Færslur fyrir janúar, 2017

Mánudagur 30.01 2017 - 15:24

Umræðan um arkitektúr og arkitektinn í umræðunni.

  Danska arkitektafélagið hefur áhyggjur af því að danskir arkitektar blandi sér ekki nægjanlega í umræðuna um störf þeirra og verk í fjörmiðlum. Félagið leggur áherslu á að þeir haldi á lofti faglegum sjónarmiðum sínum með það að markmiði að auka skilning fólks á því sem máli skiptir og varðar arkitektúr og skipulag. Félagið velti fyrir sér […]

Mánudagur 23.01 2017 - 17:16

Ágætt dæmi um aðlögun að eldri byggð.

  Það er ánægjulegt þegar maður verður þess var að skipulagshöfundar vinna deiliskipulag á forsendum þess sem fyrir er. Dæmi um það er nýlegt skipulag á reit sem afmarkast af Laugavegi, Vegamótastíg, skólavörðustíg og Bergstaðastræti. Skipulagið nær einkum til húsanna Laugavegur 12b og 16, staðgreinireitur er 1.171.4 Eins og sést á myndinni efst í færslunni er […]

Miðvikudagur 18.01 2017 - 11:02

Byggt við Háskólabíó og aukaafurðir í samkeppnum

  Þegar arkitektar taka þátt í samkeppnum reyna þeir að skilgreina spurninguna sem sett er fram í keppnislýsingunni og svara henni í samhengi við skilgreinungu keppandans á viðfangsefninu. Þetta er einmitt það sem veldur því að samkeppnistillögur eru mismunandi. Ef allir keppendur skilgreindu keppnislýsinguna eins og allir læsu umhverfið og skilgreindu það yrðu allar lausnirnar áþekkar. Í samkeppnum […]

Fimmtudagur 12.01 2017 - 15:29

Stefnuyfirlýsingin 2017 og skipulagsmálin

Það var fagnaðarefni að lesa stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vorið 2013,  fyrir tæpum fjórum árum. Þar var í fyrsta skipti tekið á skipulagsmálum í stjórnarsáttmála og Menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagerð var fylgt eftir. En í sáttmálanum stóð orðrétt: “Ríkisstjórnin telur mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi. Sett verða lög um sérstök verndarsvæði […]

Mánudagur 09.01 2017 - 22:57

Vegamótastígur – Gamalt hús flutt – Nýtt hús byggt

    Í dag var húsið Vegamótastígur 9 lyft af sökkli sínum og flutt á baklóð að Grettisgötu 54. Þessi framkvæmd hefur verið mikið í umræðunni og sitt sýnist hverjum. Í stuttu máli virðist hér vera á ferðinni skipulag sem ber öll megineinkenni verklags sem ekki fæðir af sér bestu hugsanlega niðurstöðu fyrir umhverfið.  Skipulagið virðist […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is