Mánudagur 03.05.2010 - 09:55 - 23 ummæli

Nafnlausi flokkurinn læðist með veggjum

Stefán Pálsson er skyggn drengur og gerðist forspár fyrir rúmri viku um kosningataktík Sjálfstæðisflokksins. Þar spáði hann því að flokkurinn – sem eðlilega fæst við margþætta ímyndarkrísu – myndi ekki flíka nafni sínu á mjög áberandi hátt í kosningabaráttunni.

Vörumerkið Sjálfstæðisflokkurinn er enda ekki sveipað sérlega jákvæðri áru um þessar mundir.

Í Fréttablaði dagsins birtist svo stór auglýsing frá flokknum þar sem vörumerkið Sjálfstæðisflokkurinn kemur hreint hvergi fyrir.

Aðeins ogguponsulítið og sætt blátt merki með listabókstafnum – XD. Sárasaklaust.

– – – – –

Það er auðvelt að finna til með Sjálfstæðismönnum – ætli það sé ekki vont að hafa óhreina samvisku og geta ekki einu sinni komið fram undir nafni?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (23)

 • Framsóknarflokkurinn hætti líka að vera Framsóknarflokkurinn þegar síðast var kosið í Reykjavík. Dulargervið var X-Bé.

  Borgarstjórnarkosningarnar eru grín.

 • Hmmmm… Er einhver spurning hver XD er? veit ekki betur en að þetta hafi verið merki flokksins í næstum 10 ár.

 • Einar Tvennar

  Merki FLokksins er ekki XD.

  Það er ránfugl sem er merki hans.

 • Theodór Bender

  Ég get ekki séð að sjálfstæðismenn séu með nokkrum hætti feimnir við að koma fram undir nafni.
  XD er búið að vera vörumerki flokksins í langan tíma.
  Ef einhverjir hafa óhreina samvisku í borgarpólitíkinni þá eru það vinstri menn eftir áralanga óstjórn R-listans.

 • Ólafur I Hrólfsson

  Skil vel að þú saknir þess að sjá ekki flennistórar auglýsingar frá Sjálfstæðisflokknum. Og fuglinn fagri mætti sjást víða og betur –
  Hitt er svo annað að í harðri samkeppni við helstjórnina þá má auglýsingapeningur flokksins sín varla mikils -m
  Hryðjuver Sf og VG eru svo gífurleg auglýsing fyrir þessa flokka að aðrir hljóta að blikna í samanburðinum.
  Og þar sem þessum flokkum og fjármagnara þeirra Jóni Ásgeiri hefur tekist að drepa niður í umræðunni góð verk meirihluta borgarstjórnar er við ramman reip að draga.

  En sammála því – ég vildi líka sjá XD og fuglinn fagra sem víðast. Málstaðurinn er góður – Hanna Birna yfirburða stjórnmálamaður – en hvað um það – Ef fólk vill fíflagang í borgarstjórn þá er um að gera að hjósa Jón Gnarr og koma fulltrúa Jóns Ásgeirs ( Degi B ) í borgarstjórastólinn – hversvegna ekki að ráða Jón Ásgeir í starfið?

 • Ég vona heyrði ekki af mönnum eins og Davíð kvarta undan þessu á undanförnum árum en það er ekkert nýtt að xd sé notað. Hvar hefur Davíð verið?

 • haukur gunnarsson

  Botrginni er vel stjórnað af Sjálfstæðis svo það er nú ekki ástæða að vera fela það XD. Eitthvað annað er ríkisstjórnin Vanmáttug, vesæl, velferðastjórn

 • Ósjalli

  Já Haukur, hver man nú ekki eftir Laugavegi 4-6 og vínkælinum í Austurstræti.

  Tvö margra góðra verka sjálfstæðismanna í borginni.

 • Guðjón

  Það vita að sjálfsögðu fáir hvað XD stendur fyrir en það vita örugglega allir hvað VG stendur yfir. Hvernig í ósköpunum á fólk að geta áttað sig á því að þessi auglýsing í Fréttablaðinu sé frá Sjálfstæðisflokknum þegar hún er bara merkt með XD og að á henni er einhver kona sem ómögulegt er að segja hvaða flokki tilheyrir?

 • Það er ekki gott að sumir séu svona óupplýstir að vita ekki hvað X-D stendur fyrir. Það er nú samt búið að vera tákn og listabókstaður Sjálfstæðisflokksins í áratugi.
  Það er kannske þess vegna sem Samfó kaus að nota „S“ sem sinn listabókstaf í þeirri von að einhverjir sjálfstæðismenn myndu blekkjast til að setja x-ið við hann… en æ, æ, Samfylkingin, sem á engan málstað og reynir sífellt að veiða atkvæði með brellum og spuna, sló þar feilpúst. Upplýstir Íslendingar, og þar með kjósendur Sjálfstæðisflokksins, vita nefnilega vel fyrir hvað X-D stendur. Annað en hann Davíð Stefánsson sem virðist standa eins og eitt stórt spurningarmerki veltandi því fyrir sér fyrir hvað þetta X-D eigi eiginlega að standa.

 • Stefán Bogi Sveinsso

  Það gerðust nú fleiri Stefánar forspáir á sama tíma eins og sjá má í athugasemdum við færsluna sem þú hlekkjar á.

