Þriðjudagur 18.11.2014 - 07:55 - 9 ummæli

Plús orku hús

 

Allt frá orkukreppunni 1973 hafa arkitektar og verkfræðingar víða um heim verið að vinna að því að skapa „núll orku hús“. Það er að segja hús sem framleiðir alla þá orku sem það þarf sjálft á að halda. Þetta hefur stundum, næstum, tekist en ekki náð fótfestu í byggingariðnaðinum. Undanfarið hafa menn sett markið hærra og stefnt að því að byggja hús sem framleiðir meiri orku en það þarf sjálft á að halda.

Þ.e.a.s. „Plús orku hús“

Fyrir nokkru var haldin smkeppni um svokallað „Plus energihús“ á svæði sem heitir Norra Djurgaarsstaden í Stokkhólmi. Þetta var metnaðarfull samkppni með háleitum markmiðum þar sem hugsunin er   “ Think globally, act locally “ eða “ Think global, act local “

Alls bárust 16 tillögur af tveim húsum sem rúma samtals 43 íbúðir.

Sankeppnina vann Dinell Johansson arkitekt sem ætlar að byggja hús sem framleiða meiri orku en þau nota!

Byrjað er að undirbúa framkvæmdirnar og er gert ráð fyrir að þeim ljúki árið 2018. Menn gera sér engar vonir um að þetta borgi sig þegar til skamms tíma er litið en geta kannski varðað veg að vistvænni húsum.

Húsin verða sennilega það dýr í uppbyggingu að orkuvinnslan muni ekki skila því sem lagt er út, aftur í kassann.  Allavega til skamms tíma litið.  En maður á ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur heimsbyggðina alla og framtíð niðjanna um aldir.

Það er alltaf gaman að fylgjast með þegar nýjungar á borð við þetta líta dagsins ljós.

++++++

Árið 1996 var haldin hér á landi metnaðarfull tveggja þrepa samkeppni um félagslegar íbúðir framtíðarinnar.  Þetta var stór samkeppni þar sem aðeins ein tillaga, sem hlaut 3. sætið,  tók alvarlega á umhverfismálum og orkunotkun undir ofangreindum slagorðum, “ Think globally, act locally “ . Samkeppnin var á vegum Húsnæðismálastofnunar Ríkisins.  Ekkert varð úr frekari þróun eða  framkvæmdum.

++++++

Ég man ekki eftir því að nokkur aðili í einka- eða opinbera geiranum hafi síðan gert tilraun til þess að stuðla að framþróun íbíðahúsnæðis. Næst á undan voru það sennilega Sunnuhlíðarsamtökin sem byggðu fyrstu fjölbýlishúsin hér á landi, sem voru einangruð að utan, nánast viðhaldsfrí og með svölum með sérstöku köldu burðarkerfi vegna  svalanna.

Þetta gekk það vel að lengi á eftir hafa nánast allar byggingar hér á landi verið einangraðar að utan. Á síðustu misserum sýnist mér að farið sé að bera á staðsteyptum húsum einangruðum að innan og með kuldabrýr allt um kring líkt og algengast hefur verið frá upphafi steinsteypra húsa hér á landi.

++++++

Úpplýsingar um sænsku húsin eru fengnar frá Dagens Nyheter.

 

undefined

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 12.11.2014 - 12:12 - 21 ummæli

Strætóskýli SVR – 1980.

 

 

BB-skýli-Módelmynd

 

Fyrir rétt tæpum 34 árum, í desember 1980, voru kynnt úrslit í opinni samkeppni um ný strætisvagnaskýli fyrir Srætisvagna Reykjavíkur,  SVR, eins og það hét þá.

Í febrúar 1982 þegar nokkur skýli höfðu verið byggð hlutu þau Menningarverðlaun DV fyrir byggingalist.

Höfundur skýlanna er Birna Björnsdóttir húsgagna- og innanhússarkitekt sem starfað hefur alla sína starfsæfi í Kaupmannahöfn.

Hún var einn af fjórum eigendum einnar stærstu og virtustu landslagsarkitektastofu þar  landi, GHB landskab, sem unnið hefur tugi samkeppna og hannað um áratugi fyrir einstaklinga, öll helstu fyritæki Danmerkur og sveitarfélög og sjálfa konungsfjölskylduna.

Birna hefur, ein og og síðar með stofu sinni, tekið þátt í samkeppnum og unnið fjölmargar.

Hún hefur þrisvar tekið þátt í samkeppnum hér á landi og unnið til verðlauna í öll skiptin. Fyrst voru það strætóskýlin sem hér er fjallað um. Síðan vann hún stóra tveggja þrepa samkeppni um endurmótun Arnarhóls, sem ekki var framkvæmd nema að hluta, og svo var það samkeppni Reykjavíkurborgar um götugögn.

Það hefur verið sagt að góður arkitektúr og gott skipulag fari aldrei úr tísku. Þetta er alveg rétt. Góð hönnun er dæmd til að vera klassísk. Við þekkjum það öll. Við vitum líka að það sem verður voða mikið í tísku fer alveg óskaplega mikið úr tísku áður en maður veit af.

Stræðisvagnaskýli Birnu hafa hlotið tvenn æðstu verðlaun byggingalistarinnar hér á landi,:  Fyrstu verðlaun í opinni samkeppni og síðar mennigarverðlaun DV í byggingalist. Skýlin eru þeirrar gerðar að þau fara aldrei úr tísku þó þau endurspegli auðvitað anda þess tíma sem þau voru hönnuð.

Þetta segi ég nú vegna þess að Reykjavíkurborg er að velta fyrir sér að hefja byggingu skýlanna að nýju, nú 34 árum eftir að þau hlutu fyrstu verðlaun í arkitektasamkeppni og 32 árum eftir að þau hlutu menningarverðlaun DV.

Þetta er ánægjulegt og sjaldgæft þegar hverskonar hönnun á í hlut.

++++

Til marks um tíðarandann árin kringum 1980 er gaman að lesa greinargerð Birnu með samkeppnistillögunni.  Þar sést að Birna er samfélagslega meðvituð eins og einkenndi ungt fólk á þeim árum og hlýfði engum. Heldur ekki meðlimum dómnefndar, stjórnmálamönnum eða strætóbílstjórum.  Dómnefn hefur greinilega haft þroska til þess að láta gagnrýnina ekki bitna á höfindinum og verki hans.

