Færslur fyrir mars, 2010

Miðvikudagur 31.03 2010 - 10:41

Molar um málfar og miðla 279

Mikið var gaman  að hlusta á Alexander Ómar  Breiðfjörð  Kristjánsson , níu  ára listamann frá Grund,  skammt frá  Selfossi, í Kastljósi  (30.03.2010).  Ef allir fjölmiðlamenn væru  jafnvel  máli farnir og þessi níu ára drengur,  hefði Molaskrifari   fátt um að skrifa. Gerinilegt  er, að   alla ævi þessa drengs hefur verið talað við hann eins og fullorðinn. Þannig […]

Þriðjudagur 30.03 2010 - 12:14

Molar um málfar og miðla 278

Fréttamenn verða að þekkja merkingu þeirra orða, sem þeir láta sér um  munn fara. Íþróttafréttamaður RÚV  sagði í sjónvarpsfréttum (29.03.2010) um forráðamenn  skíðalandsmótsins, að þeir  hefðu  ekki verið upplitsdjarfir um morguninn, en þá var veðurútlit slæmt fyrir skíðakeppni.  Að vera upplitsdjarfur,segir Íslensk orðabók, er að  þora að horfast í augu við aðra , vera feimulaus […]

Mánudagur 29.03 2010 - 21:03

Köllum sendiherrann í Washington heim

Í annað skipti á skömmum tíma er  leyniskjölum lekið í vefinn Wikileaks,sem samkvæmt blaðafregnum hefur haft innbrotsþjóf í vinnu á Íslandi. Lekinn er talinn vera í bandaríska utanríkisráðuneytinu.  Þetta hefur ekki gerst áður í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Bandaríkin voru  fyrsta ríkið til að viðurkenna Ísland sem fullvalda  ríki 1944. Þau höfðu þá haft hér ræðismann […]

Sunnudagur 28.03 2010 - 11:34

Molar um málfar og miðla 277

Þess sér stað, að ekki er lengur kennd landafræði í skólum hérlendis. Í fréttum Stöðvar tvö (25.03.2010) var sagt  frá  erni ,sem verið hefur í Húsadýragarðinum í Reykjavík að undanförnu, en  aflífa varð fuglinn, því hann  var ekki lífvænlegur. Fréttamaður Stöðvar tvö  sagði ,að  fuglinn hefði  verið handsamaður  við Bjarnarhöfða á Snæfellsnesi síðasta haust. Það […]

Föstudagur 26.03 2010 - 10:00

Molar um málfar og miðla 276

Fín frammistaða hjá Fréttastofu RÚV á Fimmvörðuhálsi og þar í grennd   (24.-25.  03.2010).Stórkostlegar myndir. Liggur við að gamall fréttafiðringur taki sig upp.  Frammistaða Stöðvar tvö hefur  og verið með miklum ágætum, þótt þar sé fréttaliðið langtum fámennara. Kristján Már Unnarsson  stendur  fyrir sínu. Margra fréttamanna maki.   Formaður þingflokks VG  lét sér sæma að sletta ensku í […]

Miðvikudagur 24.03 2010 - 09:02

Molar um málfar og miðla 275

Tvennt  fannst Molaskrifara einkennilegt í baksíðufrétt Morgunblaðsins  (22.03.2010) þar sem  sagt var frá því,  að rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefði fengið  framhluta  trillu í veiðarfæri í Faxaflóa. Fyrst var  fyrirsögnin: „„Veiddu“ upp lúkarskappa“.  Það er út í hött að tala um að „veiða“ upp, þegar  brak úr  skipi kemur í veiðarfæri.  Seinna í fréttinni  segir : Annars var þetta […]

Mánudagur 22.03 2010 - 15:39

Molar um málfar og miðla 274

Laun verkafólks hækkaði mest,sagði í fyrirsögn á mbl.is (18.03.2010). Orðið laun er ekki til eintölu. Svo einfalt er nú það. Þessvegna  hefði fyrirsögnin átt að vera: Laun verkafólks hækkuðu mest.   Molaskrifari lætur lesendum eftir að dæma eftirfarandi málsgrein (visir.is 18.03.2010): Þótt aðeins séu um 13 kílómetrar milli Bakkafjöru í Landeyjum og Heimaey hefur hafnleysið á […]

Laugardagur 20.03 2010 - 08:19

Molar um málfar og miðla 273

Í íslensku eru mörg föst orðasambönd. Þeir sem  skrifa og segja  fréttir  verða að kunna skil á þeim algengustu. Í  síðdegisfréttum RÚV ( Klukkan 16 00 19.03.2010) sagði fréttamaður: … eftir  að  viðræður runnu út um þúfur á þriðja tímanum í dag. Hér er  ruglað rækilega saman tveimur  orðatiltækjum.  Það er ekkert til sem heitir […]

Fimmtudagur 18.03 2010 - 08:53

Molar um málfar og miðla 272

Í ágætum morgunþætti Rásar eitt   Víðu og breiðu (17.03.2010) var sagt, að á vef RÚV  væri frétt um, að  hugsanlega yrði  nýtt afvopnunarsamkomulag Bandaríkjamanna og Rússa undirritað í Reykjavík. Nánar yrði líklega fjallað um málið í áttafréttum. Ekki var orð um málið í áttafréttum. Þegar vefur RÚV var skoðaður var fréttin vissulega  þar.  Undir fréttaflokknum […]

Þriðjudagur 16.03 2010 - 10:08

Molar um málfar og miðla 271

Í heilsíðuauglýsingu  (DV 15.03.2010)  frá Samtökum verslunar og þjónustu og  VR segir  stórum  stöfum:  Þú spilar stórt hlutverk. Þetta er ekki góð íslenska. Þetta er heldur vond prentsmiðjudanska. Danir tala um að spille en rolle, ef dönskukunnáttan ekki bregst  Molaskrifara.  Á íslensku  tölum við um að leika hlutverk. Enn eitt  dæmi málspjöll auglýsingafólks.  Fjöldasamtök, eins […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is