Færslur fyrir desember, 2009

Fimmtudagur 31.12 2009 - 17:44

Kryddsíld og kennitöluflakk

Kryddsíld Stöðvar tvö er hætt að kitla bragðlaukana með  sama hætti og áður. Kryddið hefur  svolítið dofnað, annars fórst Heimi Má  stjórnin  ágætlega úr hendi.  Það var með ólíkindum að annars ágætur  fréttamaður, Lóa Pind  Aldísardóttir  skyldi kalla til  sem álitsgjafa lögfræðing  sem komist hefur í fréttir vegna  kennitöluflakks. Hann var óspar á  fordæmingar , […]

Fimmtudagur 31.12 2009 - 13:54

Moggabloggið kvatt

Með þessum fáu línum, sem skrifaðar eru á síðasta degi ársins 2009 ,lýkur skrifum mínum á Moggabloggi. Jafnframt hef ég sagt upp áskrift að blaðinu frá og með áramótum. Mér finnst ekki heiðarlegt að halda áfram á  skrifa á Moggabloggið eftir að hafa sagt upp áskriftinni.Það má ef til vill segja að ástæðan  að baki þessari […]

Fimmtudagur 31.12 2009 - 00:25

Undarleg upplifun

  Það  var  dálítið undarleg upplifun að hlusta á  greinargerðir þingmanna  við lokaatkvæðagreiðsluna um Icesave á Alþingi  í kvöld. Einkennilegast  af öllu var að  hlusta á   þingmenn Sjálfstæðisflokks og   flesta þingmenn Framsóknar gera  grein fyrir afstöðu sinni.  Icesave málið á  sér  skýra orsök.  Útrás  Landsbankamanna til Bretlands og Hollands ( Hin „tæra  snilld“ bankastjórans). Þar var fé […]

Miðvikudagur 30.12 2009 - 13:33

Orðrómur í Moggaleiðara

Það er nokkur nýlunda að  orðrómur eða  sögusagnir  rati inn í leiðaraskrif  dagbla’ða. Í leiðara  Morgunblaðsins 29. 12. 2009  var eftirfarandi setning: „Orðrómurhefur lengi verið uppi að MI5 (innsk. breska leyniþjónustan) hafi haft afskipti af starfsemi Íslendinga  í Bretlandi“.  Þetta er líklega nýjung  íslenskri blaðamennsku, en ekki  endilega til eftirbreytni. Morgunblaðið  hlýtur að  fylgja þessu  […]

Miðvikudagur 30.12 2009 - 10:19

Molar um málfar og miðla 228

Bjarni Sigtryggsson sendi Molum eftirfarandi:  Í fréttum RÚV  sjónvarps  las   fréttaþulur  (22.12.20009) eins og  rétt mál væri  að bíða milli ótta og vonar. Ekki venjubundið  orðalag.  Við tölum um að bíða milli vonar og ótta.  Þetta var hinsvegar rétt í skjátexta. Því er svo við að bæta að í fréttum RUV síðustu tvö dægur hefur ítrekað […]

Mánudagur 28.12 2009 - 10:22

Molar um málfar og miðla 227

Margt var gott um fyrri hluta heimildamyndarinnar um það þegar þýskur kafbátur sökkti Goðafossi út af Garðskaga í nóvember 1944. Hún var vel og fagmannlega gerð. Það var hinsvegar nærri hámarki smekkleysis hjá sjónvarpi ríksins að sýna rétt á undan auglýsingu frá Eimskipafélagi Íslands þar sem sungið var : „Þá var hlegið við störfin um […]

Miðvikudagur 23.12 2009 - 15:54

Pólitísk sól á forsíðu Moggans !

 Forsíðumynd  Morgunblaðsins  22. desember var gullfalleg mynd  Kristins ljósmyndara af   sólarupprás  eða sólarlagi tekin á vetrarsólhvörfum. Bílar voru í forgrunni.  Svohljóðandi texti var með myndinni: Glætan Það léttir flestum lundina að vita að sólin er tekin að hækka á lofti. Það skyggir þó á  gleði margra að með hækkandi sól  taka lög um hækkanir skatta og […]

Þriðjudagur 22.12 2009 - 18:51

Molar um málfar og miðla 225

Í Bæjarmálum, málgagni Samfylkingarinnar í Garðabæ er svohljóðandi fyrirsögn á baksíðu (21.12.2009): Tvennir  flokksstjórnarfundir í Garðabæ. Sama orðalag er notað í fréttinni. Hér hefði átt að tala um tvo flokksstjórnarfundi. Ef um tónleika hefði verið að ræða hefði átt að tala um  um tvenna tónleika.  Tveir fundir. Tvennir tónleikar. Úr dv.is (21.12.2009):Karen Rawlins óttaðist að […]

Miðvikudagur 16.12 2009 - 19:49

Halló heimur!

Velkomin á blog.eyjan.is. Þetta er fyrsta færslan.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is