P.s. Ég endurtek svo það fari ekki á milli mála að ég tel einhverja AMX bjána ekkert skárri hvað varðar confirmation bias í þessu máli sem öðrum – Conformation bias er einn sjúkasta byrtingarmynd andstyggð og meinfýsni á íslandi í dag

 • Ólsen: Ef ég væri nú að sprella og grína og segði um hörundsdökkan mann að hann væri „negri“ eða „surtur“ sem þyrfti að þagga niður í, kenna að grjóthalda kjafti, og notaði síðan litríkar lýsingar um hvernig það mætti „teygja almennilega á“ honum, t.d. með því að strengja hann upp í tré, væri þá mjög svívirðilegt að leggja út af því að ég væri að hvetja til ofbeldis gegn manni á grundvelli hörundslitar hans og hvetja til þess að hann yrði myrtur?

  En einhvernveginn er það svo að það má „grínast“ með að nauðga femínistum, og einhverra hluta vegna virðast ótalmargir að það sé hægt að túlka orð eins og þau sem Egill Einarsson lætur frá sér fara sem „grín“.

  Sú túlkun sprettur hins vegar ekki bara af skorti á persónluegum siðferðisþroska heldur af skorti á samfélagslegum siðferðisþroska.

 • Nákvæmlega hvar er hótað nauðgun í hinum leiðinlegu skrifum þessa leiðinlega manns?

  Hvergi.

  Að segja að einhver kvensa hefði gott að því að verða fyllt eins og steikt gæs er ekki að hóta henni nauðgun.

  Sláið aðeins af tepruskapnum.

  Þetta er tepruskapur af því tagi sem jafnan hefur verið stríðalinn í Bandaríkjunum.

  Ættarmótið leynir sér ekki.

 • Freedomfries: Ef ég væri nú sprella og grína og segði um hörundsdökkan mann að hann væri líklegur nauðgari af því að hann væri hörundsdökkur og bæri að gjalda varhug við honum þessvegna?

  Ekki til eftirbreytni?

  Hélt ekki.

  En ef ég væri kvenmaður og segði um karlmann að hann væri líklegur nauðgari af því að hann væri karlmaður og bæri að gjalda varhug við honum þessvegna?

 • Sigurður

  Ef ég væri Egill, og væri að lesa annan pistilinn þinn í röð að Egill hefði hótað nauðgunum myndi ég snarlega hringja í lögmann og lögsækja þig í hvelli.

  Þú ert kominn langt yfir strikið í ærumeiðingum og upplognum ásökunum á þennan mann.

  Alveg sama hversu mikið þú ert á móti honum, þá ertu kominn langt yfir strikið með þessum lygum þínum.

  Þín túlkun og útúrsnúningar duga ekki til að fullyrða að hann sé að hóta nauðgunum með þessum eldgamla pistli, sem hann að auki er löngu búinn að fjarlægja og biðjast afsökunar á.

 • @freedomfries: ,,Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það eigi að
  lögsækja Egil Einarsson fyrir þessa færslu hans …“

  Það er hlálegt en þó satt

  að enginn þeirra digurbarka sem nú orga sig hása af hneykslan á

  ,,nauðgunarhótunum“ þessa oflátungs munu nokkurn tíma lögsækja

  hann, því orð hans verða aldrei túlkuð þannig fyrir rétti.

  Það veit freedomfries ósköp vel.

  En hann getur ekki still sig um að blása

  og blása

  á vatnsglasið.

 • Ólsen Ólsen

  Ólsen! Mér sýnist að það þurfi að senda á þig nokkra gilda limi og dæla einhverjum þykkum lítrum inn um þverrifuna á þér. Þig vantar greinilega prótein til að laga heilavefinn.

  Það væri ekki nauðgun vegna þess að innst inni viltu það.

 • Ólsen – ef ummælin væru um móður þína, myndir þú þá líka sjá þetta sem húmor? Finndist þér það jafnvel fyndið?