Ég birti hér stuttan kafla úr alllangri greinargerðinni sem bera öll merki meðvitundar um ástand samfélagsins eins og það var þegar þetta er skrifað (og er að mestu enn).:

„Í minnkanndi hagvexti er nauðsynlegt að gera veg almenningsvagna meiri en nú er. Færri og færri krónur verða afgangs til að fórna á altari blikkbeljunnar.  Þar sem stjórnmálamenn fara „að vilja fólksins“ verður fólk að vilja ferðast með almenningavögnum áður en stjórnmálamenn fást til þess að veita fé til betri almenningsvagnaþjónustu.  Til þess að almenningsvagnakosturinn geti talist álitlegur fyrir neytandann fram yfir einkabílinn þurfa eftirfarandi umbætur að eiga sér stað:

1.

Vagnarnir þurfa að minnka um helming og ferðum að fjölga um helming eða meir.

2.

Á fjölförnum götum þarf að útbúa sérstakar almenningsvagnaleiðir þannig aðalmenningsvagnar verði jafnfljótir eða fljótari en einkabíllinn.

3.

Aka þarf vögnunum betur þannig að farþegar þurfi ekki aðhalda sér með báðum höndum, heldur geti lesið blöð og bækur á ferðum sínum á leið til vinnu sinnar.

4.

Fargjöld með almenningsvögnum verði í lágmarki, jafnvel ókeypis af tilliti til þjóðhagslegrar hagkvæmni þjónustunnar.

5,

Almenningsvagnabiðskýlin verði upphituð, vellýst og fráhrindandi fyrir skemmdarvarga.“

Gaman væri að sjá meira af svona greinargerðum með samkeppnum. Hlaðnar lausnamiðaðri gagnrýni þar sem samfélagsleg ábyrgð höfundarins er áberandi og hiklaus.

Sú menningarslepja sem einkennir nánast allar gerinargerðir nú á dögum er óttalega „kljén“ eins og þekktur menningargagnrýnandi orðaði það einu sinni.

++++

Efst er ljósmynd af líkani samkeppnistillögunnar í mkv 1:20. Tölvumyndir nútímans koma nú í stað svona líkana en segja miklu minna vegna þess að þær taha hugmyndaflugið frá áhorfandanum.  Að neðan koma svo nokkrar gamlar ljósmyndir og teikningar af skýlinu.

Heimasíða fyrrum teiknistofu Birnu, sem er reglulega gaman að skoða, má finna á þessari slóð:

http://www.ghb-landskab.dk/

 

 

BB-SVR-skýli-teikn

 

BB-SVR-skýli-persp

 

BB-SVR-mynd-4aa

BB-SVR-mynd-5

SVR skýli samkeppnisteikningar 004 BB-SVR-sneiding

 

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 9.11.2014 - 01:49 - 6 ummæli

Kynningarfundir og sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur

fundur_i_tjarnasal_1

Í undirbúningi er kynningarfundur og sýning um uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Reykjavík á næstu misserum.

Þetta verður með svipuðu sniði og kynningarfundur og sýning um ýmsar framkvæmdir í borginni, sem efnt var til í Ráðhúsinu fyrir ári síðan.  Sú uppákoma var í byrjun kosningavetrar, sem hægt var að túlka sem upphaf kosningabaráttunnar.

Nú liggur sú staða ekki fyrir. Nú er ekki hægt að líta á þetta sem kosningauppákomu helur markvisst upplýsinga flóð til borgaranna í önnum dagsins og miðri vinnunni.

Sýningin verður í Ráðhúsinu 12. – 19. nóvember og kynningarfundur fyrir almenning verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 17.00 og 19.00.

Ætlunin er að miðla því helsta sem er á döfinni varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á næstu misserum á vegum einkaaðila og borgarinnar sjálfrar ef ég skil rétt.

Áhersla í kynningum verður lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýhafnar. Einnig mun borgin draga fram upplýsingar um verkefni á undirbúningsstigi hjá borginni og einkaaðilum.

Samhliða kynningu hvers verkefnis mun áhersla lögð á að ná fram heildarsýn á uppbyggingu íbúðahúsnæðis í borginni allri á næstu árum.

Kynningarfundir og sýning verða í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fagfólki, fjárfestum og fyrirtækjum verður boðið sérstaklega. Auk þess verður opin kynning fyrir almenning sem verður fimmtudaginn 13. nóvember kl.: 17.00 – 19.00.

Um að gera að mæta og kynna sér það sem er í vændum í höfuðborginni, mynda sér skoðun og vera virkur í umræðunni.

Ég fór á samskonar fund og sýningu í fyrra og þótti mjög upplýsandi. Þá var það Páll Hjaltason arkitekt og formaður skipulagsráðs sem leiddi fundinn ef ég men rétt.

Nú verður það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem fer yfir málin.

Það verður spennandi að sjá og heyra hvað hefur breyst, hvernig hefur gengið á því ári sem liðið er og hvað er nýtt á nálinni.

Hjálagðar eru nokkrar myndir sem teknar voru við sama tækifæri fyrir einu ári. Ef þetta verður með svipuðum hætti í ár verður hér á ferðinni veisluhlaðborð með margvíslega rétti sem varða arkitektúr, skipulag og staðarprýði.

10367601_10152743605010042_7034039540277412210_n

10177518_10152743605695042_6742244807259103451_n

10730864_10152743605140042_2198203519400783310_n

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 4.11.2014 - 11:07 - 17 ummæli

Vogahverfi – Næsta heita hverfið?

 

Vinningstillaga jvantspijker + FELIXX frá Hollandi

Vinningstillaga Teiknistofunnar Traðar

 

Það er algengt um víða veröld að hverfi sem ekki hafa verið í umræðunni eða vakið athygli verða skyndilega vinsæl. (Mýrin í París, Meatpacing District í NY og m.fl) Fasteignaverð hækkar í kjölfarið og inn í hverfin flytja framsækin fyritæki og fjölskyldur fólk.   Etirspurnin eftir húsnæði af öllum gerðim eykst veruleha á þessum svæðum. Þetta er sttundum kallað „heitt svæði“.

Við þekkjum þetta frá flestum borgum.

En þetta gerist ekki hvar sem er. Það þarf að vera til staðar hvati og infrastruktúr sem getur borið umbreytinguna.

