Föstudagur 27.3.2015 - 15:06 - 13 ummæli

Þjóðarsjúkrahúsið – staðarval

 

 

Ég verð að segja að ég átta mig ekkert á allri umræðunni um heilbrigðismál hér á landi nú um stundir.  Annars vegar virðast ekki til peningar til þess að reka núverandi heilbrigðisþjónustu, hvorki til þess að  kaupa nútíma tækjabúnað, halda núverndi tækjakosti við né halda sjálfum byggingunum við.  Og hinsvegar er verið að ræða um að byggja risavaxið nýtt sjúkrahús ofaní því gamla með öllum þeim óþægindum sem því fylgja. Óþægindum vegna staðarvalsins og borgarlandslagsins og ekki síður vegna samfléttingar þess nýja við hið gamla og vegna sjálfrar framkvæmdarinnar.

Það er öllum ljóst að miklar efasemdir eru um staðsetninguna og framkæmdina í heild sinni. Og nú hefur verið sagt frá því að læknar eru einnig fullir efasemda um fyrirætlanirnar.

Svo á hinn bóginn eru einhverjir, án andlits, sem vilja byggja á þriðja hundrað þúsund fermetra nýbygginga við Hringbraut fyrir peninga sem ekki eru til.

Þetta er ótrúleg staða. Þó manni virðist málið dautt vegna allrar óvissunnar og óánægjunnar þá er eins og verkefnið lifi sjálfstæðu lífi í einhverskonar gjörgæslu. Menn eru tregir til þess að skipta um skoðun. Hanga á 30 eða jafnvel 90 ára hugmyndum.

Staðan er líka ótrúleg vegna þess að þeir andlitslausu virðast staddir í sýndarveruleika áranna fyrir hrun og virðast styðjast við hið séríslenska lögmál “ Þetta reddast örugglega einhvernveginn“. Þeim hefur ekki tekist að sannfæra fólk um ágæti hugmyndanna og þar er einmitt megin vandinn. Fól hefur almennt ekki keyp hugmyndina eða deiliskipulagið.

Ég hitti engan sem er andsnúinn því að byggt verði fyrirmyndarsjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Allir styðja við góða heilbrigðisþjónusu sem rekin verði við bestu aðstæður. Ég hitti ekki  marga sem styðja uppbyggingu við Hringbraut, en ég hitti aldrei neinn sem styður núverandi áætlanir og deiliskipulag sem þeim fylgja.

Hitt er að þær hugmyndir sem eru uppi á borðum  standast eiginlega ekki. Þær standast varla nýtt aðalskipulag Reykjavíkur, þær standast varla Menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagerð, þær eru í andstöðu við vilja lækna og almenningur vill þetta ekki. Umferðamálin eru í óvissu að margra mati.  Þær eru ekki i samræmi við núverandi brýna þörf þjóðarinnar í heilbrigðismálum og þær samræmast ekki núverandi efnaahgsástandi þjóðarinnar.

Ég minni á að deiliskipulagið við Hringbraut gerir ráð fyrir um 260 þúsund fermetrum á 13,9 hekturum sem gefur nýtingarhlutfall uppa 2.11 sem er gríðarlega mikið.

++++++

En að efninu.

Ég fékk sendar upplýsingar frá Danmörku fyrir nokkru um spítala á vestur Jótlandi sem verið er að hefja framkvæmdir við.

Þar eru aðrar áherslur. Byggingunum er valin staður þar sem rúmt er um þær og tækifæri til framþróun og stækkun spítalans um marga áratugi fram í tímann. Nýtingarhlutfall er 0,36 eða 1/6  af því sem menn eru að tala um við Hringbraut.

Meginsjónarmiðið er að mæta sjúklingunum og þörfum þeirra. Punktur.

Þar er ekki áherslan á að mæta þörfum háskólasamfélagsins eða hugsanlega búsetu þeirra sem þar starfa um þessar mundir.

Áhersla virðist vera lögð á þjónustu við sjúklinginn og að skapa honum umhverfi í góðum tengslum við náttúruna, góðar samgöngur við það bakland sem sjúkrahúsið á að þjóna.

Og góða vaxtarmöguleika.

Spítalanum er ætlað að þjóna 285 þúsund manns sem er aðeins færra fólk en íslenska þjóðin. Sjálft sjúkrahúsið er áætlað að verði 138 þúsund fermetrar auk 15 þúsund fermetra geðdeild. Áætlað er að byggingarnar kosti milli 480 þúsund til 570 þúsund kr fermeterinn miðað við verðlag í Danmörku árið 2009

+++++

Það hefur margoft verið bent á  að í stað þess að fara af stað með þá ofvöxnu uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem fyrirhuguð er ætti frekar að horfa til annarra kosta sem hugsanlega henta betur.  Þegar ég segi ofvöxnu þá er ég ekki einungis með borgarlandslagið í huga heldur sjúkrahúsið í heild sinni og þann bráðavanda sem við stöndum nú frammi fyrir. Eigum við ekki að hugsa til skemmri tíma, svona 20-30 ára. Þetta hafa þeir Páll Torfi Önundarson læknir og prófessor og Magnús Skúlason arkitekt bent á.

Dönsku ráðgjafarnir Ementor unnu að þróunaráætlun vegna starfsemi spítalans til næstu 20 ára. Þeirra helsta niðurstaða var að aukin áhersla verði á dag- og göngudeildarstarfsemi og sjúkrahótel. Þá segja ráðgjafarnir að spítalinn búi við húsnæðisskort og þurfi að hafa 120.000 m2 húsnæði á árinu 2020.

Nú eru um 73.600  fermetrar húsnæðis á Landspítalalóðinni, þannig að ætla mætti að 47 þúsund fermetrar til viðbótar myndu uppfylla þessa þörf en það er aðeins helmimngur þeirra 240 (!) þúsund fermetra sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.

Næstu 20-30 ár má síðan nota til þess að finna framtiðarsjúkrahúsinu stað þar sem það smellur inn í metnaðarfullt nýtt Aðalskipulag Reykjavikur. Elliðárósar eða Keldur sem hvorutveggja nýtur fyrirhugaðs samgönguáss gætu verið staðir sem skoða mætti.

Nú þurfa spítalamenn og stjórnmálamenn að sýna karlmannslundina og endurskoða áformin á róttækan hátt öllum til heilla og þannig að sátt náist.

Endurskoðun á staðarvali mun ekki tefja framkvæmdirnar um minnst 10-15 ár eins og haldið hefur verið fram. Við erum frekar að tala um 2-4 ár.

