Sunnudagur 22.2.2015 - 09:21 - 7 ummæli

Sólfarið – gjöf frá aðgerðarsinnum

 

Íbúasamtök Vesturbæjar eru svokölluð grasrótarsamtök sem stofnuð voru 1977. Þau spruttu upp í hverfinu af  frumkvæði íbúanna sjálfra. Þau fundu sér verkefni og þeim var vel tekið. Samtökin þjöppuðu íbúunum saman. Uppskeran var í samræmi við væntingar.

Það vita það ekki margir en Íbúasamtök Vesturbæjar norðan Hringbrautar  var fyrst til þess að skilgreina íbúðahverfi sem 30 km svæði. Það er að segja að þeir gerðu hverfið sitt  að  svæði þar sem bílar meiga ekki aka hraðar er 30 km á klukkustund.

Íbúsasamtökin unnu á sínum tíma spá um aldursþróun íbúanna sem sýndi að byggja þyrfti nýjan grunnskóla í borgarhlutanum og Vesturbæjarskóli var byggður í framhaldinu.

Íbúasamtök Vesturbæjar gerðu margt fleira sem ekki er tíundað hér.

Það skemmtilegasta  í starfi samtakanna í mínum huga er frumkvæði þeirra að tilurð og uppsetningu Sólfars  Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut

Þannig var að íbúasamtökin áttu einhvern rekstrarafgang og ákváðu að gefa borginni myndverk í tilefni 200 ára afmælis hennar 1986.

Þetta var fyrir réttum 30 árum. Þau buðu þrem myndlistamönnum til lokaðrar samkeppni um verkið.

Sá sem sigraði samkeppnina var Jón Gunnar Árnason sem lagði fram hugmyndina að Sólfarinu og  vildi að verkið yrði sett upp í fjörunni við Ánanaust. Almenn ánægja var með verkið meðal íbúasamtakanna.

Þegar tíminn leið sáu samtökin að þau gætu ekki staðið undir kostnaðinum við stækkum og uppsetningu verksins sem áætlaður var 2 miljónir króna,  en samtökin áttu einungis rúm 400 þúsund.

Í stað þess að gefast upp eða leggja hugmyndina á hilluna gengu forsvarsmenn grasrótarsamtakanna á fund borgarstjórans sem þá var Davíð Oddsson. Borgarstjórinn tók erindinu afskaplega vel og tók strax ákvörðun um að veita hugmyndinni brautargengi.

Á 200 ára afmælinu þann 18. ágúst 1986 var svo tilkynnt í Höfða að verkið yrði smíðað og sett upp við enda Frakkstígs við Sæbraut.  Grasrótarsamtökin voru ekki ánægð með staðsetninguna en létu sér það lynda enda var listamaðurinn því ekki andvígur.

En Sólfarið stendur þarna vegna þess að grasrótarsamtök komu hugmyndinni á framfæri og ruddu veginn öllum til ánægju. Sólfarið er nú eitt helsta kennileiti borgarinnar og Íslands.

Þetta er saga sem ekki má gleymast.

Íbúsamtök Vesturbæjar unnu marga sigra og við meigum ekki gleyma öðrum grasrótarsamtökum. Torfusamtökin björguðu Bernhöftstorfunni, Líf og Land breyttu viðhorfi fólks til lausagöngu búfjár og styrktu umræðuna um skógrækt. Samtökin gáfu Reykjavíkurborg mörg hundruð tré sem plantað var meðfram Suðurlandsbraut og standa þarna öllum til ánægju og svona má lengi telja.

++++++

Nú eru hvergi starfandi virk grasrótarsamtök sem eru í einhverri líkingu við þau sem voru áhrifavaldar á þessum árum.

Fyrir 30 árum hlustaði fólk á grasrótina. Nú leiða menn hana hjá sér.  Áhrif aðgerðasinna er hverfandi og áhuginn fyrir að starfa með þeim fer eðlilega af þeim sökum minnkandi.

Það voru hátt í þúsund einstaklingar sem mótmæltu deiliskipulagi Landsspítalans fyrir nokkrum misserum og það voru skrifaðar á þriðja hundrað greinar gegn skipulaginu að mér er sagt og fundir voru haldnir.  Árangurinn var enginn, forherðingin varð bara meiri. Tugþúsundir skrifuðu undir mótmæli gegn því að Reykjavíkurflugvöllur væri lagður niður. Það hafði engin áhrif. Og vegna þess að hér er verið að fjalla um Íbúasamtök Vesturbæjar er vert að minna á að öflug núverandi stjórn samtakanna hefur fjallað um skipulag við Mýrargötu án þess að sýnilegur árangur sjáist.

Svona má lengi halda áfram.

Fyrir allmörgum árum var komið á legg hverfisráðum á vegum borgarinnar þar sem fulltrúar  kosnir af borgarstjórn skipa ráðin. Ég velti fyrir mér hvort ekki væri nær að íbúarnir kysu með beinum hætti fulltrúa sína í hverfisráðin án aðkomu borgarstjórnar.

Borgarstjórn gæti hinsvegar haft þar áheyrnarfulltrúa. Kannski lagaði það eitthvað ástandið, grasrótin lifnaði kannski við og íbúalýðræðið yrði virkara og hverfin yndislegri!

Ég hef alltaf haf mikið álit á aðgerðarsinnum og grasrótarsamtökum allskonar.  Mér finnst borgaraleg óhlýðni líka áhugaverð. Enda skilaði hún oft ágætum árangri.

Þetta vaxandi áhrifaleysi grasrótarinnar er af hinu verra. Afleiðingin er aðhaldsleysi og verri stjórnsýsla.

Ég verð líka var við að grasrótin í ýmsum félögum hefur sífellt minni áhrif.  T.a.m. í mínu félagi, Arkitektafélagi Íslands, er lítið tekið tillit til grasrótarinnar. Nýlega var óskað eftir félagsfundi vegna mikilvægs máls sem varðar hagsmuni stéttar arkitekta og umbjóðenda þeirra. Óskin kom frá grasrótinni. Fundurinn var óvenju fjölmennur og skýr stefna mörkuð í málinu með markvissri ályktun.

Ekkert gerðist. Áhugaleysið var áþreifanlegt. Stjórn og framkvæmdastjórn lét málið kjurt liggja að því er virðist, hafði lítinn áhuga á sjónarmiðum grasrótarinnar og hagsmunum hennar. Og auðvitað  nennti grasrótin ekki að fylgja málinu eftir þegar svoleiðis stendur á.