Menn hafa verði að velta fyrir sér þróuninni í Reykjavík. Hvort það sama muni gerast hér og í framhaldinu hvar?  Margir spyrja hvaða hverfi muni taka við af póstnúmerum 101 og 107 í Reykjavík, haða svæði hafa það sem þarf og hvaða svæði er hægt að umbreyta þannig að þau verði „heit“?

Ég held að það verðu póstnúmer 104 eða nánar tiltekið Vogar/Heimar og Vogabyggð.  Vogabyggð nýtt heiti á svæðinu við Súðarvog inni við Elliðaárósa.

Ég byggi þessa spá mína á þeirri stefnu sem mótuð er í aðalskipulagi Reykjavíkur AR 2010-2030 og kemur þar margt fleira til.

Eins og fram kom í forvinnu vegna Hverfaskipulagsins sem unnið var s.l. vetur hefur hverfiseiningin Vogar í Borgarhluta 4 upp á gríðarleg tækifæri  að bjóða.

Þaðan er stutt í alla þjónustu og gríðarlegt framboð af atvinnutækifærum. Stutt er í víðáttumikil útivsitasvæði í Laugardal, Elliðáárdal og þaðan upp í Heiðmörk. Þarna er veðursæld. Félagsleg samsetning og hlutfall íbúðagerða er í miklu jafnvægi eins og kom fram í forsögn hverfaskipulagsins og margt fleira.

Í Borgarhluta 4, Laugardal, eru 10 svokölluð „þróunarsvæði“ samkv. Aaðalskipulaginu. Tvö þeirra tengjast Vogum beint. Annað er Skeifan þar sem AR 2010-2030 gerir ráð fyrir að byggt verði um 85 þúsund fermetra nýbygginga með atvinnutækufærum og um 500 íbúðum.  Á þróunarsvæði við Súðarvog, svokölluð Vogabyggð, á að byggja um 40 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði og 400 íbúðir til viðbótar því sem fyrir er.

En sterkasti þátturinn er tvímælalaust hinn svokallaði samgönguás sem mun binda borgina saman í línuborg frá Vesturbugt við Granda alla leið að Keldum austast í borginni.  Samgönguásinn er sterkasta og mikilvægasta aðgerði sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir til að bæta borgina. Samgönguásinn mun breyta borginni verulega til vistvænni, betri og skemmtilegri borgar ef vel tekst til.

Í ljósi þessa eru allar aðstæður og infrastrúktúr í Vogahverfi sérlega hagstæðar og miklir möguleikar til að skapa mjög eftirsóknarverðar aðstæður.  Tækifærin til endurnýjunnar hverfisins felast í þróunarsvæðunum þar sem byggingamagn mun aukast um 130 þúsund fermetra og 900 íbúðir auk þess sem samgönguás aðalskipulagsins mun gegna lykilhlutverki.

Samgönguásinn mun liggja framjá Voghverfi og Vogabyggð og tengja hverfið miðborginni, menningu, útivist og listum annarsvegar og verslun, atvinnutækifærum og þjónustu hinsvegar. Samgönguásinn verður vonandi lífæð borgarinnar allrar.

+++++++++

Þessi þróun er þegar hafin á svæðinu við Súðarvog, „Vogabyggð“  og vinnan er komin nokkuð áleiðis.

Það er bráðum ár síðan blásið var til samkeppni um þróunarsvæðið við Súðarvog samkvæmt aðalskipulagi að undangengnu forvali. Af þeim tillögum sem bárust þóttu tvær skara framúr. Það eru tillögurnar sem birtar eru myndir af efst í færslunni.

Sú efri kom frá Hollensku arkitektastofunum jvantspijker + FELIXX  sem dómnefndin taldi áræðna og frumlega. Í dómsorði má lesa „Samgöngukerfi hverfishlutans er vel leyst og tenging Súðarvogs við Dugguvog er sannfærandi. Sameinaðar eru þær megin akstursleiðir gegnum hverfið. Nýtt miðlægt torg sem býður upp á sterka hverfismiðju er annarsvegar skemmtilega tengt göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut og hinsvegar göngubrú yfir Naustavog  leiðin tengist þannig aðalleið að skóla. Feiknarlega vel unnin tillaga og skemmtileg. „

Myndin strax fyrir neðan er unnin af  Teiknistofunni Tröð og taldi dómnefnd hana jarðbundin og raunsæja. Í dómnefndaráliti stendur „Tillagan byggir á skýrri landnotkun með atvinnuhúsnæði við Sæbraut, því næst blandaðri byggð sem nær yfir Súðavog og austast íbúðabyggð að Naustavogi. Byggðin er 3-5 hæða. Núverandi gatnakerfi er lagt til grundvallar og Súðavogur er megin ásinn í norður-suður. Dugguvogur og Súðavogur halda sér að mestu og þvergötur frá Súðavogi liggja niður að strandgönguleið. Tillagan er vel unnin og skýr, bæði í framsetningu og hugsun.“

Ég skoðaði þessar tillögur á sínum tíma áður en dómur féll og var nokkuð hrifinn af tillögu Hollendinganna en tók ekki sérstaklega eftir hinni en sé nú að hún er eins og dómnefns segir, jarðbundin, raunsæ og með skýra landnotkun.  Það var skynsamlegt af dómnefnd að spyrða framsækna tillögu Hollendingana við tillögu sem augljóslega var unnin af fólki sem, þekkir til skipulagsmála hér á landi.

Eitt sem olli mér strax vonbrigðum í báðum tillögunum var að höfundarnir höfðu ekki tekið tillit til samgönguáss aðalskipulagsins sem ætti að vera helsti burðarás hverfisins og stuðla að betra hverfi og betri vistvænni borg með minnkandi einkabílaumferð. Þetta er meginatriði aðalskipulagsins. Hitt eru tengingar hverishlutans til austurs að gamla Vogahverfinu þar sem er að finna mikilvæga stuðningsstofnanir fyrir hverfið á borð við menntaskóla og margþætta þjónustu- og íþróttastarfssemi.

