Færslur fyrir janúar, 2010

Föstudagur 29.01 2010 - 21:29

Molar um málfar og miðla 247

 Sú árátta helst í fréttum flestra miðla að segja: …samkvæmt þessum og samkvæmt hinum. Í fréttum Stöðvar tvö (26.01.2010) var sagt:  … frestun kosningadags á samkvæmt Steingrími ekki að hafa…..  Þessi tískuambaga breiðist hratt út og heyrðist einnig í hádegisfréttum  RÚV (29.01.2010) þegar vitnað var  til orða  forstjóra Íslandspósts og  sagt:  Samkvæmt Ingimundi, enskan   skín í […]

Miðvikudagur 27.01 2010 - 15:04

Molar um málfar og miðla 246

 Í  sjónvarpsfréttum  RÚV (25.01.20210) var sagt um álverið í Straumsvík:…það rafmagn sem fyrirtækið hafði tryggt sér  hefur verið  beint annað. Rafmagnið hefur ekki verið beint annað, heldur hefur rafmagninu verið beint  annað.  Í  fréttum  sama miðils, sama kvöld,  af frosthörkum í  Rúmeníu var sagt… hefur á annan tug manna  orðið úti. Málkennd  Molaskrifara er sú ,að hér   […]

Þriðjudagur 26.01 2010 - 22:55

„Svona gera menn ekki.“

 „Svona gera menn ekki”, sagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra úr ræðustóli á Alþingi. Setningin varð samstundis fleyg. Mig minnir, að umræðan hafi verið um skattlagningu launa blaðburðarbarna, – upphæðir sem  skiptu  ríkið litlu, en börnin miklu. Svona gera menn ekki  Sá sem þetta skrifar gerir ævinlega athugasemd, þegar hann sér heilbrigt fólk leggja í stæði, […]

Þriðjudagur 26.01 2010 - 10:10

Molar um málfar og miðla 245

Á baksíðu Fréttablaðsins (26.01.2010) er auglýsing  frá fyrirtækinu Svefni og heilsu,sem selur rúm og dýnur.  Þar er  talað um íslenska botna, rúmbotna. Gott og gilt. En svo er talað um höfuðgafla. Það orð hefur Molaskrifari ekki heyrt og  finnur  ekki í  tiltækum orðabókum. Á íslensku er talað um höfðagafl, höfðagafla , þótt  ekki sé það  […]

Mánudagur 25.01 2010 - 07:59

Molar um málfar og miðla 244

Ekki þykist Molaskrifari vera nein tepra. Hann á  hinsvegar erfitt með að átta sig  á því hvaða erindi klámbrandarar að hálfu  á ensku eiga í dagskrá Morgunvaktar Rásar tvö á  RÚV. Molaskrifara fannst vel að orði komist í mbl.is  er sagt var frá því að þotan,sem nauðlenti svo giftusamlega á Hudsonfljóti við New York,  væri  til […]

Laugardagur 23.01 2010 - 23:54

Molar um málfar og miðla 243

 Margt er  Ríkisútvarpinu mótdrægt um þessar mundir. Langvinn  og neikvæð umræða um ofurlaun og hlunnindi á tímum aðhalds og sparnaðar í samfélaginu og  nú koma uppsagnir  og  góðir þættir eru skornir við trog. Það er einkennilegt að horfa upp á að  góðu og  reyndu  fólki skuli sagt upp, en aðrir sem  betur væru fallnir til annarra starfa […]

Laugardagur 23.01 2010 - 01:23

Molar um málfar og miðla 242

Það var einkar ósmekklega og óheppilega að orði komist í  frétt um harmleikinn á Haiti í fréttum Stöðvar  tvö (22.01.2010) þegar  fjallað var um fjöldagreftrun látinna  og  sagt: Yfirvöld segja að þau hafi þegar afgreitt  um  sjötíu þúsund  lík. Það er ekki hægt að tala um að  afgreiða lík. Molaskrifari fékk boð  (21.01.2010) í tölvupósti […]

Föstudagur 22.01 2010 - 11:28

Molar um málfar og miðla 241

Í DV (20.01.2010) segir:  Á innanhússpóstvef  Háskóla Íslands lýsa kennarar ósætti vegna ráðningar…. Molaskrifari hefur  alltaf  talið að  orðið ósætti  þýddi  ósamkomulag,ágreiningur, en  hér  virðist orðið notað í merkingunni óánægja. Nema  átt sé  við   ósætti   innan kennaraliðsins. Hinsvegar hefði mátt segja að kennarar væru ósáttir  við  ráðningu..   Í huga     skrifara  er ósætti ekki  rétta orðið í […]

Miðvikudagur 20.01 2010 - 15:53

Molar um málfar og miðla 240

  Í fréttum Stöðvar tvö var  (15.01.2010) var fjallað um viðurkenningu sem  veitingahús hafði fengið og  sagt: … eina hæstu  viðurkenningu, sem  veitingahús getur  hlotið. Þarna hefði að líkindum verið betra  að   tala um eina æðstu  viðurkenningu… Hljóðbútur af atvikinu má nálgast í fréttinni,sagði í frétt  í  dv.is (19.01.2010). Hljóðbút af atvikinu má nálgast í fréttinni […]

Þriðjudagur 19.01 2010 - 08:05

Molar um málfar og miðla 239

 Í ferðamálariti las Molaskrifari um sveitaveg  ,sem  sagður var kræklóttur. Fannst þetta einkennilega til orða tekið , hafði ekki heyrt orðið kræklóttur notað, nema um tré.  En orðabókin segir:  Kræklóttur, – margboginn ,hlykkjóttur. Svo lengi lærir sem lifir. Oft er ruglað saman forsetningunum af og að . Það henti Jónas Kristjánsson í bloggi hans (16.01.2010) […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is