Þegar svona er unnið á nánast öllum sviðum þjóðfélagsins nennir grasrótin ekki að hreyfa fingur þegar henni sýnist eitthvað vera að fara út af sporinnu eða hún fær nýjar hugmyndir. Öll umræða virðist gagnslaus. Hvatinn er enginn og dægurmálaumræðan deyr.

Það er til einskis unnið og rótinni er oft launað með einhverjum ónotum.

+++++

Hér að neðan er mynd af góðum vini mínum, Súmmaranum Jóni Gunnari Árnasyni, „Hugarorka og sólstafir“ sem er vel við eigandi hér. Hvað er annars að frétta af SÚM?

 

 

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 15.2.2015 - 16:56 - 30 ummæli

Morgunblaðshöllin

1506774_892354684118835_8727896406039333206_n

Myndin að ofan varð á vegi mínu í vikunni. Hún er af nýbyggingu Morgublaðsins eins og hún var hugsuð á sínum tíma fullgerð, alls 11-12 hæðir.

Bygginguna teiknaði Gunnar Hansson 1953 meðan hann var enn við nám í byggingalist.

„Morgunblaðshöllin“ hefur verið umdeild allt fá því að hún var byggð. Það var einkum stærð hennar og  ósamræmi við næsta umhverfi sem fólk gerði athugasemdir við. En í því sambandi ber að hafa í huga að tíðarandinn, sem er oft versti óvinur byggingalistarinnar, kallaði á gjörbreytingu miðbæjarinns þar sem allt átti að víkja fyrir nýju. Og svo var líka einhver pólitísk andstaða við húsið vegna þess að Morgunblaðið var þar til húsa. En það kemur byggingalistinni ekkert við.

En varðandi hugmynd Gunnars, eins og hún kemur fram á uppdrættinum að ofan, er í mínum augum augljós tengsl milli byggingarinnar og verka Oskars Niemeyer. Það sér maður á hlutföllunum og formmáli og ekki síður efstu hæðinni og hvernig hann lætur bygginguna „mæta himninum“ eins og það er oft orðað.

Þegar kom í ljós að byggingin yrði ekki meira en 7 hæðir hefur Gunnar líklega áttað sig á því að það þyrfti að gefa efsta hluta hússins eitthvað form sem segði okkur að hér endar byggingin eins og upphafleg teikning gerði ráð fyrir. Hann var eflaust líka meðvitaður um að hér endar aðalgata borgarinnr, Laugarvegur, Bankstræti og Austurstræti. Hann hefur leitað hagkvæmrar arkitektónisrarlausnar til bráðabirgða full viss um að byggingin yrði kláruð samkvæmt frumteikningunni síðar. Þetta gerði hann á sérlega fallegan og einfadann hátt með hallandi veggfleti þar sem lengi stóð „Morgunblaðið“.

Nú hefur húsinu breytt og einni hæð bætt við. Ég hef nokkrar efasemdir um lausnina. Í henni felast ekki markmið upphaflegra hugmynda um að húsið endi aðalgötur borgarinnar. Hafi hatt eða mæti himninum á viðeigandi hátt.

Þetta vekur athygli einkum vegna þess að öllum sem kynna sér upphaflegu hugmynd húsinns sjá hve mikilvægt þetta grundvallaratriði í hugverki Gunnars er. Byggingi stendur jú við enda mikilvægustu og lengstu verslunar- og miðborgargötu landsins. Eftir breytinguna er húsið eins og hauslaust eða ófullgert og er ekki það kennileiti sem það var áður.

Kannski er það einmitt málið!

+++++

16.02.2015

Bætt hefur verið við færsluna afstöðumynd sem gerð var þegar Morgunblaðshöllin var teiknuð í öndverðu. Þar má sjá forvitnilegar hugmyndir sem lýsa tíðarandanum um miðja síðustu öld. Hryllilega rottækar. Ég hélt reyndar að framlenging Suðurgötu í gegnum Grjótaþorpið hafi verið ein af hugmyndum Aðalskipulagsins frá 1962.

+++++

Gunnar Hansson (1925-1989) var flinkur fagmaður sem hannaði mörg ágæt hús. Þeirra á meðal Fossvogsskóla, Hólabrekkuskóla og Ölduselsskóla í Reykjavík. Hann teiknaði líka Umferðamiðstöðina, Búnaðarbankann við Hlemm, DV-húsið við Þverholt, kirkju óháða safnaðarins og biðstöðina við Hlemm sem fékk Menningarvrðlaun DV á sínum tíma og m. fl. Hann nam á Berkley háskólanum í Kaliforníu á stríðsárunum og hélt svo áfram námi í Þrándheimi eftir dvölina vestanhafs.

Neðst er ljósmynd af Gunnar Hanssyni framan við Morgunblaðshöllina í byggingu.

a6-breyting_opt

Á myndinni að ofan og strax að neðan sést hvernig  Gunnar Hansson hefur hugað að því hvernig byggingin endar og“mætir himninum“.  Myndin þar fyrir ofan er af húsinu eftir breytingu.

10689800_891805250840445_4243076957695678846_n

Að neðan er byggingin eftir breytingu. Hún virðist vera hálfköruð. Samanborið við byggingarnar til sitt hvorrar handar er eins og það eigi eftir að bæta einhverju sem skiptir máli ofan á Morgunblaðshúsið til þess að klára það.

10313129_891800954174208_4315131634252007817_n

Viðbót 16.02.2015

Hér að neðan kemur afstöðumynd sem gerð var vegna byggingu hússins. Hún er sérlega athyglisverð og segir ýmislegt um tíðarandann um miðja síðustu öld. Guðni Vilberg bendir á þetta í athugasemd. Hér sést hvenig Suðurgaran er framlengd í gegnum grjótaþorpið og nánast öll hús í grendinni komin á aftökulistann.

untitled

 

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 9.2.2015 - 11:43 - 18 ummæli

Matarmarkaður við Hlemm

Visualisering1

Síðunni hefur borist masterverkefni sem unnið var á arkitektaskólanum í Árósum.  Höfundurinn er Snædís Bjarnadóttir arkitekt  sem flutti til Danmerkur árið 2008 og lauk meisratanámi í arkitektúr frá Árósum á síðasta ári. Hér er kynnt lokaverkefni hennar með texta frá höfundi sjálfum.  Hér er mjög áhugavert innlegg í umræðuna um alvöru matarmarkað í Reykjavík.

