Færslur fyrir júlí, 2010

Laugardagur 31.07 2010 - 14:23

Molar um málfar og miðla 366

Væntanleg bók Sölva sjónvarpsmanns um Jónínu Benediktsdóttur fékk milljón króna  ókeypis auglýsingu í Kastljósi (29.07.2010). Það merkilega við viðtalið við Sölva var, að þar kom ekkert nýtt fram. Nákvæmlega ekkert. Gott er að geta  gert vinum sínum greiða og auglýst verk þeirra, köruð jafnt sem  hálfköruð. Ísland er smátt í dag. Úr Mogga (30.07.2010): Óhagstæð […]

Föstudagur 30.07 2010 - 19:35

Molar um málfar og miðla 365

Láta sér ekki muna um, sagði fréttamaður Ríkissjónvarps (30.07.2010) Molaskrifari á því að venjast að  talað sé um að láta sig ekki muna um  að gera eitthvað.  Af hverju í ósköpunum skrifa menn svona?  Þremur slökkviliðsbílum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru áleiðis upp í Skálafell rétt eftir klukkan 13 eftir að tilkynnt var um svartan […]

Miðvikudagur 28.07 2010 - 23:14

Molar um málfar og miðla 364

Í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins (27.07.2010) var sagt: .. vandi (landhelgis)gæslunnar er skortur á fjárveitingum. Á mannamáli hefði átt að segja, að vandi gæslunnar væri fjárskortur, – gæslan væri í fjársvelti.  Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins  (27.07.2010)  var sagt um  íþróttakonu: …  reið á  vaðið hjá íslenska hópnum.   Að ríða á vaðið  er að  vera fyrstur, eða hafa forgöngu […]

Þriðjudagur 27.07 2010 - 21:53

Molar um málfar og miðla 363

Ekki getur sá talist skrifandi ,sem svo skrifar á pressan.is (27.07.2010): Stjórnarandstöðuþingmaður segist ekki hugnast sú stefnubreyting sem orðið hefur hjá ríkisstjórninni …..  en  er þó sjálfum sér samkvæmur í vitleysunni:  Pétur H. Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hugnast ekki sú stefnubreyting sem á sér stað hjá ríkisstjórninni í auðlindarmálum  (svo !) Hér ætti að standa: Stjórnarandstöðuþingmaður […]

Þriðjudagur 27.07 2010 - 07:44

Molar um málfar og miðla 362

 Hér kemur Gomis. Hann er að stökkva átta metra. Úr íþróttalýsingu í Ríkissjónvarpi (25.07.2010). Betra hefði  verið: Hann stekkur átta metra  , eða: Hann stökk átta metra.  Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (25.07.2010) var sagt: Þá  voru skemmdir unnar á rúðu. Nú er þetta auðvitað ekki rangt.  En var ekki rúðan brotin? Hefði  ekki  verið skýrara að taka […]

Mánudagur 26.07 2010 - 08:30

Molar um málfar og miðla 361

Enn eitt  dæmi þess að fréttaskrifarar nota orðatiltæki,sem þeir kunna  ekki með að fara , má  finna á  mbl.is (24.07.2010): Þegar þyrlan var að nálgast vettvang bárust hins vegar fregnir af því að maðurinn væri fundinn. Hann var á heilu og höldnu. Hér er átt við að maðurinn hafi verið heill á húfi.  Það er […]

Sunnudagur 25.07 2010 - 10:04

Molar um málfar og miðla 360

Í fréttum Stöðvar tvö  var sagt frá  einkar heimskulegum athugasemdum á  vef Sky-sjónvarpsins  við  frétt af nýfundinni ofurbjartri stjörnu.  Um þann sem  gerði athugasemdina  sagði reyndasti  frétthaukur Stöðvar tvö: Ekki kannski skarpasti hnífurinn í skúffunni. Ekki er hægt að hrósa þessu orðalagi. Það er of enskulegt til að geta kallast  vandað íslenskt mál.  Það var hinsvegar  hnyttið  ( Molaskrifara […]

Föstudagur 23.07 2010 - 08:35

Molar um málfar og miðla 359

Á vef Ríkisútvarpsins (22.07.2010) stóð: Á stjórnarheimilinu láta menn reka í reiðanum. Þetta orðalag kannast Molaskrifari  ekki  við. Sá sem  svona tekur til orða  skilur sennilega ekki orðið  reiði en það er siglutré með seglabúnaði ( Íslensk orðabók). Á íslensku er talað um að láta  reka á  reiðanum, að láta fara sem vill. Vonandi  kristallast […]

Miðvikudagur 21.07 2010 - 19:46

Molar um málfar og miðla 358

 Ljósmynd RAX á forsíðu Morgunblaðsins (21.07.2010)  er  listaverk.  Loftmynd sem  sýnir Herjólf sigla inn í  Landeyjahöfnina nýju.     Úr dv. is (18.07.2010): Fimmtán ára drengur á Englandi lét lífið þegar klesst var á hann á M23 hraðbrautinni í Vestur Sussex, Englandi. Þetta er  óboðlegt orðalag. Barnamál. Í fréttinni kemur  fram  að ekið var á […]

Þriðjudagur 20.07 2010 - 08:27

Molar um málfar og miðla 357

Úr mbl.is (17.07.2010): Mikil aukning hefur verið í þjófnaði á fellihýsum og tjaldvögnum undanfarið. Það verður ekki aukning í einhverju, heldur á  einhverju, samkvæmt íslenskri  málvenju.     Það kom svona moment  of clarity var sagt á Rás tvö (17.07.2010) og, þetta er svona new generation. Á ekki að tala íslensku í íslensku útvarpi.  Þátturinn var […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is