Laugardagur 21.08.2010 - 16:45 - 78 ummæli

Nú þarf Geir Waage að hætta

Sælt veri fólkið. Ég hvef verið þögull á blogginu en er nú kominn úr sumarleyfi þess albúinn að halda áfram róðrinum.

Ógæfu Íslensku Þjóðkirkjunnar verður allt að vopni þessa daga. Nú gengur sr. Geir Waage fram og lýsir sig reiðubúinn í nafni síns prestsembættis að þegja yfir níðingsskap á börnum. Mig setur hljóðan.

Um barnaníð hafði frelsarinn þetta að segja: „En hverjum þeim sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem á mig trúa, væri betra að vera sökkt í sjávadjúp með mylnustein hengdan um háls.“ (Matteusarguðspjall 18. kafli 6. vers)

Það er háskalegt og varðar hreinan brottrekstur úr prestsembætti að halda fram því sem sr. Geir Waage gerir, því það verður að vera hafið yfir allan vafa að vígðir þjónar kirkjunnar setji öryggi barna og annarra sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér í forgrunn.

Prestar eru og hafa lengi verið beinir aðlilar að barnaverndarstarfinu í landinu og presti ber að taka það skýrt fram við hvern sem vill trúa honum fyrir unnu ódæði gagnvart börnum að hann virði ekki trúnað um slíkt undir nokkrum kringumstæðum.

Hér er ekki um mál að ræða sem þolir deildar meiningar. Trúverðugleiki kirkjunnar sem varnarþings mennskunnar í veröldinni er í húfi í máli sem þessu. Mig furðar að sr. Geir leyfi sér að halda þessu fram, mótmæli orðum hans alfarið og hvet biskup til þess að skerast í leikinn af fullri einurð. Máttlaus viðbrögð hans og kirkjuráðs undanfarna daga í tengslum við mál Ólafs Skúlasonar eru þó ekki til þess fallin að vekja mikla von í þeim efnum. Það verður að segja það eins og það er. Íslenska Þjóðkirkjan stendur frammi fyrir miklum vanda á þessu sumri og þjóðin bíður þess með réttu hvernig prestar og yfirstjórn kirkjunnar ætla að vinna úr þeim trúnaðarbresti sem við blasir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (78)

 • Er að sjálfsögðu sammála! Mig langar þó til að spyrja um eitt atriði í þessari grein þar sem þú segir e-ð á þessa leið: Presti ber að taka skírt fram við hvern þann sem vill trúa honum fyrir´unnu ódæði gagnvart börnum að trúnaður sé ekki virtur.. Er þá ekki þar með verið að gefa viðkomandi tækifæri á að sleppa fyrir horn?!? Í mínum huga er það jafnmikil þöggun eins og að virða trúnað við viðkomandi.!!! Barnið er jafn illa statt eftir sem áður. Hvers vegna þarf að taka þetta fram ef það er yfirlíst stefna kirkjunnar að slíkur trúnaður sé ekki virkur?

 • Ingólfur Harri

  Bjarni, ert þú ekki búinn að vita lengi um þessa afstöðu Geirs Waage?
  Það kom bersýnilega í ljós á aðalfundi prestafélagsins árið 2007, þegar heiðvirtir prestar vildu skerpa á tilkynningaskyldu í siðareglunum sínum, að hópur presta telur þagnarskyldu sína jafnvel mikilvægari en skyldu sína til þess að stöðva ólýsanlegar þjáningar barna.

  Þá skilst mér að meirihlutinn hafi dregið sína tillögu til baka, með þeim rökum að sjálfgefið væri að prestar þyrftu að fara eftir barnaverndarlögum.
  Þó var þeim öllum ljóst að þessi hópur telur sig ekki bundinn af landslögum.