Hér er slóð að pistli sem fjallar um biðleik þeirra Páls Torfa Önundarsonar og Magnúsar Skúlasonar arkitekts.:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2014/08/25/landspitalinn-aftur-a-dagskra/

 

Að ofan og hér að neðan eru nokkrar myndir af spítalanum á Jótlandi ásamt myndbandi hér strax að neðan

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 17.3.2015 - 10:08 - 16 ummæli

Keflavíkurflugvöllur – 2040

Nýlega voru kynnt úrslit í samkeppni um þróun Keflavíkurflugvallar næstu 25 árin.

Allt til ársins 2040.

Það verður að teljast stórviðburður þegar stjórnvöld ráðast í samkeppni um jafn umsvifamikið verkefni sem þróun Keflavíkurflugvallar með stækkun Flugstöðvar Leifs Eirikssnar og öllu sem tilheyrir starfsseminni á vellinum er.

Það sem einkum vakti athygli var að það vissi nánast enginn ráðgjafi hér á landi um samkeppnina. Hvorki að hún væri í gangi né að hún stæði fyrir dyrum.

Isavía ohf og Ríkiskaup stóðu að undirbúningnum, gerðu forsög og stóðu fyrir kynningunni. Þetta var lokuð samkeppni sem haldin var að undangengnu forvali.

10 ráðgjafafyritæki sóttu um þáttöku.

Samkeppnin var einungis auglýst á vef Ríkiskaupa og á útboðsvef Evrópu, TED (Tenders Electronic Daily).

Forvalið var ekki auglýst í íslenskum fjölmiðlum eða kynnt á nokkurn hátt og var ekki haldið í samvinnu við Arkitektafélagið.

Þetta fór fram hjá flestum hér á landi en náðu eyrum aðeins 10 erlendra teyma sem sóttu um þáttöku. Aðeins 6 skiluðu lausnum

En niðurstaða er fengin án þáttöku íslendinga þó svo að áhugi fyrir verkefninu sé mikill.

Sýning á tillögum sem bárust hefur verið sett upp á skrifstofum Isavia á þriðju hæð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (Maður spyr sig hver á leið þangað til þess að skoða niðurstöðu í samkeppni) og verður hún opin almenningi kl. 9 – 16 alla virka daga til 20. mars næstkomandi. Einnig er hægt að kynna sér samkeppnina á betterairport.kefairport.is/masterplan .

+++++

Eftir að hafa kynnt mér niðurstöðuna get ég ekki annað séð en að þekkingin sem þurfti til þess að skila tillögu í svona samkeppni sé til hér á landi og ef eitthvað þyrfti að auki  þá hefðu íslenskir ráðgjafar átt auðvelt með að sækja það sem á vantaði til erlendra starfsbræðra sinna. Það er því óskiljanlegt að samkeppnin hafi ekki verið auglýst rækilega meðal áhugasamra hér á landi.

+++++

Ég hef skoðað vinningstillöguna og geri tvær athugasemdir.

Annað varðar samkeppni um suðurbyggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar árið 2000 þar sem áhugi frá íslenskum keppendum var fyrir því að búa til þverálmu með „boarding launches“ með svipuðum hætti og nú er lagt til, 15 árum síðar í vinningstillögunni. Þeir sem sömdu forsögnina þá vildu það ekki.  Höfundar forsagnarinnar árið 2000 töldu sig vita betur. (Einhver rök varðandi neðanjarðar olíukerfi var fyrirstaðan ef ég man rétt) Nú er þessari þrautreyndu hugmynd tekið fagnandi. 15 árum of seint.

Hitt sem vekur athygli er að í vinninstillögunni er lagt til að aðalaðstaða vegna vöruflutninga og flugeldhúss verði við enda sv/na brautar (07-25). (Sem hefur reyndar verið lögð niður í bili) Þetta er í raun tillaga sem minnir á svokallaða neyðarbraut á Reykjavíkurflugvelli  (o6-24) þar sem fjáraflafyritæki ætlar að byggja íbúðahúsnæði.

Flugfólk telur norðaustur/suðvesturbrautir á báðum stöðunum skipti miklu máli. Ekki megi gera neitt sem útilokar þær og alls ekki loka brautunum á báðum stöðunum. En samkvæmt áætlunum í Reykjavík og Keflavík á nú að leggja þær báðar nður.

+++++++

En að lokum, svo ég endurtaki smávegis. Þessi vinna sem hér er kynnt og niðurstaða samkeppninnar er á þvílíku frumstigi að engin ástæða var til þess að leita eingöngu til útlanda eftir ráðgöfum. Hinsvegar hefði sennilega verið skynsamlegt að leita til útlanda varðandi forsögnina.

Þetta hefði alveg getað verið opin samkeppni á EES svæðinu.  Og með ensku, þýsku eða frönsku sem aukatungu. Það eru margir hér innanlands sem hefðu haf fullt tré við þessa eflaust ágætu erlendu ráðgjafa og töfrað fram jafngóða eða betri lausn.

Þessi nálgun Ríkiskaupa og Isavia ohf þar sem skautað er framhjá íslenskri ráðgjafastarfssemi  einkennist af landlægri og einbeittri „nesjamennsku“ að því er virðist.

+++++

Hér að neðan kemur yfirlitsuppdráttur og tölvumynd þar sem frakt og Catering er við bláenda flugbrautar o7-25 (Tvær appelsínugular byggingar) og boarding launches eru staðsettar á stað sem var hafnað fyrir bara 15 árum.

Og hér er slóðin að vinningstillögunni.

http://www.isavia.is/files/keflavik-airport-masterplan.pdf

masterplan_kort_c

 

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 12.3.2015 - 21:24 - 9 ummæli

Túrisminn

 

 

Hér er mjög athyglisvert efni sem ég fékk sent frá kunningja mínum. Hann heitir Árni Zophoniasson og er borgarbúi, áhugamaður um skipulagsmál og sérstaklega þau áhrif sem vaxandi straumur ferðamanna hefur á borgarlífið. Árni lærði sagnfræði en hefur stundað atvinnurekstur alla sína ævi, rekur meðal annars Miðlun ehf, Kaupum til góðs ehf og fleiri fyrirtæki.

 Gefum Árna orðið:

 +++++

Á nýliðnu ári kom ein milljón ferðamanna til Íslands. Sambærilegar tölur fyrir frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru tæplega 10 milljón ferðamenn til Danmerku en rúmlega 5 milljón til Svíþjóðar, Noregs og Finnlands.

Ísland var lengst af álíka mikið ferðamannaland og stríðshrjáð Afríkuríki. Síðustu 3-4 ár má sjá merki um breytingar, mögulega er ástæðan hrunið og sú umfjöllun sem því fylgdi, eldgos í Eyjafjallajökli, tískubreytingar í ferðamennsku eða gott markaðsstarf – um það er ekki gott að segja.

