Færslur fyrir mars, 2010

Fimmtudagur 25.03 2010 - 23:24

Nektardans og femínismi

Julie Binden fjallar  á Guardian um nektardansbannið sem samþykkt var á Alþingi í vikunni. Hún segir frá því að Íslandi sé fyrsta landið sem banni nektardans á grundvelli femínisma, þó svo að til séu þjóðir sem banni nektardans á trúarlegum forsendum. Hún heldur því fram að Ísland sé að verða leiðandi í femínisma á heimsvísu: […]

Laugardagur 06.03 2010 - 23:35

Kosningaþátttaka á Norðurlöndunum

Ég tók saman kosningaþátttöku í ellefu þjóðaratkvæðagreiðslum í málum sem tengjast samstarfi Norðurlandanna við Evrópusambandið (sjá töflu að neðan). Kosningaþátttakan var minnst í Finnlandi 74% árið 1994 og mest í Danmörku 90% árið 1972.  Að meðaltali var þátttakan í þeim um 82%. Ég tók einnig saman kosningaþátttöku í síðustu tveimur sveitarstjórnarkosningum og þremur alþingiskosningum hér […]

Laugardagur 06.03 2010 - 14:07

Reiði almennings á Íslandi og Grikklandi

Gavin Hewitt, fréttaskýrandi BBC, er staddur hér á landi til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin. Það vakti athygli hans við komuna að hvergi sáust þess merki að hún væri á næsta leyti enda engar áróðursauglýsingar sýnilegar né hefur formleg kosningarbarátta farið fram. Hann hefur á síðustu misserum dvalið á Grikklandi og fjallað ítarlega um ástandið þar í […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is