Færslur fyrir júní, 2010

Miðvikudagur 30.06 2010 - 08:29

Molar um málfar og miðla 341

Velunnari Mola sendi eftirfarandi:  Myndatexti á Pressunni eftir Mörtu Maríu Jónasdóttur: „Það er hrikalegt að sjá hármissirinn á Naomi Campbell.“  Ekki mikilli  ritleikni fyrir að fara á þeim  bænum og  raunar ekki heldur í þessu dæmi  af Pressunni (29.06.2010): Sérstakur saksóknari segir að þeir fyrstu sem embættið ákærði fyrir umboðssvik gefist nú tóm til þess […]

Þriðjudagur 29.06 2010 - 09:14

Molar um málfar og miðla 340

Úr dv.is (28.06.2010): Gísli Marteinn rekur þessa prófkjörsbaráttur sem hann háði í Reykjavík á bloggi sínu á Eyjunni …. Orðið barátta er ekki til í fleirtölu í íslensku.  Hér er það blaðamaður DV sem barnar söguna, því Gísli Marteinn notar orðið barátta ekki í fleirtölu í blogginu,sem dv.is  vísar til.   Glöggur lesandi sendi Molum eftirfarandi:  […]

Mánudagur 28.06 2010 - 12:10

Umburðarlyndið heyrir sögunni til í Sjálfstæðisflokki

Það er  deginum ljósara, að grundvallarbreyting hefur  orðið á Sjálfstæðisflokknum á tiltölulega fáum árum. Þar er nú ekki sem var  rúm fyrir ólíkar skoðanir eins og  áður.   Á landsfundi flokksins varð  formaðurinn  að lúta í gras fyrir öfgafólki ,sem ekki mátti heyra minnst á málamiðlanir, og  þar var samþykkt  tillaga  þar sem  valtað var yfir […]

Sunnudagur 27.06 2010 - 20:11

Molar um málfar og miðla 339

Á laugardaginn var (26.06.2010) lenti  Sjálfstæðisflokkurinn í alvarlegu umferðarslysi fyrir ótrúlegan klaufaskap. Það er hárrétt, að  hann hefur nú sest á bekk með örfáum öfgaflokkum yst til hægri. Verði honum og forystu hans að  góðu. Dapurleg  örlög flokks, sem eitt sinn var í fararbroddi  þeirra sem  vildu starfa sem nánast með vestrænum lýðræðisríkjum.  Nú er flokkurinn stjórnlaust […]

Sunnudagur 27.06 2010 - 10:01

Molar um málfar og miðla 338

Úr knattspyrnulýsingu Ríkissjónvarpsins (26.06.2010): … fengu Suður Kóreumenn aðra sókn og hún lauk…  Þetta dæmi er kannski ekki það versta, þótt slæmt sé. Í gær  sýndi Ríkissjónvarpið  fótbolta og  kappakstur frá morgni til kvölds, nánast linnulaust.  Dagskrá seinkaði um hálftíma vegna framlengingar leiks  Bandaríkjanna og Ghana. Samt var hálftíma fótboltafroðusnakk að leik loknum látið  halda […]

Laugardagur 26.06 2010 - 10:24

Molar um málfar og miðla 337

Í frumvarpi sem Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram á Alþingi er lagt til að tekin verði upp þingsköp af norskri fyrirmynd.(mbl.is 25.06.2010). Hér varð Morgunblaðinu það á að nota  ranga  forsetningu. Segja  ætti … að norskri  fyrirmynd  ekki  af.   Þessi tillaga Sivjar er raunar eitt það skynsamlegasta,sem lengi hefur  komið fram á Alþingi. Molaskrifari  hefur […]

Föstudagur 25.06 2010 - 08:10

Molar um málfar og miðla 336

Glöggur Molalesandi  sendi eftirfarandi úr  mbl.is (23.06.2010):  „Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga hrósaði leikmönnum sínum fyrir frábæra baráttu og góðum liðsanda þegar liðið lagði Slóvena 1:0, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum á HM.“ Þakka sendinguna. Fjólurnar blómstra  í Hádegismóum.  Visir.is (23.06.2010): Stjórn RÚV mun svo hittast á þriðjudaginn og býst Páll við að ráðningin […]

Miðvikudagur 23.06 2010 - 09:02

Molar um málfar og miðla 335

– Þú telur að þetta hafi ollið skaða ?  Úr frétt mbl.is (23.06.2010). Nú ættu  verkstjórar á  ritstjórn mbl.is að brýna  fyrir blaðamönnum sínum að nota ekki sagnorð, sem þeir kunna ekki með að fara.  Hér hefði átt að standa: Þú telur að þetta hafi valdið skaða ?  Hið aldna og forðum   virðulega Morgunblað  verður nú æ […]

Þriðjudagur 22.06 2010 - 08:59

Molar um málfar og miðla 334

Nú býður  Ríkisrásin íslensku þjóðinni upp á  allt að 8- 10 klukkustundir á dag af  fótbolta og  froðusnakki um  fótbolta. Þjóðin er nauðbeygð til að borga  fyrir skylduáskrift að Ríkisrásinni. Þeir í Efstaleitinu gefa öllum sem ekki eru  forfallnir í fótboltasýki langt nef. Engin önnur Ríkisrás á Norðurlöndunum býður sínu fólki upp á svona lagað. Það […]

Mánudagur 21.06 2010 - 09:27

Molar um málfar og miðla 333

Í hádegisfréttum Bylgjunnar (19.06.2010) var sagt frá  brúðkaupi sænsku prinsessunnar Viktoríu og hennar tilvonandi eiginmanns.  Í fréttinni var sagt frá  hátíðartónleikum með þessum orðum: Tónleikunum lauk með barnakór… Þetta orðalag  er út í hött. Tónleikunum lauk með söng  barnakórs,  eða með því að barnakór söng.  Sami féttamaður   talaði í sömu frétt um að ganga í […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is