Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 02.08 2016 - 12:39

Kisur

Kettir hafa fylgt mér alla ævina, og ég veit ekki hvernig veröldin eiginlega væri ef það væru engir kettir til. Þar til fyrir fáum árum var hér á heimilinu grátt fress sem hét Bangsi og var hjá okkur í tæp átján ár. Og mikill sjónarsviptir að honum þegar hann dó eins og nærri má geta. […]

Mánudagur 09.05 2016 - 11:00

Sannleikurinn um höfund Njálu (Þetta er einfaldara en margir halda)

Ég hef eins og mörgum er kunnugt hugsað mikið um sögu Íslands á þeirri herrans öld hinni þrettándu, þegar borgarastríð geisaði í landinu en þegar jafnframt voru hér skrifaðar þær bækur sem við eigum flest að þakka og eru okkar dýrasta eign, þar á meðal Íslendingasögurnar. Ég hef skrifað um þá öld fjórar skáldsögur byggðar […]

Föstudagur 15.04 2016 - 11:34

Að hlæja óvinsæl yfirvöld í hel

Það hefur löngum verið beittasta vopn almennings í löndum þar sem stjórnvöld eru óvinsæl en neita að hverfa frá kjötkötlunum að segja um þau neyðarlega brandara. Einn brandarinn sem gekk á meðal fólks sem þurfti að búa við hin illa þokkuðu stjórnvöld Austur-Evrópu á tímum Kalda stríðsins var einhvernveginn á þessa leið: Háskólastúdent í hagfræði […]

Föstudagur 08.04 2016 - 17:22

Minningar frá hrundögunum 2008

Það er ógleymanlegt þetta haust stórra atburða og mikilla tilfinninga, og byrjaði allt í mikilli gleði; í byrjun september vorum við fjölskyldan í miðbænum með hálfri þjóðinni að fagna silfurmeisturunum í handbolta frá Ólympíuleikunum í Peking; það var þar og við það tilefni sem frasinn „stórasta land í heimi“ heyrðist fyrst. Svo hélt ég sjálfur […]

Föstudagur 18.03 2016 - 13:00

Guðfeður og Cosa Nostra

Ekki fyrir löngu sá ég enn einu sinni allar „Godfather“-myndirnar og alltaf sér maður betur og betur hversu mikið snilldarverk þessi flokkur er, og þó sérstaklega tvær þær fyrstu. Og merkilegast er kannski að frá sjónarhóli kvikmyndafræðanna eru þessar myndir í rauninni mjög hefðbundnar; þær byggja ekki fyrst og fremst á frumlegum og glæsilegum myndlistarverkum […]

Föstudagur 19.02 2016 - 16:26

Grímur grallari

Einhvern tímann í fyrra var töluverður hvellur á samfélagsmiðlum þegar Ríkisútvarpið sjónvarp auglýsti að það væri að hefja sýningar á nýjum leiknum sjónvarpsþáttum fyrir börn frá breska sjónvarpinu, og myndu þeir heita „Bara Villi.“ Og innan sviga stóð á frummálinu: (Just William). Því að það var sem marga grunaði að hér væri átt við sögupersónu […]

Miðvikudagur 03.02 2016 - 15:52

Hundamenn, og kattamenn eins og við Fischer

Það er alltaf gaman að velta fyrir sér hunda- og kattafólki og jafnvel muninum á þeim ef einhver er. Sjálfur er ég kattamaður, en skil samt hundaaðdáendur vel, ég hef kynnst þannig dýrum og veit að það er ekki annað hægt en að hrífast af karakter, visku, trygglyndi og vináttu góðra hunda. Ég held það […]

Þriðjudagur 05.01 2016 - 09:45

Pistill um þrjú óskyld málefni og þó ekki …

Hvar sem fólk er í okkar parti veraldarinnar reiknar það með að geta kveikt á útvarpi eða sjónvarpi þar sem finna má menningarlegar rásir á þjóðtungunni; þessu hlutverki hefur Ríkisútvarpið sinnt fyrir okkur í bráðum heila öld. Eins og við vitum þá eru til samskonar batterí í nágrannalöndum: BBC í Bretlandi, Danmarks Radio, Norges Kringkastning, […]

Mánudagur 28.12 2015 - 16:04

Glæný Íslendingasaga með öllu tilheyrandi

Það datt í hendur mér stórmerkileg ný skáldsaga Bergsveins Birgissonar um Geirmund heljarskinn, sem er reyndar sett upp og presenteruð sem fornsaga, og stælt allt form ritraðarinnar „Íslenzk fornrit“ með skyldugri „samræmdri stafsetningu fornri“ ásamt formála og neðanmálsgreinum; allt er þetta sett saman af miklum stílgaldri og yfrið nóg um húmor. Þótt bókin sé skáldsaga […]

Mánudagur 21.12 2015 - 15:07

Það gerist margt skemmtilegt

Ég man svo langt að Baldur og Konni voru mikilhæfustu skemmtikraftar landsins; töframaðurinn og búktalarinn Baldur Georgs og dúkkan sem hann hélt á, sneri höfðinu hingað og þangað og lét gamminn geisa; svaraði spurningum Baldurs, oft með gamanmálum og útúrsnúningi. Ég sá þá í Tívolíinu í Vatnsmýrinni; á milli þess sem hann spjallaði við Konna […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is