Færslur fyrir mars, 2011

Miðvikudagur 30.03 2011 - 22:48

Molar um málfar og miðla 572

   Nokkrum sinnum hefur það verið  nefnt í þessum  Molum að  Ríkissjónvarpið sýnir   viðaskiptavinum sínum dónaskap, þegar   kynntur  er   þátturinn Í  návígi og þess látið rækilega ógetið  við hvern á  að  ræða hvað. Hvaða  tilgangi þjónar það að segja okkur ekki við hvern á að  ræða?   Í besta falli er þetta  bjánalegt. Þetta er  örugglega […]

Miðvikudagur 30.03 2011 - 10:07

Molar um málfar og miðla 571

Skrifað er á mbl.is (29.03.2011): Danski varnarmaðurinn Mikkel Christoffersen, sem var til reynslu hjá karlaliði KR í knattspyrnu, verður ekki boðinn samningur við félagið.  Danski varnarmaðurinn verður ekki boðinn samningur! Hér átti  auðvitað  að standa: Danska varnarmanninum… verður ekki boðinn samningur. Það er  eins og sumir haldi að allar setningar þurfi að hefjast í nefnifalli. […]

Þriðjudagur 29.03 2011 - 08:59

Molar um málfar og miðla 570

Úr mbl.is  fyrir fáeinum dögum: Flugumferðarstjórinn, sem hefur 20 ára starfsreynslu, hefur verið leystur undan störfum á meðan rannsókn fer fram.  Það er hægt að leysa menn frá  störfum, en  það samræmist ekki góðri málvenju að tala um að leysa menn undan störfum.  Í sömu frétt segir  að flugumferðarstjórinn hafi verið einn í flugturninum á […]

Mánudagur 28.03 2011 - 10:21

Moalr um málfar og miðla 569

Og voru heimamenn meira og minna með  boltann, sagði íþróttafréttamaður  Ríkisútvarpsins (27.03.2011). Molaskrifari velkist svolítið i vafa um það hvað þetta merkir.  Í sama fréttatíma var fjallað um útflutning á æðardúni og  tekið svo til orða  að æðardúnninn hefði verið fluttur af landi brott. Ekki er þetta  nú beinlínis  rangt, en ekki  er oft  tekið […]

Sunnudagur 27.03 2011 - 12:21

Molar um málfar og miðla 568

  Molaskrifari stóðst ekki mátið og sendi stutt tölvubréf í  sunnudagsþátt Sirrýjar á  Rás  tvö (27.03.2011)  þar sem útvarpsstjóri  og dagskrárstjóri sátu fyrir svörum. Vel var tekið í ábendingu  um að orðin tax free í fjölmörgum auglýsingumværu ekki lýtalaus íslenska. Hinsvegar voru  bæði útvarpsstjóri  og dagskrárstjóri mjög ánægð  með  enskuskotið leikaraslúður um misfræga leikara  sem […]

Laugardagur 26.03 2011 - 13:37

Molar um málfar og miðla 567

Morgunblaðið  birti fyrst fjölmiðla (26.03.2011) frétt  um  tilraun til að smygla til landsins  miklu magni  eiturlyfja. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins sama dag var sagt frá þessu  og þess getið í framhjáhlaupi, að komið hefði fram í Morgunblaðinu, að fólkið sem að  smyglinu stóð væri íslenskt. Þetta var ómerkilegt hjá  fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hefði átt  unna Morgunblaðinu […]

Föstudagur 25.03 2011 - 10:26

Molar um málfar og miðla 566

Í fréttum Stöðvar tvö (24.03.2011) var sagt: .. frumvarpið var síðasta leið ríkisstjórnarinnar til að …. Betra hefði verið:  Frumvarpið var   lokatilraun  (úrslitatilraun)  ríkisstjórnarinnar til að …. Rúmlega ellefu og hálf milljón króna voru úthlutaðar til  sex verkefna. Þetta er  af fréttavef  Ríkisútvarpsins (23.03.2011) Hér hefði átt að standa: Rúmlega ellefu og hálfri milljón króna […]

Fimmtudagur 24.03 2011 - 07:25

Molar um málfar og miðla 565

Í grein í DV er skýrt  frá því (23.03.2011)  að   gjaldþrot  Seðlabankans sé  fimmfalt Icesave. Beinhörð útgjöld  vegna   gjaldþrots  Seðlabankans hafi numið  175 milljörðum króna og  gjaldþrot Seðlabanks   kosti hvert einasta mannsbarn á  Íslandi 650 þúsund krónur. Enn fremur segir í greininni, að kostnaðurinn við  Icesave sé   6% af kostnaði  skattgreiðenda vegna falls bankanna.   Morgunblaðið, […]

Miðvikudagur 23.03 2011 - 10:19

Molar um málfar og miðla 564

Úr dv.is (22.03.2011): En nú sé staðan sú að fiskur  sé orðinn svo dýr að samtökin hafa ekki fjármagn til að kaupa þennan mikilvæga fæðuhóp fyrir skjólstæðinga sína….   Nú er fiskur sem sagt orðinn fæðuhópur.  Molaskrifari  viðurkennir, að orðið  fæðuhópur  hefur  hann aldrei  heyrt  áður  og hallast að því að  það sé  bara rugl. Bandarísk […]

Þriðjudagur 22.03 2011 - 08:41

Molar um málfar og miðla 563

Undarleg fjögurra dálka fyrirsögn er á forsíðu Morgunblaðsins í dag (22.03.2011): Rekin úr  nefndum. Átt er við þau Lilju Mósesdóttur og  Atla  Gíslason,sem sagt hafa sig  úr þingflokki  VG á  Alþingi.  Það   leiðir af sjálfu þegar  þau Lilja og  Atli segja sig úr þingflokki VG   geta þau ekki lengur verið fulltrúar þingflokksins í nefndum þingsins. […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is