Færslur fyrir ágúst, 2010

Þriðjudagur 31.08 2010 - 07:00

Molar um málfar og miðla 392

 Formaður Prestafélagsins  boðaði Ríkissjónvarpið til  messu í Hafnarfjarðarkirkju (29.08.2010). Öllu verr  hafði hinsvegar tekist til við  boðun sóknarbarna  til guðsþjónustunnar. Kirkjubekkirnir  voru  flestir  auðir.   Molaskrifara þótt það einkennilega til orða tekið hjá formanninum í útvarpsfréttum, að kirkjan yrði að hlusta gaumgæfilega  á úrsagnir fólks úr þjóðkirkjunni og að kirkjan yrði að hlusta gaumgæfilega á að þetta skuli […]

Mánudagur 30.08 2010 - 09:15

Molar um málfar og miðla 391

Mikið var gott að heyra fréttamann  Ríkisútvarpsins segja í sexfréttum (28.08.2010) að framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða væri klumsa yfir  verðhækkunum Orkuveitu Reykjavíkur.  Vel að orði komist. Að verða klumsa er að verða orðlaus, alveg gáttaður, eiga ekki til orð, verða kjaftstopp.   Þegar hér  er komið við sögu, sagði fréttamaður Stöðvar tvö (29.08.2010). Smáorðinu  við er […]

Sunnudagur 29.08 2010 - 10:47

Molar um málfar og miðla 390

Sjaldgæft er að steypireyð reki á land, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (26.08.2010). Steypireyður er kvenkynsorð og  beygist: nf. steypireyður, þf.steypireyði, þgf. steypireyði, ef. steypireyðar. Breskir fjölmiðlar hafa gert því skóna, að…. var prýðilega sagt í tíu fréttum  Ríkissjónvarps (26.08.2010).  Að gera  einhverju skóna  er að  gera ráð fyrir einhverju  eða  búast við einhverju.  Sjá […]

Föstudagur 27.08 2010 - 08:08

Molar um málfar og miðla 389

Ekki ólíklegt, að hún hafi rekið á land….. sagði  viðmælandi fréttastofu Ríkisútvarpsins ,sem rætt var  við um hvalreka  norður á Skaga.  Þessi  villa verður æ algengari.  Hér  hefði verið rétt  að segja:  Ekki er ólíklegt að hana (steypireyðina) hafi rekið  á land …  Að vanda blakti fáni menningar og málvöndunar við hún í morgunþætti  Rásar tvö í Ríkisútvarpinu […]

Fimmtudagur 26.08 2010 - 07:22

Ónýt íslensk stjórnsýsla og Ríkisútvarpið ohf

Í beinskeyttum  bloggpistlum hefur  Jónas Kristjánsson oft    fjallað um  handónýta stjórnsýslu íslenska ríkisins. Jón Baldvin Hannibalsson hnykkti á þessu  í ágætu viðtali í Útvarpi Sögu (25.08.2010). Hér  kemur lítil saga um hina  ónýtu stjórnsýslu.  Fimmta nóvember 2009 skrifaði ég mennta- og menningarmálaráðherra Katrínu Jakobsdóttur bréf vegna ólöglegra  áfengisauglýsinga í  Ríkissjónvarpinu. Leið nú og beið. Ekkert gerðist. […]

Miðvikudagur 25.08 2010 - 10:24

Molar um málfar og miðla 388

 Það var prýðilega að orði komist á mbl.is (24.08.2010) þegar sagt var , að fellibylurinn Danielle sæki í sig veðrið.   Kvenkynsnafnorðið  stígandiþýðir  að eitthvað magnast  eða hækkar eftir því sem á líður, – jöfn áhersluaukning,segir íslensk orðabók. Þetta orð  vefst  á stundum fyrir   fjölmiðlamönnum.  Í fréttum Stöðvar tvö (24.08.2010) var sagt frá  fjölgun úrsagna […]

Þriðjudagur 24.08 2010 - 10:51

Molar um málfar og miðla 387

Sumir fréttamenn eiga í erfiðleikum með sögnina  að ljúka.  Fréttaþulur  Ríkissjónvarpsins  sagði í  tíufréttum (23.08.2010): … þegar sautjánda umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu lauk. Sautjánda umferð lauk ekki , heldur lauk sautjándu umferð. Á þessu er munur. Munurinn á réttu og röngu. Rétt var hinsvegar  farið með þetta  í  sexfréttum útvarps að morgni  næsta dags (24.08.2010). Stjórnendur […]

Mánudagur 23.08 2010 - 08:42

Molar um málfar og miðla 386

Það er til marks um algjöra veruleikafirringu dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins,að þeir skuli halda  að þjóðin vilji þátt eins og Popppúnkt í meira en klukkutíma   klukkan rúmlega  hálf átta á laugardagskvöldum.  Þetta er besti  sjónvarpstími vikunnar. Þennan þátt ætti að sýna klukkan hálf  átta á mánudagsmorgnum. Lifi nauðungaráskriftin. Það skal í það. Í kjölfar poppþáttarins kemur svo unglingaefni […]

Sunnudagur 22.08 2010 - 09:39

Molar um málfar og miðla 385

Það var vel orðað, þegar sagt var í fréttum Ríkisútvarpsins (20.08.2010) að fyrrverandi forstjóri Actavis hefði verið að bera víurnar í  fjölmarga starfsmenn Actavis, – reyna að fá þá til starfa fyrir sig. Á vef Stofnunar Árna Magnússonar er þetta orðatiltæki skýrt svona:  „Orðasambandið er að bera víurnar í einhvern eða eitthvað. Vía er egg […]

Laugardagur 21.08 2010 - 09:01

Molar um málfar og miðla 384

Aldrei  er Molaskrifari sáttur við það orðalag, þegar sagt er að eitthvað sé komið til að vera. Finnst það enskulegt. Í  hádegisfréttum Ríkisútvarpsins ( 19.08.2010) var  sagt að hrossasóttin margumrædda væri komin til að vera. Þetta var svo endurtekið í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Í fréttayfirliti var sagt, að veikin væri komin varanlega til landsins.  Hrossasóttin er […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is