  Eftir stendur að hópur presta þyggur laun sín frá Ríkinu, en telur sig um leið hafinn yfir lög ríkisins.
  Ef þeir tilheyrðu einhverju öðru trúfélagi að þá væru þeir kallaðir hættulegir trúarofstækismenn, en í Þjóðkirkjunni er co’að með þeim.

  „Evil will prevail when good men do nothing“

 • Hermundur Sigurðsson

  Ég sagði mig úr Þjóðkirkjunni fyrir ca 12 árum, þegar að upp komst um níðingsverk Ólafs og Kirkjan þaggaði það niður.
  Fyrir utan það finnst mér að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og trúarbrögðum.
  Hér er linkur fyrir þá sem vilja segja sig úr Þjóðkirkjunni.
  Úrsögn: http://www.fmr.is/pages/1017

 • Bjarni Karlsson

  Jæja, gott fólk. Ég þakka viðbrögðin jafnt ljúf sem leið. Gott að fá smá stafsetningarkennslu. Hugtakið „trúð-verðugleiki“ er samt e.t.v. ekki svo slæmt og gæti átt vel við umræðuna og ljóst er að sumum sem hér svara finnst að ég sé hlaðinn slíkum verðleikum. Það er óhjákvæmilegt og sjálfsagt að taka við því. Ég reyni að hlusta með innri eyrunum jafnt á lof og last einmitt með þetta í huganum með trúð-verðugleikann. Ég kemst hreint ekki til þess að svara öllu því sem hér er sett fram, og sjálfur hef ég svo sem ekki svör við öllu þótt ég ibbi gogg. En hér hefur s.s. komið fram sú grundvallar afstaða mín sem ég stend á vegna samvisku minnar að það sé ólíðandi að prestur í kirkjunni sé ekki fyrst og síðast bundinn trúnaðinum við barnið. Kristin trú er í innsta eðli sínu það að lúta barninu. Þess vegna höldum við jól og skírum óvita. Sannleikurinn er svo vitanlega sá að í öllu starfi Kirkjunnar er þetta algerlega á hreinu og ef einhversstaðar er vakað yfir þessum málum af umhyggju og grimmd þá veit ég að það er innan Kirkjunnar. Það sem Geir Waage gerir með framgöngu sinni er að ögra þeim grundvallartrúnaði sem Kirkjan á við samfélagið og mér er slétt sama þótt einhverjum þyki það ofstæki og skoðanakúgun að vilja stilla honum upp við vegg með þeim hætti sem ég geri. Ég þekki allt of vel aðferðir barnaníðinga við að nálgast fórnarlömb sín og afleiðingar gjörða þeirra til þess að ég geti þolað staðhæfingar Geirs og sett þær við hlið almennra skoðana. Ég vil að hann verði áminntur í starfi og krafinn um breytta afstöðu opinberlega. Verði hann ekki við því á hann ekki heima í prestastétt. Þetta er ekki harkaleg afstaða heldur afdráttarlaus samstaða með börnum og öryggi þeirra.

 • Kolbrún Baldursdóttir

  Sæll Bjarni. Ég tel að Geir Waage skaði stétt ykkar með þessari afstöðu sinni. Hvað vitum við um nema fleiri af hans kynslóð séu sama sinnis? Geir hótar í raun að brjóta lög með því að taka þagnarskyldu fram yfir tilkynningarskyldu og er það háalvarlegt mál. Biskup þyrfti að taka hann á teppið og veit honum áminningu í það minnsta. En það mun biskup ekki gera. Hans þáttur í máli Ólafs Skúlasonar er rannsóknarefni. Ekki er betur séð en hann og e.t.v. einhverjir fleiri hafi leynt upplýsingum um meint glæpsamlegt athæfi á hendur a.m.k. tveimur konum.

  Eins ágætur og biskup er, góður og hlýlegur maður, þá er það mitt mat að hann ætti að íhuga afsögn vegna þessa máls. Hvort heldur það er biskup eða sálfræðingar ef því er að skipta þá stöndum við endrum og sinnum fram fyrir málum sem við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við. Hvað gerum við þá? Jú við leitum leiðsagnar hjá öðrum sem vita og kunna betur á því sviði sem um ræðir.