 • Ekki fyrir ýkja löngu kváðust andstæðingar hálendisvirkjunar ætla að hafa betur í baráttunni við umhverfisráðherra og drekkja henni í uppistöðulóninu.

  Hún kveinkaði sér undan ,,morðhótuninni“ og hótaði lögsókn.

  Sem ekkert varð úr.

  Það er ekki einsdæmi að móðgunargjarnar kerlingar haldi að lögin verndi þær frá því að þurfa að móðgast.

 • Styrmir:

  Húmor? Húmor?

  Ekkert er jafn húmorslaust og þvættingur þessa manns.

  Nema ef vera skyldi vælið í freedomfries.

 • Þá er Ólsen Ólsen nú skárri.

 • Við Íslendingar getum þakkað fyrir að hafa meðal vor þvílíkan dæmalausan snilling eins og Ólsen, sem sér í gegnum réttrúnaðinn og lætur ekki hneykslunargjarna smáborgara hafa áhrif á sig. Þvílíkt stórmenni! ´

  Að gæfan skuli brosa svona við okkur!

 • Ég verð alltaf glaður þegar mér er hrósað.

  Þú mátt gjarnan spyrja mig, Ágeir, ef þig langar til að fræðast.

 • Hamingjan sanna, Magnús: ég hef ekki lesið jafn mærðarlegan og grátbólginn texta á netinu síðan … tjah … minnið hreinlega svíkur mig!

  „It’s time to put up or shut up“, eins og þeir segja í Ameríkunni. Hættu nú að blogga og heimta að hinir og þessir aðilar sem þér geðjast ekki að stígi fram og biðjist afsökunar á sér og tilveru sinni.

  Gerðu eitthvað í málinu. Stattu við stóru orðin, drengur, og stefndu Gillzenegger fyrir dóm til þess að láta reyna á þetta.

  Ef þú treystir þér ekki til þess … vinsamlegast hlífðu okkur þá við frekari kveinstöfum yfir því sem hugsanlega særir þína viðkvæmu lund.

 • Vitnað í meistarann

  Léleg munnmök

  Sp: Gillz! Ég er að losa í eina tussu þessa daganna en það eina sem er alveg glatað við þetta kynlíf er að hún kann ekki að veita snáknum tilhýðleg munnmök, í stað þess að reykja hann þá vill hún bara kyssa hann endalaust útum allt! sem ég fæ auðvitað nákvæmlega ekki neitt út úr því. Oftar en ekki þá enda ég á því að setja hann einum of kaldan inn og er auðvitað mun lengur að þessu en ætti venjulega. Hvað á ég að gera? Kv, Addi

  Sv: Sæll og blessaður Addi Þegar þú ert að etja við svona gæðavandamál Addi minn þá þýðir ekkert annað en að vera grjótharður. Ef þú ætlar að vera linur þá færðu aldrei hágæða höfuð. Byrjaðu á því að fá lánaða setninguna hans Cristian Bale og segðu ákveðið “Don’t just look at it, EAT IT!” Ef að hún lætur ekki segjast eftir það þá ferðu í backup planið. Mundu það, If you don’t have a backup plan, you don’t have a plan. Þú þarft að segja henni að leggjast á rúmið með höfuðið hangandi fram af rúminu. Þú tekur tvö belti og bindur hendurnar á henni fastar við rúmið. Síðan þarftu að verða þér úti um beisli eins og notað er á hesta og hunda. Þú lætur beislið upp í munninn á henni, en passaðu þig að meiða ekki prinsessuna, við verðum alltaf að hugsa vel um dömurnar. Beislið á eftir að verða þinn besti vinur héðan í frá því að núna mun hún ekki getað lokað munninum. Ef þú gerðir þetta rétt þá á hún að vera liggjandi á bakinu á rúminu með hausinn hangandi fram af rúminu pikkföst og með galopinn munninn. Núna biðurðu hana að afsaka þig meðan þú röltir fram og finnur þer kúrekahatt. Þú kemur síðan inn í herbergið nagandi strá með hann blóðstífan. Síðan bara rennurðu honum inn og “GAGAR” hana eins og það er kallað í klámmyndaheiminum. Eftir þetta er málið leyst Addi minn. Kv, G-Maðurinn