+++++

Í síðustu viku voru drög að deiliskipulagi kynnt hjá borginni og ber að fagna því. Og dr0gunum var fagnað hef ég heyrt. Mér er sagt  að markmiðum AR 2010-2030 sé fylgt eftir. Ég þekki ekki tölfræði skipulagsvinnunnar en geri ráð fyrir að hún sé í samræmi við nýsamþykkt aðalskipulag varðandi landnýtingu. Ég verð samt að segja að ég er ekki alveg sammála aðalskipulaginu þarna og tel nýtinguna meiga vera nokkuð meiri en aðeins 400 íbúðum á svæðinu. Sennilega yrði til bóta ef íbúðum yrði fjölgað verulega og atvinnuhúsnæði aukið sömuleiðis. Kannski  úr 400 upp í 6-700 íbúðir og atvinnuhúsnæði úr 40 þúsund upp í 60 þúsund.  Þessi hugleiðing mín er kannski óábyrg enda eru þessar tölur mínar byggðar á tilfinningunni einni saman.

Hitt er líka mikilvægt og það er að hlutfall íbúðagerða falli að byggðinni sem er í nágrenninu, Fylla upp í skort íbúðagerða og aðvitað huga að því hvaða nýjar íbúðagerðir framtíðin mun kalla á.

Þetta stefnir í mjög gott borgarskipulag sem mun styðja vel við nærliggjandi byggð ef fer sem horfir.

Mér þykir samt enn vanta nokkuð á markviss tengsl við Vogahverfi og að betri grein sé gerð fyrir samgönguásnum en það er meginforsenda fyrir þeirri spá minni  að Vogahverfi með þróunarsvæðum í Skeifu og við Súðarvog  verði heitasta hverfni borgarinnar eftir svona 15-20 ár.

Það eru hörkuspennandi tímar framundan í skipulagsmálum í Vogum Skeifu og við Súðarvog.

++++++

Það er gaman að sjá ferska vinda blása um deiliskipulagsvinnu í borgarlandinu og að borgin sýni í verki að hún ætlar að standa við áform sín um betri vistvæna borg.  Þó íslenskt skipulags fólk sé fært í sínu fagi er alltaf gott að fá innblástur frá erlendum kollegum eins og hér í Vogabyggð.

Það leiðir hugann að því að fyrir svona 10 árum sóttist ein færasta arkitektastofa í Evrópu sem sinnir íbúða og borgarkipulagi, Vandkunsten, í Danmörku eftri að taka þátt í samkeppni um skipulag í Úlfarsárdal.  Borgi hafnaði umsókninni af óskiljanlegum ástæðum.  Ég velti fyrir mér hvort Reykjavíkurborg hefði orðið undir í baráttu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um húsbyggjendur ef Vandkúnsten hefði fengið tækifæri til þess að leggja fram sínar hugmyndir um íbúðabyggð í Ulfarsárdal?

++++

Að neðan koma myndir af skipulaginu fengnar víðsvegar af netinu. Strax að neðan kemur yfirlitsuppdráttur af sameinaðri tillögu sem sýnir að samgngúásinn er punkteraður inn eins og menn séu ekki alveg samfærðir um tilgang hans eða hafi ekki trú á honum og svo koma nokkrar fjarvíddarteikningar víðsvegar úr Vogabyggð.

Svo er að finna mjög upplýsandi myndband af skipulaginu á Facebook síðu sem stofnuð hefur verið um hverfið. Hana má finna á eftirfarandi slóð:

(https://www.facebook.com/pages/Vogabygg%C3%B0/497988203640418?fref=ts)

 

 

Skipulag22

 

 

 

Felixx_Vogabyggð_12

Picture5

Picture8

6

1

3

Picture4

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 28.10.2014 - 01:03 - 13 ummæli

Ný gerð fjölbýlishúsa.

 

 

Þegar ég sá frumdrögin af þessum húsum fyrir nokkrum árum fannst mér tillögurnar nánast tóm vitleysa. Ég skrifaði pistil af því tilefni sem nefndist „Varist stjörnuarkitekta“.

Nú þegar búið er að byggja húsin og draga fram rök fyrir hugmyndinni, sem ég man ekki eftir að hafi verið nefnd þegar verkefnið var fyrst kynnt, finnst mér þetta spennandi. Mér finnst þetta ekki lengur vera tóm vitleysa.  (Það gleður mig að verða þess var að ég hef enn hæfileika til þess að skipta um skoðun).

Hugmyndin var að taka venjulega háhústurna, leggja þá á hliðina og stafla þeim svo upp. Þessi hugmynd opnaði ýmsa möguleika sem komið hafa í ljós.

Þetta má sjá á skýringarmyndinni strax hér að neðan.

Þarna eru 31 íbúðabyggingu staflað upp í hexagóna þannig að það myndast geometrisk útivistarrými sem svo eru innréttuð á margvíslegan hátt á mögum hæðum. Það má jafnvel segja að húsin séu einungis sex hæðir, eða jagnvel þrjár. Það er aldrei meira en þrjár hæðir upp eða niður á sameiginlegt útivistarsvæði  þó svo að húsin séu alls 24 hæðir. Svo neðst koma rúmbetri útivistarsvæði ætluð íbúunum.

Ég hef komið til Singapore fjórum sinnum á 35 árum og tek eftir að einkenni borgarinnar er smátt og smátt að víkja fyrir alþjóðahyggju byggingarlistarinnar. Það er synd. Því gömlu nýlenduhúsin voru og eru sjarmerandi. Ég held reyndar að þau gömlu hús sem enn standa í Singapore verði gefið líf.  Alveg eins og ég vona að öllum gömlu húsunum innan Hringbrautar í Reykjavík fái að standa um ók0min ár endurbyggð og/eða uppgerð.

En það verður að segjast að háhýsin í Singapore eru í almennt háum gæðaflokki. Mikið hærri en t.a.m. háhýsin  í Shanghai og víða annarsstaðar. Sjá neðstu myndina í færslunni.

Verkið sem hér er kynnt er unnið af Ole Scheeren arkitekt í samvinnu við Rem Koolhas á  OMA.

Íbúðahverfið er kallað The Interlace  og segja arkitektarnir að þetta sé e.k. lóðrétt 170.000 m2 þorp með 1040 íbíðum.

 

 

The Interlace by Ole Scheeren

 

 

 

 

The Interlace by Ole Scheeren

 

The Interlace by Ole Scheeren

The Interlace by Ole Scheeren

Að neðan eru nýleg fjölbýlishús í Shanghai. Svona byggingar hafa risið í þúsundatali í Kína á undanförnum árum. Við höfum kynnst byggingum af svipaðri gerð víða annars staðar og jafnvel hér á landi.— Spurning er hvort hér sé á ferðinni slúmm framtíðarinnar?