++++++

Torgið

Torgið Hlemmur einkennist í dag af mikilli umferð, stór strætóstoppistöð og breiðar götur er það sem maður upplifir þegar maður kemur þar að. En torgið er á mjög mikilvægum punkti í bænum, við endann á okkar aðal verslunargötu. Í dag minnkar lífið á Laugarveginum eftir því sem ofar dregur, og búðir þrífast ekki eins vel á efsta hluta götunnar.

Mín hugmynd er að gefa rýminu nýtt hlutverk. Með því að gera það meira aðlaðandi, styrkir það efri hluta Laugarvegsins, dregur fólk ofar og “lokar” veslunargötunni. Og með því að endurhugsa og takmarka bílaumferð gerir það torgið og veslunargötuna meira aðlaðandi. Þetta er þróun sem flest okkar nágrannalönd hafa farið í gegnum fyrir mörgum árum síðan, Strikið í Kaupmannahöfn sem dæmi var bílagata til ársins 1964.

Markaðurinn

Verkefnið snýst um að gefa Hlemmi nýtt hlutverk og tengja torgið við miðbæinn. Matarmarkaður er eitthvað sem ég tel að væri spennandi að skoða á þessu torgi, góð tenging við miðbæinn. Fjölbreytt atvinnustarfsemi og íbúðarbyggð er þar í kring, sem gefur möguleika á fjölbreyttu lífi innan markaðarins.

Matarvenjur Íslendinga eru að breytast mikið, við erum að koma frá tíma sem einkenndist af skyndibita og mikið unnum matvælum. Fólk er farið að hugsa meira um hvaðan matvælin koma og velja frekar gæða vörur og helst íslenskar. Með því að skapa stað þar sem td. fisksalinn, kjötsalinn, bakaríið, og íslenska gænmetið sameinast, auðveldar það aðgengi að þessum vörum.

Byggingin

Hugmyndin er að byggingin og bæjarrýmið fljóti saman, þakið svífi yfir torginu og skilin milli markaðar og torgs eru óskýr. Framhliðarnar eru inndregnar og þakið skapar rými utandyra í skjóli frá veðrum og vindum. Á sumrin þegar veður er gott er hægt að opna framhliðarnar við enda ganganna og markaðurinn flæðir út í bæjarrýmið. Þannig gefst tækifæri á að stækka markaðinn þegar vöruúrval er meira, td. þegar árstíðabundnu vörurnar bætast við.

Innra skipulagið er unnið út frá fyrirmyndum frá nágrannaþjóðum okkar, básar sem raðast upp í (grid). Tvær aðal gönguleiðir eru skornar í gegnum markaðinn, þvert á skipulag básanna. Með því að skera tvo axa í gegnum ganglínur básanna myndast innri torg, rýmið opnast inni í miðjum markaðinum.

+++++++

Nokkuð hefur verið fjallað um matarmarkaði í Reykjavík hér á vefnum undanfarin ár. Hér er slóð að nokkrum þeirra:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2015/01/26/matarmarkadur-vid-midbakka/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/06/matarmarkadur-vid-reykjavikurhofn/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2013/12/15/harpa-matarmarkadur-hus-folksins/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/14/fiskimarkads-tilraun-i-reykjavik-2010/

 

 

 

 

 

 

 

U¦ütlit-austur

Útlit til austurs

Afsto¦ê+¦umynd

 

Afstöðumynd

Diagramm-b+ªrinnSamhengi hlutanna – stóra myndin og tengsl við Laugarveg og Kvosina

 

Diagramm-torgi+¦

 

 

 

 

 

Visualisering2

Grunnmynd

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 1.2.2015 - 11:27 - 24 ummæli

Nýr Laugavegur

aLaugarvegur01_1-1000x709

Reykjavík er að breytast úr þorpi í borg. Aðalskipulagið AR 2010-2030 gerir ráð fyrir að greiða götur gangandi, hjólandi og þeirra sem velja að ferðast með almenningsvögnum og bæta mannlíf á götunum.

Aðalskipulagið frá 1962- 84 gerði ráð fyrir því að allir hefðu yfir einkabifreið að ráða. AR 2010-2030 gerir ráð fyrir nútímaborg þar sem fólk getur ferðast um og sótt alla þjónustu án þess að hafa einkabíl til afnota.

Í samræmi við þetta er borgin víða að hlúa að þessum markmiðum. Ett átakið snýr að því að festa Laugarveginn í sessi sem göngugötu og var boðin út samkeppni meðal arkitekta um útfærslu hugmyndarinnar

Sú lausn sem dómnefnd valdi sem sigurvegara er í anda þess sem var að gerast víða um lönd fyrir svona 20-40 árum. Lausn sem menn hafa víða snúið baki við.

Fyrir áratugum teppalögðu menn göturnar með einhverju hellumunstri  með það að markmiði að leysa upp hefðbundnar stefnur sem gangandi og akandi þurftu að fara áður en bílarnir hurfu úr götunum og fótgangandi tóku rýmið yfir.

Aðstandendur samkeppni um nýjan Laugarveg hafa gleymt  hinni sögulegu vídd í hugmyndafræðinni. Þeir gleymdu gömlu götunni og sáu ekki heildina og þau skilaboð sem sjálf gatan sendi vegfarendum. Svipað og húsin gera. Sjálf gatan er jú meira en 1/3 af ásýnd götunnar og hefur ekki minna sögulega þýðingu en húsin sem við hana standa.

Áfyrie 20 árum voru menn, og eru kannki enn,  uppteknir af sögu húsanna og gerð þeirra. Byggingarefni, bjórum við glugga, portlistum, steinun, þakrennum, gluggum, hurðum og handverki húsanna og sögu þeirra. En þeir gleymdu sjálfri götunni og sögu hennar. Þeir teppalögðu allt með sama hætti eins og um væri að ræða værðarvoð eða teppi eða nýja götu í úthvefi þar sem aldrei var gert ráð fyrir bílum. Komu svo fyrir götugögnum í samræmi við tíðarandann en ekki sögu götunnar. Menn hafa sagt þessa nálgun vera stílbrot.