Ef almenn skilyrði haldast óbreytt er líklegt að fjölgun ferðamanna haldi áfram. Ekki endilega vegna þess að Ísland sé einstakt og áhugavert land heldur vegna þess að óeðlilega fáir ferðamenn hafa sótt landið heim. Þrátt fyrir eina milljón ferðamanna erum við ennþá í hópi með löndum eins og Uzbekistan, Senegal, Sri Lanka og Namibíu hvað varðar fjölda ferðamanna. Það er engin ástæða til að ætla að færra ferðafólk vilji sækja Ísland heim heldur en Finnland – eða um fimm milljón manns á ári.

Markmiðið með þessum texta er ekki að spá fyrir um ferðamannafjölda enda hefur undirritaður engar forsendur til þess. Hins vegar er nokkuð fyrirsjáanlegt að ferðamönnum mun fjölga, jafnvel verulega. Í því samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvaða áhrif mikill fjöldi ferðamanna hefur á skipulagsmál, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Það þarf ekki mikla fjölgun ferðamanna til þess að lestarsamgöngur milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur verði arðbærar. Líklega verður hafist handa við slíka framkvæmd innan fárra ára. Lestarsamgöngur breyta forsendum varðandi almenningssamgöngur – ekki bara á Reykjanesi heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Leifsstöðvarlestinni fylgja tækifæri en líka flókin útlausnaefni. Lestin mun meðal annars breyta umræðunni um Reykjavíkurflugvöll. Er ekki sjálfgefið að innanlandsflug mun flytjast á Reykjanes ef fjölgun ferðamanna heldur áfram?

Til þess að þjóna vaxandi fjölda ferðamanna þarf stærri miðbæ, meira og fjölbreyttara verslunarrými. Gucci, Cartier og Hermes þurfa sína götu en einnig sérviskuverslanir sem geta ekki greitt háa húsaleigu. Kannski er ný göngugata frá Hörpunni að Lækjartorgi kjörinn staður fyrir dýrar lúxusverslanir. Gamli miðbærinn verður að stækka – ferðafólk vill rölta um og njóta borgarlífs. Við eigum áhugavert svæði fyrir ofan Laugaveginn, Grettisgötu, Njálsgötu, Vitastíg, Frakkastíg, Klapparstíg, Skólavörðustíg og hluta af Þingholtunum. Á þessu svæði þarf að fóstra torg, útbúa göngustíga milli húsa og gera svæðið aðlaðandi fyrir litlar sérverslanir, kaffihús, listagallerý og annað sem dregur að ferðamenn. Þarf ekki að gera bíla útlæga af þessum götum?

Sjór og hafnir eru víða mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, strandlengjan á höfðuborgarsvæðinu er löng en ennþá hefur lítið verið gert til að nýta hana í þágu ferðamanna. Við þurfum að nota ströndina betur með því að koma upp veitingahúsum og afþreyingu. Við lægi skemmtiferðaskipa í Sundahöfn þarf segul sem kallast á við Hörpuna og gamla miðbæinn, eitthvað sem dregur ferðamenn í göngutúr þar sem hægt er að upplifa Hörpuna, Sólfarið, Hðfða, Hrafn Gunnlaugsson, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Viðey. Einnig er hægt að nýta betur aðstöðu á Gróttu, Ægissíðu, Nauthólsvík og víðar við strandlengjuna. Nú þegar hefur verið unnið gott starf við að breyta og aðlaga gömlu höfnina þörfum ferðamanna. Þar er þó mikið starf ennþá óunnið.

Í útjaðri og nágrenni höfuðborgarsvæðisins bíða mörg verkefni. Kláfur á Esjuna, Þríhnjúkagígur, vatnagarður og víkingabær í Mosfellssveit eru áhugaverð verkefni. Einnig þarf að opna betur og gera aðgengileg svæði sem við höfuðborgarbúar njótum reglulega svo sem gönguleiða á Esjuna, Úlfarsfell, Heiðmörk og Elliðaárdalur.

Ef litið er til lengri tíma verða það ekki Þingvellir, Mývatn, Gullfoss eða Geysir sem draga ferðamenn til Íslands, heldur Reykjavík. Borgin getur verið einn skemmtilegasti áfangastaður Evrópu, með iðandi borgar- og menningarlíf í skemmtilegri nálægð við undarlega náttúru. Til þess að taka á móti fleiri ferðamönnum þurfum við að skipuleggja borgina með þarfir þeirra í huga.

++++++

 

 

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 9.3.2015 - 16:55 - 39 ummæli

Moska í Reykjavík

Íslenskir arkitektar eru almennt frálslyndir. Þeir hafa allir fullnumið sig erlendis og þekkja vel til þar sem mismunandi menningarsamfélög eru snar þáttur í daglegu lífi fólks.

Arkitektar eru flestir  hlynntur því að múslimar fái að byggja sér bænahús hér á landi og þykir sjálfsagt að mæta þeirra óskum eins og mögulegt er í sátt og samlyndi við íslenskt samfélag. Þeir eru almennt áhugasamir um svokallaða fjölmenningu og fagna fjölbreytninni sem henni fylgir.

Nú hefur Félag múslíma á Íslandi fengið úthlutað lóð og auglýst opna samkeppni um hönnun bænahússins. Samkeppnin hefur verið auglýst  og skiladagur ákveðinn þann 26. mai næstkomandi.  Þessu er almennt fagnað af arkitektum og það er allmikill áhugi fyrir verkefninu hér.

Eins og sjá af meðfylgjandi myndum eru nýjar moskur ekkert í takti við Hagia Sophia eða byggingu sem yrði yfirgnæfandi kennileyti við aðkomuna inn í Reykjavík. Það er ástæðulaust að óttast það. Ég efast ekki um að samkeppnin á eftir að laða fram bænahús sem fellur að íslenskum aðstæðum og staðaranda.  En það er auðvitað undir dómnefndinni komið.

++++

Það hefur hinsvegar vakið athygli að tungumál samkeppninnar er enska.  Ekki sem aukatungumál,  heldur sem eina tungumálið.

Íslenskunni er hreinlega úthýst. Hún er bönnuð og þeir sem skila inn tillögu á íslensku verða því ekki teknir til dóms.

Um er að ræða samkeppni um byggingu á Íslandi fyrir trúfélag íslendinga þar sem keppendur verða að meirihluta íslenskir og allir dómarar og ráðgjafar eru líka íslenskir?

Þetta er afar sérstakt.

Ég þykist vita að stjórn og samkeppnisnefnd er ekki skipuð þýlyndum geðluðrum sem ekki geta staðið í fæturna þegar standa á vörð um helstu stoð íslenskrar menningar, íslenskunni.  Átökin hafa verið hörð en arkitektar látið undan kröfu Félags múslima á Íslandi.

Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé merki um það sem koma skal. Það er að segja að íslensk menning muni fyrr en seinna víkja fyrir hinni erlendu.  Að fjölmenningin ætli ekki að aðlagast þeirri íslensku heldur breyta henni. Og á þá virkilega að byrja á helstu stoð menningar okkar, íslenskunni?

Það er auðvitað skynsamlegt að hleypa einhverju alþjóðatungumáli að sem aukatungumæál með íslenskunni í samkeppni sem þessarri. Þó ekki væri nema til þess að gera aðkomu muslimska arkitektasamfélaginu auðveldara til þess að leggja eitthvað til málanna. En að banna íslenskuna er ógnvekjandi í þessu samhengi.

+++++++

Nú eftir að samkeppnin hefur verið auglýst hefur komið fram að byggingin og samkeppnin mun verða kostuð af Saudi Arabíu. Það eru slæmar fréttir sem Arkitektafélag Íslands á væntanlega eftir að tjá sig um. Jafnvel að enduskoða þáttöku AÍ í verkefninu.  Það er allavega tilefni til þess að velta því fyrir sér.

Ég leyfi mér að vitna í Egil Helgason: „Saudi-Arabía er nefnilega eitthvert viðurstyggilegasta einræðisríki í heiminum. Þar er trú, öfgafyllsta útgáfan af íslam, notuð sem réttlæting fyrir nokkurs konar fasisma. Sumpart er þetta aðferð gerspilltrar valdastéttar til að halda stöðu sinni. Þegar meðlimir hennar koma til Vesturlanda verða þeir gjarnan berir að fullkominni hræsni“.

Svo er mér er sagt að önnur trúarbrögð en Múhameðstrú sé bönnuð í Saudi Arabíu.

+++++++

Þarf ekki að stokka þetta allt upp. Sýna festu þegar það á við og þolinmæði þegar þannig stendur á.  Gefa öllum trúfélögum aðgang að trúarsjóðum eins og kirkjubyggingasjóði og  jöfnunarsjóði kirkna. Hafna peningum frá ríkjum á borð við Saudi Arabíu.  Bjóða fjölmenningarsamfélagið velkomið og gefa því tækifæri til þess að aðlagast íslenskri menningu án þess að leggja hana niður. Vinna að því að fólkið aðlagist íslensku samfélagi en breyta grundvallaratriðunum sem minnst.

Og í Guðsbænum ekki fórna íslenskunni í þessum samskiptum.

++++++

Efst er tölvumynd af nýrri mosku í höfuðborg Egyptalands. Að neðan er teikning af nýrri mosku í Kaupmannahöfn.

Hér er slóða að samkeppnislýsingu og samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands.

Hvorugt á íslensku.

Competion brief final

Competition Rules AI 2015

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 1.3.2015 - 18:42 - 11 ummæli

Borgaraleg óhlýðni og hverfaskipulagið

 

Í síðasta pistli fjallaði ég um grasrótina í Reykjavíkurborg og íbúasamtök. Ég tók dæmi af Íbúasamökum Vesturbæjar og þeim borgarbótum sem þau hafa áorkað í gegnum tíðina.

Í framhaldi af pistlinum var athygli mín vakin á því sem er að gerast í Bandaríkjunum hvað þetta varðar nú um stundir. Þar eru grasrótarsamtök mjög virk. Frægasta dæmið er the Highline Park sem er af afrekum grasrótarinnar í NY.

Borgaraleg óhlýðni eins og það er kallað hefur skilað góðum árangri í borginni Raleigh í North Carolina og vakið heimsathygli.

Þar tóku aðgerðarsinnar sig til og settu upp skilti sem vísaði fótgangandi veginn að næstu matvöruverslun o.s.frv.  Á skiltunum kom líka fram hvað göngutúrin væri langur.  Aukaáhrif voru þau að íbúarnir fengu betri tilfinnigu fyrir umhverfi sínu og því sem það hefur upp á að bjóða. Þetta var kallað “Guerrilla wayfinding” og var talin ólögleg af bæjaryfirvöldum

Hinsvegar fékk þetta mikinn stuðning af borgarbúum og í fjölmiðlum. Árangurinn varð sá að nú er talað um „mainstreem“ í þessa átt í öllum Bandaríkjunum.

Hugmyndin að þessu átaki í Raligh kom frá námsmanninum Matt Tomasulo. Hann vildi vekja athygli á fjarlægðum í borginni og fá fólk til þess að stíga út úr einkabílnum og uppgötva borgina upp á nýtt á tveim jafnfljótum.

Í framhaldinu hafa aðgerðirnar snúið að því að laða fram hugmyndir fólks um hvers íbúarnir sakni helst í nágrenninu og hreyfingu þar sem íbúarnir segja hvað þeir vildu frekar að væri á tilteknum söðum en er þar nú. Þetta er gert með sérstökum miðum og  skiltum.

Þetta er bæði skemmtilegt og hefur virkað.

Þessi grasrótarvinna er gagnleg, kannski tafsöm, en á erindi víðast hér á landi í þéttbýsliskjörnum. Þetta væri líka skemmtilegt í tengslum við hverfaskipulagsvinnuna sem nú er fyrirhuguð í hverfum höfuðborgarinnar. Það þarf einhvernveginn að virkja íbúana. Það’ er hægt að gera með átökum eins og hér er fjallað um og kannski líka í gegnum grunnskólabörn og þannnig til foreldrana.

++++++++

Myndir í færslunni sýna vegvísa fyrir gangandi í Raleigh. Svo myndir af skiltum þar sem íbúarnir skrifa það sem þeir sakna í hverfinu sínu   „I want …… in my neighborhood“   og svo skilti þar sem íbúarnir segja hvað þeir vildu í staðin fyrir það sem er “ I wish this was  ……“

Neðst er svo svipuð aðgerð sem danska arkitektafélagið stóð fyrir þar sem þeir, með svipuðum hætti hvetja grasrótina til þess að taka þátt í umræðunni en stóla ekki  eingöngu á arkitektana eða þá sem véla um skipulag og arkitektúr hjá bæjarfélögunum.

++++++

Hér eru slóðir að síðum sem fjalla um efnið:

https://walkyourcity.org/

og

https://neighborland.com/

 

Svo má finna pistla um efnið í leitarvél þessarrar vefsíðu. T.a.m. umfjöllun um High Line Park.

+++++++

Sjá einnig færslur um svipað efni

Um óskiljanlegt áhugaleysi á arkitektúr:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2013/02/08/oskiljanlegt-ahugaleysi-fyrir-arkitektur/

Um arkitektúrkennslu í grunnskólum:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/04/13/arkitektur-i-grunnskolunum/

Um almenna fræðslu í skipulagi og byggingalist:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2010/09/21/fraedsla-i-byggingarlist/

Um hvernig byggingalistinni er haldið útundan í umræðunni:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2009/10/16/byggingarlistin-er-utundan/

 

 

 

Aðgerðarsinnar settu skiltin upp í skjóli nætur.

