Laugardagur 02.04.2011 - 16:44 - 8 ummæli

Og svo hlupu allir……

 Þessum  lúxusbíl var í dag lagt í stæði fyrir fatlaða við skautahöllina í  Reykjavík. Ekki var sjáanleg heimild um að  leggja mætti bílnum í stæði fyrir fatlaða.  Hún hefur kannski verið falin Eigandi bílsins er Íslandsbanki. Umráðamaður bílsins er Íslandsbanki. Skyldi þetta vera bankastjórabíll ?  Nei,… bankastjórar gera ekki svona . Og svo hlupu allir út úr bílnum við skautahöllina…..  Viðstaddir voru hissa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Viðstödddum ofbauð, þegar ökumaður Benz jeppans ók fram fyrir langa bílabiðröð, lagði í stæði fatlaðra og hljóp inn í Skautahöllina ásamt krökkum sem voru með henni í bílnum.

 • Rétt að vekja á þessu athygli. Þetta er ósómi og tillitsleysi af grófustu gerð. Mér virðist tillitssemi vera á undanhaldi og hjá raunalega mörgum verður hennar ekki vart.

 • islandsbanki gæti verið skráður eigandi bílsins vegna þess að þeir hafi lánað fyrir honum á sínum tíma

 • Engin mistök hér á ferð hjá bankastjóranum heldur einlægur ásetningur

 • Það er einmitt þetta virðingarleysi og hroki gagnvart gildandi reglum og þessi algjöri skortur á kurteisi sem gerir mann svo öskureiðan útí þetta lið. Nú hefur Eyjan upplýst að við stýrið var einmitt bankas bankastýran Birna.

 • Þér getur ekki verið alvara með þessu? Skiptir það einhverju máli hvort þetta sé „lúxus“ jeppi eða venjulegur jeppi? Það mætti halda að þú værir bara að reyna að gera fólk reitt.

  Fólk gerir mistök.
  Ég er viss um að ef ég fylgdi þér eftir með myndavél einn dag myndi ég ná fullt af myndum sem þér þættu óþægilegar.

 • Sigurður Helgason

  Það eru ákveðin grundvallaratriði sem allt sómakært fólk ætti að leggja áherslu á að hafa í lagi hjá sér. Eitt af því er að sýna fólki tillitssemi. Það að vera fatlaður er ekki val eins eða neins og veldur fólki miklum erfiðleikum. Það á ekki síst við um aðgengi sem er, eins og allir vita, misgott í íslensku þjóðfélagi. Í raun er ekki aðalatriði hver gerir þetta þar sem það er öllum til vansa. Svona gerir maður ekki hver sem maður er!

 • Joseph mér er spurn ert þú kannski líka siðlaus kúlulánaþjófur eins og Birna Einarsdóttir , að verja svona lagað er galið, ég hef lengi aðstoðað fólk í hjólastólum og ef allir höguðu sér eins og Birna væri aldrei laus stæði fyrir fatlaða í Reykjavík. Og að afsaka sig og segja mistök gerir gjörninginn enn neyðarlegri finnst mér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is