Færslur fyrir desember, 2015

Mánudagur 28.12 2015 - 16:04

Glæný Íslendingasaga með öllu tilheyrandi

Það datt í hendur mér stórmerkileg ný skáldsaga Bergsveins Birgissonar um Geirmund heljarskinn, sem er reyndar sett upp og presenteruð sem fornsaga, og stælt allt form ritraðarinnar „Íslenzk fornrit“ með skyldugri „samræmdri stafsetningu fornri“ ásamt formála og neðanmálsgreinum; allt er þetta sett saman af miklum stílgaldri og yfrið nóg um húmor. Þótt bókin sé skáldsaga […]

Mánudagur 21.12 2015 - 15:07

Það gerist margt skemmtilegt

Ég man svo langt að Baldur og Konni voru mikilhæfustu skemmtikraftar landsins; töframaðurinn og búktalarinn Baldur Georgs og dúkkan sem hann hélt á, sneri höfðinu hingað og þangað og lét gamminn geisa; svaraði spurningum Baldurs, oft með gamanmálum og útúrsnúningi. Ég sá þá í Tívolíinu í Vatnsmýrinni; á milli þess sem hann spjallaði við Konna […]

Mánudagur 14.12 2015 - 17:13

Búbónískir dagar

Jólabókavertíðin er á fullu spani, en sjálfur stend ég núna á hliðarlínunni og fylgist afslappaður með, þannig hefur það verið stöku sinnum síðustu rúma þrjá áratugi, þótt hitt hafi verið oftar að maður hafi tekið þátt í slagnum. Að sumu leyti finnur maður til léttis að þurfa ekki að vera með áhyggjur af dómum og […]

Mánudagur 07.12 2015 - 13:06

Íslendingar og nauðleitarmenn

Ef skoðuð er saga Íslands þá sést að hér hefur jafnan ­verið talin frumskylda hvers manns að hýsa fólk í nauðum. Fara til strandar og reyna að bjarga mönnum í sjávarháska, jafnvel þótt það kosti að leggja sjálfa sig í hættu við að ná mönnum úr strönduðu skipi, síga fertugt bjarg, svo eru menn studdir […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is