Færslur fyrir apríl, 2010

Fimmtudagur 29.04 2010 - 09:04

Molar um málfar og miðla 296

Í leiðréttingu í Fréttablaðinu  (28.04.2010) segir: Þar víxluðust vörumerki Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Vörumerki?  Af hverju ekki flokksmerki?   Í  hádegisfréttum RÚV (23.04.2010) var  fjallað um hugmynd umhverfisráðherra  um bann við hreindýraveiðum og rjúpna- og  gæsaveiðum á tilteknum svæðum í Vatnajökulsþjóðgarði. Viðmælandi fréttastofu sagði að bannið væri tilhæfulaust.  Að eitthvað sé tilhæfulaust , þýðir að það sé upplogið, ekki fótur  fyrir því. […]

Þriðjudagur 27.04 2010 - 09:05

Molar um málfar og miðla 295

Það var ótrúlegt  dómgreindarleysi, þegar dagskrárkynnir (þula) Ríkissjónvarpsins  birtist  áhorfendum með kornabarn í fanginu (25.04.2010). Hver var tilgangurinn ? Hvað á  svona bjánagangur að þýða? Af hverju þarf Iceland Express að ávarpa íslenska sjónvarpsáhorfendur á ensku í nýjustu auglýsingu  sinni og segja: Is it true?  Þetta er ferðaskrifstofunni ekki til sóma. Úr mbl.is (21.04.2010): Um tíma […]

Þriðjudagur 27.04 2010 - 08:09

Gröfur á Laugarnestanga

Unnið var með tveimur stórvirkum gröfum á Laugarnestanga í gær (26.04.2010) við að  bæta  þau umhverfisspjöll,sem kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunnlaugsson hefur unnið á landi borgarbúa, –  utan  marka lóðar sinnar. Það er ótrúlegt að koma þarna og  sjá hverjum kynstrum af járnarusli hefur  verið hlaðið upp  undir því yfirskini að  um sé að ræða listaverk.  Þegar  […]

Sunnudagur 25.04 2010 - 18:08

Forsetinn og sannleikurinn

Í miklu drottningarviðtali við Ólaf Ragnar Grímsson í  Helgarblaði DV segir í flennifyrirsögn. Hefur lært að  segja sannleikann. Tími til kominn, segir  líklega  einhver. Maðurinn að nálgast sjötugt og hefur  verið í pólitík alla ævi og lengi þjóðhöfðingi. Of lengi að sumum finnst.  Í  formálsorðum viðtalsins  segir Ólafur Ragnar, að hafi hann lært eitthvað af […]

Laugardagur 24.04 2010 - 13:34

Molar um málfar og miðla 294

Í Molum var stundum vikið að fáránlegum auglýsingum Sparisjóðsins Byrs um það sem sparisjóðurinn kallaði fjárhagslega heilsu. Nú er  komið í ljós, að Sparisjóðurinn Byr var helsjúkur og   er   búinn að geispa golunni. Það er  gjörsamlega út í hött ef nota á fé skattgreiðenda til að bjarga þeim sem  settu Byr á hausinn. Þar er Molaskrifari hjartanlega sammála  Jónasi […]

Fimmtudagur 22.04 2010 - 14:59

Molar um málfar og miðla 293

 Í  fréttum  sjónvarps ríkisins   um truflanir á  flugi í Evrópu vegna eldgossins (20.04.2010) sagði  fréttamaður, að  ferðamenn , — skeyttu skapi sínu á flugvallarstarfsfólk !   það var og!  Í fréttum Stöðvar tvö (20.04.2010) talaði fréttamaður ranglega um strandarglópa. Rétta orðið er  strandaglópar,  það á  við um þá sem missa af skipi  eða  flugvél, eða  eru stöðvaðir […]

Þriðjudagur 20.04 2010 - 17:50

Molar um málfar og miðla 292

Makalaust er, að Ólafur Ragnar Grímsson,  forseti Íslands,  skuli  koma fram í  sjónvarpi BBC og hóta umheiminum Kötlugosi (19.04.2010). Orð hans hafa  þegar valdið  okkur miklu tjóni.  Athyglissýkin á  Álftanesi virðist ekki eiga sér  nein takmörk. Ólafur Ragnar hefur  alla ævi verið gjörsamlega dómgreindarlaus á  sjálfan sig. Viðtalið er skelfilegt: http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/8631343.stm?ls Sýna Hrafni stuðning með því […]

Mánudagur 19.04 2010 - 08:43

Molar um málfar og miðla 291

Af hverju þarf mbl.is (16.04.2010) að  falla á  léttustu prófunum? Flug Icelandair til London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Amsterdam í fyrramálið verður seinkað til klukkan 12 á hádegi ..Þetta á að vera. Flugi Icelandair… seinkar.  Tvennt úr fréttum Stöðvar tvö (16.04.2010):  Búist er við að ösku taki að  falla… Búist er  að  öskufall verði, – eða  […]

Föstudagur 16.04 2010 - 10:01

Molar um málfar og miðla 290

Eftirfarandi snilldarsetning er  úr dv. is (15.04.2010): Talið er útilokað að hann sé ekki borgunarmaður fyrir skuldinni.Hér hefur blaðamaður  líklega ætlað að skrifa : Talið er útilokað, að hann sé borgunarmaður fyir skuldinni. Tvöfalda neitunin snýr merkingunni við.  Kannski er þetta rangt hjá Molaskrifara  Í fréttum RÚV var (15.04.2010) sagt frá kosningabaráttu í   Bretland og talað […]

Þriðjudagur 13.04 2010 - 06:33

Molar um málfar og miðla 289

Það er  virðingarvert og þakkarvert að Morgunblaðið skuli vikulega birta pistla um íslenskt mál undir heitinu Tungutak. Nýjasta  pistilinn (11.042010) skrifaði Ingibjörg B. Frímannsdóttir. Hann heitir: Meira um mælt mál. Allir fjölmiðlamenn, sem lesa fréttir í útvarpi eða sjónvarpi, ættu að lesa þennan pistil  og tileinka sér það sem þar er sagt.  Það gildir einnig um […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is