Föstudagur 31.3.2017 - 09:32 - Lokað fyrir ummæli

Frjáls markaður á ferðinni!

        Dwight R. Lee

Full ástæða er til að vekja athygli á ráðstefnu, sem RNH, Samtök frjálslyndra framhaldsskólanema og hugveitan Austrian Economics Center í Vín halda núna á laugardaginn, 1. apríl, kl. 11–15:30, í Háskólanum í Reykjavík.

Á meðal fyrirlesara er prófessor Dwight R. Lee, sem hefur skrifað margt fróðlegt um almannavalsfræðina (public choice theory), en hann á auðvelt með að setja mál sitt fram á skýran og greinargóðan hátt. Hann mun meðal annars tala um, hvort við séum að verða vitni að endalokum hins alþjóðlega viðskiptafrelsis, sem hefur orðið milljörðum manna til góðs, en full ástæða er til að hafa áhyggjur af því.

Einnig talar John Fund, einn af ritstjórum National Review, á ráðstefnunni, en hann hefur ýmislegt að segja um Donald Trump forseta. Síðari hluta ráðstefnunnar tala Gloria Álvarez, sjónvarpskona frá Guatemala, og Gordon Kerr frá Cobden Centre í London. 

Flokkar: Efnahagsmál og samfélag

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is