Laugardagur 18.12.2010 - 00:32 - FB ummæli ()

Íslenska krónan leikur launþega grátt

Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf birti í vikunni skýrslu með samanburði á áhrifum fjármálakreppunnar á kaupmátt launafólks um víða veröld. Í henni kom fram að efnahagskreppan hefur komið harðar niður á íslenskum launþegum en nokkrum öðrum í veröldinni.

Ég hef tekið saman töflu yfir þróun kaupmáttar í Evrópusambandslöndunum, ásamt Íslandi og Noregi.  Mesta aukningin átti sér stað í Austur-Evrópu eða allt að 50% á tímabilinu 2000-09. Athygli vekur að kaupmáttarskerðingin var langmest á Íslandi eftir bankahrun eða 13%. Ekkert annað land kemst nálægt þessu, jafnvel launþegar Írlands, Grikklands og Eystrasaltsríkjanna hafa ekki orðið fyrir eins mikilli skerðingu lífskjara.

Kaupmáttaraukningin sem byggðist upp hér á landi á tímabilinu 2000-07 þurrkaðist út í kjölfar hrunsins. Þetta er  lýsandi einkenni á þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum búið við. Innganga Íslands í ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál launþega og heimila í þessu landi, og eina færa leiðin út úr kollsteypu hagkerfinu.

Aukning á kaupmætti launa á evrópska efnahagssvæðinu (ríkjum raðað eftir aukningu kaupmáttar fyrir tímabilið 2000-09)

Ríki Aukning á meðal kaupmætti launa í % fyrir tímabilið 2000-07 Aukning á meðal kaupmætti launa  í % fyrir tímabilið 2008-09 Aukning á meðal kaupmætti launa  í % fyrir tímabilið 2000-09
Þýskaland -1,9 -0,8 -2,7
Ísland 13,3 -12,9 0,4
Ítalía 0,8 1,7 2,5
Belgía -0,4 3,0 2,6
Malta 3,0 0,2 3,2
Portúgal 1,8 2,0 3,8
Austurríki 2,6 1,7 4,3
Frakkland 2,6 1,9 4,5
Holland 1,2 3,5 4,7
Bretland 4,7 0,3 5,0
Lúxemborg 3,2 1,8 5,0
Danmörk 4,9 1,0 5,9
Spánn 2,2 4,4 6,6
Grikkland 5,9 1,0 6,9
Svíþjóð 5,0 2,3 7,3
Ungverjaland 10,0 -2,2 7,8
Kýpur 6,3 4,3 10,6
Finnland 6,3 4,5 10,8
Noregur 9,6 2,9 12,5
Tékkland 11,6 0,9 12,5
Slóvenía 8,5 5,1 13,6
Pólland 10,8 7,6 18,4
Slóvakía 12,6 6,4 19,0
Litháen 30,3 -1,0 29,3
Eistland 31,2 -1,7 29,5
Lettland 40,6 -2,4 38,2
Búlgaría 16,6 23,4 40,0
Rúmenía 34,2 18,6 52,8
Írland .. 0,0 ..
Meðaltal 9,9 2,7 12,7

.. tölur ekki til fyrir tímabilið

Heimild: Alþjóðavinnnumálastofnunin (ILO) árið 2010

Alþjóðavinnumálastofnunin byggði niðurstöðu sína á launatölum frá Hagstofu Íslands og verðþróun hér á landi.

Hérna er skýrslan í heild sinni.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is