 • Ólsen hlýtur að vera ólæs, því ég benti honum á önnur skrif Egils í athugasemdum við síðustu færslu þar sem hann hvetur beinlínis til að Sóleyju Tómasdóttur yrði nauðgað. Og síðar skrifar hann þá færslu sem hér er vitnað til. Í kjölfarið má spyrja sig hver sé þá munurinn, fyrst hann hafði áður hvatt til nauðgana, og stingur svo upp á að fylla nafngreindar konur einsog kalkún.

  Er þetta fyndið? Nei. Hvort sem það var ætlað sem grín eður ei þá endurspegla þessi ummæli raunveruleg viðhorf í samfélaginu. Þeir sem ekki hafa sjálfir slík viðhorf ættu ekki að verja Egil gegn gagnrýni fyrir að setja þau fram.

  Meira hvað fólk getur vælt endalaust ef einhver vogar sér að segja eitt neikvætt orð um þennan mann.

 • Oddur Ólafsson

  Góður.

  Jarðar litlu heimsku heimalingana.

 • Ósköp leiðist mér það lynch mob mentality sem ýmsir reyna nú að magna upp sem mest þeir mega.

 • Sniðugt svar. Lynch mob gegn nauðgunum. Eigum við ekki bara að lögleiða þær og hætta þessari pólitísku rétthugsun?

 • Ég hef verið að reyna að finna afsökunarbeiðnina sem menn tala um að Gillz hafi komið með á sínum tíma. Það eina sem ég hef fundið er að hann hafi beðist afsökunar á þessu í fyrra þegar hann var kominn á fullt í bóksöluna og var í DV-viðtali en þar kemur þessi afsökunarbeiðnii fram þremur árum síðar og að þetta hafi veirð grín.

  Því væri gaman að sjá hvort einhver gæti dregið fram þessa afsökun frá sínum tíma og að það hafi komið fram að þetta væri grín því miðað við frétt sem vísað var til á fyrri þræði þá tók Egill út færsluna eftir að hafa verið kærður til lögreglu en baðst ekki afsökunar þá heldur sagði að hann hafi nú gert þetta fyrir mömmu sína svo.

  Eru einhverjir sem vísa til afsökunarbeiðni á sínum tíma sem geta sýnt fram á að slíkt hafi komið fram í fjölmiðlum þá og að hún hafi átt sér stað þá?

 • Ólsen, það þyrfti bara að senda nokkra vel steraða af Hrauninu til að halda þér niðri og taka þig í afturendann. Þá myndi hugsun þín skýrast. Þú fílar svona, er það ekki?

 • Steraðir gaurar af Hrauninu eru yfirleitt ekki mínar týpur, Anna mín, því ég laðast að veikara kyninu.

  Ennfremur er ég lítið fyrir bondage og fæ ekkert útúr því að láta halda mér niðri í ástarleikjum.

  Ég ætla því að afþakka.

  En haltu bara áfram að leita.

  Þú hlýtur að finna einhverja sem vilja þekkjast boðið.

  Bæði á meðal kvenna og karla.

 • Heldurðu að þú getir afþakkað? Heldur þú að fantasíur Gilzenegger um nauðganir á Kolbrúnu Halldórsdóttur, Sóleyju Tómasdóttur og fleirum hafi verið í „þökk“ þeirra?

  Ég get ekki ímyndað mér að „veikara kynið“ laðist að þér, „Ólsen“, alla vega ekki ef þú þyrðir að skrifa þessa ömurlegu karlrembuóra þína undir nafni. Vorkennni þeim konum sem eru svo óheppnar að þekkja þig.