Sá á myndinni hér að ofan vill fleiri fætur á gangstéttarnar.

Econ 004

Carousel-I-Wish-This-Was-enjoy

Að lokum koma að neðan tvær myndir úr herferð danskra arkitekta það sem þeir óska efir meiri þáttöku grasrótarinnar í skipulags og byggingaumræðunni.

 

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 22.2.2015 - 09:21 - 7 ummæli

Sólfarið – gjöf frá aðgerðarsinnum

 

Íbúasamtök Vesturbæjar eru svokölluð grasrótarsamtök sem stofnuð voru 1977. Þau spruttu upp í hverfinu af  frumkvæði íbúanna sjálfra. Þau fundu sér verkefni og þeim var vel tekið. Samtökin þjöppuðu íbúunum saman. Uppskeran var í samræmi við væntingar.

Það vita það ekki margir en Íbúasamtök Vesturbæjar norðan Hringbrautar  var fyrst til þess að skilgreina íbúðahverfi sem 30 km svæði. Það er að segja að þeir gerðu hverfið sitt  að  svæði þar sem bílar meiga ekki aka hraðar er 30 km á klukkustund.

Íbúsasamtökin unnu á sínum tíma spá um aldursþróun íbúanna sem sýndi að byggja þyrfti nýjan grunnskóla í borgarhlutanum og Vesturbæjarskóli var byggður í framhaldinu.

Íbúasamtök Vesturbæjar gerðu margt fleira sem ekki er tíundað hér.

Það skemmtilegasta  í starfi samtakanna í mínum huga er frumkvæði þeirra að tilurð og uppsetningu Sólfars  Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut

Þannig var að íbúasamtökin áttu einhvern rekstrarafgang og ákváðu að gefa borginni myndverk í tilefni 200 ára afmælis hennar 1986.

Þetta var fyrir réttum 30 árum. Þau buðu þrem myndlistamönnum til lokaðrar samkeppni um verkið.

Sá sem sigraði samkeppnina var Jón Gunnar Árnason sem lagði fram hugmyndina að Sólfarinu og  vildi að verkið yrði sett upp í fjörunni við Ánanaust. Almenn ánægja var með verkið meðal íbúasamtakanna.

Þegar tíminn leið sáu samtökin að þau gætu ekki staðið undir kostnaðinum við stækkum og uppsetningu verksins sem áætlaður var 2 miljónir króna,  en samtökin áttu einungis rúm 400 þúsund.

Í stað þess að gefast upp eða leggja hugmyndina á hilluna gengu forsvarsmenn grasrótarsamtakanna á fund borgarstjórans sem þá var Davíð Oddsson. Borgarstjórinn tók erindinu afskaplega vel og tók strax ákvörðun um að veita hugmyndinni brautargengi.

Á 200 ára afmælinu þann 18. ágúst 1986 var svo tilkynnt í Höfða að verkið yrði smíðað og sett upp við enda Frakkstígs við Sæbraut.  Grasrótarsamtökin voru ekki ánægð með staðsetninguna en létu sér það lynda enda var listamaðurinn því ekki andvígur.

En Sólfarið stendur þarna vegna þess að grasrótarsamtök komu hugmyndinni á framfæri og ruddu veginn öllum til ánægju. Sólfarið er nú eitt helsta kennileiti borgarinnar og Íslands.

Þetta er saga sem ekki má gleymast.

Íbúsamtök Vesturbæjar unnu marga sigra og við meigum ekki gleyma öðrum grasrótarsamtökum. Torfusamtökin björguðu Bernhöftstorfunni, Líf og Land breyttu viðhorfi fólks til lausagöngu búfjár og styrktu umræðuna um skógrækt. Samtökin gáfu Reykjavíkurborg mörg hundruð tré sem plantað var meðfram Suðurlandsbraut og standa þarna öllum til ánægju og svona má lengi telja.

++++++

Nú eru hvergi starfandi virk grasrótarsamtök sem eru í einhverri líkingu við þau sem voru áhrifavaldar á þessum árum.

Fyrir 30 árum hlustaði fólk á grasrótina. Nú leiða menn hana hjá sér.  Áhrif aðgerðasinna er hverfandi og áhuginn fyrir að starfa með þeim fer eðlilega af þeim sökum minnkandi.

Það voru hátt í þúsund einstaklingar sem mótmæltu deiliskipulagi Landsspítalans fyrir nokkrum misserum og það voru skrifaðar á þriðja hundrað greinar gegn skipulaginu að mér er sagt og fundir voru haldnir.  Árangurinn var enginn, forherðingin varð bara meiri. Tugþúsundir skrifuðu undir mótmæli gegn því að Reykjavíkurflugvöllur væri lagður niður. Það hafði engin áhrif. Og vegna þess að hér er verið að fjalla um Íbúasamtök Vesturbæjar er vert að minna á að öflug núverandi stjórn samtakanna hefur fjallað um skipulag við Mýrargötu án þess að sýnilegur árangur sjáist.

Svona má lengi halda áfram.

Fyrir allmörgum árum var komið á legg hverfisráðum á vegum borgarinnar þar sem fulltrúar  kosnir af borgarstjórn skipa ráðin. Ég velti fyrir mér hvort ekki væri nær að íbúarnir kysu með beinum hætti fulltrúa sína í hverfisráðin án aðkomu borgarstjórnar.

Borgarstjórn gæti hinsvegar haft þar áheyrnarfulltrúa. Kannski lagaði það eitthvað ástandið, grasrótin lifnaði kannski við og íbúalýðræðið yrði virkara og hverfin yndislegri!

Ég hef alltaf haf mikið álit á aðgerðarsinnum og grasrótarsamtökum allskonar.  Mér finnst borgaraleg óhlýðni líka áhugaverð. Enda skilaði hún oft ágætum árangri.

Þetta vaxandi áhrifaleysi grasrótarinnar er af hinu verra. Afleiðingin er aðhaldsleysi og verri stjórnsýsla.

Ég verð líka var við að grasrótin í ýmsum félögum hefur sífellt minni áhrif.  T.a.m. í mínu félagi, Arkitektafélagi Íslands, er lítið tekið tillit til grasrótarinnar. Nýlega var óskað eftir félagsfundi vegna mikilvægs máls sem varðar hagsmuni stéttar arkitekta og umbjóðenda þeirra. Óskin kom frá grasrótinni. Fundurinn var óvenju fjölmennur og skýr stefna mörkuð í málinu með markvissri ályktun.

Ekkert gerðist. Áhugaleysið var áþreifanlegt. Stjórn og framkvæmdastjórn lét málið kjurt liggja að því er virðist, hafði lítinn áhuga á sjónarmiðum grasrótarinnar og hagsmunum hennar. Og auðvitað  nennti grasrótin ekki að fylgja málinu eftir þegar svoleiðis stendur á.