Við þekkjum þetta frá Strikinu í Kaupmannahöfn og víðar. En síðan Strikið var hannað sem göngugata hafa menn áttað sig á því að hin sögulega vídd sjálfrar götunnuar skiptir ekki síður máli en saga húsanna sem við hana standa. Nýrri göngugötur í nágrenni Striksins eru hannaðar með öðrum hætti.

+++++

Eitthvað það skemmtilegasta við umræðu um arkitektúr og skipulag er einmitt það að allir hafa að vissu marki rétt fyrir sér þó þeir séu ekki sammála.

Ég er í þessu máli ósamála dómnefnd sem ber ábyrgð á forsendunum og niðurstöðunni. Ég er  þeirrar skoðunnar að  innan nokkurra ára munu menn sjá að sér og endurgera götuna í samræm við sögu hennar og sögulega vídd.

„Maður flýr ekki uppruna sinn“.

+++++++

Maður spyr sig hvort fulltrúi Minjastofnunnar hafi omið að samkeppninni? Þetta er jú meira en 1/3 af ásynd götunnar og er ekki síður merkileg en húsin sem við hana standa!

+++++++++

Strax hér að neðan koma þrjár ljósmyndir.

Sú fyrsta er af nýlegri gönguleð á Manhattan í New York, High Line Park. Þar hafa hönnuðirnir látið járnbrautarteinana halda sér eftir endilangri gönguleiðinni til þess að minna á tilurð hennar og sögu.

Á næstu mynd er gata í Mýrinni í París þar sem með áberandi hætti er bent á upprunan hennar um leið og augljóst er að fótgangandi vegfarendum er vísað á það svæði sem ætlað var bílum (hestvögnum) áður.

Og loks mynd frá einni dýrustu verslunargötu í Bandaríkjunum, Rodeo Drive í LA, þar sem litlum hluta götunnar er ætlaður fótgangandi. Grunndvalaratriðum og sögu götunnar er haldið til haga.

Í öllum dæmunum hafa menn ekki gleymt hinni sögulegu vídd eins og menn hafa gert í samkeppninni um nýjan Laugarveg.

++++++

Allar myndirnar eru fengnar af vefnum.

1069995_10153136621680122_2060447907_n

Hvergi hafa hönnuðir The High Line Park látið framhjá sér fara tækifæri til þess að minna á að þarna gekk  í öndverðu járnbraut að hafnarsvæðinu á West Side. Járnbrautarteinarnir er hvarvetna sýnilegir og á þá er minnt.

http://www.viaggiareliberi.it/Ospiti/FrancoPaolotti/zc.LosAngeles.RodeoDrive.JPG

Hér á Rodeo Drive í LA, sennilega dýrustu verslunargötu Bandaríkjanna,  er engum menningarminjum kastað á glæ. Þvert á móti eru þær upphafnar þannig að engum getur dulist að þarna fóru bílar um á árum áður.

http://www.carfree.com/cft/ParisPedestrianStreet2b-480.jpg

Nýuppgerð göngugata í Mýrinni í París þar sem hönnunin leggur áherslu á að gatan sem áður var fyrir bíla er nú ætluð fótgangandi. Granítlagðar göturnar bera merki þess að þær eru slitnar af hjólum hestvagna aldanna. Hér er ekki verið að fela ea endurskrifa söguna eins í verðlaunatillögu Laugarvegar heldur að minnt á hana og ekkert gefið eftir í þeim efnum.

Að neðan koma nokkrar myndir af verðlaunatillögu um nýjan Laugarveg til upplýsingar og skýringar. Saga götunnar er afmáð eftirlitslaust að því er virðist meðan saga flestra húsanna er vandlega varðveitt, mörg í umsjá Minnjaverdar.

 

 

Laugarvegur03-1000x468

 

Laugarvegur05-1000x707

 

 

 

Laugarvegur06-729x1352

 

Laugarvegur07-717x617

Laugarvegur08-715x609

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 26.1.2015 - 19:31 - 20 ummæli

Matarmarkaður við Miðbakka?

Fyrir rúmum fjórum árum skrifaði ég nokkra pistla um matarmarkaði víða um heim og vöntun á slíkri starfssemi í Reykjavík.

Ég skrifaði um matarmarkaði sem stæðu sælkerabúðum og lágvöruverslunum framar á allan hátt.  Markaði þar sem verslun er hin besta skemmtun og upplifun. Matarmarkaði sem hefði aðdráttarafl fyrir jafnt borgarbúa og ferðamenn alla daga vikunnar.

Lagt var til að slíkum markaði  yrði fundinn staður á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn sem nú er í deiliskipulagsferli.

Ég rifja þetta upp núna vegna þess að það er tilefni til.

Síðan þetta gerðist hefur borgin lagt fram og fengið staðfest Aðalskipulag sem styður enn frekar hugmyndina og þessa staðsetningu auk þess sem deiliskipulag Miðbakka er nú í vinnslu ef ég skil rétt. Aðalskipulagið stefnir að auknu mannlífi á götum borgarinnar og aukinni umferð og þjónustu almenningsflutninga.

Reykjavíkurborg er loks að breytast úr þorpi í borg og til þess að fullkomna sviðsmyndina þarf virkan og góðan matarmarkað á góðum stað þar sem framleiðendur geta selt framleiðslu sína milliliðalaust til neytenda. Þar fyrir utan hefur áhugi framleiðenda og kaupenda matvöru fyrir að eiga milliliðalaus viðskipti við framleiðendur vaxið ört og ekkert bendir til annars en að það muni aukast enn frekar. Fólk vill vita hvaðan varan kemur og afnvel hitta fulltrúa framleiðanda þegar viðskiptin fara fram.

Mikilvægt er að muna að meðfram Miðbakka mun fyrirhugaður samgönguás aðalskipulagsins liggja og binda borgina saman frá Vesturbugt alla leið austur að Keldum. Þessi samgönguás er hryggjarstykki AR 2010-2030.

+++++++

Nú eru liðin meir en fjögur ár síðan Torvehallerne á Israels Plads í miðborg Kaupmannahafnar opnaði. Þetta er matarmarkaður þar sem seld er gæðamatvara sem ekki tengist stóru búðarkeðjunum.