 

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 23.10.2014 - 14:51 - 51 ummæli

Umræðan um Vatnsmýrarflugvöll

 

KEF-EUROPE

 

Ég nennti varla á  fund flugvallavina á þriðjudagskvöldið vegna þess að svona fundir bera oft einkenni trúarsamkoma, fullar af tilfinningum og geðshræringu samherja í stríði sem þeir telja tapað.

Annað var uppi á teningnu á þriðjudaginn.

Þarna voru flutt fjögur framúrskarandi erindi, full af staðreyndum og án tilfinninga. Erindin voru öll fordómalaus, lausnamiðuð og mjög upplýsandi og einkenndust af víðsýni og umburðalyndi. Enn menn voru ekki sigurvissir.

Þetta var sérlega góður og nauðsynlegur fundur. Að minnsta kosti fyrir mig.

Ég hef lagt mig fram um að hlusta á og skilja sjónarmið þeirra sem vilja flugvöllinn burt en finn allt of margar holur í þeim málflutningi og finn að umræðunni er ekki lokið. Mér finnst þeir ekki sjá heildarmyndina. Umræðan hefur ekki náð þeirri dýpt og breidd sem til þarf áður en ákvörðun er tekin. Svo afgreiða þeir þá sem eru þeim ósammála  með að segja þá þreyta „gönuhlaup“!

Ég fyrir minn hlut sé gjarna að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni sem fyrst ef ekki er þörf fyrir hann. Ég vil hann líka burt ef ég horfi til þröngra hagsmua borgarskipulagsins og Reykjavíkurborgar.  Ég hef hinsvegar efasemdir um hvort flytja eigi flugvöllinn eða leggja niður útfrá heildarhagsmunum höfuðborgarsvæðisins og samkeppnisstöðu þess á alþjóðavetvangi og landsbyggðarinnar. En það er önnur saga.

En flugvöllurinn á auðvitað ekki að fara fyrr en ásættanleg  lausn er fundin og samgöngur höfuðborgarinnar í lofti er tryggð. Peningar til að byggja nýjan flugvöll þurfa líka að liggja á borðinu ef sú staða verður ofaná. Ég minni líka á að flugvöllurinn þekur einungis 140 ha lélegs byggingarlands, en handan Skerjafjarðar eru um 700 ha af ágætu byggingarlandi. Með brú milli Nauthólsvíkur yfir á Kársness og þaðan yfir á Bessastaðanes verður aðeins 5-7 mínútna akstur frá byggðinn á Álftanesi niður í Lækjargötu.

En aftur að fundinum á þriðjudaginn sem var eins og áður sagði bæði fordómalaus, án tilfinningalegra sróryrða, upplýsandi og ekki síður lausnamiðaður, hefur kallað á viðbrögð þeirra sem eru andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri.

Viðbrögðin valda mér vonbrygðum . Reyndar svo miklum að ég tel varla hægt að taka þátt í samtali um flugvallarmálið á málefnalegan hátt á þeirra forsendum. Maður veltir fyrir sér hvort samtalið sé vonlaust.

Ég nefni ummæli Bjarna Harðarssonar framkvæmdastjóra Valsmanna e.f sem segir fundinn á þriðjudag „gönuhlaup“ ef marka má Morgunblaðið í morgun. Hann vill ekki skoða málið í heild sinnu og telur ekki eigi að blanda svokallaðri neyðarbraut inn í umræðuna.

Ég get upplýst að fundurinn einkenndist alls ekki af bráðræði, flani eða óðagoti eins og orðabókin skýrir orðið „gönuhlaup“ sem framkvæmdastjórinn kýs að nota.  Heldur af yfirvegun og fullkomnu jafnvægji þar sem kostir og gallar voru vandlega metnir í heild sinni og eðlilega var neyðarbrautin ekki undanskilin. Enda var þetta víðsýn og fagleg umræða þar sem ekkert sem skipti máli var undanskilið. Framsögumenn vildu bíða eftir niðurstöðu Rögnunefndar og taka um hana umræðu, sem ætti að vera sjálfsagður hlutur, annað er auðvitað óðagot. Borgin þarf að halda að sér höndum í svona sex mánuði eftir að skýrsla Rögnunefnar liggur fyrir og ná sátt um málið í framhaldinu.

Á fundinum voru ræddir heildarhagsmunir höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Framkvæmdasrtjóri Valsmanna h.f. setur hinsvegar fram þrönga einkahagmuni fjárfesta sem standa að hlutafélaginu sem á þarna land. Það er auðvitað skiljanlegt en sjónarmiðin vega í mínum huga ekki þungt þegar þau eru metin og borin saman við stóru myndina og almannahagsmuni.

Ég árétta það hér að þessi vetvangur er opin öllum þeim sem vilja leggja orð í belg varðandi þetta mikla mál og önnur er varða þessa sérsniðnu vefsíðu. Þeim sem viljha verja sína hagsmuni og eru á móti flugvellinum eru líka hjartanlega velkomnir á þennan vetvang.

Sjá einnig:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2014/05/25/reykjavikurflugvollur-sameign-thjodarinnar/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2012/01/13/vatnsmyrarsamkeppnin-upprifjun/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/07/26/tharf-flugvoll-a-reykjavikursvaedid/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2010/03/16/vatnsmyrin-%e2%80%9cnull-lausn%e2%80%9d/

Myndin efst í færslunni kemur ekki efni hennar beint við en sýnir fjarlægð frá flugvelli inn í miðborg nokkurra borga í Evrópu

 

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 18.10.2014 - 21:44 - 3 ummæli

Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi

image001

„Hörgull í allsnægtum – Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“,

Þetta er bókartitill á nýrri bóik sem heitir á frummálinu: Scarcity in Excess – The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland.

Bókin er um hrunið og hið byggða umhverfi á Íslandi. Efni bókarinnar varðar alla íslendinga, en hún á sérstakt erindi við þá sem hafa áhuga á formun umhverfisins og tengslum þess við hag einstaklinga og samfélags. Bókin fjallar um samfélagslega ábyrgð ef ég skil rétt.