 • Núnú, bara rokin upp á nef þér.

 • Okkar á milli, Anna mín,

  ef freedomfries heldur að karlrembuórar Egils þessa Einarssonar

  (ekki mínir órar, þeir eru allt öðruvísi) séu verri en það sem hann

  hefur sjálfur látið sér um munn fara í dag og í gær

  þá ætti hann að hugsa sig um tvisvar.

  Annað var nú erindið ekki.

 • Hitt er annað mál sem mig langar til að nefna að gefnu tilefni

  að engin kona hefur kynnst mér til einskis

  heldur farið af okkar fundi

  glaðari og sterkari en áður en hún kom.

 • Andri Sig.

  Ólsen = Gillzenegger

 • Elfa Jóns

  Er ekki einstaklega kaldhæðnislegt að stuðningsmenn Gillz gráta hástöfum yfir meintum skoðanalöggum … þegar blogg Gillz snérist einmitt um skoðanakúgun.

  Egill vildi láta ÞAGGA NIÐUR Í FEMÍNISTUM … voðalega lítið eigið fumkvæði femínistanna við það.

  Egill er því eindreginn stuðningsmaður og aðdáandi skoðanalöggunnar.

 • Viktor Hrafn

  Þessi pistill eftir Scott Adams á einkar vel við í þessari umræðu; http://dilbert.com/blog/entry/author_by_relocation/

  Ég hvet alla til að lesa þennan pistil – hann er hollt innlegg í þessa umræðu.

 • Eitt verður ekki tekið af þér… þú hefur náð að FOXa þetta vel upp…

 • Svei mér þá ef Scott Adams hittir ekki naglann á höfuðið þarna, ég skil ekki alveg dramatíkina yfir Agli og hans gríni. Fólk er að verða leiðinlega viðkvæmt og pólítískt rétthugsandi fyrir minn smekk, þetta er svipað og að vera brjálaður yfir einhverju sem Hómer sagði í Simpsons.

  Maðurinn þ.e. Egill er tilfinningalaust kjöt allavega alter egóið hans og það skýrir húmorinn. Svona húmor hefur alltaf verið til og mér prívat og persónulega finnst svona húmor fyndin og það skiptir mig í rauninni engu máli á kostnað hvaða minnihlutahóps eða dýratengundar hann er.

  Það sem ég held þú Freedomfries ættir að hafa í huga er að þú ert að vega að afkomu og lifibrauði skemmtikrafts vegna þess að það hefur ekki smekk fyrir húmor hans. Ég vona allavega að þú trúir því ekki að Egill ætli að fara í raunveruleikanum og nauðga femínistum.Hann má sem sagt ekki hafa þennan húmor vegna þess hann er siðlaus og þér finnst alvarlegt mál að fyrirtæki styðji listsköpun hans þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar hafi sama lágkúrulega húmorinn.

 • Sigríður

  hress. Hvað hefur þú fyrir þér í því að meirihluti þjóðarinnar hafi sama húmor og Gillz? Mér hefur einmitt fundist fólk almennt finnast þessi pistill Gillz ganga allt of langt og vera ósmekklegan. Enda var pistillinn umdeildur á sínum tíma.

  Og það er ekkert verið að vega að Gillz ef fólk setur út á eitthvað sem hann segir og gerir. Það má setja út á Gillz eins og aðra. Eða má Gillz segja sínar skoðanir, og á ógeðslegan hátt eins og í þessum bloggpistli, en svo má enginn segja sína skoðun á Gillz? Nema jákvæðar?

  Hvaða ofboðslega viðkvæmni er það?