  Það verður nú hallærislegt til lengdar ef gagnrýni VG á Sjálfstæðisflokinn á að ganga út á þetta.

 • Borghildur Maack

  Hvaða – Hvaða – væl er þetta í einum sem finnst hann vera útundan í borgarpólitíkinni!
  Í ný afstaðinni skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöð 2 þar sem spurt var um – Hver viljið þið að verði borgarstjóri í komandi borgarstjórakosningum Hanna Birna xd fékk mest fylgi í þessari könnun eða 36.6%
  Æ – Æ en flokkurinn þinn var ekki einu sinni nefndur – Æ – Æ

 • Davíð Stefánsson

  Auðvitað vita allir að XD er líka auðkenni Sjálfstæðisflokksins. Það þarf ekki að ræða frekar.

  Það breytir því ekki að íhaldið er í ímyndarkrísu sem birtist meðal annars í þessu.

  Vinstri-græn standa galvösk fyrir sínu og kvíða engu fyrir komandi kosningar.

 • ekki eyða miklum tíma í að gera grín að hrunflokknum þótt gaman sé að sjá þá væla eftir allan yfirganginn síðustu áratugina. sparkaðu frekar í hugmyndafræðina félagi

 • Borghildur Maack

  Davíð – þú ert á krísu flótta.
  Hvað er Vg. marg klofinn bara í ríkisstjórnar-flokknum.
  Það er eðlilrgt að þú hafir áhyggjur af því ef Vg. splundraðist kannski í þrennt.
  Þar liggur þín ímyndar-krísa.
  Mundu það er enginn flokkur sterkari en veikasti hlekkurinn í honum!

 • Þröstur G. Ævarsson

  Davíð Stefánsson:
  Eftir að þessi handónýta ríkissjtórn sem nú situr, hröklast frá völdum, verður merki VG táknmynd mikils atvinnuleysis, volæðis og eilifðar kreppu og hörmunga.

  Fólk mun líta á VG = Vesöld Græn-af-öfund, því hugmyndafræði vinstrimanna, er hugmyndafræði öfundar, vesældar og haturs.

  Einungis sérstrúarsöfnuðurinn sem samanstendur af VG, mun kjósa VG.

 • Davíð Stefánsson

  Undarleg þessi heift sem birtist í garð Vinstri-grænna í athugasemdum; eina flokksins sem reyndi að vara við hruninu og komst hjá áfellisdómi í rannsóknarskýrslunni.

  Seint verður hægt að kenna VG um volæðið og kreppuna og atvinnuleysið og ýmislegt fleira sem er tínt til hér að ofan.

 • Athyglisvert hvað siðvillingarnir eru snöggir að skjótast út úr fylksnum sínum þegar bent er á FLokkinn. Siðblinda og siðvilla eru alvarlegt mál sem vert er að hafa áhyggjur af.
  Ætli þetta fólk sem hér sprettur fram eigi t.d. börn ? Hvernig uppeldi ætli þau fái ? Er kanski kominn tími á að barnaverndaryfirvöld fari að kanna hvers konar uppeldi fari fram út um allann bæ af því fólki sem ver með kjafti og klók það sem vel mætti kalla skipulagðpa glæpastarfsemi og kennir sig við Sjálfstæði ?
  Ég bara spyr.

 • Emil Örn Kristjánsson

  Þó manni þyki ummæli hins svokallaða Pepes kjánleg þá setur samt að manni svolítinn ónotahroll.
  Það er ekki logið upp á vinstri villuna hvað forsjárhyggjuna varðar… en á nú að fara að ákveða eftir pólitískum línum hverjir mega eiga og ala upp börn og hverjir ekki?
  Sem betur fer er enn til fólk sem trúir á einstaklingsfrelsið en ekki þá takmarkalausu forsjárhyggju sem vill steypa alla í sama mót samkvæmt fyrirfram ákveðnum og opinberum stöðlum.
  Svona hugsunarháttur minnir óþægilega á einræðisstefnur í Mið- og Austur-Evrópu á síðustu öld og hryllingssögur eins og „1984“.

 • Ólafur I Hrólfsson

  Ágæti Davíð –
  Það vill svo til að árin eru farin að færast yfir mig eins og kolsvart heljarský VG færist yfir þjóðina – jú vissulega veit ég fyrir hvað VG stendur – ég veit líka fyrir hvað Steingrímur stóð á meðan hann var maður með sjálfsvirðingu en ekki gólfklútur Jóhönnu – fátt eða ekkert stendur eftir af því sem SJS sagði á árum áður þegar hann var maður með mönnum stoltur stjórnmálamaður með skoðanir sem samrýmdust samvisku hans –
  Í dag er hann orðinn böðull þjóðarinnar og heldur að það sé köllun hans í lífinu.
  Sem Norðlendingur finn ég til með þessum eitt sinn stolta stríðsmanni sem varð að undirlægju Jóhönnu og þjónn breta og hollendinga.
  Það eru vissulega ömurleg örlög.

 • Nice info. Thank you, keep up all the work.

 • Sticks and stones will break my bones but names will never hurt me.

 • I thought it was going to be some boring old post, but it really compensated for my time. I will post a link to this page on my blog. I am sure my visitors will find that very useful.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is