Þegar svona er unnið á nánast öllum sviðum þjóðfélagsins nennir grasrótin ekki að hreyfa fingur þegar henni sýnist eitthvað vera að fara út af sporinnu eða hún fær nýjar hugmyndir. Öll umræða virðist gagnslaus. Hvatinn er enginn og dægurmálaumræðan deyr.

Það er til einskis unnið og rótinni er oft launað með einhverjum ónotum.

+++++

Hér að neðan er mynd af góðum vini mínum, Súmmaranum Jóni Gunnari Árnasyni, „Hugarorka og sólstafir“ sem er vel við eigandi hér. Hvað er annars að frétta af SÚM?

 

 

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 15.2.2015 - 16:56 - 30 ummæli

Morgunblaðshöllin

1506774_892354684118835_8727896406039333206_n

Myndin að ofan varð á vegi mínu í vikunni. Hún er af nýbyggingu Morgublaðsins eins og hún var hugsuð á sínum tíma fullgerð, alls 11-12 hæðir.

Bygginguna teiknaði Gunnar Hansson 1953 meðan hann var enn við nám í byggingalist.

„Morgunblaðshöllin“ hefur verið umdeild allt fá því að hún var byggð. Það var einkum stærð hennar og  ósamræmi við næsta umhverfi sem fólk gerði athugasemdir við. En í því sambandi ber að hafa í huga að tíðarandinn, sem er oft versti óvinur byggingalistarinnar, kallaði á gjörbreytingu miðbæjarinns þar sem allt átti að víkja fyrir nýju. Og svo var líka einhver pólitísk andstaða við húsið vegna þess að Morgunblaðið var þar til húsa. En það kemur byggingalistinni ekkert við.

En varðandi hugmynd Gunnars, eins og hún kemur fram á uppdrættinum að ofan, er í mínum augum augljós tengsl milli byggingarinnar og verka Oskars Niemeyer. Það sér maður á hlutföllunum og formmáli og ekki síður efstu hæðinni og hvernig hann lætur bygginguna „mæta himninum“ eins og það er oft orðað.

Þegar kom í ljós að byggingin yrði ekki meira en 7 hæðir hefur Gunnar líklega áttað sig á því að það þyrfti að gefa efsta hluta hússins eitthvað form sem segði okkur að hér endar byggingin eins og upphafleg teikning gerði ráð fyrir. Hann var eflaust líka meðvitaður um að hér endar aðalgata borgarinnr, Laugarvegur, Bankstræti og Austurstræti. Hann hefur leitað hagkvæmrar arkitektónisrarlausnar til bráðabirgða full viss um að byggingin yrði kláruð samkvæmt frumteikningunni síðar. Þetta gerði hann á sérlega fallegan og einfadann hátt með hallandi veggfleti þar sem lengi stóð „Morgunblaðið“.

Nú hefur húsinu breytt og einni hæð bætt við. Ég hef nokkrar efasemdir um lausnina. Í henni felast ekki markmið upphaflegra hugmynda um að húsið endi aðalgötur borgarinnar. Hafi hatt eða mæti himninum á viðeigandi hátt.

Þetta vekur athygli einkum vegna þess að öllum sem kynna sér upphaflegu hugmynd húsinns sjá hve mikilvægt þetta grundvallaratriði í hugverki Gunnars er. Byggingi stendur jú við enda mikilvægustu og lengstu verslunar- og miðborgargötu landsins. Eftir breytinguna er húsið eins og hauslaust eða ófullgert og er ekki það kennileiti sem það var áður.

Kannski er það einmitt málið!

+++++

16.02.2015

Bætt hefur verið við færsluna afstöðumynd sem gerð var þegar Morgunblaðshöllin var teiknuð í öndverðu. Þar má sjá forvitnilegar hugmyndir sem lýsa tíðarandanum um miðja síðustu öld. Hryllilega rottækar. Ég hélt reyndar að framlenging Suðurgötu í gegnum Grjótaþorpið hafi verið ein af hugmyndum Aðalskipulagsins frá 1962.

+++++

Gunnar Hansson (1925-1989) var flinkur fagmaður sem hannaði mörg ágæt hús. Þeirra á meðal Fossvogsskóla, Hólabrekkuskóla og Ölduselsskóla í Reykjavík. Hann teiknaði líka Umferðamiðstöðina, Búnaðarbankann við Hlemm, DV-húsið við Þverholt, kirkju óháða safnaðarins og biðstöðina við Hlemm sem fékk Menningarvrðlaun DV á sínum tíma og m. fl. Hann nam á Berkley háskólanum í Kaliforníu á stríðsárunum og hélt svo áfram námi í Þrándheimi eftir dvölina vestanhafs.

Neðst er ljósmynd af Gunnar Hanssyni framan við Morgunblaðshöllina í byggingu.

a6-breyting_opt

Á myndinni að ofan og strax að neðan sést hvernig  Gunnar Hansson hefur hugað að því hvernig byggingin endar og“mætir himninum“.  Myndin þar fyrir ofan er af húsinu eftir breytingu.

10689800_891805250840445_4243076957695678846_n

Að neðan er byggingin eftir breytingu. Hún virðist vera hálfköruð. Samanborið við byggingarnar til sitt hvorrar handar er eins og það eigi eftir að bæta einhverju sem skiptir máli ofan á Morgunblaðshúsið til þess að klára það.

10313129_891800954174208_4315131634252007817_n

Viðbót 16.02.2015

Hér að neðan kemur afstöðumynd sem gerð var vegna byggingu hússins. Hún er sérlega athyglisverð og segir ýmislegt um tíðarandann um miðja síðustu öld. Guðni Vilberg bendir á þetta í athugasemd. Hér sést hvenig Suðurgaran er framlengd í gegnum grjótaþorpið og nánast öll hús í grendinni komin á aftökulistann.

untitled

 

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 9.2.2015 - 11:43 - 18 ummæli

Matarmarkaður við Hlemm

Visualisering1

Síðunni hefur borist masterverkefni sem unnið var á arkitektaskólanum í Árósum.  Höfundurinn er Snædís Bjarnadóttir arkitekt  sem flutti til Danmerkur árið 2008 og lauk meisratanámi í arkitektúr frá Árósum á síðasta ári. Hér er kynnt lokaverkefni hennar með texta frá höfundi sjálfum.  Hér er mjög áhugavert innlegg í umræðuna um alvöru matarmarkað í Reykjavík.

