Færslur fyrir júní, 2015

Mánudagur 29.06 2015 - 14:42

Öld sprengihreyfilsins og fyrirsjáanleg endalok hennar

Fyrir rétt rúmum áratug vorum við Ólafur Gunnarsson, vinur minn og kollegi, báðir partur af einhverju bókmenntaprógrammi í Köln í Þýskalandi. Þá notuðum við tækifærið og heimsóttum mikið safn gamalla Cadillac-bifreiða sem var þar skammt fyrir utan borgina. Óli hafði uppgötvað tilveru þess við athugun á netinu, en við erum báðir af bílamönnum komnir og […]

Mánudagur 22.06 2015 - 16:42

Fóstbræður og garpar úr Gerplu

Kvöldsagan í útvarpinu um þessar mundir er Gerpla eftir Halldór Laxness og það er höfundurinn sjálfur sem les, upptakan er frá því nítján hundruð fimmtíu og eitthvað. Ríkisútvarpið á stórar þakkir skildar fyrir að eiga þennan lestur og miðla honum til okkar landsmanna, og ef allt væri eins og best er á kosið þá ætti […]

Mánudagur 15.06 2015 - 14:05

Ráðgáturnar miklu um Guðmund og Geirfinn

Kosturinn við það að árum ævinnar fjölgar er að minningabankinn stækkar stöðugt; það sem maður hefur framyfir hina yngri er að maður hefur fengið að lifa fleiri sögulega atburði – hinir yngri eiga reyndar flestir eftir að ná manni á endasprettinum, en það er önnur saga. Ég man þegar ég var krakki hvað ég öfundaði […]

Þriðjudagur 09.06 2015 - 09:58

Almennilegt íslenskt grobb erlendis

Þessa pistla sem ég hef birt vikulega í DV frá síðustu áramótum hef ég kallað „Þér að segja“ og það er orðið tímabært að ég þakki fyrir mig og láti vita hvaðan mér kom sá titill. En ein af mín uppáhaldsævisögum heitir einmitt þetta, og hefur undirtitilinn „Veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar“, og höfundurinn er Stefán […]

Mánudagur 01.06 2015 - 14:35

Þegar Íslendingar voru mestir og bestir

Fyrir rúmum aldarfjórðungi, þegar ég vann um nokkurra vikna skeið við dægurmálaþátt í útvarpi, lærði ég að þegar út komu ný glanstímarit, eins og þau voru kölluð, þá var þeim jafnan flett og gáð hvar væri best að vitna í þau; svo var í þættinum sagt frá helstu greinum og viðtölum. Í bland var þetta […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is