 • Þú ert ekki að ná þessu Sigríður, maðurinn er í karakter og er að grínast. Vissulega er það þannig að línan á milli raunveruleikans og að vera í karakter er orðin ansi þokukennd eins og t.d. í The Office. Ég sagði stór hluti þjóðarinna ekki meirihluti og ég hef fyrir mér bókasölu og áhorf á þætti hans sem ætti að gefa góða mynd af vinsældum Gillz.
  Það er að sjálfsögðu verið að ráðast að listsköpun og tjáningarfrelsi Gillz sem listamanns þegar fyrirtækjum er hótað vegna þess að einhverjum siðapostulanum er ofboðið.
  Ég skil reyndar ekkert í Gillz að biðjast afsökunar á þessu en sjálfsagt hefur hann litið á fram á hrun í tekjum vegna siðprúða fólksins með detta og rjómakökuhúmorinn.

 • Sigríður

  hress. Maðurinn er ekki karakter fyrir fimm aura. Hann er t.d með einkaþjálfun og notar þar nafnið Gillz. Ertu að segja að einkaþjálfunin sé grín?

 • Sigríður

  hrass. Vil bæta við. Þú sagðir þetta:

  „Hann má sem sagt ekki hafa þennan húmor vegna þess hann er siðlaus og þér finnst alvarlegt mál að fyrirtæki styðji listsköpun hans þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar hafi sama lágkúrulega húmorinn.“

  Vinsældir sjónvarpsþátta hans og bóka segja ekkert að stór hluti þjóðarinnar sé sammála „bröndurum“ hans um nauðganir á femínistum. Hann gengur ekki nærri því eins langt í bókunum og í sjónvarpinu eins og í því bloggi og margir sem t.d lesa bækurnar hans og horfa á þættina sem hafa kannski aldrei lesið umræddan bloggpistil.

  Þess vegna getur þú ekki rökstutt með vísun í vinsældir Gillz í sjónvarpi og bókum að það þýði að stór hluti þjóðarinnar finnist umræddur bloggpistill fyndinn.

 • Ef einhver er tepra, þá er það Gillz. Allur þessi hnakka- og skinkukúltúr er að kafna úr tepruskap. Allt er eitthvað svo ógeðslegt í þeirra augum, sérstaklega allt sem er eðlilegt eða náttúrulegt.

 • Það er ekki hægt að tala um að orð Gillz hafi verið tekin úr samhengi; þeirra upprunalega samhengi er skoðanakúgun og tepruskapur Gillz sjálfs.

  Hvers vegna tekur ekki einhver að sér að gefa honum einn granítharðan í rassgatið svo hann hætti að væla?

 • Eiríkur

  >Elías Halldór

  Hingað til hefur enginn boðist til að þjónusta G. eins og þú stingur upp á, kannski af eigingirni. Af hverju ætti hann að vera útundan?

  Sjá umræðu hér:
  http://wufnik.livejournal.com/85512.html

 • Öfgahópar bjóða upp á að að þeim sé hæðst. Tee party er eitt dæmi, feministar annað. Hvort tveggja jaðarfólk á sitthvorum endanum. Eðlilega og venjulega fólkið líkar við hvorugan hópinn og gerum því grín að því. Hvernig á svo að gera grín að feministum? Fólki sem segir að allir karlmenn fæðist sem nauðgarar? Sjálfum finnst mér Gillz ömurlegur, jafnömurlegur og flestir feministar eru. En vandamálið er ekki Gillz heldur fjölmiðlar sem hampa þessum manni. En því miður er ekki þetta leiðin til að kveða niður Gillz því um leið ert þú að vilja skerða tjáningarfrelsið. Og síðan eru þetta 4 ára gömul ummæli, var ekki umræða um þetta á sínum tíma?

 • Eyjólfur

  Jahérna hér, ætli sumir hérna haldi ekki að Stephen Colbert sé harður íhaldsmaður?

 • Það skiptir engu máli hvort að maðurinn sé í karakter eða ekki þegar hann lét þessi orð falla, og auðvitað skiptir samhengið máli.

