Færslur fyrir apríl, 2011

Laugardagur 09.04 2011 - 18:02

Fluttur af Eyjunni

 Ég er fluttur af  eyjan.is.  Hættur að skrifa hér. Pistlana mína verður hér eftir að finna á www.eidur.is

Laugardagur 09.04 2011 - 15:18

Molar um málfar og miðla 580

    Fréttastofa ríkisins í Efstaleiti básúnar ánægju Ólafs Ragnar Grímssonar með góða kjörsókn, en stingur yfirlýsingu fyrrverandi forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur um afstöðu hennar til Icesave undir stól. Fréttstofan sýnir Vigdísi takmarkalausa fyrirlitningu. Þeir sem þessa ákvörðun tóku eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta eru svo vítaverð vinnubrögð að engu tali tekur. Stjórnendur  Ríkisútvarpsins […]

Föstudagur 08.04 2011 - 14:25

Molar um málfar og miðla 579

Úr dv.is (05.04.2011): Til átaka kom á Akranesi í hádeginu í dag þegar húseigandi reyndi að fá hús sitt afhent af leigjendum. Reyndi að fá  hús sitt afhent  af leigjendum ! Óskiljanlegt orðalag.  Leigjendur áttu að hafa sig á brott úr húsinu.  Seinna í sömu frétt segir: Við þetta snöppuðu þeir og réðust á hann,“ […]

Miðvikudagur 06.04 2011 - 20:28

Molar um málfar og miðla 578

Úr mbl.is (05.04.2011) „Við getum ekki staðið hér í logni og horft á höfnina okkar lokaða vegna þess að Herjólfur ristir of mikið,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.  Molaskrifari játar, að hann hefur ekki heyrt talað um að skip risti of mikið. Aðeins  að skip  risti  djúpt. En hljóta ekki Vestmannaeyingar að vita þetta? […]

Þriðjudagur 05.04 2011 - 20:26

Molar um málfar og miðla 577

  Úr mbl.is (03.04.2011): Airbus og Air France fjármögnuðu leitina. Kafað var á 4.000 metra dýpi og voru m.a. sérstök leitarvélmenni notuð, en þau rannsökuðu sjávargólfið á milli Brasilíu og Vestur-Afríku.  Í netfréttinni er fyrsta málsgreinin á  ensku og þegar talað er um   sjávargólf í fréttinni þá er það  dæmigerð aulaþýðing úr  ensku. Seafloor er […]

Mánudagur 04.04 2011 - 21:08

Molar um málfar og miðla 576

Eftirfarandi frétt var á bls. 2 í Morgunblaðinu og á mbl.is (04.04.2011): Dash-flugvél frá Flugfélagi Íslands hæfði svan á flugi við flugtak frá Ísafjarðarflugvelli í gærmorgun með þeim afleiðingum að svanurinn féll særður til jarðar. Að sögn sjónarvotta, sem voru í hóp-kajakferð rétt við flugvöllinn, var flugvélin rétt búin að draga inn hjólin þegar svanurinn […]

Sunnudagur 03.04 2011 - 20:01

Molar um málfar og miðla 575

Líklega þarf svolítinn tíma  til að venjast veðurfréttum Ríkissjónvarpsins í  nýjum búningi. Flest er þó þar til bóta, mest  það sem  Molaskrifari hefur  oft  beðið um, –  að fá að  sjá  til veðurs í vesturheimi.  Takk fyrir það.  En ágætu   sjónvarpsmenn,  hlífið okkur við þessum iðandi, órólega  bakgrunni fréttalesara. Hann er algjörlega óþolandi. Því fyrr […]

Laugardagur 02.04 2011 - 16:44

Og svo hlupu allir……

 Þessum  lúxusbíl var í dag lagt í stæði fyrir fatlaða við skautahöllina í  Reykjavík. Ekki var sjáanleg heimild um að  leggja mætti bílnum í stæði fyrir fatlaða.  Hún hefur kannski verið falin Eigandi bílsins er Íslandsbanki. Umráðamaður bílsins er Íslandsbanki. Skyldi þetta vera bankastjórabíll ?  Nei,… bankastjórar gera ekki svona . Og svo hlupu allir […]

Laugardagur 02.04 2011 - 09:28

Molar um málfar og miðla 574

  Molaskrifari  hnaut um  fyrirsögn í   Viðskiptablaði Morgunblaðsins (31.03.2011): Þjóðnýting eigna er eins og að missa þvag í skó.  Íslenskt orðtak segir: Það er skammgóður vermir að pissa í  skóinn sinn.  Þegar penpíuhátturinn er svo mikill að talað  er um  að missa þvag í stað þess að pissa,  er   langt gengið. Þar að auki er […]

Föstudagur 01.04 2011 - 09:35

Molar um málfar og miðla 573

 Fljótt á  litið virðist  andlitslyfting sjónvarpsfrétta Ríkisútvarpsins hafa tekist  bærilega, – nema iðandi  og órólegur  veggur bak við  fréttaþul   truflar og er pirrandi. Dregur athyglina  frá því sem verið er að segja.  Því ætti að breyta sem fyrst. Veðurfregnir hafa líka fengið nýjan svip. Gaman hefði verið að sjá  til veðurs í vesturheimi, en  þaðan […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is