Færslur fyrir júní, 2011

Þriðjudagur 28.06 2011 - 20:11

Enn af Stewart og Fox

Jon Stewart hélt í gær áfram umfjöllun sinni um Fox News. Hrein snilld. [comedycentral 390688]

Sunnudagur 26.06 2011 - 10:51

Romney og Bachmann með forystu

Samkvæmt fyrstu könnuninni sem Des Moines Register í Iowa hefur tekið á stuðningi repúblíkana sem líklegir eru til að taka þátt í prófkjöri repúblíkana sýnir að Mitt Romney og Michele Bachmann séu með forystu í fylkinu – sem skiptir miklu máli, því fyrstu prófkjörin eru í Iowa og New Hampshire, og því skiptir öllu fyrir frambjóðendur […]

Föstudagur 24.06 2011 - 10:39

Gingrich toppar sig í megalómaníunni

Newt Gingrich er magnaður karakter, og þó ég gleðjist yfir niðurlægingu hans* verð ég að segja að það er eftirsjá í brotthvarfi hans úr prófkjörsslagnum. En sem betur fer er hann ekki alveg farinn – og sem betur fer virðist brotlending framboðs Gingrich ætla að taka mjög langan tíma! Think Progress: On conservative radio host […]

Miðvikudagur 22.06 2011 - 18:28

Kjósendur óttast repúblíkana

Frétt Bloomberg um nýja könnun fréttastofunnar á viðhorfum bandarískra kjósenda er gott dæmi um mikilvægi þess að maður láti sér ekki nægja að lesa fyrirsögnina eða fyrstu línurnar í fréttum af könnunum. Upplegg fréttarinnar var nefnilega sá að vegna efnahagserfiðleikanna í Bandaríkjunum stæði Obama frammi fyrir alvarlegum vanda – hann gæti ekki reitt sig á […]

Miðvikudagur 22.06 2011 - 10:44

Samsæri vinstrimanna gegn sögunni

Um daginn bárust af því fréttir að söguþekking bandarískra ungmenna væri ekki upp á marga fiska: American students are less proficient in their nation’s history than in any other subject, according to results of a nationwide test released on Tuesday, with most fourth graders unable to say why Abraham Lincoln was an important figure and […]

Þriðjudagur 21.06 2011 - 16:56

Stewart útskýrir Fox News

Töluverð umræða hefur spunnist um viðtal Jon Stewart við Fox News – og í gær fjallaði Stewart aðeins um þessa umræðu, og benti á að fólki hefði yfirsést mikilvægasta atriðið í öllu viðtalinu. Einhvernveginn virðist mér ekki lengur takast að setja Comedy Central myndbönd inn í færslur, þannig að lesendum er bent á að horfa á […]

Þriðjudagur 21.06 2011 - 16:15

Enn af endalokum Gingrich

Nýjustu fréttir af megalómaníska lýðskrumaranum Gingrich eru þær að allt fjáröflunarteymi hans hafi þakkað fyrir sig pent og sagt upp. Fyrr í mánuðinum sögðu allir helstu ráðgjafar Gingrich upp störfum. AP: The top fundraisers for Newt Gingrich’s presidential campaign have abandoned his struggling bid amid anemic fundraising and heavy spending. Í gær bárust þær fréttir […]

Þriðjudagur 21.06 2011 - 15:25

Rót efnahagsvandans er græðgi auðmanna

Hótanir repúblíkana um að hækka ekki skuldaþak bandaríska alríkisins hafa opnað á áhugaverða og löngu tímabæra umræðu um skuldavanda alríkisins og orsakir þessa skuldavanda. Repúblíkanar vilja auðvitað meina að skuldirnar séu allar Obama að kenna, og að eina lausnin á skuldavandanum sé að skera niður velferðarkerfið. (Í Evrópu hafa stjórnvöld sömu leiðis brugðist við ríkisskuldum […]

Mánudagur 20.06 2011 - 15:00

Bandarískur almenningur á móti stríðsbrölti

The Hill birti í morgun athyglisverðar niðurstöður úr könnun blaðsins á afstöðu Bandaríkjamanna til þess stríðsreksturs sem Bandaríkin eru nú þátttakendur í. Samkvæmt könnuninni er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að bandarísk utanríkisstefna sé of herská: An overwhelming number of voters believe the United States is involved in too many foreign conflicts and should pull […]

Mánudagur 20.06 2011 - 09:52

Vinstrislagsíða fjölmiðla í BNA

Jon Stewart, stjórnandi The Daily Show, var í viðtali hjá Chris Wallace, á sunnudaginn, þar sem umfjöllunarefnið voru bandariskir fjölmiðlar og sú sannfæring Wallace, og margra, ef ekki flestra annarra bandarískra hægrimanna, að „the main stream media“ sé einhverskonar risavaxið vinstrasamsæri gegn hægrimönnum. Einna áhugaverðasti partur viðtalsins snéri að tilraunum Wallace til að fá Stewart […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is