Aðdragandinn var ein 13 ár. Frumkvöðullinn var Hans Peter Hagen arkitekt sem stofnaði Köbenhavns Torvelaug árið 1998. Margir studdu hann í hugmyndavinnunni sem starfaði undir nafninu „Torvelauget“. Einn þeirra var Tryggvi Ólafsson, hinn kunni íslenski myndlistarmaður.

Torvehallerne hafa orðið fyrirmynd slíkra markaða á norðlægum slóðum. Svipaðir markaðir hafa verið opnaðir víða í Finnlandi og Svíþjóð. Hans Peter Hagen hefur komið að mörgum þeirra og er nú að vinna að einum í Melborne í Eyjaálfu.

Borgaryfirvöld brugðust afar vel við skrifunum fyrir fjórum árum og vildu greiða götu matarmarkaðar í Reykjavík af svipuðu tagi og sjá má í Kaupmannahöfn og gengu mjög langt í þeim efnum. Nú þarf borgin að huga að þessu að nýju í tengslum við deiliskipulag það sem er í vinnslu á Miðbakka.

Færslunni fylgja ljósmyndir af Torvehallerne í Kaupmannahöfn sem gefa tilfrinningu fyrir andrýminu þar. Neðst er 120 ára gömul ljósmynd af markaðstorginu Israels Plads

Sjá einnig:

 http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/06/matarmarkadur-vid-reykjavikurhofn/

 

 

 

01

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 28.12.2014 - 16:25 - 8 ummæli

Sigurður Pálsson

 

Það var sérlega skemmtilegt og fróðlegt að lesa bók Sigurðar Pálssonar „Táningabók“ sem kom út núna fyrir jólin.

Bókin fjallar um tíðaranda sjöunda áratugar síðustu aldar og tengir hann sinni lífsreynslu og vangaveltum.  Sérstök áhersla er lögð á unglingamennigu sem var einstök fyrir um 50 árum. Í bókinni fjallar Sigurður um bókmenntir, myndlist, leiklist og tónlist.

Hann fjallar líka um  byggingarlist og skipulag og staðarprýði á sérlega persónulegan og skemmtilegan hátt.

Sigurður skrifar  um glæsibyggingar við Hagatorg, Melaskóla, Hótel Sögu, Háskólabíó og Neskirkju og lýsir hvernig örfá góð hús hafi haft mótandi áhrif á hann þegar hann segir.:

„Þessar byggingar upptendruðu skynjun á arkitektúr hjá sveitapiltinum. Ég var kominn í borg, litla knáa borg“

Ég er uppalinn á svipuðum slóðum og Sigurður og varð í æsku fyrir verulegum áhrifum frá þessum sömu byggingum og hann gerir að umtalsefni í nágrenni okkar.

Melaskólinn t.a.m. var áhrifavaldur. Vönduð og rökræn uppbygging, allur frágangur utan sem innan ,ásamt listaverkum Barböru Árnason gerðu það að verkum að umgengnin var með öðrum hætti en víða annarsstaðar. Það báru allir virðingu fyrir byggingunni og umgengust hana í samræmi við það.

Sigurður fjallar í bók sinni um margar byggingar og álitaefni í borgarskipulaginu og tengir upplifun sína og viðhorf fyrri reynslu eins og um vínsmökkun væri að ræða.

Hér að neðan er drepið á fjórum skemmtilegum dæmum um hvernig Sigurður Pálsson les hús og borgarumhverfi.

 

HBcrop

Um Háskólabíó segir hann.:

„Blátt ullaráklæði á þúsund sætum. Risastórt rými,  feiknarleg ofthæð. Man hvað mér þótti þessi salur tignarlegur í fyrsta skipti sem ég kom þarna. Í fagurfæðilegum reynslubanka mínum voru útirými, sem samt voru afmörkuð, þannig að tilfinning kviknaði fyrir gríðarstóru tignarlegu innirými. Fremst meðal jafningja er vitanlega Ásbyrgi (……..)  Í Háskólabíói fann ég í fyrsta skipti fyrir risastóru innirými sem ber í sér kenndir útirýmis vegna stærðar og hlutfalla.“

http://blog.pressan.is/arkitektur/2013/09/27/haskolabio-e-t-v-besta-hus-a-islandi/

Um stjórnarraðið við Lækjartorg segir hann:

„Stjórnarráðið hefur fagurfræðilegan galla. Það er engu líkara en húsið sé á leiðinni niður í svörðinn. Trúlega eru ítrekaðar skálínur hússins ábyrgar fyrir þessari tilfinningu, það er eins og þær vilji hverfa niður í jörðina og húsið þar með líka, það hafi einsett sér að sökkva, það sé framtíðarplanið“

 

IMG_5386-cr2

Svo fer hann fögrum orðum um Norrænahúsið og lýsir því betur enn nokkur annar sem ég þekki:

„Yndislegt hús, yst sem innst. Stílhreint og kurteist í stærð og hlutföllum að utan og rímar dásamlega við fjallahringinn og allt umhverfið (þetta var 1968 þegar blátt þak Norrænahússins kallaðist á við fjöllin í fjarska) næmt og nákvæmt í útfærslu á innra byrði í stóru sem smáu, jafnt í hinu magnaða bókasafnsrými sem og í unaðslegum smáatriðum. (……) Þetta hús er eins og raunverulegur vinur sem alltaf hefur eitthvað nýtt fram að færa, húsið ræðir við mann af kurteisi, fágun og kankvísi í hvert einasta skipti.“

Þarna persónugerir Sigurður bygginguna og segir hana eins og kurteisan gamlan vin. Þetta segir skáldið en þetta gera ekki margir arkitektar. Ég þekki einn og það er Valdís Bjarnadóttir arkitekt sem talar um hús á svipuðum nótum.

slides-myndir0821lett

Í Táningabók fjallar Sigurður um fjölmörg hús og skipulagslegt samhengi hlutanna af sérstöku innsæi. Eftirfarandi texti hefði eins getað verið kafli í AR2010-2030 eða hluti af forsögn vegna hverfaskipulags. Hann er reyndar öðruvísi vegna þess að hann er dýpri og mun betur skrifaður en gengur og gerist í skipulagsforsendum. En á einum stað skrifar hann um næsta nágrenni sitt á Högunum:

„Þessi verslunarklasi á jarðhæð Dunhagablokkarinnar var félagslegur kjarni hverfisins. Í búðunum og ekki síður á stéttinni framan við Dunhagabúðirnar tók fólk tal saman, þarna átti allt hverfið lifandi samverustundir. Þetta vr vitnisbrður um fínvefnað borgar,  frjáls samskipti íbúanna á hlutlausu svæði.