Þetta er ein þriggja eða fjögurra bóka sem út hafa komið undanfarnar tvær vikur eða svo sem fjalla um arkitektúr, skipulag og staðarprýði. Hinar eru stórmerk bók Dr. Bjarna Reynarssonar um Borgir og Borgarskipulag og svo bók Péturs H. Ármannssonar arkitekts um einn besta arkitekt íslandssögunnar, Gunnlaug Halldórsson (þá bók hef ég ekki séð enda enn ekki komin í bókabúðir) og svo fróðleg bók sem landslagsarkitektarnir hjá Landmótun gáfu úr fyrir nokkrum vikum sem heitir „Að móta land í 20 ár“

Svo vitnað sé i kynningu bókarinnar, að mestu orðrétt hér í þessum pistli  er fjallað um hið byggða umhverfi og Hrunið á Íslandi. Bókin er að mestu runnin upp úr evrópsku rannsóknarverkefni „Scarcity and Creativity in the Built Environment“ eða „Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi“, þar sem Arkitektaskólinn í Osló sá um eitt af undirverkefnunum: rannsókn á höfuðborgarsvæði Íslands fyrir og eftir Hrun. Í bókinni eru stuttar og auðlesnar greinar eftir marga fræðimenn, listamenn, arkitekta, skipulagsfræðinga og aðgerðasinna sem komu að verkefninu beint eða óbeint.

Mér finns samt halla nokkuð á bókina fyrir þær sakir að hún er á ensku. Það sem við þurfum að leggja áherslu á í allri umræðu um arkitektúr, skipulag og staðarprýði er að nota íslensku og íslensk viðmið. Sérstaklega þegar fjallað er um íslensk málefni. Aðeins þannig náum við til neytenda og framfarir á sviðinu nást ekki öðruvísi en með þátttöku notenada hins manngerða umhverfis, eins og það er kallað allt of oft.

Í bókinni eru birt nemendaverkefni sem rannsaka nýjar framtíðarsýnir í ljósi Hrunsins, unnin af nemendum í arkitektadeild Listaháskóla Íslands, skipulagsdeild Landbúnaðarháskóla Íslands og EMU (evrópskt framhaldsnám meistara í borgarskipulagi).

Eftir hrunið hafa fjölmargir hagfræðingar komið fram með kenningar um orsakir Hrunsins og hugmyndir um lausn vandans. Í þessari bók kveður við annan tón, þar sem rakin eru bein og óbein tengsl hagkerfisins við umhverfismótun, arkitektúr og skipulag.

Í bókinni eru reyfaðar mikilvægar hagtölur. Síðustu sex árin fyrir Hrunið var um 25% af höfuðborgarsvæðinu í byggingu. Fjöldi íbúða jókst um yfir 17% meðan fólksfjölgun var um 11%, en stóran hluta hennar má rekja til innflutts vinnufólks í tengslum við byggingariðnaðinn.

Innviðir og húsnæði sem var byggt var á þessum tíma reyndist vera sérlega óhentugt fyrir þjóð sem líður niðurskurð og hnignandi velferðarkerfi eftir efnahagslegt hrun, ekki síst þegar það krefst æ meiri fórna að ná í eldsneytið sem þarf til að komast til og frá vinnu í borg sem nú hefur verið dreift uppum holt og hæðir kringum borgina eins og hún var.

Bókin stillir upp þversögn auðlindabölvunarinnar eins og hún kemur fram í byggðu umhverfi á Íslandi. Þótt íslendingar sem hafa gnægð orku í fallvötnum, matarkistu sjávar allt um kring og mest vatn á mann af öllum þjóðum heims, eru margir í kröggum, vegna fjárfestinga í umhverfinu (skipulag og arkitektur) sem skapað var fyrir hrunið.

Svo virðist sem umhverfismótunin fyrir Hrun hafi verið afleiðing hag- og auðlindastjórnar, auk vilja til að ávaxta fé, fremur en að skipulaginu hafi verið ætlað að þjóna því lífi sem við viljum lifa í framtíðinni. Þetta er í takti við  sjónarmið Margrétar Harðardóttur á fundi s.l. þriðjudag þar sem spurt var „Hver á borgina“?

Aðgerðir og aðgerðarleysi eftir hrunið, bæði í grasrótinni og hjá stjórnvöldum er rakið. Innblástur fyrir vinnustofurnar var sóttur hjá fólki sem hefur farið óhefðbundnar leiðir, séð möguleika í hönnun á sínu nánasta umhverfi, gert breytingar á umhverfinu til að nýta það betur, og farnast hefur vel þrátt fyrir hrunið.

Hlutverk arkitekta og skipulagsfólks er einnig reifað og sýndur ávöxtur af hönnunarverkefnum barna, með hjálp skapandi listamanna.

Bókin sýnir yfirlit yfir hvernig kerfi borgarinnar virka; jarðfræðin, vatnið, maturinn, skipulags, efnahags, samskipta og húsnæðiskerfið, og dregnar upp nýjar framtíðarsýnir fyrir borgina, þar sem sérstaklega er litið til svæða borgarinnar sem voru í uppbyggingu áður en hrunið skall á.

Loks bíður bókin uppá hugmyndir byggðar á annarri nálgun í mótun umhverfisins; hönnun á forsendum vistkerfanna á staðnum og nýtingu á þeim í þágu íbúanna.

Flestir líta á verk arkitektsins sem lúxus, og arkitektinn sem nauðsynlegan aðila til að skrifa undir teikningar. En með tilliti til þess sem nokkrir nemar í arkitektúr og skipulagsfræði sýna í bókinni eftir nokkurra daga vinnu, hlýtur betri nýting á þeim fjölda hönnuða; arkitekta, iðnhönnuða, skipulags og borgarfræðinga sem Ísland hefur alið, að teljast tækifæri sem ekki má samfélaginu úr greipum ganga.

Bókin er sett fram með nýstárlegum hætti þar sem innsæi listamanna, rannsóknir í borgarfræðum, hugvitsamlegar lausnir, fleigar tilvitnanir og áhugaverðar tilraunir eru settar fram í máli og myndum. Bókin má teljast áhugaverð heimild um mikilvægt tímabil í Íslandssögunni og dregur lærdóma sem gæti nýst öllum inní betri framtíð.