  Kjarni málsins er hins vegar sá að samhengið er það að þetta átti að þykja fyndið vegna undirliggjandi kvenfyrirlitningar Egils og viðhlæjenda hans. Án þessarar kvenfyrirlitningar hefði enginn brandari verið.

  Það er þess vegna sem það er algjörlega banal að reyna að benda gagnrýnendum hans á að samhengi skipti máli. Já, það er rétt og þetta er samhengið: Egill Einarsson er haldinn svívirðilegri kvenfyrirlitningu.

  Svo ég endurtaki mig einu sinni enn: Ef þetta átti að vera brandari hjá Agli, þá er það einmitt það sem sannar að hann lítur niður á konur, því annars væri þetta ekki fyndið.

 • Eyjólfur: Svo þú ert að segja að Egill hafi í raun sagt þetta til að benda á kvenfyrirlitningu hjá öðrum og í raun hafi orð hans verið feminísk samfélgsgagnrýni?

  Nei, hættu nú.

 • Öfgar kalla á öfgar

 • Það skiptir ekki máli hvort þetta sé grín eða ekki, orð hans um þessar konur eru virkilega særandi fyrir þær og fólk sem þekkir þær. Þú myndir ekki vilja að svona væri talað um systur þína eða dóttur hvort sem um grín sé að ræða eður ei. Hefði hann talað um femínista í heild sinni hefði verið hægt að tala um þetta sem grín, en þetta eru persónulegar árásir og særingar.
  Þessar konur hafa rétt á sínum skoðunum, hann má auðvitað líka hafa sínar skoðanir en ekkert réttlætir það að tala svona um aðra manneskju hvað þá opinberlega.

 • Frikki Gunn.

  Eins ósmekklegt og „grín“ Gilz um femínsta var, þá var þetta sem hér fylgir ekki smekklegra að mínu mati.

  Hér fyrir nokkrum árum hrópuðu virkjanaandstæðingar og fólk á vinstrivængnum slagorðin; „DREKKJUM VALGERÐI“ og vísuðu til þess að réttast væri að drekkja Valgerði Sverrisdóttur þáv. iðnaðarráðherra, vegna þess að hún var ein af þeim sem stóð fyrir Kárahnjúkavirkjun.

  Grínið var orðið svo grátt, að því var framhaldið í einu versta og ófyndnasta áramótaskaupi allra tíma, skaupinu áramótin 2006/2007.

  Finnst fólki þetta vera fyndið?

  Finnst fólki að það að hvetja til þess opinberlega, að ráðherra sem ekki er í þela við ákveðinn hóp fólks, verði myrtur með drekkingu?

  Ég er viss um að sami hópur sem fordæmir Gilz fyrir ummæli hans um femínista, hafi fundist þessi hvatning um að „Drekkja Valgerði“ verið fyndin og mátuleg á Valgerði, vegna þess að hún var í forsvari fyrir Kárahnjúkavirkjun.

  Það er hvetja til deyðingar á öðrum er jafngild hvatningu til nauðgunar.

  Þarna var verið á sínum tíma að hvetja til ofbeldisfulls morðs á nafngreindum einstaklingi, Valgerði Sverrisdóttur, sem þar að auki var opinber persóna sem ráðherra.

  Og var hér ekki um að ræða hvatningu til kynbundins ofbeldis, því eins og allir vita er Valgerður Sverrisdóttir kona.

  Enginn fór á límingunum yfir þessu á sínum tíma.

  Skrítið?!??

  Tja, Valgerður var ekki í „réttum“ stjórnmálaflokki og því ekki við rétta sýn á þjóðfélagsmálin t.d. virkjanir, og því var í lagi hvetja til drekkingar á henni, að sögn „álitsgjafa“ og „málsmetandi“ fólks sem boða hvað sé rétt og hvað sé rangt.

 • Heyra nú vælið Í Frikka Gunn.

  Það er eins og Framsóknarmaddaman hafi orðið sjálf.

  Sú sem ekki þóttist skilja líkingamál þegar það hentað henni ekki.

