Færslur fyrir nóvember, 2010

Mánudagur 29.11 2010 - 17:44

Molar um málfar og miðla 474

 Í  fréttum  Ríkissjónvarpsins á kjördag (27.11.2010) var rætt við  formann landskjörstjórnar, sem fréttamaður kallaði yfirmann landskjörstjórnar.  Hvernig  hefur þetta verið  svona  heilt yfir  spurði   fréttamaður  formanninn. Heilt yfir? Það var líka einkar ófaglegt að ætlast  til þess að formaður landskjörstjórnar lýsti  vonbrigðum með  dræma kosningaþátttöku. Fréttamaður  sem segir:  Dáldil traffík og misjafnt er hvenær kjörstöðum lokar , […]

Sunnudagur 28.11 2010 - 14:58

Molar um málfar og miðla 473

Auglýsingastofur, stórfyrirtæki og nokkur veitingahús hafa að undanförnu lagst á  eitt  að troða  slettum inn í málið. Þessar slettur  eru  tax-free dagar (Þegar veittur er afsláttur ,sem nemur virðisaukaskattsprósentunni), outlet (einskonar verksmiðjuútsala) og  bruns eða bröns(veglegur  hádegisverður, oftast á laugardegi eða  sunnudegi, blanda úr ensku orðunum breakfast og lunch). Þessir aðilar eru að vinna  óþurftarverk […]

Laugardagur 27.11 2010 - 15:45

Molar um málfar og miðla 472

Eftirfarandi setningarbrot úr dv.is (26.11.2010) er lýsandi dæmi um skort á máltilfinningu: Kostnaðurinn nemur um tvær milljónir króna …  Hér  ætti að standa: Kostnaðurinn nemur um tveimur milljónum króna.   Annað dæmi um skort  á máltilfinningu úr hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (26.11.2010): Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna  álvers við Bakka á  Húsavík var skilað í gær….  Mat var ekki skilað, heldur var […]

Föstudagur 26.11 2010 - 13:38

Molar um málfar og miðla 471

Kjörstaðir opna klukkan tíu, sagði fréttamaður Ríkisútvarpsins í hádegisfréttum (26.11.2010). Er mönnum alveg  fyrirmunað að nota  sögnina að opna rétt ?  Kjörstaðir opna  hvorki eitt  né neitt. Kjörstaðir verða  opnaðir  klukkan tíu. Ótrúlegt. Hvað segir málfarsráðunautur? Er hann ekki örugglega enn við  störf?   Var leitað til íslenskra dómara með aðstoð, sagði íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins í […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 16:55

Molar um málfar og miðla 470

Í frétt Morgunblaðsins (24.11.2010) um  framkvæmdir  í grennd  við náttúruperlu í Noregi segir: „Ferðamenn leggi bílum sínum við veitingastaðinn, borgi sem svarar  1200 kr fyrir bílastæðið og  og þaðan liggi  gönguleiðir um fjallið og næsta nágrenni“. Svo ætla talsmenn ferðaþjónustunnar á Íslandi að ganga af  göflunum ef  rætt er um  smávægilega  gjaldtöku   við íslenskar náttúruperlur, sem   […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 10:21

Molar um málfar og miðla 469

Í sexfréttum  Ríkisútvarpsins (23.11.2010)  sagði talsmaður  Íslandspósts, ekki einu sinni heldur tvisvar:  Ef fólki vantar…. Þegar fyrirtæki senda  fólk í  fjölmiðla á að velja   fólk,sem  er sæmilega talandi.    Molaskrifari hnaut um eftirfarandi fyrirsögn í Morgunblaðinu (23.11.2010): Hagsmunir sjóðsins  rekast á. Þetta hljómar ekki rétt í   eyrum Molaskrifara. Því ekki er sagt  á hvað hagsmunirnir  rekast.Í fréttinni […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 10:42

Molar um málfar og miðla 468

Það er ofur eðlilegt að  þeir sem lesa  fréttir eða segja   mismæli sig. Þá er  bara að leiðrétta mismælið og halda ótrauður áfram.  Ef mismælið er  ekki leiðrétt eru  líklega  fyrir því  tvær  ástæður.   Sá sem  mismælir sig veit ekki betur og  heldur að hann   sé  að lesa það sem rétt er. Hin ástæðan er […]

Mánudagur 22.11 2010 - 08:46

Molar um málfar og miðla 467

Réðust á par af tilefnislausu , segir í fyrirsögn á dv.is (21.11.2010). Hér  hefði átt að standa: Réðust  á par að tilefnislausu.   Úr mbl.is  (22.11.2010): Júlíana Grétarsdóttir hafnaði í 19. sæti og Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir í 26. sæti af 38 keppendum í novice-flokki á Opna Varsjármótinu í listhlaupi á skautum um helgina.  Orðið  novice er  […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 10:30

Molar um málfar og miðla 466

Ferðaskrifstofan  Iceland Express hvetur Íslendinga til að  sniðganga verslanir á Íslandi og gera jólainnkaupin í New York.  Ferðaskrifstofan auglýsir í Ríkisútvarpinu (19.11.2010): Hvernig væri að versla  jólagjafirnar í Bloomingdale… (Bloomingdale  er  þekkt  stórverslun í New York). Það kemur ekki á óvart, að frá þessari ferðaskrifstofu komi auglýsingar á  vondu máli , en  svolítið kemur á […]

Laugardagur 20.11 2010 - 12:28

Molar um málfar og miðla 465

Það er mikil nýbreytni í íslenskri pólitík, að  nú skuli ekki ganga  hnífurinn  á milli þeirra sem áður  voru traustustu stuðningsmenn  vestrænnar samvinnu (Styrmis, Björns og  Davíðs) og  sumra helstu kommaleiðtoga Alþýðubandalagsins,   Ragnars Arnalds, Hjörleifs og Ragnars jarðskjálftafræðings og félaga. Bandaríkjamenn hafa löngum sagt að undarlegasta fólk sængi saman í pólitík ( e. politics makes strange bedfellows). Það á einkar […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is