  Þegar þessi bréf bárust biskupi bar honum að leita leiðsagna. Hann hefði getað hitt að máli fulltrúa frá Barnahúsi, Barnaverndarnefnd eða Stígamótum og sagt einfaldlega. „Við hér innan kirkjunnar stöndum nú frammi fyrir máli sem kirkjan hefur ekki enn mótað farveg til að taka á. Hvernig snúum við okkur í þessu?“

  Með því að gera þetta hefði hann fengið leiðbeiningu um hvert hann gæti vísað þessu máli. Í stað þess var hugsað „kirkjan hefur ekki mótað sér stefnu eða tekið ákvörðun um hvernig svona mál skulu afgreidd, best að setja þetta bara ofan í skúffu“.

  Í ljósi þess hversu alvarlegt mál Ólafs Skúlasonar er og hversu miklar þjáningar þöggun hefur leitt yfir konurnar og þeirra fjölskyldur ber biskupi að axla ábyrg sem yfirmaður kirkjunnar. Hann brást þessu fólki og ekkert sem er gert nú getur bætt fyrir það. Þess vegna hefði ég haldið að hann, til að geta lifað með þetta, myndi vilja segja af sér embætti.

 • Villa Ölvers

  Heill og sæll.
  Takk fyrir að vera til Bjarni….við þurfum fleira Bjarna inn í prestastéttina með góða skrúbba og skúringarskjólur ….þá færi fólk að trúa á hið góða.
  Takk takk takk.
  Kærleikskveðjur

 • Sveinn Guðmundsson

  Heilbrigði barna og velferð er frumafl þess að við öll komust til manns. Ekkert fær því breytt. Það ætti að vera hafið yfir alla vafa. Ummæli sr. Geirs Waage er hans sannfæring um stöðu sína sem sálusorgara. Hversu sorgleg sem hún er þá er þetta hans sannfæring. Þó ég sé sammála sr. Bjarna í öllum atriðum er varðar heilbrigði barnssálarinnar og líkama, þá finnst mér framsetning hans sem kirkjunnar manns, ætti vera sett fram af meiri yfirvegun varðandi „Geirfuglinn“.

 • Olga Sveinbjörnsdóttir

  Sæll Bjarni og kærar þakkir fyrir þitt framlag í þessa umræðu.
  Ég hef lengi verið hlynnt hugmyndinni um aðskilnað ríkis og kirkju en nú er svo komið að maður hefur endanlega misst trúna á yfirstjórn kirkjunnar á Íslandi og að henni sé treystandi fyrir málefnum kirkjunnar. Þetta mál hefur orðið til þess að maður verður að vona að dómsmálaráðherra taki af skarið og veiti þessum þjónum kirkjunnar ráðningu sem telji að kirkjan þurfi ekki að fara að landslögum.
  Hvert er kirkjan eiginlega komin? Maður hefur á tilfinningunni að ríkjandi hugsunarháttur innan hennar sé kominn aftur fyrir siðaskipti 1550. ´
  Eg veit ekki betur en að ein af meiginástæðum siðaskipta hafi einmitt verið aflögn á skriftum milli prests og sóknarbarna! Hver maður á að gera upp sína samvisku við sinn Guð en ekki við prestinn. Ég sé ekki betur en að Séra Geir eigi heima í kaþólsku kirkjunni.
  Kirkjan á Íslandi þarf svo sannarlega að gangast undir mikla hreinsun.

