Föstudagur 12.10.2012 - 11:16 - Lokað fyrir ummæli

Friðarverðlaunin!

Evrópusamband hlaut Friðarverðlaun Nóbels.  Frábært.  Það er í skynjun allra sem hafa fylgst með þróun mála í Evrópu hvílík gjörbreyting hefur orðið á viðhorfum þjóða innan Evrópu hverrar  til annarrar.  Þær líta á hvor aðra sem vina og samstarfsþjóðir og eru auðvitað í bandalagi sem bindur slíkt þannig að jafnvel þó inn á teppið komi menn sem ala á ótta, æsingi og óvild við aðra verður þeim ekkert ágengt.  Almenningur virðist  líka sjá í gegnum æsingamenn sem ala á útlendingafóbíu.  Þannig hefur Gert Wilders beðið afhroð, sömuleiðis dregur úr Sönnum Finnum og Gullinni dögun Grikkja.  Allir þessir völdu Evrópusambandinu sömu einkunnir og Heimsýnarmenn hér heima:  Gulag, Sovétalræði, bandalag ánauðar og kúgunar.

Það er ekki þar með sagt á Ísland eigi heima í ESB en flest bendir til þess að það væri  hollt fyrir okkur bæði efnahagslega og ekki síður andlega.  Við eigum í öllu falli  að eiga nána samleið með öðrum og ekki hleypa þeim upp á dekk sem ala á útlendingaótta og bábiljum um ESB eða aðra með æsingum og upphrópunum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is