Færslur fyrir febrúar, 2010
Molar um málfar og miðla 264
Konur leyfðar í kafbátum,segir dv.is (24.02.2010) í fyrirsögn. Sama dag er svohljóðandi fyrirsögn á dv. is: Konur leyfðar í réttarsölum. Sami snillingur hefur sjálfsagt verið að verki í báðum tilvikum. Konur fá að þjóna í kafbátum,segir á mbl.is sama dag. Molaskrifari veit varla hvor fyrirsögnin er verri; báðar eru slæmar. Fyrirsögn mbl.is er aulaþýðing úr […]
Molar um málfar og miðla 263
Líklega er málfarsráðunautur RÚV búinn að leggja blessun sína yfir það orðalag fréttamanna að tala um síðasta vetur, síðasta sumar og síðasta sunnudag. Önnur ályktun verður vart dregin af því ,að þetta orðalag skuli nú heyrast næstum í hverjum fréttatíma. Molaskrifara finnst þetta ekki gott mál. Þegar ég sá út í morgun, vissi ég […]
Molar um málfar og miðla 262
Fjögurra dálka fyrirsögn var á bls. 7 í Mogga (22.002.2010): Tungumál mega ekki detta út. Vandað málfar? Ekki finnst Molaskrifara það. Úr dv.is (20.02.2010): Lögreglunni á Suðurnesjum hefur þó ekki borist fleiri tilkynningar um slíkt athæfi í Garðinum. Hér hefði átt að standa: Lögreglunni á Suðurnesjum hafa þó ekki borist… Í íþróttafréttum RÚV sjónvarps var […]
Molar um málfar og miðla 261
Í hálfrar mínútu sjónvarpsviðtali í Ríkissjónvarpinu (20.02.2010) tókst sigurvegaranum í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi að segja þrisvar sinnum ofsalega og einu sinni ofboðslega. Ofsaleg orðgnótt, – ekki satt ? Í dægurmálaþætti á Rás eitt , RÚV, var nýlega sagt: …. framkvæma tvöfalt lögheimili og …engin efnisbreyting sem þarf að breyta. Rétt er að fram komi, að það […]
Molar um málfar og miðla 260
Fjölmiðlar dreifa og búa til efni af ýmsu tagi. Fréttastofur framleiða texta, ef þannig má að orði komast, ritað mál eða talað. Í öllum framleiðslufyrirtækjum er gæðaeftirlit. Unnið er í samræmi við ákveðna staðla og þess gætt að framleiðslan standist tilteknar kröfur. Þessu er ekki þannig háttað með íslenska fjölmiðla. Þar er gæðaeftirliti oftast látið […]
Molar um málfar og miðla 259
Góð redding í bili, var letrað á skjáinn í fréttatíma Ríkissjónvarpsins (17.02.2010). Þetta er kæruleysilegt og óvandað málfar, sem ekki á erindi á skjáinn. Ýmsa í Efstaleiti skortir tilfinningu fyrir því hvað boðlegt er í þessum efnum. Þetta var ekki boðlegt. Betur fór en á horfðist, þegar mæðgin fundust heil á húfi í illviðri, eftir […]
Molar um málfar og miðla 258
Sérkennilega var komist að orði í frétt sem visir.is birtir (12.02.2010) um rússneskan bónda ,sem kom heimatilbúnum jarðsprengjum fyrir í kartöflugarði sínum: „Upp um þetta komst þegar þjófur lenti á einni jarðsprengjunni og fannst í umtalsverðum tætlum. Það var í ágúst á síðasta ári og þjófurinn er búinn að jafna sig þokkalega. “ Það var einkum […]
Molar um málfar og miðla 257
Í þessum Molum eru ítrekað gerðar athugasemdir við sömu hlutina. Vonandi holar dropinn steininn. Það er engu líkara en fjölmiðlar hafi bundist samtökum um að kasta fyrir róða þeirri gamalgrónu málvenju að segja, í fyrra vor eða í fyrra sumar. Nú er í tísku að tala um síðasta sumar og síðasta vor. Þetta er auðvitað beint úr ensku,–„ last […]
Molar um málfar og miðla 256
Ríkisútvarpið á hrós skilið fyrir umfjöllun um íslenskt mál á fimmtudags- og föstudagsmorgnum í morgunþætti Rásar eitt, Víðu og breiðu. Sömuleiðis ber að hrósa Morgunblaðinu fyrir að birta nú vikulega pistla í Lesbók um íslenska tungu. Þetta er allt af hinu góða. Svona breytist tungan: „Það verður bara ekki gefist upp“, sagði framhaldsskólanemi í fréttum […]
Að „stöðva“ eða „leggja“
Sá sem þetta skrifar hefur stundum vakið athygli á því þegar óprúttnir, eða hreinlega húðlatir ökumenn leggja í stæði,sem eru sérmerkt fötluðum. Einn slíkur varð á vegi skrifara í morgun við Austurver. Hann brást illa við , þegar honum var bent á að hann hefði lagt bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann sagðist ekki hafa„lagt“ heldur […]