Færslur fyrir júní, 2017

Þriðjudagur 20.06 2017 - 17:55

Borgarlínan á fullkomlega rétt á sér.

Borgarlínan á fullkomlega rétt á sér. Hugmyndafræðin sem liggur að baki Borgarlínunnar er rökrétt og skynsamleg að mati flestra sem kynnt hafa sér málið. Hinsvegar hafa menn mismunandi skoðanir á útfærslunni og umfanginu. Það er fullkomlega eðlilegt að ræða það. Í mínum huga er ljóst að umfangið er of mikið. Á frumniðurstöðum valkostagreiningu COWI (aðalráðgjafa verkefnisins) skynjar […]

Fimmtudagur 15.06 2017 - 10:44

Stúdentagarðar – Aðhald Minjastofnunnar

  Það er ánægjulegt að verða vitni að því að Minjastofnun Íslands veitir aðhald að eigin frumkvæði þegar stofnuninni þykir ástæða til. Í Morgunblaðinu í morgun kemur fram að Minja­stofn­un Íslands tel­ur að fyr­ir­huguð upp­bygg­ing nýrra stúd­enta­í­búða á lóð Gamla Garðs á Hring­braut 29 feli í sér veru­leg og nei­kvæð um­hverf­isáhrif þar sem list­rænt mik­il­vægri skipu­lags­heild […]

Mánudagur 12.06 2017 - 10:34

Frank Lloyd Wright til sölu

  Bandaríski arkitektinn Frank Lloyd Wright fædddist 8. júni 1867 í Wisconsin í bandaríkjunum. Síðan eru liðin 150 ár. FLW er óumdeilanlega talinn fremstur arkitekta þar vestra fyrr og síðar. Hann hafði mikil áhrif víða um lönd. Hann sótti innbrlástur í japanska byggingalist og lét nytjastefnuna ráða ferð. En nytjastefnuna (funktionalismann) nam hann hjá meistara […]

Miðvikudagur 07.06 2017 - 11:40

Enn eru byggingar rifnar í Reykjavík.

Það er alltaf erfitt að horfa upp á niðurrif eldri húsa sem eiga sér sögu. Þar er oft saga og verk liðinna kynslóða þurrkuð út. Ég las í Morgunblaðinu áðan að nú er verið að rífa gömlu höfuðstöðvar Strætisvagna Reykjavíkur við Kirkjusand!  Húsin sem er verið að rífa eru tæplega 50 ára gömul og voru teiknuð […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is