++++++

Torgið

Torgið Hlemmur einkennist í dag af mikilli umferð, stór strætóstoppistöð og breiðar götur er það sem maður upplifir þegar maður kemur þar að. En torgið er á mjög mikilvægum punkti í bænum, við endann á okkar aðal verslunargötu. Í dag minnkar lífið á Laugarveginum eftir því sem ofar dregur, og búðir þrífast ekki eins vel á efsta hluta götunnar.

Mín hugmynd er að gefa rýminu nýtt hlutverk. Með því að gera það meira aðlaðandi, styrkir það efri hluta Laugarvegsins, dregur fólk ofar og “lokar” veslunargötunni. Og með því að endurhugsa og takmarka bílaumferð gerir það torgið og veslunargötuna meira aðlaðandi. Þetta er þróun sem flest okkar nágrannalönd hafa farið í gegnum fyrir mörgum árum síðan, Strikið í Kaupmannahöfn sem dæmi var bílagata til ársins 1964.

Markaðurinn

Verkefnið snýst um að gefa Hlemmi nýtt hlutverk og tengja torgið við miðbæinn. Matarmarkaður er eitthvað sem ég tel að væri spennandi að skoða á þessu torgi, góð tenging við miðbæinn. Fjölbreytt atvinnustarfsemi og íbúðarbyggð er þar í kring, sem gefur möguleika á fjölbreyttu lífi innan markaðarins.

Matarvenjur Íslendinga eru að breytast mikið, við erum að koma frá tíma sem einkenndist af skyndibita og mikið unnum matvælum. Fólk er farið að hugsa meira um hvaðan matvælin koma og velja frekar gæða vörur og helst íslenskar. Með því að skapa stað þar sem td. fisksalinn, kjötsalinn, bakaríið, og íslenska gænmetið sameinast, auðveldar það aðgengi að þessum vörum.

Byggingin

Hugmyndin er að byggingin og bæjarrýmið fljóti saman, þakið svífi yfir torginu og skilin milli markaðar og torgs eru óskýr. Framhliðarnar eru inndregnar og þakið skapar rými utandyra í skjóli frá veðrum og vindum. Á sumrin þegar veður er gott er hægt að opna framhliðarnar við enda ganganna og markaðurinn flæðir út í bæjarrýmið. Þannig gefst tækifæri á að stækka markaðinn þegar vöruúrval er meira, td. þegar árstíðabundnu vörurnar bætast við.

Innra skipulagið er unnið út frá fyrirmyndum frá nágrannaþjóðum okkar, básar sem raðast upp í (grid). Tvær aðal gönguleiðir eru skornar í gegnum markaðinn, þvert á skipulag básanna. Með því að skera tvo axa í gegnum ganglínur básanna myndast innri torg, rýmið opnast inni í miðjum markaðinum.

+++++++

Nokkuð hefur verið fjallað um matarmarkaði í Reykjavík hér á vefnum undanfarin ár. Hér er slóð að nokkrum þeirra:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2015/01/26/matarmarkadur-vid-midbakka/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/06/matarmarkadur-vid-reykjavikurhofn/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2013/12/15/harpa-matarmarkadur-hus-folksins/

http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/14/fiskimarkads-tilraun-i-reykjavik-2010/

 

 

 

 

 

 

 

U¦ütlit-austur

Útlit til austurs

Afsto¦ê+¦umynd

 

Afstöðumynd

Diagramm-b+ªrinnSamhengi hlutanna – stóra myndin og tengsl við Laugarveg og Kvosina

 

Diagramm-torgi+¦

 

 

 

 

 

Visualisering2

Grunnmynd

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 1.2.2015 - 11:27 - 24 ummæli

Nýr Laugavegur

aLaugarvegur01_1-1000x709

Reykjavík er að breytast úr þorpi í borg. Aðalskipulagið AR 2010-2030 gerir ráð fyrir að greiða götur gangandi, hjólandi og þeirra sem velja að ferðast með almenningsvögnum og bæta mannlíf á götunum.

Aðalskipulagið frá 1962- 84 gerði ráð fyrir því að allir hefðu yfir einkabifreið að ráða. AR 2010-2030 gerir ráð fyrir nútímaborg þar sem fólk getur ferðast um og sótt alla þjónustu án þess að hafa einkabíl til afnota.

Í samræmi við þetta er borgin víða að hlúa að þessum markmiðum. Ett átakið snýr að því að festa Laugarveginn í sessi sem göngugötu og var boðin út samkeppni meðal arkitekta um útfærslu hugmyndarinnar

Sú lausn sem dómnefnd valdi sem sigurvegara er í anda þess sem var að gerast víða um lönd fyrir svona 20-40 árum. Lausn sem menn hafa víða snúið baki við.

Fyrir áratugum teppalögðu menn göturnar með einhverju hellumunstri  með það að markmiði að leysa upp hefðbundnar stefnur sem gangandi og akandi þurftu að fara áður en bílarnir hurfu úr götunum og fótgangandi tóku rýmið yfir.

Aðstandendur samkeppni um nýjan Laugarveg hafa gleymt  hinni sögulegu vídd í hugmyndafræðinni. Þeir gleymdu gömlu götunni og sáu ekki heildina og þau skilaboð sem sjálf gatan sendi vegfarendum. Svipað og húsin gera. Sjálf gatan er jú meira en 1/3 af ásýnd götunnar og hefur ekki minna sögulega þýðingu en húsin sem við hana standa.

Áfyrie 20 árum voru menn, og eru kannki enn,  uppteknir af sögu húsanna og gerð þeirra. Byggingarefni, bjórum við glugga, portlistum, steinun, þakrennum, gluggum, hurðum og handverki húsanna og sögu þeirra. En þeir gleymdu sjálfri götunni og sögu hennar. Þeir teppalögðu allt með sama hætti eins og um væri að ræða værðarvoð eða teppi eða nýja götu í úthvefi þar sem aldrei var gert ráð fyrir bílum. Komu svo fyrir götugögnum í samræmi við tíðarandann en ekki sögu götunnar. Menn hafa sagt þessa nálgun vera stílbrot.

Við þekkjum þetta frá Strikinu í Kaupmannahöfn og víðar. En síðan Strikið var hannað sem göngugata hafa menn áttað sig á því að hin sögulega vídd sjálfrar götunnuar skiptir ekki síður máli en saga húsanna sem við hana standa. Nýrri göngugötur í nágrenni Striksins eru hannaðar með öðrum hætti.

+++++

Eitthvað það skemmtilegasta við umræðu um arkitektúr og skipulag er einmitt það að allir hafa að vissu marki rétt fyrir sér þó þeir séu ekki sammála.

Ég er í þessu máli ósamála dómnefnd sem ber ábyrgð á forsendunum og niðurstöðunni. Ég er  þeirrar skoðunnar að  innan nokkurra ára munu menn sjá að sér og endurgera götuna í samræm við sögu hennar og sögulega vídd.

„Maður flýr ekki uppruna sinn“.