Meira en 60 manns, Íslendingar í meirihluta en einnig útlendingar, koma að bókinni með greinar, verk og myndir, en hún er skrifuð á ensku. Ritstjórar eru Arna Mathiesen frá Apríl Arkitektum í Osló, Dr. Giambattista Zaccariotto frá Arkitektaskólanum í Osló og prófessor Thomas Forget frá háskólanum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Fjöldi ljósmynda og teikninga prýðir bókina sem kemur út hjá Actar, forlagi með alþjóðlega dreifingu, sem er þekkt fyrir vandaðar bækur um arkitektúr og skipulagsmál.

Haldið verður uppá útgáfu bókarinnar í Mengi, Óðinsgötu 2, þriðjudagin 21. Október. Arna mun einnig kynna bókina með fyrirlestri (á ensku) á Stofnun Sæmundar Fróða, í Odda – stofu 101 frá 12.00 til 13.00, fimmtudaginn 23. Október, og (á íslensku) í Listaháskólanum, sal A frá 12.10 til 13.00, föstudaginn 24. október.

Hægt verður að kaupa bókina á kynningarafslætti við þessi tækifæri, og af og til í 12 Tónum vikuna 20-25. Fylgið framvindunni og viðburðum á facebook: https://www.facebook.com/pages/Scarcity-in-Excess/1461211694118149.

Eins og komið hefur fram  er þessi texti að mestu byggður á kynningu aðstandenada bókarinnar og endursagt að mestu orðrétt samkvæmt henni. Það verður spennandi að taka bókina í hendur sínar og kynna sér efnið!

Pistlahöfundur mun á síðari stigum tjá sig hér eða annarstaðar um bókina eins og tilefni gefast til

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 15.10.2014 - 16:26 - 11 ummæli

Hver á borgina?

 

556761_362170700577799_1574751733_n

Ég var á skemmtilegum fundi á Kjarvalsstöðum í gærkvöld þar sem spurt var.:

HVER Á BORGINA?

Þar fór fram umræða sem vakti upp margar spurningar sem verða áleitari þegar frá líður. Frummælendur voru þau Hjálmar Sveinsson formaður skipulagsráðs, Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá borginni og þau Skúli Magnússon hdl og Margrét Harðardóttir arkitekt frá hinum svokallaða upplýsta almenningi.

Spurningarnar sem leitað var svara við voru á borð við þær hvernig hægt væri að gera breytingar á skipulagi án þess að ganga á fyrirliggjandi gæði og hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu fyrir. Hefur strætó með 80 farþegum rétt á jafn miklu borgarrými og 80 einkabílar? Eru skipulagsheimildir ígildi eignaréttar til allrar framtíðar. Eiga íbúarnir borgina eða eiga notendurnir borgina og þá erum við að hugsa um íbúa, vegfarendur og ferðamenn? Eiga komandi kynslóðir borgina? Eiga verktakar borgina og eiga framkvæmdaaðilar meira í borginni en þeir sem ekki standa í framkvæmdum? Meiga framkvæmdaraðilar t.a.m. taka útsýni eða önnur gæði frá þeim sem fyrir eru og eru ekkert að framkvæma?

Já spurningarnar eru margar.

Allir fyrirlesararnir komu með svör og hugleiðingar við þessum vangaveltum og voru meðvitaðir um vandann.

Ólöf velti fyrir sér hvort hugsanlegt væri að takmarka gildistíma deiliskipulaga og nefndi dæmi um það frá norðurlöndunum, einkum Svíþjóð.

Skúli taldi að hugtakið byggingarréttur væri ofmetið. Það þyrfti að láta reyna á hann fyrir dómi. En sennilega vegna kjarkleysis hefði enn ekki reynt á það.

Margrét taldi að áhersla í skipulag og byggingar gengju ekki lengur út á velferð  menneskjunnar eins og áður, heldur á magn og kostnað.

Hjálmar var leitandi og vill finna þessum málum öllum farsælan farveg öllum til heilla. Hann vildi opna umræðu og þessi fundur væri liður í því.

Frummælendur voru allir lausnamiðaðir sem gefur fyrirheit um betri tíð í skipulagsmálum borgarinnar. Þeir vildu meiri almenna upplýsta umræðu. Þetta var fjölsóttur góður fundur sem er fyrstur í röð 5 slíkra sem verða haldir mánaðarlega í vetur.

Nokkrar ágætar fyrirspurnir og athugasemdir komu frá almennum fundarmönnum.

Gamall maður á tíræðisaldri (náði ekki nafninu) gekk í göngugrind að ræðupúltinu og tjáði sig um skipulagsmálin af mikilli einlægni og áhuga. Honum fannst borginni hraka og talaði á fallegu máli sem allir skildu. Ég var honum ekki alveg sammála en var þakklátur honum fyrir að setja fram sjónarmið sín af áhuga og elju. Mér sýndist sjónarmið hans og gagnrýni skaprauna ýmsum á staðnum. Það var ástæðulaust að láta mál hans fara í taugarnar á sér þó maður væri honum ekki sammála. Það sem skapraunaði mér hinsvegar var áhugaleysi og þáttökuleysi ýmissa kollega minna sem þarna voru og sinna skipulagsmálum í borginni. Þar var djúp þögn og einlægt áhugaleysi,  þó  með undantekningu.

Og í framhaldi er rétt að vekja athygli á  innleggi Gests Ólafssonar arkitekts. Hann hafði áhyggjur af hagsmunaárekstrum í skipulagsvinnu. Hann sagði að þeir sem vinna deiliskipulag fyrir borgina, sem allir eiga, gætu ekki hannað húsin í því skipulagi sem þeir ynnu að þar sem einkahagsmunir vega þungt.  Annarsvegar væru þeir að vinna deiliskipulag í þágu þeirra sem ættu borgina. Þ.e.a.s. vegfarenda, ferðamanna, íbúa borgarinnar allrar og grenndarsamfélagsins.  Þegar þeirri vinnu væri lokið  (þar eru oft engin mörk eð’a áskýr) tækju sömu arkitektar við og hönnuðu húsin inn í skipulagið með hagsmuni lóðarhafa í huga. Þá yrði hagsmunir heildarinnar víkjandi fyrir hagsmunum einkaaðilans. Þetta innlegg Gests var tilefni til andsvara fundargesta.

Gestur taldi að ekki væri  hægt að þjóna tveim herrum með þessum hætti. Borginni sem heild annarsvegar og þröngum hegsmunum lóðarhafa hinsvegar.