 • Mér brá að heyra það sem Waage hafði fram að færa í útvarpsfréttum í vikunni. Ég var líka hissa að þetta var fyrsta fréttin, kom út eins og skilaboð frá kirkjunni. Skelfilegt að Waage hilmi yfir með ódæðisfólki. Ég er mjög ánægð með þig Bjarni, hlusta á það sem þú hefur fram að færa og finnst þú ná kjarnanum í því sem mestu skiptir í trúnni. Þetta snýst um kærleika og samfélag mannanna. Þú ert hugrakkur og réttsýnn og ég vildi að þú værir minn prestur, en ég tilheyri annarri sókn. Ég er gamaldags að því leiti að ég vil hafa þjóðkirkju, kannski af vana. Því finnst mér einmitt að það þurfi að taka á Waage. Þjóðkirkja má ekki láta þetta vera skilaboð sem eru boðleg þjóðinni. Óska þér velfarnaðar innan kirkjunnar og í pólitíkinni.

 • Mér finnst fólk vera fljótt að dæma Geir og hampa Bjarna.
  Trúnaður við skjólstæðinga er, eins og Geir sagði, allur eða enginn. Hvar á að setja mörkin? Eru það bara barnaníð sem á að segja frá? Hvað með aðra sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér – er í lagi að níðast á þeim? Það er semsagt í lagi að þegja yfir morði, nauðgun fullorðinna, níði á dýrum og öðrum ásættanlegum verkum vondra manna og kvenna.
  Kirkjan þarf að hugsa þetta mál lengra og taka ákvörðun um það hvort trúnaður eigi að vera milli presta og sóknarbarna yfirleitt. Lausnin er ekki að reka einn prest af því hann segir sína skoðun á mjög svo viðkvæmu máli. Ef það verður gert þá mun það loka fyrir umræður og kirkjan getur farið sínu fram í friði. Amen

 • Ingólfur Harri

  Þeir hérna sem reyna að verja afstöðu Geirs Waage vil ég spyrja hvað þeir telji að gera ætti við kennara, lækni eða jafnvel lögreglumann, sem lýsir því yfir að hann sé í starfi sínu hafinn yfir landslög, og muni brjóta þau við ákveðnar aðstæður?
  Er í lagi að kennari berji óþekka nemendur af því hann trúi enn á þau gömlu kennslufræði? Auðvitað ekki.

  Það eru margar starfsstéttir sem eru bundnar þagnarskyldu. En hjá öllum fagstéttum er sú undantekning að ef lífi eða heilsu einhvers er hætta búin að því sem skjólstæðingurinn ætlar eða er að gera, að þá ber þeim að tilkynna það.

  Ef prestar ætla ekki að virða þessa undantekningu og eru tilbúnir að þeygja um þjáningu saklausra manneskja, að þá er endanlega komin ástæðan til þess að skera þessa Þjóðkirkju frá ríkisspenanaum.

 • Ef mor’ðinginn úr Hafnarfirði um daginn kæmi til prests og játaði fyrir honum gjörninginn. Hvað á prestur þá að gera? Steinþegja? Samkvæmt Geir á hann að gera það. En enginn siðaður maður getur að mínu áliti hylmt yfir alvarlegum glæpum.

 • Ingólfur Harri

  usb,
  Látum það vera þó prestur segi ekki til morðingja. Þar allavega er það of seint að koma í veg fyrir morðið.
  En að standa aðgerðalaus hjá t.d. á meðan faðir eyðileggur kerfisbundið æsku dóttir sinnar, það er hreinlega ófyrirgefanlegt.

 • Þér, sr. Bjarni Karlsson, hafið misskilið
  grundvallarþátt þagnarskyldunnar sem er
  að ná til allra, morðingja, níðinga; allra.

  Vitandi vits eða fyrir fákænsku sakir látið þér
  svo að innan þagnarskyldunnar fái þjónar
  Krists í engu aðhafst.

  Hvernig verjið þér það fyrir samvisku yðar gagnvart
  Guði og mönnum að skrif yðar verði til þess að menn leiti
  ekki til kirkjunnar um sálusorgun og skriftir, að hið illa nái
  óheft framgangi sínum?

 • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

  Konur kirkjunnar ættu að sameinast og berjast gegn þeim öflum
  sem reyna að þagga niður þessa alvarlegu hluti.

  Það er ljóst að núverandi biskup er hluti vandans

  http://www.vantru.is/2010/08/20/12.00/#comments

  Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki takast á við þetta mál.

 • Kolbrún Baldursdóttir

  Bjarni, þú tipplar helst til of mikið í kringum biskup ef marka má það sem haft er eftir þér í fréttum. Hann, Karl, var í lykilstöðu til að taka á málum er viðkom Ó.S. sem yfirmaður kirkjunnar þegar bréf G.E. og bréf organistans bárust, en kaus að gera ekki.

 • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

  Kolbrún við skulum ekki gleyma þeim þætti Karls sem hér er lýst

  http://www.vantru.is/2010/08/20/12.00/#comments

  Það er augljóst að biskupinn er hluti vandans. Það skýrir kannski hegðun
  hans. Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki taka á málinu.

  Því er það hlutverk Bjarna og annarra velþenkjandi innan ríkiskirkjunnar að sameinast og taka í taumana í því uppgjöri sem augljóslega er framundan.

  Konur í prestastétt hafa hér sérstöku hlutverki að gegna. Alltof lítið hefur heyrst í þeim hingað til. Varla er það heilbrigðismerki.

  Gagnrýnin hugsun er það sem spilltar stofnanir óttast allra mest.
  *********************************************************

 • Séra Bjarni Karlsson er presturinn sem opinberlega lýsti því yfir að hann langaði að beita mann líkamlegu ofbeldi. Séra Bjarni Karlsson hljóp í fjölmiðla til að segja frá því, að hann presturinn, hefði löngun til að berja Brynjar Níelsson formann Lögmannafélagsins fyrir skoðanir sínar. Séra Bjarni Karlsson er ekki umburðarlyndur maður hann virðist ofbeldishneigður í meira lagi og ofstækisfullur að auki. Nú heldur hann uppi kröfu um að kollegi hans sé rekinn fyrir skoðanir sínar. Séra Bjarni Karlsson mun víst ekki oft predika þá blessun sem því fylgir að fólk sýni öðru fólki umburðarlyndi, nema hræsnin ríði ekki við einteiming hjá séra Bjarna. Það væri fróðlegt að fara í laugarneskirkju og heyra hvaða æsing og ofstæki presturinn þar fóðrar sókn sína á.

 • Hallgerður langbrók

  Takk fyrir karlmennskuna.

  Biskupinn fer mikin þessa dagana. Tekur ekki ábyrgð. Dæmir sig sig sjálfur. Ekki þurfum við að kalla til þess guð eða menn.

 • Ingólfur Harri

  Heiða, það er enginn að tala um að reka Séra Waage fyrir skoðanir hans.

  Séra Geir Waage, sem þyggur laun sín frá ríkinu, lýsti því yfir að hann mundi ekki fara eftir landslögum í starfi sínu sem prestur Þjóðkirkjunnar.
  Ekki nóg með það, hann lýsti því yfir að hann mundi frekar láta saklaus börn líða níðingsverk, en að hlýta þeim lögum sem allir aðrir þegnar þjóðfélagsins þurfa að fylgja.

  Þetta er ekki skoðun, þetta er ómennska og einbeittur brotavilji.

  En þú velur að verja það, ráðast á Séra Bjarna og saka hann um ofstæki.

 • Sigurjón Guðmundsson

  Þetta er náttúrulega út í hött hjá séra Geir Waage og vitaskuld eru menn reiðir. Menn hafa talað hér að ofan um þá staðreynd að hugsanlega segi menn sig úr þjóðkirkjunni sem virðist loga vegna skoðanaágreinings. Ég tel afstaða Geirs Waage sýna enn frekar að hann er íhaldssamur klerkur og fer fyrir þeim armi innan þjóðkirkjunnar.

