Færslur fyrir september, 2015

Mánudagur 28.09 2015 - 14:00

Hver er „aðal“ í Brekkukotsannál?

Í Ríkisútvarpinu Rás eitt hafa á undanförnum vikum verið endurfluttar hljóðritanir á upplestrum Halldórs Laxness á tveimur af sínum bókum, Brekkukotsannál og Kristnihaldi undir Jökli. Fyrir það á Útvarpið þakkir skildar; upplestrarnir eru mikil gersemi og vonandi er einhvers staðar til upptaka af lestri skáldsins á fleiri af sínum bókum, til dæmis stórvirkjum eins og […]

Þriðjudagur 22.09 2015 - 09:56

Það vantar róttæka og flippaða stjórnmálamenn

Ég hef stundum heyrt á undanförnum misserum stuðnings­menn eða talsmenn hefðbundinna borgara- og hægriflokka – þannig er til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn hér – tala um að þeir þurfi að „skerpa á“ þjóðernissinnaðri stefnu, svara kröfum sístækkandi hóps kjósenda um að snúa af braut fjölmenningar og styðja kröfur um hertari ­reglur um innflutning fólks af framandi þjóðerni […]

Mánudagur 14.09 2015 - 12:00

Samviskufanginn Mansur og Ólafur Ragnar forseti vor

Ég skrifaði á dögunum pistil um það stríðshrjáða land Úkraínu, sem ég hef fengið að heimsækja, og annað land þar sem geisar stríð og upplausn er Jemen, syðst á Arabíuskaganum, en það land hef ég líka heimsótt. Um daginn var frétt um borgarastyrjöldina í þessu fallega landi, og Jemen var þar lýst sem „helvíti á […]

Þriðjudagur 01.09 2015 - 12:06

Egilsstaðir, Skriðuklaustur, Óbyggðasetur

Ég var austur á Héraði um síðustu helgi, flaug til Egilsstaða þar sem ég flutti erindi og skoðaði bílasýningu og sat svo fína hreindýraveislu í boði heimamanna, svo var haldið inn eftir Fljótsdalnum og alveg inn í annan botna hans í þann stað sem nú heitir „Óbyggðasetur“ og er frábærlega áhugaverður staður. Veður var blítt […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is