+++++++

Maður spyr sig hvort fulltrúi Minjastofnunnar hafi omið að samkeppninni? Þetta er jú meira en 1/3 af ásynd götunnar og er ekki síður merkileg en húsin sem við hana standa!

+++++++++

Strax hér að neðan koma þrjár ljósmyndir.

Sú fyrsta er af nýlegri gönguleð á Manhattan í New York, High Line Park. Þar hafa hönnuðirnir látið járnbrautarteinana halda sér eftir endilangri gönguleiðinni til þess að minna á tilurð hennar og sögu.

Á næstu mynd er gata í Mýrinni í París þar sem með áberandi hætti er bent á upprunan hennar um leið og augljóst er að fótgangandi vegfarendum er vísað á það svæði sem ætlað var bílum (hestvögnum) áður.

Og loks mynd frá einni dýrustu verslunargötu í Bandaríkjunum, Rodeo Drive í LA, þar sem litlum hluta götunnar er ætlaður fótgangandi. Grunndvalaratriðum og sögu götunnar er haldið til haga.

Í öllum dæmunum hafa menn ekki gleymt hinni sögulegu vídd eins og menn hafa gert í samkeppninni um nýjan Laugarveg.

++++++

Allar myndirnar eru fengnar af vefnum.

1069995_10153136621680122_2060447907_n

Hvergi hafa hönnuðir The High Line Park látið framhjá sér fara tækifæri til þess að minna á að þarna gekk  í öndverðu járnbraut að hafnarsvæðinu á West Side. Járnbrautarteinarnir er hvarvetna sýnilegir og á þá er minnt.

http://www.viaggiareliberi.it/Ospiti/FrancoPaolotti/zc.LosAngeles.RodeoDrive.JPG

Hér á Rodeo Drive í LA, sennilega dýrustu verslunargötu Bandaríkjanna,  er engum menningarminjum kastað á glæ. Þvert á móti eru þær upphafnar þannig að engum getur dulist að þarna fóru bílar um á árum áður.

http://www.carfree.com/cft/ParisPedestrianStreet2b-480.jpg

Nýuppgerð göngugata í Mýrinni í París þar sem hönnunin leggur áherslu á að gatan sem áður var fyrir bíla er nú ætluð fótgangandi. Granítlagðar göturnar bera merki þess að þær eru slitnar af hjólum hestvagna aldanna. Hér er ekki verið að fela ea endurskrifa söguna eins í verðlaunatillögu Laugarvegar heldur að minnt á hana og ekkert gefið eftir í þeim efnum.

Að neðan koma nokkrar myndir af verðlaunatillögu um nýjan Laugarveg til upplýsingar og skýringar. Saga götunnar er afmáð eftirlitslaust að því er virðist meðan saga flestra húsanna er vandlega varðveitt, mörg í umsjá Minnjaverdar.

 

 

Laugarvegur03-1000x468

 

Laugarvegur05-1000x707

 

 

 

Laugarvegur06-729x1352

 

Laugarvegur07-717x617

Laugarvegur08-715x609

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 26.1.2015 - 19:31 - 20 ummæli

Matarmarkaður við Miðbakka?

Fyrir rúmum fjórum árum skrifaði ég nokkra pistla um matarmarkaði víða um heim og vöntun á slíkri starfssemi í Reykjavík.

Ég skrifaði um matarmarkaði sem stæðu sælkerabúðum og lágvöruverslunum framar á allan hátt.  Markaði þar sem verslun er hin besta skemmtun og upplifun. Matarmarkaði sem hefði aðdráttarafl fyrir jafnt borgarbúa og ferðamenn alla daga vikunnar.

Lagt var til að slíkum markaði  yrði fundinn staður á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn sem nú er í deiliskipulagsferli.

Ég rifja þetta upp núna vegna þess að það er tilefni til.

Síðan þetta gerðist hefur borgin lagt fram og fengið staðfest Aðalskipulag sem styður enn frekar hugmyndina og þessa staðsetningu auk þess sem deiliskipulag Miðbakka er nú í vinnslu ef ég skil rétt. Aðalskipulagið stefnir að auknu mannlífi á götum borgarinnar og aukinni umferð og þjónustu almenningsflutninga.

Reykjavíkurborg er loks að breytast úr þorpi í borg og til þess að fullkomna sviðsmyndina þarf virkan og góðan matarmarkað á góðum stað þar sem framleiðendur geta selt framleiðslu sína milliliðalaust til neytenda. Þar fyrir utan hefur áhugi framleiðenda og kaupenda matvöru fyrir að eiga milliliðalaus viðskipti við framleiðendur vaxið ört og ekkert bendir til annars en að það muni aukast enn frekar. Fólk vill vita hvaðan varan kemur og afnvel hitta fulltrúa framleiðanda þegar viðskiptin fara fram.

Mikilvægt er að muna að meðfram Miðbakka mun fyrirhugaður samgönguás aðalskipulagsins liggja og binda borgina saman frá Vesturbugt alla leið austur að Keldum. Þessi samgönguás er hryggjarstykki AR 2010-2030.

+++++++

Nú eru liðin meir en fjögur ár síðan Torvehallerne á Israels Plads í miðborg Kaupmannahafnar opnaði. Þetta er matarmarkaður þar sem seld er gæðamatvara sem ekki tengist stóru búðarkeðjunum.

Aðdragandinn var ein 13 ár. Frumkvöðullinn var Hans Peter Hagen arkitekt sem stofnaði Köbenhavns Torvelaug árið 1998. Margir studdu hann í hugmyndavinnunni sem starfaði undir nafninu „Torvelauget“. Einn þeirra var Tryggvi Ólafsson, hinn kunni íslenski myndlistarmaður.

Torvehallerne hafa orðið fyrirmynd slíkra markaða á norðlægum slóðum. Svipaðir markaðir hafa verið opnaðir víða í Finnlandi og Svíþjóð. Hans Peter Hagen hefur komið að mörgum þeirra og er nú að vinna að einum í Melborne í Eyjaálfu.

Borgaryfirvöld brugðust afar vel við skrifunum fyrir fjórum árum og vildu greiða götu matarmarkaðar í Reykjavík af svipuðu tagi og sjá má í Kaupmannahöfn og gengu mjög langt í þeim efnum. Nú þarf borgin að huga að þessu að nýju í tengslum við deiliskipulag það sem er í vinnslu á Miðbakka.

Færslunni fylgja ljósmyndir af Torvehallerne í Kaupmannahöfn sem gefa tilfrinningu fyrir andrýminu þar. Neðst er 120 ára gömul ljósmynd af markaðstorginu Israels Plads

Sjá einnig:

 http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/06/matarmarkadur-vid-reykjavikurhofn/

 

 

 

01

Flokkar: Óflokkað

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is