  Hinum megin á línunni eru þið hjónin svífandi á einhverju undarlegu skýi. Hvert eruð þið að reyna að fara með kirkjuna okkar? Ég tek fast til orða og segi að þjóðkirkjan logi vegna skoðanaágreinings og þá á ég við þetta mál og einnig afstöðu ykkar klerkanna vegna nýju hjúskaparlaganna. Þið hjónin farið fyrir armi innan kirkjunnar sem ætlar að breyta orði lifanda Guðs eftir því hvað hentar hverju sinni. Það er engu líkara en að þið séuð að horfa á tískustrauma nútímasamfélags veðurberja sjálfa Biblíuna. Hún er skýr og því spyr ég hvar sérð þú stuðning í henni við skoðun þinni á hjúskaparlögunum nýju? Hvar sér hið íslenska Biblíufélag standa í henni að þeir hafi umbun til að breyta orðinu? Þeir hafa afmáð stóra og sterka texta úr henni í nýju þýðnigunni og ættu að skammast sín.

  Því tel ég að þú ættir að skammast þín fyrir að ýta undir undanrennuboðskap í stað þess að fara eftir orði almáttugs Guðs. Þú ert að fá fjölda fylgismanna með þér og án efa mun fólk taka sér bessaleyfi og kalla mig fordómafullan, íhaldssaman og jafnvel líkja mér við Geir Waage. Allt kemur fyrir ekki. Þú ert kirkjunni til skammar og ættir að taka af þér hempuna ef þú ætlar að halda áfram að boða einhvern boðskap sem á ekkert skylt við Kristnina sem er að finna í orði Guðs.

 • Ingólfur Harri ég veit ekki hvaða skilning þú leggur í orðið „ofstæki“ en hvaða orð viltu þá nota yfir séra Bjarna Karlsson sem lýsir því yfir að hann langi að berja saklaust og heiðarlegt fólk ? Eigum við heldur að nota orðið „ofstopamaður“ um séra Bjarna ?

 • Ingólfur Harri

  Ég veit það ekki Heiða. Hefur þig aldrei langað til þess að lemja neinn?

  Ég man ekki eftir þessari færslu hjá Bjarna ef ég hef þá séð hana, en það er langur vegur frá því að langa til að gera eitthvað og svo að láta undan lönguninni.

  Geir Waage sagði ekki að hann langi til þess að hylma yfir barnaníðingum og brjóta landslög. Hann sagði að hann myndi gera það undantekningalaust.

 • Sæll séra Bjarni.

  Það er hressandi að sjá presta tala skýrt. Hafðu þakkir fyrir það.

  Þú ert samt undarlega þögull um biskupinn þinn (núverandi) og hefur hann þó orðið uppvís um að gera það sem þú skammar sjera Waage fyrir að ætla sér, þ.e. að hylma yfir alvarlegum glæp.

  Þú getur áreiðanlega hártogað þetta – það er nú einu sinni sérgrein presta – en ef þú ert samkvæmur sjálfum þér, þá hlýtur þú að lýsa því yfir opinberlega að biskupinn og aðrir sem komu að Ólafsmáli á sínum tíma verði að segja af sér.

  Bestu kveðjur.

  Eiður

 • Ég tek undir orð Eiðs hér að ofan.

 • Er þetta kristinn söfnuður sem hér er að tjá sig, eða bloggdruslur sem allt út sóða sem þú ert að draga að þér. Þekki hér eina verstu bloggdrusluna er kallar sig Jenný Baldursdóttur. Þessi síða þin er uppfull af bloggsóðum en fátt um gott fólk að ræða málin. Þú safnar að þér slíkum druslum.

 • Það þyrfti kannski að taka sérstaklega fram á blogginu ef það er einungis ætlað „kristnum söfnuði“. Eða loka því fyrir öðrum en fólki af tæi Kára.

 • gerçekten başarılı olmuş başarılarınızın devamını dilerim

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is