Borgin var vissulega fámennari en núna en hún hafði samt ýmsa traustari eiginleika alvöruborgar.  Menn keyrðu ekki tíu kílómetra eftir mjólkurhyrnu, bílar voru vissulega færri og göturnar ómalbikaðar. En var það virkilega markmið okkar með því að malbika göturnar að geta keyrt 10 kílómetra eftir því sem nú heitir ekki mjólkurhyrna heldur mjólkurferna?“

Myndin að ofan er tekin úr herbergisglugga mínum í Símablokkinni, sennilega árið 1962-64 eða á þeim tíma sem Sigurður bjó í „Dunhagablokkinni“

http://blog.pressan.is/arkitektur/2014/07/24/matvoruverslanir-aftur-inn-i-ibudahverfin/

++++++++

Það var verulega gaman að ferðast með Sigurðu hálfa öld aftur í tímann þegar menningarbylting átti sér stað um allan hinn vestræna heim. Menningarbylting sem átti rætur sínar að rekja til grasrótarinnar og hreyfiaflið voru táningar áratugarins 1960-1970.

Að neðan koma nokkrar færslur sem tengjast efninu og ummæli þriggja skálda um byggingalist og fagurfræði:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2014/07/24/matvoruverslanir-aftur-inn-i-ibudahverfin/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2010/10/29/thorbergur-thordarson/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2010/10/22/ad-lesa-hus/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2010/07/24/%e2%80%9cdyrdin-a-asynd-hlutanna%e2%80%9d/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2013/09/27/haskolabio-e-t-v-besta-hus-a-islandi/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2012/06/06/david-stefansson-fra-fagraskogi/

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 20.12.2014 - 12:52 - 9 ummæli

Margbreytni rýmis

 

Musei de arte, saopaulo

Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt hefur sent síðunni áhugaverða grein um arkitektinn Linu Bo Bardi.   Höfundur pistilsins er flinkur og reyndur praktiserandi arkitekt sem er meðvitaður um fræðimennsku byggingalistarinnar þar sem hann hugsar mikið um anda staðanna og regionalismann. Hann hefur skrifað greinar í Lesbók Morgunblaðsina, hér á þennan vef og víðar um mikilvægi „Regionalismans“ í byggingalistinni.

+++++

 

Margbreytni rýmis.

Hvað  gerir kynnigu á á arkitektúr Linu Bo Bardi (1914-1992) athyglisverða fyrir  Evrópubúa, þó að manneskjan,  að vísu með ítalskar rætur en eingöngu starfandi í Brasilíu, hafi látist fyrir tveim áratugum?

Það ,að Bo Bardi var “modern”, víðtækur hönnuður? Eða, að hún þróaði persónulegan regionalisma?

Mest um vert er að rými hennar virka eins og segull og bjóða  menn velkomna til að upplifa umgerð, sem gerir hús  spennandi. Henni tekst að mynda frjóan  ramma fyrir menntun og fræðslu sýningar og leiki bæði fyrir  líkama og sál. Og maður gerir sér grein fyrir, að heimurinn væri bara skemmtilegri ef  álíka rými væru víðar til að hressa uppá veruleikann.

Byggt fyrir fólkið.

Bo Bardi var afar frjáls í hugsun og leitaðist til að mynda byggingaramma, sem bauð mikinn sveiganleika í notkun og fyrir  breiðum hóp manna. Opinberar byggingar, listasöfn, leikhús og önnur menningarhús verða virkur hluti af borginni, örvandi fyrir “alla”. Af því að rýmin bera virðingu fyrir  mönnum mæta gestir öðru og ókunnu fólki frjálslega. Efling féagslegra samskifta er alveg í fyrirrúmi.

Bo Bardi hafnaði vísvitandi persónulegum stíl og ýmsu því, sem alltof margir arkitekar falla fyrir.

Hún hafði reyndar takmarkaðan áhuga á  straujuðum eða fáguðum arkitektúr og forðaðist  myndræn brögð fyrir glæsisíður pressunnar. Hún vann óháð og frjáls  og talsvert ólíkt  auglýsingahátterni hönnuða í dag.

Afstaða hennar er til eftirbreytni af því að byggingarnar verka  fyrst og fremst  vel á  notendur og um leið allt rými umhverfisins.

Aukaatriði er ,  að Bo Bardi byggði eingöngu í Brasilíu, því að nálgun hennar á verkefnum á við um alla sem vilja skapa gott og lifandi borgarrými hvar sem er í heimi.

Kynningin á starfi hennar í Pinakothekinu í München (til febrúarloka 2015)  er ein sú fyrsta í Evrópu og  uppsettningin vill brjóta upp hugarfar byggjenda og þeirra , sem „stýra“ vexti og framtíð byggðar.

Bo Bardi tókst með tímanum að sameina nýjum og “modern”hugsunum Evrópu með einkennum  vaxinnar hefðar  í Brasilíu. Hún er því einn af frumkvöðlum í að sameina fortíð og framtíð svo og margþætt sjónarhorn raunveruleikans í  eina heild, þ.e.hér eru tilbrigði af  regionalisma til staðar.

Að leiða til glaðværða.

Nýlega kynnti dómmnefnd nýja Guggenheimsafsins í Helsinki val sitt í seinna þrep alþjóða samkeppni.

Tillagan „quiet animal“ er athyglisverð, því að  staðareikennieinkenni, strangur kjarni Helsinki, er  mælikvarði nýbygginga í hæð og formi, en um leið  opnar húsið sig umhverfinu og nýtir til þess nýja tæknimöguleika. Rýmið, sem brúar inni og útirými gæti leitt til glaðværða í anda Bo Bardi.

Sjálfur hef ég reyndar oft reynt að framkvæma svipaðar hugsanir í mínum verkefnum.

Sem dæmi má nefna endurbyggingu Martinikirkju í Siegen: þar var  ákveðið að opna kirkjurýmið fyrir ýmiskonar menningarviðburði langt út fyrir hinar hefðbundnu athafnir og samlaga að auki útirýmið þessari hugsun. Tilætlaður árangur náðist og reynist vinsæll fyrir frumlega sjónleiki og álíka atburði eins og  myndlist eða tilburði nútímatónlistar.

