Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 14.02 2018 - 12:09

Sand Hótel – Endurnýjun eldri húsa.

Það vekur athygli hvernig staðið var að byggingu Sand Hótels við Laugaveg.  Fjárfestarnir stóðu óvenjulega og menningalega að uppbyggingunni þarna við aðalgötu bæjarins. Hótelinu er komið fyrir í 8 gömlum byggingum sem hafa verið endurnýjaðar og nútímavæddar fyrir nýja starfssemi á sérlega smekklegan hátt. Aðstandendur framkvæmdanna hafa ekki bara sýnt umhverfi sínu virðingu heldur einnig hinni […]

Fimmtudagur 08.02 2018 - 08:15

Kirkjusandur – Atvinnusögunni bjargað!

Það var ánægjulegt að hlusta á  borgarstjóra á íbúafundi í Borgarhluta 4 – Laugardalur í gærkvöldi. Hann fór vítt yfir framtíð og tækifæri borgarhlutans, en það sem vakti sérstaka athygli mína var hugmynd um að þyrma gamla fiskvinnsluhúsi Jupiters & Marz á Kirkjusandi sem hefur verið ógnað af nýju skipulagi þarna. Þetta gamla hús er […]

Sunnudagur 04.02 2018 - 14:50

Endurreisn Breiðholtsins.

    Nýlega var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrirspurn varðandi byggingu 15 hæða byggingu í efra Breyðholti sem hýsa á alls 50 íbúðir af margvíslegum stærðum. Þetta eru í raun mikil og gleðileg tíðindi því segja má að þetta sé beint framhald af jakvæðri og góðri uppbyggingu í Breiðholti sem hófst fyrir nokkrum misserum þegar vannýttu […]

Föstudagur 26.01 2018 - 11:26

Að fanga staðarandann

Það er ekki öllum arkitektum gefið að kunna að fanga staðarandann. Nýlega voru kynntar hugmyndir arkitekta varðandi nýbyggingar við Framnesveg 40-42, þar sem þetta hefur tekist. Þegar horft er á myndina efst í færslunni sést að tekið er tillit til nokkurra grundvallaratriða í götumyndinni. Húsalengdinni er skipt niður þannig að hún er af svipaðri lengd […]

Sunnudagur 21.01 2018 - 14:44

„Að byggja sér fortíð“

„Að byggja sér fortíð“ Í umræðunni um verndun húsa og viðhald þeirra skiptast sjónarmiðin í tvö horn. Annarsvegar er hópur sem vill meðhöndla eldri byggingar af mikilli varfærni og telur jafnvel að vernda þurfi nánast öll hús á tilteknum svæðum og hinsvegar hópur sem telur að verndunarsjónarmiðin tefji fyrir framþróun og skemmi fyrir. Talað er […]

Föstudagur 12.01 2018 - 12:25

Landspítalinn og bílastæðabókhaldið.

Í Morgunblaðinu í morgun er farið yfir bílastæðabókhald þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut. Þar kemur fram að reiknað er með  að einungis 3 til 4 af hverjum 10 komi til spítalans í einkabíl. Einungis er gert ráð fyrir 1600 bílastæðum fyrir spítalann í fyrsta áfanga hans en þá verða starfsmennirnir um 3900. Ef ég skil rétt þá […]

Fimmtudagur 04.01 2018 - 13:17

Skipulagsráð 1978-1982 og 2010-2014

Mér eru minnistæðar tvær skipulagsnefndir í Reykjavík sem mér þótti standa sig vel. Sú fyrri var skipulagsnefnd sem var á árunum 1978-1982 undir forystu Sigurðar Harðarsonar arkitekts. Það sem einkenndi störf þeirrar nefndar var áhuginn fyrir að draga úr útþennslu borgarinnar og ná böndum á hana,  þétta byggðina,  draga úr notkun einkabíla, efla almamannasamgöngur og vernda […]

Fimmtudagur 28.12 2017 - 09:54

Verndun staðarandans – Lög og reglugerðir.

  Varðveisla staðarandans Þó svo að friðun einstakra menningarminja og mannvirkja sé í ágætum farvegi verður það sama ekki sagt um staðarandann, það sem á latínu kallast „genius loci“. Staðarandinn nær til alls umhverfisins og finnst ekki bara í því sem mætir auganu. Hann tekur til alls sem maður sér og skynjar á einhverjum tilteknum […]

Mánudagur 18.12 2017 - 13:45

Flökkusaga um staðsetningu Landspítalans.

Nú hefur sú flökkusaga gengið í hartnær heilan áratug að „allar“ staðarvalsgreiningar hafi bent á að heppilegast sé að byggja upp þjóðarsjúkrahúsið við Hringbraut. Þessi fullyrðing á ekki við nein rök að styðjast og er tóm vitleysa eins og sést þega gögn málsins eru skoðuð. ++++ En þessi flökkusaga lifir og var líklega sett af stað af embættismönnum […]

Fimmtudagur 07.12 2017 - 18:36

Innviðir ferðamannastaða – Viðhorfskönnun – Menn vilja staðbundar lausnir.

Sumarið 2017 stóð Landgræðslan fyrir könnun á meðal ferðamanna um viðhorf þeirra til innviða og náttúru á tveimur áfangastöðum. Landgræðslan tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands í samstarfi við Mosfellsbæ og Skaftárhrepp. Nýta á niðurstöðurnar til stefnumótunar fyrir áfangastaði í sveitarfélögunum tveim sem stóðu að könnuninni.Könnunin var hluti af svonefndu ASCENT verkefni, en það […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is