  Enn hef ég ekki heyrt knattspyrnumenn grenja undan

  ,,morðhótunum“ þegar mótherjinn kveðst ætla að slátra þeim við

  markið og jarða þá á vellinum.

  Og kunna þeir þó að barma sér.

 • Frikki Gunn.

  Ólsen.

  Þú hittir ekki í mark hér og því ekkert ólsen-ólsen hjá þér, því þú misskilur þetta hjá mér.

  Þetta er ekkert væl hjá mér – (sérðu einhver tár?).

  Hér er ég að setja upp hliðstæðu við ummæli Gilz gagnvart femínistum, og þeim „slagorðum“ svokallaðra umhverfissinna og vinstrafólks um að drekkja Valgerði.

  Því er spurning hjá mér sú, hvor þessara ummæla eru meira „réttlætanlegri“ hér í þessu tilfelli?

 • OK. Skil.

 • Sigríður

  Frikki Gunn. Hvað hefur þú fyrir þér í því að þeir sem eru ósáttir við Gillz hafi ekki verið ósáttir við þá sem voru með „Drekkjum Valgerði“ skiltið?

 • Frikki Gunn.

  Sigríður, ég hef ekkert fyrir mér í þessum efnum, enda hef ég ekki gert skoðanakönnun á því.

  En hefur þú eitthvað fyrir þér í þessum efnum?

  En ég veit alla vegana að þeir sem fylgtu sér um slagorðið „Drekkjum Valgerði“ voru flestir af vinstri-væng stjórnmálanna, sem var reyndra bróðurpartur virkjanaandstæðinga.

  Annars finnst mér merkilega lítil viðbrögð við færslu minni frá kl. 9.55 í gær.
  Enginn „málsmetandi“ aðili hefur komið með athugasemdir sem máli skipta það sem ég setti fram þar.

 • Mér fannst „drekkjum Valgerði“ skiltið ósmekklegt. En ég veit ekki til þess að höfundur þess, hver sem það var, hafi verið hafinn til vegs og virðingar í dægurmenningunni, gefið út bækur ætlaðar ungu fólki, leikið í sjónvarpsauglýsingum eða prýtt forsíðu símaskrárinnar. Ég veit ekki til þess að honum hafi verið hampað sérstaklega sem frábærum „húmorista“ af samferðamönnum hans og tugir manna skrifað honum til varnar á bloggsíður.

  Frikki vill kannski benda á dæmi um það?

 • Annars er hér frábær grein um meintan húmor/kaldhæðni fyrirbærisins Gillz, sem ég hvet alla til að lesa: http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/6299

 • Frikki Gunn.

  Gilz er flottur, þrátt fyrir ummælin um femínista á sínum tíma.

  Hann hefur beðist velfvirðingar á þessum ummælum og er staðráðinn í að bæta ráð sitt.

  Batnandi manni er best að lifa og ég trúi á fyrifgefninguna eins og allir góðir menn.
  Ég veit ekki um allt vinstraliðið sem hefur formælt honum í heilagri vandlætingu sinni, hvort að það trúi á fyrirgefninguna. En það verður þá að eiga það við sig.

 • Egill Einarsson hefur hvorki beðist formlega afsökunar né látið í ljós að hann skilji að þessi skrif hans hafi verið röng, ófyndin og verulega særandi, og ekki sýnt neina iðrun. Það er ekki hægt að fyrirgefa fyrr en menn hafa iðrast. Svo einfalt er það.

 • Frikki Gunn.

  Freedom fries:

  Þar sem að þú tekur ekki afstöðu til þeirrar hvatningar að Valgerði Sverrisdóttur yrði drekkt, þá verð ég að gera ráð fyrir að þér hafi líkað þessa hvatningu til manndráps og kynbundins ofbeldis á Valgerði.

 • Ólsen alias Egill Einarsson í sjálfsréttlætingarham.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is