Gleðineistar í megalomaníu modernisma?

Megalomania modernismans hefur undanfarin ár átt erfiðara líf miðað við seinni ártugi síðstu aldar.

Fjölmargir gleðigjafar hafa undanfarið til dæmis risið á Íslandi.  Bláa Lónið, Fuglasafnið við Mývatn eða Víkingasafnið í Njarðvík eru aðeins fáein dæmi um mikla alúð og nálgun á „íslensku umhverfi“.

Tillaga stúdenta fyrir “nýjum Miðbæ” í Reykjavík þótti mörgum nýstárleg árið 1964 : allt gamalt var rifið, ný byggð úr öllum mælikvarða staðarins og án staðaerinkenna (kynnt á Eyjunni 01/2013).

Nýir hverfisstrúktúrar á “Höfuðborgarsvæðinu”eru enn í dag oft of „nærri“ þesssum hugsunum.

Hefur kynning nýrra viðhorfa ekki enn náð til valdhafa?

Kópavogsbyggðin við og í kringum Smáralind er t.d. dæmi um tilviljunarkennt og ópersónulegt byggðarmunstur, hvorki  í  samhengi við land eða sögu. Ekkert sjánalegt, sem talar með hlýju til venjulegs fólks og býður það velkomið með opnum örmum. Þeir sem nú “ráða ferðinni” í Kópavogi mættu bregða sér í ferð í Pinakotekið, kynna sér hugsanir Bo Bardi, eða eitthvað álíka uppörvandi  og huga að því , hverju  breyta mætti til batnaðar í náinni framtíð.

+++++

Færslunni fylgja nokkrar myndir af verkum Línu Bo Bardi. Efst er mynd af Musei de arte. Að neðan koma myndir af Ladeira da Misercordia og neðst fjórar myndir af Casa Cirell, nálægt Sao Paulo, byggt 1958! Einstakt dæmi um persónulegan regonalisma,útiveggir t.d. með steinum,skeljum og gróðri.

Ef slegið er upp nafni höfundar í leitarvélinni til hægri birtast fleiri áhugaverðar greinar eftir Gunnlaug. Það er einnig hægt að slá inn orðinu Regionalismi sem kalla fram fleiri greinar um þetta ahugaverða efni.

http://blog.pressan.is/arkitektur/2010/03/19/regionalismi/

 

Ladeira da misericordia

 

IMG_7765

IMG_7773

DSC_7084

 

 

IMG_7792

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 16.12.2014 - 04:34 - 9 ummæli

Framúrskarandi sumarhús

5_14 te1 sumarhus SBi

Vegna vinnslu bókar um Gunnlaug Halldórsson arkitekt fann Pétur H. Ármannsson arkitekt frumdrög af sumarhúsi sem Gunnlaugur teiknaði fyrir Georgiu og Svein Björnsson forseta Íslands. Húsið átti að byggja við svokallaðan Forsetahól utarlega á Reykjanesi. Húsið var aldrei byggt en það átti að rísa undir grasivöxnum hól, Litlafelli, skammt frá afleggjaranum að Reykjanesvita. Þetta var árið 1950, fyrir 64 árum.

Í bók Péturs, sem hefur verðskuldað verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár stendur m.a. um þetta hús:

„Hugmynd Gunnlaugs að sumarhúsinu byggðist álangri mjórri aðalálmu með fjórum svefnherbergjum, eldhúsi og borðstofu í einfaldri röð. Lítillega á ská út frá hennikom styttri stofuálmameð stóru eldstæði og útsýnisgluggum til suðurs og vesturs. Bratt mænisþak var á báðum álmunum. Meðfram allri suðurhlið aðalálmu átti að koma glerskáli með lágreistu þaki sem þjónaði semforstofa og tengigangurað öllum herbergjum sumarhússins. ‘I króknum þar sem álmurnar mættust var aflokaður garður í suðurátt“.

Þetta er á margan hátt dæmigert fyrir verklag Gunnlaugs Halldórssonar. Þarna teiknar hann  hefðbundið hús að grunnformi,  gleymir ekki smáatriðum hefðarinnar, eins og brattari valma á göflum. En hann sýnir jafnframt kjark til þess að brjóta hefðina með því að skekkja grunnhúsin örlitið og tengja þau saman með skakkri utanáliggjandi glerbyggngu. Þetta segir tvær sögur.

Annarsvegar þekking Gunnlaugs á hefðum og virðingu hans fyrir þeim og hinsvegar dirfsku hans til þess að brjóta þær þegar það á við.

Þessi gamla formfræði varðandi valmann er m.a. til þess að þakið virðist ekki eins flatt þar sem lengd valmans er flatari en sperranna sem ganga þvert á húskroppinn. Svo brýtur Gunnlaugur hefðina með því að skekkja þverálmuna smávegis  og bætir við glerbyggingu sem leysir um leið mörg starfræn vandamál. Og svo er ekki valmi á stofubyggingunni. Þannig skítur funktionalisminn upp kollinum í öllu því hefðbundna.

Svo má benda á að glerbyggingn mjókkar í átt að svefnherbergi forsetahjónanna en er breiðust þar sem húshlutarnir tveir mætast. Allt er þetta í fullkomnu samræmi við starfrænar hugmyndir funktionalismans.

Athygli er vakin á því að hér er um að ræða 64 ára gömul frumdrög sem sannar enn einu sinni kennisetninguna um að góð byggingalist fer aldei úr tísku.

Þetta er frábært hús sem fólk ætti að stúdera rækilega. Ég ráðlegg fólki að tvísmella á myndina að ofan því þá sækkar húnog hægt að skoða betur.

Efst eru frumdrögin sem Pétur H. Ármannsson fann í gögnum Gunnlaugs Halldórssonar.

Hér eru þrjár slóðir um vipað efni og verk Gunnlaugs Halldórssonar:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/01/17/45-ara-gamalt-sumarhus/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2009/10/02/gunnlaugur-halldorsson-arkitekt/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/03/18/felagsgardur-gunnlaugs-halldorssonar/

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 15.12.2014 - 10:21 - 5 ummæli

Siðareglur arkitekta

IMG_5386-cr2

Það vita það ekki allir, en arkitektar hafa með sér öflugar siðareglur.

