Færslur fyrir maí, 2010

Mánudagur 31.05 2010 - 11:14

Molar um málfar og miðla 316

 Bóndi vestan af fjörðum hafði samband við Molaskrifara og vakti athygli á að í stjórnmálaumræðum  í Síðdegisútvarpi RÚV  Rásar tvö,(28.05.2010) hefði verið  talað um Hönnu Birnu borgarstjóra sem helsta vonarpening Sjálfstæðisflokksins og  Dag B.  Eggertsson,sem helsta  vonarpening  Samfylkingarinnar. Þetta var sagt í þeirri merkingu, að þau væru  leiðtogaefni flokka sinna. Það er greinilegt, sagði þessi […]

Laugardagur 29.05 2010 - 09:25

Molar um málfar og miðla 315

Það er sumum fjölmiðlamönnum erfitt að segja rétt frá opnun kjörstaða. Annar umsjónarmanna Kosningakastljóss (28.05.2010) sagði okkur að kjörstaðir opnuðu. Lét þess hinsvegar  alveg ógetið hvað kjörstaðir mundu opna. Í morgunfréttum RÚV kl 07 00 daginn eftir var hinsvegar rétt með farið og sagt að kjörstaðir yrðu opnaðir. Ef fréttamenn RÚV gerðu sér það ómak  að  […]

Fimmtudagur 27.05 2010 - 08:55

Molar um málfar og miðla 314

Það setur óhug að Molaskrifara við að hlusta á fréttir af vaxandi spennu á Kóreuskaga. Eftir að hafa heimsótt  Norður Kóreu  tvisvar og lesið sér sæmilega til um þróun mála þar, veit hann að þeir  norðanmenn eru  til alls vísir. Við hverju er að búast  af  landi þar sem  farsíminn er tekinn af þér við […]

Miðvikudagur 26.05 2010 - 08:41

Molar um málfar og miðla 313

Kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins (25.05.2010) var svo  sannarlega sniðin að þörfum þeirra  sem  mest af öllu þrá Evróvisjón og fótbolta. Klukkan 19:00 Evróvisjón Klukkan 21:10 Evróvisjón 22:00 Tíufréttir og veður 22:15 Breskur myndaflokkur 23:05 Fótbolti 23:50 Fótbolti 00:20 Evróvisjón, endursýning frá því fyrr um kvöldið. Það vantar ekki menningarlegan metnað í Efstaleitið. Öðru nær!  Sjónvarpsmenn eiga einkar […]

Þriðjudagur 25.05 2010 - 08:37

Molar um málfar og miðla 312

Ekki heyrði Molaskrifari betur en í veðurfregnum  að morgni dags (22.05.2010) væri  talað um norðnorðaustan logn í Reykjavík! Það er  mikil blíða. En kannski var  Molaskrifari bara milli  svefns og vöku og heyrði eitthvað,sem aðrir ekki heyrðu! Molaskrifara misheyrðist ekki. Sama orðalag var notað, tvívegis, í veðurfréttum að morgni Hvítasunnudags (23.05.2010). Þá var talað um […]

Sunnudagur 23.05 2010 - 09:10

Molar um málfar og miðla 311

Gleðilega hátíð ! Talsverðar líkur eru á að Landsmót hestamanna verði frestað, sagði þulur í tíufréttum Ríkissjónvarps (20.05.2010). Þarna átti  orðið   landsmót að vera í þágufalli. Einhverju er frestað. Eitthvað er ekki frestað. Í sömu frétt var sagt: Allar keppnir hafa verið slegnar af !  Í þessum fréttatíma var einnig sagt: … síðan í gærnótt. Slíkt  […]

Föstudagur 21.05 2010 - 19:56

Hver segir ósatt um Wikileaks ?

Við höfum  fengið þrjú mismunandi svör við spurningunni  um hver greiddi kostnaðinn við  ferð Kristins Hrafnssonar fréttamanns  til Bagdad í Írak, fyrr á þessu ári. 1. Birgitta Jónsdóttir,alþingismaður,  segir  að Wikileaks hafi greitt kostnaðinn við ferðina. Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að borga neitt. Þetta sagði hún á  Bylgjunni 11. apríl. 2. Kristinn Hrafnsson, fréttamaður, sagði í  […]

Föstudagur 21.05 2010 - 07:45

Molar um málfar og miðla 310

Það voru aðstandendur lekavefsins Wikileaks, sem greiddu ferðakostnað  Kristins Hrafnssonar fréttamanns Ríkissjónvarpsins til Bagdad í Írak í vor. Frá þessu greindi Birgitta Jónsdóttir Alþingismaður í útvarpsþætti Sigurjóns M. Egilssonar  Á Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 11. apríl síðastliðinn. Orðrétt sagði Birgitta: Þannig að það sé skýrt ,að það var Wikileaks, sem greiddi fyrir ferðina út, en ekki Ríkisútvarpið. […]

Fimmtudagur 20.05 2010 - 08:49

Molar um málfar og miðla 309

Í fréttayfirliti hádegisútvarps RÚV (19.05.2010) klukkan tólf var sagt: Skipverji á sex tonna trillu var bjargað…Skipverji var ekki bjargað, – skipverja var bjargað.   Úr sjónvarpsauglýsingu (19.05.2010): Þú vinnur námskeiðið þegar þér hentar. Verið var að auglýsa fjarnám. Eðlilegt hefði verið að segja : Þú vinnur úr námsefninu, þegar þér hentar.  Í fyrirsögn á pressan.is (19.05.2010) segir: Jennifer […]

Miðvikudagur 19.05 2010 - 07:33

Molar um málfar og miðla 308

Úr dv.is (18.05.2010): Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að ræða sem hann flutti á Alþingi í dag hafi verið snúið á hvolf af fjölmiðlum. Þetta er  ömurlegt orðalag.  Betra væri:  Þór  Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir   fjölmiðla hafa snúið ræðu sem hann flutti á Alþingi á hvolf.  Í fréttum Stöðvar tvö (18.05.2010) af hollenska bátnum á […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is