Færslur fyrir nóvember, 2015

Mánudagur 30.11 2015 - 17:28

Þýskaland – Það góða land

Ég verð að játa, en mörgum finnst það skrýtið, að Þýskaland er orðið mér mikill uppáhaldsstaður. Við íslenskir krakkar sem vorum að alast upp á seinni hluta tuttugustu aldar vorum auðvitað með einhvern sjálfkrafa fyrirvara gagnvart Þýskalandi og Þjóðverjum, og spiluðu þar inn í allar bíómyndirnar og sjónvarpsþættir eins og Combat í Kananum sem gerðust […]

Þriðjudagur 24.11 2015 - 11:28

Íslensk hetjusaga

Um Jón Oddsson frá Ingjaldssandi vestra Fyrir tveimur, þremur árum bjó ég til einu sinni sem ­oftar kvöldprógramm með frásögnum sem ég flutti á Söguloftinu í Landnáms­setrinu í Borgarnesi, þeim góða stað sem Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét reka. Þessi ­sögustund hét „Íslenskar hetjur“ og innan um margs kyns vangaveltur um íslenskan hetjuskap, mismikinn og […]

Mánudagur 16.11 2015 - 21:50

Útlaginn og Syndarinn

Síðastliðinn föstudag, eftir að hafa fengið mér morgunverð og lesið DV, lagðist ég í bóklestur. Ég leit varla upp úr bókum þann daginn og sólarhring seinna hafði ég klárað tvær, upp á rúmar átta hundruð síður samtals, og báðar stórmerkilegar. Skal nú greina nánar frá þeim. Fyrst var það Útlaginn eftir Jón Gnarr, hún hafði […]

Þriðjudagur 10.11 2015 - 22:46

Krakkabækur og hæpin hugmyndafræði skáldverka

Ég hef nú tvisvar á fáeinum dögum heyrt utan að mér úr útvarpi að það sé afar mikilvægt að bækur og aðrir textar fyrir börn séu á mjög svo einföldu og skiljanlegu máli, annar missi þau strax áhugann. Sem þýðir líklega að eldri sögur, þýddar og frumsamdar, séu ekki lengur gjaldgengar fyrir krakka. Einhvern veginn […]

Miðvikudagur 04.11 2015 - 13:39

Kantmenn

Það er dálítið fróðlegt að fylgjast með þessu reiptogi um hafnarkantinn við hliðina á Bæjarins bestu. Nú veit maður ekki hversu merkilegt þetta er – sumir segja að það séu svona hafnarkantar úti um allt og að þeir hafi verið færðir, rifnir og endurbyggðir eftir því sem þurft hefur á þessum hundrað árum sem liðin […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is