Í siðareglum Arkitektafélags Íslands birtast þær hugsjónir og meginreglur, sem talið er mikilvægt að arkitekt beri að hafa að leiðarljósi í störfum sínum.

Siðareglur arkitekta ganga fyrst og fremst út á þrjá meginþætti.

Í fyrsta lagi eru það atriði er varða  hag þeirra sem leita eftir þjónustu séttarinnar með beinum hætti. Í öðru lagi fjalla siðareglurnar um almannahag og samfélagslega ábyrg arkitekta og í þriðja lagi um stéttvísi og samskipti arkitekta sín á milli og milli byrgja og verktaka.

Varðandi samfélagslega ábyrgð er lögð áhersla á að arkitekt skuli í starfi sínu stuðla að aukinni virðingu fyrir og viðurkenningu á góðri byggingarlist og taka tillit til umhvefisins í víðum skilningi.

Hann skal meta áhrif verka sinna á mannlegt samfélag, náttúru og umhverfi í víðtækasta skilningi sem hugsast getur. Hann skal ætíð hafa í huga og virða hagsmuni þeirra, sem nota munu og njóta verka hans. Þarna finnst mér stundum arkitektar ekki halda vöku sinni eins og siðareglurnar gera ráð fyrir.

Arkitektinn skal bera virðingu fyrir höfundarrétt annarra og leitast í samningum sínum við að fá viðurkenningu á sæmdarrétti sínum, þar á meðal nafngreiningarrétti. Þarna vantar mikið á árvekni arkitekta. Þeirra er allt of sjaldan getið þegar fjallað er um skipulags og byggingamál í fjölmiðlum og annarsstaðar.

Og mikil áhersla er lögð á  í siðareglum að arkiekt skuli fyrst og fremst gæta hagsmuna verkkaupa  og er trúnaðarmaður hans í verkum sínum. Þess vegna orkar það tvímælis þegar arkitekt þjónar tveim herrum eins og stundum gerist í skipulagi þegar hann vinnur deiliskipulag fyrir sveitarfélag og tekur jafnframt að sér að hanna húsin í þágu fjárfesta eða annarra inn í deiliskipulag sitt sem hann vann fyrir annan aðila. Þarna takast stundum  á almannahagsmunir skipulagsins og einkahagsmunir lóðarhafa.

Í siðareglum segir að arkitekt sé skylt að veita verkkaupa sem gleggstar upplýsingar um framkvæmd og áætlaðan kostnað fyrirhugaðs verkefnis og sjá til þess að gerður sé skilmerkilegur samningur um verkefnið. Samningur sem standist.

Arkitekt er sjálfstæður og óháður ráðgjafi verkkaupa í samskiptum við aðra, svo sem verktaka, vöruseljendur, ráðgjafa og aðra sem verkkaupi kaupir þjónustu af.

Þetta er úrdráttur úr siðareglum arkitekta sem sýna að það ætti að vera viss trygging fyrir viðskiptavini arkitekta að ganga úr skugga um að sá arkitekt sem ráðinn er sé traustur og virtur meðlimur í Arkitektafélagi Íslands. Arkitektar sem eru bundnir þessum siðareglum setja stafina FAÍ aftan við starfheiti sitt. Hinir sem eru utanfélags eru ekki bundnir af þessum siðareglum.

+++++

Það er viðeigandi eð geta þess að í nýrri byggingareglugerð er ekkert talað um siðareglur, samfélagslega ábyrg, Menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagrð eða byggingalist. Einhver orð eða tilmæli sem varða þessa mikilvægu þætt eiga miklu meira erindi inn í reglugerðina en margt annað sem þear er að finna. En Reglugerðin er að mestu skrifuð af  embættismönnum sem er annt um eftirlitssamfélagið og heldur að þjóðfélaginu sé best stjórnað með valdboði að ofan.

Það er auðvitað tóm vitleysa eins og dæmin sanna.

+++++

Sjá einnig:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2014/06/05/arkitektar-samfelagsleg-abyrgd/

 

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 9.12.2014 - 14:45 - 11 ummæli

Ranakofinn í Svefneyjum – Elsta hús á Íslandi?

225868_225712984122051_7536167_n

 

Því var haldið fram þegar ég var í sveit Svefneyjum á Breiðafirði að Ranakofinn væri eldra hús en nokkuð annað í Vestureyjum Breiðafjarðar. Sumir töldu reyndar Ranakofann elsta hús hús á Íslandi.

Minjastofnun hefur ekki aldursgreint bygginguna en telur hana vera frá seinni hluta 18. aldar. Hún er sennilega miklu eldri vegna þess að það hafa verið álög á húsinu um aldir sem segir að ef þekjan fellur mun ógæfa falla á Svefneyinga. Síðast þegar þekjan féll fórst Svefneyingurinn Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur. Það var árið 1768.

Síðan hefur kofanum verið haldið við.

Þegar ég var í Svefneyjum var hesturinn geymdur þarna. Hann hét hinu frumlega nafni „Sörli gamli“.

Nú er hann fyrir löngu dauður. Hann var svo gamall þegar ég var þarna frá árunum 1951-1957 að mamma mín mundi eftir honum þegar hún var stelpa, en hún flutti úr eyjunum 1932, þá 12 ára gömul.

Ranakofinn úr alfaraleið og hann þekkja ekki margir.  Hann er með hlaðinni tóft úr grjóti og með streng,  Svo kemur risþak klætt torfi. Hann hefur mjög hreina og fallega grunnmynd sem endurómar í útlitinu. Kofinn er svona 9,1×5,6 metrar að utanmáli og 6,75×3,25 metrar að innanmáli.

Þegar ég var í Svefneyjum voru tveir burstabæir uppistandandi á eynni auk gamla bæjarins sem var timburhús með torfþaki og mikilli torfhleðsu á norður hlið. Annar burstabærinn var að Ökrum þar sem Sveinbjörn Pétursson hélt fé sitt og hinn var suðvestan við steinhúsið sem byggt var sennilega á fjórða áratug síðustu aldar.

Mér er sagt að af þessum fjórum torfbæjuum sé einn uppistandandi, Ranakofinn.

Sjá einnig um húsin í Flatey:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/03/28/husin-i-flatey-i/

Ljósmyndin sem fylgir færslunni er tekin af Þórði Sveinbjörnssyni sem er fæddur og uppalinn í Svefneyjum

 

Flokkar: Óflokkað

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is