Við þekkjum dæmi um afleiðingarnar; Höfðatorg, Bílanaustsreitur við Borgartún, Skuggahverfið, Landspítalann. Allt eru þetta svokölluð verktakaskipulög og eru almennt álitin verstu skipulagsmistök síðari ára.

Niðurstaðan er auðvitað sú að borgin á að skipuleggja og deiliskipuleggja með hagsmuni borgarinnar í huga og svo eiga einkaaðlilar að huga að sínum hagsmunum innan takmarkanna deiliskipulagsins. Þá geta húsaarkitektarnir og höfundar deiliskipulagsins tekist á með hagsmuni sinna umbjóðenda í huga. Að sami arkitektinn vinni bæði fyrir einkahagsmuni lóðarhafa og heldarhagsmuni borgarlandslagsins gengur auðvitað ekki. Þetta verklag hefur verið kalað „verktakaskipulag“ sem er hið versta vinnulag.

Það er ánægjulegt að borgin skuli vera svona áhughasöm um að vekja upp umræðu um skipulags og borgarmál. Sérstaklega í ljósi þess að það eru ekki einusinni að koma kosningar. Því má svo bæta við að núna á eftir verður fundur í safnaðarheimili Neskirkju um skipulagsmál vesturbæjar. Hann hefst kl 17:30.

Myndin hér að neðan  er fengin af Facebook síðu eins fundargesta, án hans leyfis.

10402420_809939585696159_5170190161199651735_n

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 13.10.2014 - 21:43 - 7 ummæli

Ónotað íbúðahúsnæði – Fjólublár fullkomleiki

Fjólublár fullkomleiki

Aðgerðarsinnar hafa sent síðunni myndband með myndum af einum 200 tómum og niðurníddum húsum í Reykjanesbæ. Þeir kalla myndbandið „Fjólublár fullkomleiki“ eftir myndinni efst í færslunni.

Ráðist í myndbandagerðina til að vekja athygli á stöðu húsnæðismála á landinu.  Aðstandendur segja hana vera meinsemd í íslensku samfélagi. Fjölskyldur sem lent hafa á vanskilaskrá fá ekki leigt húsnæði, og bankarnir og Íbúðalánasjóður sjá ekki hag sinn í því að halda húsum við og leigja þau út. Og mörg eru að grotna niður. Á sama tíma og hundruð íbúða standa tómar er skortur  á leiguhúsnæði.

Aðstandendur myndbandsins segja að ekki sé til húsnæðispólitík á Íslandi sem passar við láglaunapólitíkina sem nú er rekin í landinu. Húsnæðismálapólitíkin sofnaði þegar fjármálastofnanirnar settust í framsætið.

Þeir upplýsa líka að um fjörutíu prósent fasteigna Íbúðalánasjóðs (ÍLS) eru á Suðurnesjum, en sjóðurinn átti þar 831 fasteign í lok ágúst s.l.

Í myndbandinu sem gert er af Guðmundi Guðmundssyni sjómanni koma fram 304 ljósmyndir Styrmis Barkarsonar grunnskólakennara af tómum húsum í Reykjanesbæ. Alls munu vera vel á annað þúsund auðar íbúðir og einbýlishús á svæðinu. Mörg húsanna eru áhugaverð frá t.d. fagurfræðilegu og byggingarsögulegu sjónarhorni að þeirra sögn. Og allt þetta á sér stað þrátt fyrir að skortur sé á íbúðahúsnæði fyrir leigumarkað eins og áður segir.

++++

Myndin efst í færslunni er tekin á augnabliki út um bílglugga á ferð fyrir meira en hálfu ári. Flestar myndanna eru þannig teknar. Fyrir nokkrum dögum var húsið ennþá autt og númerslaus bíllinn enn á sama stað.

Það er eins og tíminn hafi frosið.

Í lok myndbandsins kemur eftirfarandi texti.:

„Úr stjórnarsáttmálanum 2013: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum i samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegan valkost um búsetuform“

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 13.10.2014 - 10:46 - 4 ummæli

Lúxus í loftinu – Fljúgandi höll

 

 

 

Í ársbyrjun 2007 bað prins Alwalid bin Talal,  sem býr í Riyadh í Saudi Arabíu, hönnuðinn Edese Doret um að innrétta Airbus 380 flugvél, sem fjúgandi höll!.  A380 er stærsta farþegaflugvél í heimi. Hann bað hönnuðinn um að breyta flugvélinni sem er tveggja hæða í þriggja hæða höll sem gæti flogið. Efst eru einkarými farþega. Næst koma stofur og almenn rými og neðst er svokallað „wellbeing room“ þar sem er heitur pottur og gólf sem er heill skjár sem sýnir landslag og þau ský sem flogið er yfir.

Í þriggja hæða höll er auðvitað lyfta, setustofur, borðstofa fyrir 14 manns auk svefnherbergja og á neðstu hæð er heitur pottur eins og fyrr segir. Potturinn er fylltur og tæmdur á nokkrum sekúntum.

Prinsinn greiddi 485 milljónir dollara fyrir herlegheitin ef marka má kjaftasögur. Hann vildi selja flugvélina fyrir nokkru og fékk boð uppá 268 milljónir en hafnaði því boði og gerði gagntilboð upp á 300 milljónir dollara.

Manni finnst þetta vera lyginni líkast, en þetta er víst dagsatt allt saman. Það eru til tugir svipaðra flugvéla um allan heim. Menn sem nota samgöngur af þessu tagi eru auðvitað umhverfissóðar sem vita sennilega ekki hvað samfélagsleg ábyrgð er. Spurning er hvort alþjóðasamfélagið eigi að taka á móti svona flugvélum. Hvort það eig að gefa þeim yfirflugsheimildir og lendingarleyfi. En það er önnur saga.

Að neðan eru nokkrar ljósyndir innan úr vélinni. Strax hér að neðan er skýringarmynd  og neðst mynd af samskonar vél í flugtaki.

Neðst kemur svo myndband úr A380 vél eftir Edese Doret sem starfar í New York og er sennilega vinsælasti einkaþotu og snekkjuhönnuður í heimi. Einkaþotan á myndbandinu er settlegri og smekklegri en einkaþota saudans bin Talal.

 

 

 

ILA_2008_Airbus_A380_body

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is