Færslur fyrir febrúar, 2011

Mánudagur 28.02 2011 - 09:33

Molar um málfar og miðla 542

Þar féllu nokkur él, sagði  veðurfræðingur í  veðurfréttum Ríkissjónvarps.  Molaskrifari man ekki til þess að hafa heyrt þetta orðalag, en það segir  svo sem lítið. Og auðvitað er ekkert  rangt við þetta orðalag. Þarna  hefði   einnig   mátt tala um éljagang. Nokkuð algengt er líka, að sagt sé: Það kastaði éljum, gekk á með éljum.     Molaskrifari […]

Sunnudagur 27.02 2011 - 13:17

Molar um málfar og miðla 541

Molaskrifari hélt að  búið  væri  að gera orðalagið  að sigra kosningar útlægt  úr  fréttastofu Ríkisútvarpsins. Svo er ekki. Það lifði góðu lífi í  morgunútvarpi  Rásar eitt (25.02.2011) Hvað segir málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins um orðalagið: Höfum það gaman saman?  Þetta orðalag glymur aftur og aftur í eyrum okkar  í  auglýsingum Ríkisútvarpsins um eigin dagskrá. Það er því heimasmíðað. Fróðlegt […]

Föstudagur 25.02 2011 - 09:23

Molar um málfar og miðla 540

Kafarar skoðuðu undir Goðafoss í dag var sagt í  sexfréttum Ríkisútvarpsins (23.02.2011) Sama orðalag var notað í  fréttum Ríkissjónvarps. Þetta  er hálfklaufalegt orðalag. Betra  hefði verið að  segja, að kafarar hefðu skoðað botn Goðafoss í dag.  Í yfirliti um efni sama  fréttatíma var talað um að berja(uppreisnina í Líbíu) á bak aftur. Þetta er  rangt. […]

Fimmtudagur 24.02 2011 - 08:49

Molar um málfar og miðla 539

  Í fréttum Stöðvar tvö var talað um, að tannlæknar  væru krafnir um. Hér hefði átt að segja, að tannlæknar væru krafðir um.  Eða þess  væri krafist, að tannlæknar….   Beygingakerfið er á undanhaldi. Enn eitt  dæmið um  það var í mbl.is (23.02.2011): Ráðuneytið hefur náð samkomulagi við forsvarsmenn skólans um að nemendur sem hófu […]

Miðvikudagur 23.02 2011 - 10:42

Molar um málfar og miðla 538

Ólafur Ragnar mun eiga fund með páfa á þriðjudag og fær hann einkaáheyrn en slík þykir afar sjaldgæft,(mbl.is 22.02.2011) Það er auðvitað eins og hvert annað bull ,að  það sé sjaldgæft að þjóðhöfðingjar fái einkaheyrn  hjá páfa. Blaðamenn láta forsetaskrifstofuna plata sig. Það þætti sæta  tíðindum, ef þjóðhöfðingi ,sem óskar eftir áheyrn fengi ekki áheyrn. Morgunblaðið er gengið […]

Þriðjudagur 22.02 2011 - 08:27

Tvískinnungur og rökleysur á Bessastöðum

  Orðréttar  tilvitnanir í ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar  á blaðamannafundinum   sl. sunnudag sýna hvernig  tvískinnungur  og rökleysur ráða nú ríkjum á Bessastöðum.  Forsetinn heldur    líklega að  upp til hópa séum við kjánar og þess vegna sé í lagi  að tala  til okkar í ósamrýmanlegum þversögnum. Það gerði hann á sunnudaginn var.  Á blaðamannafundinum sl. sunnudag  sagði […]

Mánudagur 21.02 2011 - 16:04

Skilgreiningar hannaðar eftir hendinni á Bessastöðum

Forseti  lýðveldisins hannar nú nýjar skilgreiningar eftir  hendinni  til að þjóna hentisemi  sinni og persónulegum  metnaði.   Þjóðin er löggjafinn,  er alveg  ný skilgreining.  Hún finnst líklega hvergi á  bókum, en  hún hentar núna, þegar  Ólafur Ragnar Grímsson er byrjaður að búa sig undir  framboð til fimmta kjörtímabilsins á Bessastöðum.  Hann er alltaf að  reyna að gera […]

Mánudagur 21.02 2011 - 08:25

Molar um málfar og miðla 537

Fínt orð fréttaskýring.  Óþarfi að tala um fréttaútskýringu eins og gert var í morgunútvarpi Rásar tvö (21.02.2011)    Undarlegt fréttamat Ríkissjónvarpsins (20.02.2011) að  tala  við  tvo  mótmælendur  við Bessastaði, sem höfðu ekkert fram að færa. Í beinu útsendingunni frá Bessastöðum sagði fréttamaður  Ríkissjónvarpsins að 40 þúsund undirskriftir og   56 þúsund undirskriftir  væru mjög  svipaðar  tölur. Meira […]

Sunnudagur 20.02 2011 - 11:15

Molar um málfar og miðla 536

Óljóst er hvenær Goðafoss verður fluttur af strandstað í Noregi, segir á fréttavef  Ríkisútvarpsins (19.02.2011). Nákvæmlega sama orðalag var reyndar notað í hádegisfréttum.  Það er ekki í samræmi við málvenju að tala um að flytja  skip af strandstað.  Skip  eru ekki flutt af strandstað. Vonandi  verður Goðafoss fljótlega dreginn á  flot af skerinu.  Undarlegt er  […]

Laugardagur 19.02 2011 - 10:32

Molar um málfar og miðla 535

Í fréttum Stöðvar tvö, um strand Goðafoss var sagt: Sjópróf   verða gerð.  Sjópróf eru ekki gerð. Sjópróf fara fram.  Ekki mjög flókið.  Í  einni frétt Ríkisútvarpsins af strandinu var sagt: Norska útvarpið  náði síðdegis  samband við…   Ekki nógu gott.  Norska útvarpið  náði  sambandi við….   Morðin verða enn fleiri og hrikalegri,  sagði í auglýsingu um […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is