Föstudagur 12.10.2012 - 19:54 - Lokað fyrir ummæli

Ummæli fyrirliðans!

Ummæli landliðsfyrirliðans segja ekki aðeins sögu af honum heldur af okkur öllum. Strákurinn elst upp í samfélagi þar sem ríkisfréttastofan tíundar ætíð þjóðerni gangstera sem eru af öðru þjóðerni en íslensku. Mönnum finnst því sem heilu  þjóðirnar séu glæpalýður- alast upp við það- þannig virkar það.

Í annan stað hefur KSÍ ekki staðið sig.  Alvöru íþróttasamband sér fulltrúum sínum á erlendri grund, þjálfurum og öðrum slíkum fyrir fjölmenningarlrgri  fræðslu. Það á að vera hluti af verklagsreglum um það hvernig forðast ber rasisma en ummælin eru ekkert annað. Undirritaður hefur prédikað það áður að KSÍ eigi að koma sér upp verklagsreglum í þessu efni og ítrekar það enn. Bæði þarf að átta sig á því hvað gera skal þegar atvik á borð við þetta koma upp og hvernig koma skuli í veg fyrir það að þau eigi sér stað.

Menntamálaráðherra segir að menn verði að vanda sig er þeir fjalla um aðrar þjóðir.  það er útaf fyrir sig rétt. En best er að vera það fordómalaus að ónauðsynlegt sé að vanda sig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is